Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 31
HELGARBLAÐ 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 31 Í Afríku Geir með þorpshöfðingja í Biombo í Gíneu-Bissá, en þar vann hann í fimm ár. Í fimm ár bjó ég, ásamt konu minni og þremur ungum son-um, við frekar fábreyttar að-stæður miðað við það sem við eigum að venjast. Það var takmark- aður aðgangur að rafmagni, við þurftum að redda vatninu sjálf og safna því í 200 lítra olíutunnur og fara sparlega með það. Við notuðum sólarrafmagn og símasamband var stopult og í tvö ár höfðum við ekki neitt samband,“ segir Geir Gunn- laugsson, nýskipaður landlæknir. Geir hefur komið víða við á ævinni og hefur meðal annars starfað sem barnalæknir í Afríkuríkinu Gíneu- Bissá, þar sem hann hefur búið í samtals 8 ár. Auk þess hefur hann, ásamt eiginkonu sinni, ferðast víða. Stærðarinnar blómvöndur með heillaóskaskeyti stendur úti í glugga á skrifstofu Geirs við Austurströnd. Vöndurinn er frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem eru að óska honum til hamingju með nýja starf- ið. Hann tók við sem landlækn- ir þann 1. janúar síðastliðinn og er í óðaönn að koma sér fyrir á nýju skrifstofunni þegar hann sest niður með blaðamanni sem vildi kynnast þessum ævintýramanni. Þrátt fyrir að hafa búið lengi við þessar fátæklegu aðstæður, sem Geir lýsir, segist hann hafa búið mjög vel meðal vina og samstarfsfólks í Gíneu- Bissá. „Það var þéttur og mikill umgangur, stanslaus straum- ur fólks daginn út og inn. Þetta var mjög opið og náið samfélag þar sem við bjuggum og það var engin sund- laug í garðinum eða neitt slíkt,“ segir hann. Mikil fátækt Ertu svona mikill ævintýramaður, hvers vegna fórstu til Gíneu-Bissá? „Fyrir mig var það ákveðin tilvilj- un. Ég og konan mín höfðum ferðast mikið þegar við vorum búin að ljúka námi hér heima. Við ferðuðumst um í Mexíkó og Mið-Ameríku og höfð- um almennt mikinn áhuga á lönd- um þriðja heimsins. Síðan fórum við til Svíþjóðar 1981 og komumst í tæri við samtök sem voru að senda fólk til Afríku. Það voru síðan ákveðnir þættir eða tilviljanir sem leiddu til þess að við enduðum í Gíneu-Bissá. Og það skrítna er að þetta er eins og fara inn í lest, þú heldur að þú far- ir út af á einhverri brautarstöð eft- ir ákveðinn tíma. Það er hins veg- ar þannig að ég er enn þá að keyra Gínea-Bissá lestina, sem var upphaf- lega tveggja ára ferð.“ Ertu sem sagt búinn að skjóta rót- um í landinu? „Það er yndislegt að vera þarna. Það er gott fólk sem er opið og skemmtilegt og gaman að vinna með því. En landið er mjög fátækt. Ég hef ferðast mjög víða í Afríku og meðal annars unnið í Malaví fyrir Þróunar- samvinnustofnun Íslands síðastlið- inn áratug. Það er líka mjög fátækt land, en þú sérð samt mikinn mun á milli þessara tveggja landa. Gínea- Bissá er sannarlega veikburða hvað varðar allt, innri stjórnsýslu, mann- auð og menntun. En þar býr gott fólk,“ segir hann. Flutti inn Super Mama Djombo Þú hefur kynnt afríska menningu hér og fluttir hljómsveitina Super Mama Djombo inn til landsins? „Ég hef mikinn áhuga á afrískri tónlist og ekki síst af gíneskri tón- list. Super Mama Djombo er hljóm- sveit sem er tákngervingur hinnar nýfrjálsu þjóðar Gíneu-Bissá. Hún var mjög öflug á 12 ára tímabili og talin til merkustu afrísku hljóm- sveita á þessu tímabili. Þegar ég var þar árin 1982-85, voru þeir komnir í seinni hálfleik. Í samstarfi við mig og Hrein Loftsson lögmann, sem kynntist Gíneu-Bissá gegnum starf sitt með Unicef, tók hljómsveitin til starfa á ný og þeir félagarnir komu hingað til að taka upp hljómplötu. Það var stórkostlegt að ná því mark- miði og það er ánægjulegt að finna í dag hvernig Ísland hefur komist inn á kortið í Gíneu-Bissá í gegnum tón- list Mama Djombo og svo auðvitað gegnum Unicef.“ Það lifnar yfir Geir þegar hann rifjar upp tónleikana, sem haldnir voru á Nasa á Listahátíðinni vorið 2008. „Fyrir mig voru þessir tónleik- ar eitt ævintrýri. Þetta var eins og listrænn gjörningur. Þessir tónleik- ar eru sögulegir í tónlistarlegu sam- hengi Gíneu-Bissá, að hljómsveitar- meðlimirnir skyldu koma hingað úr svo mörgum áttum. Það endurspegl- aðist í gleðinni sem ríkti á staðnum.