Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 4
Tekur ásakanir
Schilders alvarlega
Gylfi Magnússon, efnahags- og við-
skiptaráðherra, segist taka ásak-
anir Arnolds Schilder, fyrrverandi
yfirmanns innra eftirlits hollenska
seðlabankans, mjög alvarlega. Á
mánudag sagði Schilder íslenska
embættismenn
hafa veitt rangar
upplýsingar um
stöðu íslensku
bankanna í að-
draganda hruns
fjármálakerfisins
haustið 2008.
„Eitt af þeim
verkefnum sem
liggja fyrir er að
komast til botns í því hvort erlendar
eftirlitsstofnanir fengu rangar eða
misvísandi upplýsingar frá bönkun-
um, innlendum eftirlitsaðilum eða
öðrum embættismönnum mánuð-
ina fyrir hrunið,“ segir í yfirlýsingu
sem Gylfi sendi frá sér.
4 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 FRÉTTIR
Lögreglan á Húsavík hefur yfirheyrt
íbjarnarbanann Ómar Vilberg Reyn-
isson, bónda að Flögu í Þistilfirði, og
lagt hald á skotvopn hans eftir að
bóndinn banaði hvítabirni á dög-
unum. Ómar Vilberg á yfir höfði sér
ákæru og fjársektir vegna lögbrots.
Ísbjörninn gekk á land í Þistil-
firði í síðustu viku, nærri bænum
sem Ómar Vilberg býr á. Dag einn
er hann var að sinna rollum sínum
gekk hann fram á hvítabjörninn og
vildi þannig til að bóndinn var fyrir
tilviljun með rifilinn sinn meðferð-
is. Hann skaut ísbjörninn en vandi
Ómars Vilbergs er sá að hann hef-
ur ekki skotvopnaleyfi og braut því
lög um meðferð skotvopna er hann
felldi björninn.
Ekkert leyfi
Ragnar Brynjólfsson, yfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni á Húsavík,
staðfestir að Ómar Vilberg hafi ekki
leyfi til þess að eiga eða meðhöndla
skotvopn. Hann segir rannsókn
málsins lokið og aðspurður seg-
ir hann bóndann hafa viðurkennt
við yfirheyrslur að hafa ekki haft til-
skilin leyfi. „Það er alveg laukrétt að
viðkomandi aðili hefur ekki skot-
vopnaleyfi. Við vissum það frá fyrstu
mínútu og málið hefur fengið af-
greiðslu hjá okkur eins og lög gera
ráð fyrir. Við höfum tekið skýrslu
af manninum og lagt hald á vopn-
ið. Viðkomandi hefur viðurkennt
verknaðinn og að hann hafi ekki
haft leyfi til þess að gera þetta,“ seg-
ir Ragnar.
„Rannsókninni er lokið og málið
hefur verið sent til ákæruvaldsins,
sýslumannsins á Húsavík. Þar verð-
ur tekin ákvörðun um framhaldið
en því gæti lokið með sekt. Það ligg-
ur fyrir að maðurinn hefur ekki skot-
vopnaleyfi og má því náttúrlega ekki
fara með skotvopn. Ekki var ólöglegt
að bana dýrinu en meðferð skot-
vopna án leyfis er ólögleg og verður
væntanlega í kjölfarið einhver refs-
ins í samræmi við það.“
Þetta er misskilningur
Ómar Vilberg viðurkennir að hafa
verið kallaður til yfirheyrslu en segir
það hafi aðeins verið formsatriði þar
sem um viðkvæmt dráp hvítabjörns
hafi verið að ræða. Hann segir ein-
hvern misskilning á ferðinni og ger-
ir lítið úr hættunni við bjarnardráp-
ið. „Þetta er ekki rétt því ég hef alveg
skotvopnaleyfi. Annað er bara vitl-
eysa. Það var bara formsatriði að ég
var kallaður til af lögreglunni því ég
drap hvítabjörn. Það er alveg sama
hver hefði gert það hann hefði ver-
ið kallaður til yfirheyrslu og því hef-
ur þessi yfirheyrsla ekkert með leyfi
mitt að gera,“ segir Ómar Vilberg.
