Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Síða 26
UM HELGINA
ÍSLENSKT VEÐURFAR STEYPT Í MÓT Nú
stendur yfir sýning finnsku listakonunnar Sari Maarit Cedergren í Artóteki í
Tryggvagötu. Þar er íslenskt veðurfar í aðalhlutverki en Sari sýnir lágmyndir
úr steypu og gifsi og endurspeglar íslenska veðrið. Sari, sem hefur búið hér á
Íslandi síðan 1986, hefur hlotið ýmsar viðurkenningar í Finnlandi, Svíþjóð og
hér á Íslandi fyrir verk sín. Hún starfar nú sem kennari í Fjölbrautaskólanum
í Garðabæ. Sýningin stendur út janúar og er opin alla daga.
STEINUNN SIGURÐ-
ARDÓTTIR MEÐ
FYRIRLESTUR
Fatahönnuðurinn Steinunn Sig-
urðardóttir verður með fyrirlestur
næstkomandi sunnudag í Lista-
safni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.
Þar mun hún fjalla um feril sinn og
hönnunarferlið og skýra frá þeim
þáttum í náttúru okkar og þjóðlegri
hefð sem hefur haft áhrif á hönnun
hennar í gegnum tíðina. Einnig um
mikilvægi umhverfis okkar í sköpun-
arferlinu. Fyrirlesturinn hefst klukk-
an 15 stundvíslega.
FYRIRLESTUR
Í LJÓSMYNDA-
SAFNI REYKJA-
VÍKUR
Max Houghton, ritstjóri tímarits-
ins Foto8 í London, heldur fyrir-
lestur í Ljósmyndasafni Reykja-
víkur á laugardaginn en hann
er hér á landi í tilefni árlegrar
keppni Blaðaljósmyndarafélags
Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið
„Hard Times - Photography and
renewal“ og fjallar um breytingar
á fréttaljósmyndun í Bandaríkj-
unum í kringum síðustu heims-
kreppu. Einnig koma fram Brynj-
ar Gunnarsson og Árni Torfason.
Fyrirlesturinn hefst klukkan
13.30.
TVÆR SÝNINGAR Í
DALÍ GALLERÍ
Tvær sýningar verða opnaðar í DaLí
Gallerí á laugardaginn. Annars vegar
er það listakonan Margrét Buhl en
hún er nýútskrifuð frá Myndlista-
skólanum á Akureyri. Hún vinnur
innsetningu í salinn með umfjöll-
unarefnið minningar, tímabil og
tónlistartengsl með persónulegri
nálgun hennar. Hin er söng- og leik-
konan Jana María Guðmundsdóttir
sem einnig verður með innsetningu
og fjallar um skynfærin. Sýningin er
opnuð klukkan 14 og stendur til 24.
janúar.
BÍÓMYND
Kex með beikonosti
26 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 FÓKUS
„Ég er ekki mikið fyrir smáverk,“ seg-
ir Garðar Eymundsson, 83 ára list-
málari og húsasmíðameistari, sem
lauk nýverið við að teikna upp fjöllin
í kringum heimabæ sinn, Seyðisfjörð.
Þau eru tignarleg fjöllin sem vaka yfir
bænum litla á alla kanta og hafa þau
verið mörgum listamönnum innblást-
ur í hinum ýmsu verkum í gegnum
tíðina. Núna síðast Garðari sem lýsir
upp skammdegið á Seyðisfirði með
sýningu sinni í listamiðstöðinni Skaft-
felli. Og ekki veitir af því þessi sömu
fjöll sjá til þess að sólin sést ekki í bæn-
um svo mánuðum skiptir yfir dimm-
asta part vetrarins.
Garðar tengist hinu mikla menn-
ingarlífi sem er á Seyðisfirði sterkum
böndum og ekki síst fyrir þær sakir að
hann gaf einmitt húsið, Skaftfell, und-
ir þá fyrirmyndarstarfsemi sem þar er
rekin. Garðar hugsaði sig ekki tvisvar
um að gefa húsið þegar sú hugmynd
kom upp á 100 ára afmæli bæjarins
árið 1995 að breyta Skaftfelli í menn-
ingarmiðstöð. Síðan þá hefur Skaft-
fell fest sig í sessi sem ein af virtustu
og virkustu menningarmiðstöðvum
landsins.
