Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 11 MILLJARÐAR Í MÍNUS Í HULDUFÉLAGI fjórða hundrað þúsund krónur, í árs- reikningnum. Stefán Hilmar Hilmarsson, þáver- andi fjármálastjóri Baugs, og lögmað- urinn Þórður Bogason eru skráðir sem stjórnarmenn í Sólinni skín samkvæmt ársreikningnum. Fons dró sig út að sögn Pálma Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eig- andi Fons, sem aftur átti í Sólinni skín, segir að Fons hafi dregið sig út úr Sól- inni skín skömmu eftir að félagið var stofnað. Þegar Pálma er sagt að kröfur í þrotabú félagsins nemi nú þegar á ann- an tug milljarða króna segir hann: „Ha? Það er ekki á okkar vegum. Við vorum ekki í þessu félagi. Við vorum þátttak- endur í þessu félagi í upphafi en dróg- um okkur út úr því strax,“ segir Pálmi. Pálmi segir að upphaflegi tilgangur félagsins hafi verið að kaupa hlutabréf í Marks & Spencer. „Þegar ekkert varð af því drógum við okkur út úr þessu fé- lagi,“ segir Pálmi. Hann segist ekki vita hvað Sólin skín gerði eftir að Fons dró sig út úr félaginu og getur hann því ekki svarað hvort félagið hafi fjárfest í af- leiðusamningum, líkt og heimildir DV herma. DV hefur ekki náð tali af Stefáni Hilmari Hilmarssyni til að spyrja hann út í Sólina skín þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. „Þetta er ekki heimili,“ segir Þór- dís Ólafsdóttir, íbúi á Reykjavíkur- vegi 50 í Hafnarfirði. Hún er ósátt við forsvarsmenn verslunar Krón- unnar á fyrstu hæð hússins og segir Hafnarfjarðarbæ hafi brugðist íbú- um hússins. Íbúð Þórdísar liggur yfir lager verslunarinnar og gámar standa fyrir utan glugga íbúðarinnar. „Þeir sem reka Krónuna hafa rústað heimilinu. Ég get ekki selt íbúðina mína, hver heldurðu að vilji kaupa þessa íbúð? Ég er komin með líkam- leg streitueinkenni af því að búa hér á staðnum, sem á að heita heimilið mitt,“ segir Þórdís. Stórir flutningabílar daglegt brauð Þórdís er hætt að vinna og er því mikið heima á daginn. Hún seg- ist hafa þurft að flýja íbúðina heilu dagana vegna ónæðisins sem fylgir nábýlinu við Krónuna. „Ég er með hávaðasaman pressugám undir svefnherbergisglugganum og rusla- gámana undir stofuglugganum. Reglulega eru þessir gámar tæmd- ir með tilheyrandi hávaðamengun. Svona er leikurinn, frá átta á morgn- ana fram til fimm á daginn.“ „Ég er með lager undir allri íbúð- inni. Það er kannski allt í lagi með það. En birgjarnir, stóru flutninga- bílarnir sem koma að lagernum, valda gífurlegu ónæði. Það er líkt og ég búi í umferðarmiðstöð fyrir stóra flutningabíla,“ segir Þórdís. Ræddi við bæjarstjórann Þórdís Ólafsdóttir hefur bæði rætt við forsvarsmenn Krónunnar og yf- irvöld í Hafnarfirði. Hún segist hafa talað við Lúðvík Geirsson bæjar- stjóra og að hann hafi tekið und- ir kvartanir hennar. „Skipulagsráð Hafnarfjarðar, heilbrigðiseftirlitið og bæjarstjórinn sjálfur hafa sagt að Krónumenn gangi algjörlega yfir okkur hér og brjóti lög. Þar á bæ draga menn samt lappirnar vegna verslunarinnar. Forráðamenn versl- unarinnar byggðu svo stórt og mikið anddyri án þess að fá leyfi okkar íbú- anna fyrir því.“ Bílaplanið stórskemmt Að mati Þórdísar hefur ónæðið af völdum Krónunnar verið æði marg- þætt. Hún segir að íbúabyggð og verslunarrekstur geti vel farið sam- an. „Þegar ég keypti íbúðina vissi ég af versluninni. En ég vissi ekki að hún myndi ganga svona yfir íbú- ana. Þetta háttalag hefur dregið úr verðgildi fasteignanna hérna í hús- inu. Húsið er sameign. Verslunar- rekendur verða að sækja leyfi til íbú- anna. Þeir eru búnir að merkja húsið Krónunni í bak og fyrir og alla íbú- ana með.