“ Hefur hljómsveitin ekki spilað utan Afríku nema á Íslandi? „Ekkert, jú, hún kom reyndar við í Portúgal á leiðinni heim og var þar með tónleika. Hljómsveitin sem er að spila í Bissá í dag er þó ekki skipuð eins og hún var hér. Ég á mér draum um að þeir félagarnir komi í góða tónleikaferð til Evrópu og það væri verulega gaman að fá þá til að halda tónleika aftur hér á landi.“ Ertu sem sagt poppari? „Ég hef almennt gaman af tónlist, þó að ég hafi seinna heillast meira af afrískri tónlist. En hér heima er ég meira í góðri dægurtónlist en hefðbundinni klassískri tónlist. Mér finnst gaman að dansa og það er hluti af mér.“ Ólík reynsla nýtist vel Hvað kom til að þú vildir verða land- læknir og ertu ekki með því að binda þig niður? „Þetta er ágæt spurning. Ég ákvað að sækja um starfið vegna þess að verkefni landlæknis eru mjög spennandi og heillandi. Verkefnin sem ég hef verið að sinna í Malaví, Gíneu-Bissá, á Miðstöð heilsuvernd- ar barna, og síðan í Háskólanum í Reykjavík falla öll undir lýðheilsu eins og svo mörg viðfangsefni land- læknisembættisins. Auðvitað eru aðstæður mismunandi milli landa en aðferðafræði lýðheilsustarfs er í raun sú sama. Landlæknir fæst við marga þætti í heilbrigðisþjónustu og er faglegur ráðgjafi stjórnvalda og sinnir eftirlitshlutverki. Notend- ur þjónustunnar geta einnig leitað til landlæknis með ábendingar sínar og kvartanir. Það verður því í nógu að snúast.“ Er Landlæknisembættið ekki mjög fastmótað, er líklegt að fólk verði vart við breytingar á því undir þinni stjórn? „Embættið stendur á gömlum grunni og verður 250 ára á þessu ári. Um það gilda lög og reglugerð- ir sem marka því ákveðinn ramma. Saga embættisins sýnir þó að það hefur breyst í tímans rás. Það er mik- il gerjun í gangi núna og vegna efna- hagskreppunnar er augljóslega þörf endurskoðunar. Einhverjar breyt- ingar eru því fyrirsjáanlegar. Í gegn- um nám mitt og störf hef ég skynj- að að Landlæknisembættið hefur þann stað í hugum fólks að þangað sé hægt að sækja faglega ráðgjöf sem byggist á bestu þekkingu hvers tíma og ég vonast til að viðhalda því orð- spori.“ Varstu hissa að fá starfið? „Þegar þú sækir um, þá ertu einn meðal ákveðins fjölda umsækjenda, að því leyti veistu að þú kemur hugs- anlega til greina. Ég vissi að á grunni minnar fyrri reynslu og náms hlyti ég að koma til greina. En þú gengur ekki að neinu vísu. Ég tek við starf- inu auðmjúkur og reyni að gera mitt besta,“ segir Geir. Talið berst aftur að ferðalögum og tónlist og segir Geir margt hægt að læra í Gíneu-Bissá. Þar í landi glíma íbúar nú við afleiðingar af pólitískum óstöðugleika og hernaðarátökum, sem leiddu til þess að forseti lands- ins var myrtur á síðasta ári. „Þar spyr fólk sig, hvað gerð- ist? Hver er sannleikurinn á bak við þessa atburði? Ég hef stundum hugsað um þetta varðandi banka- hrunið á Íslandi, hvað gerðist raun- verulega? Við erum enn ekki kom- in að ákveðinni niðurstöðu um það. Með þessu er ég eingöngu að segja að Gínear, þú og ég og fólk al- mennt, eru að velta fyrir sér fram- tíð þjóðar sinnar og þar eru öflugir einstaklingar, eins og hér, sem eru að berjast fyrir bættum hag þjóðar sinnar þrátt fyrir mótlæti og erfið- leika.“ Áfram er rætt um Afríku og afr- íska tónlist sem er Geir hugleikin. Hann nefnir að í lagatextum hljóm- sveitarinnar Super Mama Djombo megi finna tengingu við íslenskt samfélag. „Mér finnst ótrúlega gaman að hlusta á nýju plötuna og reyna aðeins að átta mig á textun- um. Þeir lýsa borgaralegu samfélagi sem er að velta lífinu og tilverunni fyrir sér. Það er meira að segja hægt að finna skírskotanir í íslenskt sam- félag, sem þú getur meðal annars tengt við stjórnsýsluna. Í einum textanum segir til dæmis að það sé ekki nóg að geta gefið skipanir til að vera góður stjórnandi. Ég ætti kannski að taka það til mín. Það er eitthvað sem ég hlýt að hafa í huga í starfi mínu.“ valgeir@dv.is Geir Gunnlaugsson, nýskipaður landlæknir, er ævintýramaður sem hefur starfað lengi sem barnalæknir í Afríku. Hann bjó án símasambands í tvö ár í Gíneu-Bissá. Hann flutti einnig gínesku hljómsveitina Super Mama Djombo inn til landsins fyrir tveimur árum. Hann segir að finna megi skírskotun í íslenskt samfélag í textum sveitarinnar. Geir Gunnlaugsson „Þar spyr fólk sig, hvað gerðist? Hver er sannleikurinn á bak við þessa atburði? Ég hef stundum hugsað um þetta varðandi bankahrunið á Íslandi, hvað gerðist raunveru- lega?“ MYND SIGTRYGGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.