Bæjarlistaverkið kveikjan
„Ég fékk þessa hugmynd eiginlega
þegar ég var að velta fyrir mér verk-
inu hans Kristjáns Guðmundssonar
sem stendur hér í hjarta bæjarins,“ en
Garðar á þar við listaverkið sem Krist-
ján gerði í tilefni af 100 afmæli Seyð-
isfjarðar og er stálskúlptúr af útlínum
fjarðarins. „Það væri ekki vitlaust fyrst
þetta var komið að bæta þá fjöllunum
við.“
Það var svo í september árið 2008
sem Garðar hófst handa við að teikna
fjöllin og lauk því nýverið eftir 15 mán-
aða vinnu. „Þetta er nú ekki mikið af-
rek að mínu mati,“ segir Garðar ákveð-
inn þótt ekki sé víst að allir séu honum
sammála um það. „Þetta var aðallega
mikil vinna,“ bætir hann svo við en
Garðar lagði ríka áherslu á að birtu-
skilyrðin væru sem allra best þegar
hann teiknaði myndir sínar og þurfti
hann því oft að sýna verkinu mikla
þolinmæði. „Þegar ég byrjaði í sept-
ember var birtan tilvalin. Haustbirt-
an dró fram formið og lagið á fjöllun-
um en flata birtan í sumar var aftur á
móti mjög erfið. Hún gerir fjöllin svo
einsleit og eyðir öllu formi. Best var þó
þegar kom föl í fjöllin. Þá sést formið
hvað best og ég nýtti mér það mikið.“
Garðar bjó sér til kerfi og vann all-
ar teikningarnar 25 sem mynda fjalla-
hringinn eftir því. Hver teikning er
metri á lengd og Garðar segir hverja
mynd sýna sirka fjóra kílómetra af
fjalllendi. Hann teiknaði því hverja
mynd í fjórum pörtum þar sem hann
reiknaði það út að hann hefði teikn-
að í kringum kílómetra í einu. Þessi
nákvæmnisvinna og allar pælingar
tengdar henni voru Garðari einfaldar
því hann er eins og áður segir húsa-
smíðameistari og öllu vanur.
Haugur af blýöntum
EKKI MIKIÐ FYRIR
smáverk
Garðar Eymundsson listmálari lauk nýver-
ið við að teikna fjallahringinn sem umlyk-
ur Seyðisfjörð. Verkið samanstendur af 50
teikningum sem hver er einn metri á lengd
en alls eru á þeim um 50 kílómetrar af fjall-
lendi. Garðar opnaði sýningu sína í lista-
miðstöðunni Skaftfelli í lok nóvember
en hann gaf einmitt húsið til starfsem-
innar á sínum tíma.
Woodstock-hátíðin er einn af
merkilegustu menningarviðburð-
um 20. aldarinnar. Tákn hippakyn-
slóðarinnar, flower power, frjálsar
ástir, sýra og hvað eina.
Það væri í besta falli mjög hall-
ærislegt að gera leikna kvikmynd
um tónleikana sjálfa, Ang Lee velur
sér því frekar að segja sögu Elliots
Tiber, sem var einn þeirra sem
stóðu að hátíðinni. Elliot stendur á
tímamótum í lífinu, veit ekkert hvað
honum finnst um hitt og þetta, sér-
stalega hvert kynhneigð hans hall-
ar. Veröld hans opnast svo upp á
gátt þegar hann kynnist framandi
fólki í tónleikastandinu og úr verður
falleg saga. Á meðan sturlast móð-
ir hans og faðir úr peningagræðgi.
Það er grínistinn Demetri Martin
sem leikur hlutverk Elliots, eitt af
hans fyrstu skiptum á hvíta tjald-
inu. Taking Woodstock er langt í frá
önnur skrautfjöður í hatt Ang Lee.
Þó myndin sé í sjálfu sér ekkert leið-
inleg, og meira að segja vönduð og
vel leikin, þá er hún ómerkileg. Sag-
an er óáhugaverð og aðalpersónan
kraftlaus, og úr sögusviði eins og
Woodstock býður upp á þá hlýtur
að vera hægt að kreista meiri safa úr
berjunum. Þetta er algjör froða. Ang
Lee sem oftast eldar steikur, býður
hér upp á kex með smurosti, og því
nennum við ekki. Dóri DNA
Taking Woodstock „Ang Lee sem oftast eldar steikur, býður hér upp á kex með
smurosti, og því nennum við ekki.“
TAKING
WOODSTOCK
Leikstjóri: Ang Lee
Aðalhlutverk: Demetri Martin, Emile
Hirsch, Lieb Schreiver,
KVIKMYNDIR