“ Þórdís segir gífurlega mikla um- ferð fylgja Krónunni. „Ég líki fyrstu dögum verslunarinnar hér við árás. Kúnnarnir komu hingað kolóðir, keyrðu yfir allt á bílunum og beygl- uðu jafnvel bíla íbúanna í húsinu. Það er búið að stórskemma bíla- planið hérna.“ Unnið að lausn málsins Benedikt Ingi Tómasson, verkefna- stjóri hjá Smáragarði, eigendum verslunarhúsnæðisins, segir að allt kapp sé lagt á að koma til móts við íbúana á Reykjavíkurvegi 50. Fyr- irtækið hafi í samstarfi við Hafnar- fjarðarbæ reynt að finna gámum nýjan stað. „Við getum ekki fært gáminn án samráðs við bæjaryfir- völd og alla íbúa í húsinu og það mál er nú í afgreiðsluferli.“ Benedikt segist margoft hafa komið á húsfundi á Reykjavíkur- vegi og lýst yfir miklum vilja til að leysa þessi mál. „Þetta er allt sam- an í vinnslu núna. Við höfum unnið í góðu samráði við stjórn húsfélags- ins og höfum ekki áhuga á að standa í illdeilum við íbúana. Þetta er alltaf tvíþætt, annars vegar vinnum við í samráði við íbúana í húsinu og hins vegar við bæjaryfirvöld. Þetta hef ég útskýrt fyrir íbúum hússins á hús- fundi og því tóku allir vel.“ Flestir ánægðir með anddyrið Benedikt segir að Smáragarður hafi séð um að gera við bílaplanið í þágu íbúanna og reynt að leysa öll mál eins vel og hægt er. Hann viðurkennir að fyrirtæk- ið hafi gert mistök þegar nýja and- dyrið í versluninni var byggt. Á móti komi að íbúarnir hafi síðar nær allir lýst ánægju með nýja anddyrið sem vísi í átt frá þeim. „Okkur láðist að fá samþykki húsfélagsins fyrir því. En við vorum hins vegar með bygging- arleyfi frá Hafnarfjarðarbæ.“ Þórdís Ólafsdóttir, íbúi á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, er ósátt við umgengni í kringum verslun Krónunnar á fyrstu hæð hússins. Hún segir verslunina hafa eyði- lagt fyrir sér heimilisfriðinn og telur Hafnarfjarðarbæ hafa brugðist íbúum. EINS OG AÐ BÚA Á UMFERÐARMIÐSTÖÐ HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Kúnnarnir komu hingað kolóðir, keyrðu yfir allt á bílun- um og beygluðu jafnvel bíla íbúanna í húsinu. Vandasamt mál Þórdís Ólafsdóttir er ósátt við ágengni Krónunnar, anda- varaleysi húsfélagsins og aðgerðarleysi bæjaryfirvalda. MYND KRISTINN MAGNÚSSON Gámurinn blasir við Stór gámur stendur beint fyrir utan einn glugga og vörumóttakan er undir öðrum á heimili Þórdísar. MYND KRISTINN MAGNÚSSON Skærgul eyrnamerking Krónunnar Þórdís segir rekstraraðila Krónunnar hafa gengið alltof langt í merkingum verslunarinnar. Guli liturinn eyrnamerki íbúana sem sé táknrænt fyrir yfirganginn. MYND KRISTINN MAGNÚSSON Réðst á mann með sverði Karlmaður á þrítugsaldri lagði með sverði til manns á svipuðum aldri í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sá sem fyrir því varð var fluttur á slysadeild en sauma þurfti allnokkur spor í höfuð hans. Árásar- maðurinn var handtekinn en ekki er vitað hvað honum gekk til. Menn- irnir höfuð setið að sumbli þegar því lauk með þessum hætti. Fimm líkamsárásir voru tilkynnt- ar til lögreglunnar um helgina. Í miðborginni fékk karl um fertugt skurð á hnakkann eftir að hafa verið sleginn hnefahöggi og annar maður, á þrítugsaldri, var handtekinn eftir að hafa veist að dyravörðum en einn þeirra sat eftir með brotna tönn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.