Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 FRÉTTIR
Bjarni Benediktsson, þáverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
og núverandi formaður flokksins,
var beinn þátttakandi í viðskiptum
eignarhaldsfélagsins Vafnings sem
miðuðu að því að safna 45 milljörð-
um króna í íslenska hagkerfinu í árs-
byrjun 2008. Milljarðarnir 45 voru
síðan notaðir til að greiða erlend
lán tveggja eignarhaldsfélaga í eigu
ættingja hans, og viðskiptafélaga í
Milestone. Peningarnir voru teknir
að láni hjá Glitni, tryggingafélaginu
Sjóvá og Kaupþingi.
Bjarni var einn þriggja stjórnar-
manna í eignarhaldsfélaginu BNT
sem skrifaði upp á umboð sem veitti
honum heimild til að veðsetja hluta-
bréf félagsins í eignarhaldsfélaginu
Vafningi þann 8. febrúar 2008. Hinir
tveir voru stjórnarmennirnir Gunn-
laugur Sigmundsson og Jón Bene-
diktsson. BNT er móðurfélag olíu-
félagsins N1 sem er í meirihlutaeigu
fjölskyldu Bjarna.
Þessi staðreynd sýnir að Bjarni,
sem var stjórnarformaður BNT á
þeim tíma, tók þátt í þeirri ákvörðun
að skuldbinda BNT í Vafningsvið-
skiptunum sem snérust um endur-
fjármögnun á hlutabréfum í Glitni
og sænska fjármála- og trygginga-
fyrirtækinu Invik. Glitnisbréfin voru
í eigu Sjóvár, sem aftur var í eigu
Karls og Steingríms Wernerssona í
gegnum Milestone, og Benedikts,
föður Bjarna, og Einars, föðurbróð-
ur hans. Þessi Glitnisbréf áttu þeir
saman í eignarhaldsfélaginu Þætti
International. Bréfin í Invik voru aft-
ur í eigu dótturfélags Milestone sem
heitir Racon Holding.
Bjarni tók beinan þátt
Með undirskrift sinni tók Bjarni
þátt í því, ásamt Gunnlaugi og Jóni,
að veita sjálfum sér umboð til að
veðsetja hlutabréfin í Vafningi, en
helstu eignir félagsins voru breski
fjárfestingarsjóðurinn KCAJ og
lúxusturninn í Makaó, sem færð-
ir höfðu verið inn í félagið frá öðru
dótturfélagi Sjóvár. Þetta var gert til
að búa til veðhæfi til að fá lán út á
eignir Vafnings.
Bjarni hefur þráfaldlega neitað
að hafa komið að þessari ákvörðun
og sagt að eina þátttaka sín í Vafn-
ingsviðskiptunum hafi verið að veð-
setja bréfin í Vafningi fyrir hönd
ættingja sinna og félaga þeirra,
BNT, Hrómundar og Hafsilfurs, þar
sem þeir hafi verið staddir erlend-
is. „Ég tók engar ákvarðanir fyrir
hönd þessa félags [Vafnings, innsk.
blaðamanns]. Ég kom ekkert nálægt
þeim ákvörðunum sem áttu sér stað
þennan dag,“ sagði Bjarni í sam-
tali við DV í desember þegar blaðið
byrjaði að skrifa fréttir um Vafnings-
málið.
Undirskrift Bjarna sýnir hins
vegar að hann átti þátt í því sem
stjórnarmaður í BNT að heimila
veðsetningu á hlutabréfum félags-
ins í Vafningi. Sú staðreynd passar
betur við önnur orð sem Bjarni lét
falla í samtali við DV í desember:
„Ég skýst aldrei undan ábyrgð á því
sem ég skrifa undir fyrir hönd þess
félags sem ég sit í stjórn fyrir,“ sagði
Bjarni þá en hugsanlegt er að eng-
in mótsögn felist í þessum tveim-
ur staðhæfingum Bjarna þar sem
heimildir DV herma að Bjarni hafi
ekki vitað mikið um þau flóknu við-
skipti í kringum Vafning sem áttu
sér stað um þetta leyti.
Ótvírætt er hins vegar að Bjarni
kom að þeirri ákvörðun BNT að
veita honum sjálfum umboð til að
veðsetja hlutabréf félagsins í Vafn-
ingi sama hversu mikið hann vissi
um viðskipti þess.
45 milljarða viðskipti
Milljarðalánin til að endurfjár-
magna hlutabréfin í Glitni og In-
vik komu svo frá Sjóvá og Glitni og
runnu meðal annars í gegnum Vafn-
ing í viðskiptum sem verða að teljast
nokkuð flókin. Í gegnum þau félög
runnu þau til bandaríska fjárfest-
ingarbankans Morgan Stanley sem
hafði hótað að leysa til sín hlutabréf
Sjóvár og Þáttar International í In-
vik og Glitni. Því má segja að Vafn-
ingsviðskiptin hafi snúist um að ná
til sín miklu fjármagni úr íslenska
fjármálakerfinu – um 45 milljörð-
um króna – og nota það síðan til
að greiða upp erlendar skuldir sem
stofnað hafði verið til vegna hluta-
bréfakaupa.
Einar og Benedikt Sveinssynir
skrifuðu undir hin umboðin tvö, frá
Hafsilfri og Hrómundi, sem veittu
Bjarna heimild til að veðsetja bréf
félaganna tveggja í Vafningi. Bjarni
skrifaði jafnframt undir umboð Ein-
ars sem vitundarvottur, auk Her-
manns Guðmundssonar, forstjóra
N1.
Fjórar undirskriftir Bjarna
Vegna þriggja áðurnefndra umboða
gat Bjarni skrifað undir veðsamn-
inginn fyrir hönd félaganna þriggja.
Í veðsamningnum kemur fram að
verið var að veðsetja eignir Vafn-
ings fyrir láni frá Glitni upp á tæp-
lega 104 milljónir evra, rúmlega 10
milljarða króna, sem veitt var sama
dag, þann 8. febrúar 2008. Aðrir sem
skrifuðu undir veðsamninginn voru
Guðmundur Ólason, fyrir hönd
dótturfélaga Sjóvár, og Lárus Weld-
ing og Guðmundur Hjaltason fyrir
hönd Glitnis.
Í lánasamningnum var tek-
ið fram að nota ætti Glitnislánið til
að endurfjármagna lán frá Morgan
Stanley. Athygli vekur að Vafningur
átti að greiða lánið til baka fyrir 31.
mars og var því um ætlað skamm-
tímalán að ræða. Undir lánasamn-
inginn skrifuðu Guðmundur Ólason
fyrir hönd Vafnings og Lárus Weld-
ing og Guðmundur Hjaltason fyrir
hönd Glitnis. Af þessu að dæma má
því ætla að eigendur Vafnings hafi
verið að kaupa sér frest til skamms
tíma til að verða sér úti um annars
konar endurfjármögnun.
Bjarni og Guðmundur Ólason
skrifuðu enn fremur undir bréf til
Glitnis þar sem þeir lýstu því yfir
með undirskriftum sínum að þeir
hefðu veðsett hlutabréfin í Vafningi.
Með veðsetningunni á Vafnings-
bréfunum var veði Morgan Stanley
í Glitnisbréfunum aflétt. Í stað þess
færðist veðið fyrir láninu vegna fjár-
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
FÉKK UMBOÐ FRÁ SJÁLFUM SÉR
Bjarni Benediktsson tók þátt í að ákveða að veita sjálfum sér umboð fyrir hönd BNT
til að veðsetja hlutabréf í Vafningi 2008. Bjarni hefur þráfaldlega neitað því að hafa
tekið þátt í þeim ákvörðunum sem teknar voru í Vafningsviðskiptunum. Vafningur var
notaður til að losa 45 milljarða út úr íslenska fjármálakerfinu mánuðum fyrir hrun.
n Bjarni Benediktsson var hluthafi í BNT,
móðurfélagi olíufélagsins N1, um það leyti
sem hann tók þátt í að veita sér umboð til
að veðsetja hlutabréf félagsins í Vafningi. Á
hluthafalista BNT frá því í ársbyrjun 2007. Þá var
Bjarni skráður fyrir 0,8 prósent hlut sem metinn
var á rúmar 80 milljónir króna.
n Athygli vekur sömuleiðis að Björn Bjarna-
son, dómsmálaráðherra og frændi Bjarna, er
skráður fyrir 0,12 prósenta hlut sem metinn var
á um 12 milljónir króna. Margir ættingjar Bjarna
og Björns eru á hluthafalistanum.
Bjarni og Björn hluthafar Í BNT
SJÓVÁ
ALMENNARRACON
AB
Endurgreiðsla á 217
milljónum evra til
Morgan Stanley
Upphaflega:
52 milljónir evra
Endurgreiðsla:
30 milljónir
Lánið: 22 milljónir evra
INVIK & CO
AB
16 milljónir
evra (lán)
12 milljónir
evra (lán)
30 milljónir evra (lán)
70 milljónir evra (lán)
67 milljónir evra (lán)
SVARTHÁFUR
ehf
Upphaflega: 41 milljón evra
Endurgreiðsla: 30 milljónir
Lán: 11 milljónir evra
16 milljónir evra (skuldabréf )
Myndin sýnir hvernig Milestone-
menn litu á Vafningsviðskiptin og
þá endurfjármögnun á hlutabréfum
sem þessi viðskipti gengu út á
Þau snerust um lánveitingar út úr
Sjóvá, Glitni og Kaupþingi til eigenda
Milestone og Engeyinganna. Þessi
lán runnu á endanum til fjárfesting-
arbankans Morgan Stanley í gegnum
Racon AB og Þátt International. Sam-
tals voru þetta um 45 milljarðar króna
sem runnu út úr íslenska hagkerfinu í
þessum viðskiptum.
70,7 milljónir
evra (lán)
119,4 milljónir
evra (lán)
MILESTONE
ehf
56 milljónir reiðufé
106 milljónir
SPA/Lán: KACJ/Makaó
Upphaflega:
50 milljónir evra
Endurgreiðsla:
30 milljónir (frá Svartháfi)
Lán: 20 milljónir evra
11 milljónir evra
(skuldabréf )
GLITNIR BANKI
Lykilmenn Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, var lykilmaður í Vafningsflétt-
unni og er hann sá sem hvað mest kom að Vafningsfléttunni. Karl Wernersson var
eigandi Milestone.