„Það er rangt að ég hafi ekki leyfi
og þetta er því einhver misskilning-
ur. Leyfið mitt er svipað ökuskírteini
sem ég hef í veskinu hjá mér eða
niðri í skúffu. Það er klárlega merkt
mér og er enn í gildi. Auðvitað var
þetta pínulítið merkilegt en maður
hugsar ekkert þegar maður er kom-
inn í návígi við hvítabjörn. Eftir á að
hyggja hugsa ég að maður hafi verið
í stórhættu. Þannig það var spurn-
ingin; bangsi eða ég.“
Ómar Vilberg Reynisson, ísbjarnarbani og bóndi að Flögu í Þistilfirði, hefur verið
yfirheyrður af lögreglu þar sem hann hafði ekki skotvopnaleyfi og braut því lög er
hann skaut hvítabjörn á dögunum. Vopnið er í haldi lögreglu og málið er í höndum
ákæruvaldsins.
LEYFISLAUS SKYTTA
DRAP ÍSBJÖRNINN
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Nr. 16/1998
n Í12. gr. segir: Enginn má eignast
eða nota skotvopn nema að
fengnu skotvopnaleyfi. Leyfið veitir
lögreglustjóri í umdæmi þar sem
umsækjandi á lögheimili. Lögreglu-
stjóra er heimilt að veita undanþágu
frá skilyrði um að hafa skotvopnaleyfi
fyrir þann sem er á æfingum á
vegum viðurkenndra skotfélaga á
viðurkenndu æfingasvæði.
Vopnalög Það er rangt að ég hafi ekki leyfi og
þetta er því einhver mis-
skilningur. Leyfið mitt er
svipað ökuskírteini sem
ég hef í veskinu hjá mér
eða niðri í skúffu. Það er
klárlega merkt mér og er
enn í gildi.
Stoltur bóndi Ómar Vilberg gæti átt
yfir höfði sér sekt eða ákæru eftir að hafa
skotið hvítabjörn til bana nýverið.
Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur
enn ekki gengið frá uppgjöri vegna
uppsagnar Þórhalls Gunnarssonar,
fyrrverandi dagskrárstjóra og rit-
stjóra Kastljóssins, en útilokar að
gerður verði við Þórhall sérstakur
starfslokasamningur. Í ráðningar-
samningi ritstjórans fyrrverandi er
getið um ákveðin uppsagnarkjör
sem útvarpsstjórinn mun virða. DV
óskaði eftir upplýsingum um hver
þau kjör væru en Páll vildi ekki
svara því.
DV spurði Pál einnig um bílinn
sem hann hefur haft sem launa-
hlunnindi í nærri þrjú ár og hve-
nær honum yrði skilað. Páll ætl-
ar að skila bílnum á næstu dögum
eða vikum en segir óljóst hvernig
samningar takist um skil bílsins.
DV spurði útvarpsstjóra hvort lík-
ur væru á því að RÚV gæti lent í að
greiða upp rekstrarleigusamning
og þá hver heildarkostnaður stofn-
unarinnar væri vegna leigu bílsins
en Páll segir hann óljósan að svo
stöddu.
Greiðslur RÚV vegna rekstrar-
leigu bílsins sem Páll hefur haft til
umráða hafa verið tæpar 200 þús-
und krónur á mánuði. Sé upphæð-
in tekin saman það tímabil sem út-
varpsstjóri hefur verið með bílinn
nemur hún rúmum sex milljón-
um króna en bílafnotin eru hluti af
launasamningi Páls hjá RÚV.
trausti@dv.is
Páll útvarpsstjóri skilar bílnum á næstu dögum eða vikum:
Starfslok Þórhalls ófrágengin
Óljóst um kostnað Páll segir óljóst
hvernig samningar takist um að skila bíln-
um og því liggur heildarkostnaður RÚV
ekki fyrir vegna bifreiðar útvarpsstjórans.
Héraðsdómur
þyrmir Icelandair
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi
niður 130 milljóna króna stjórn-
valdssekt Icelandair á mánudag.
Samkeppniseftirlitið og síðar
áfrýjunarnefnd samkeppnismála
sektuðu flugfélagið árið 2007 fyrir
brot á samkeppnislögum.
Brotið fólst í því að Icelandair
bauð upp á netsmelli til Kaup-
mannahafnar og Lundúna árið
2004 undir kostnaðarverði. Árið
áður hafði Iceland Express hafið
áætlunarflug til borganna.
Héraðsdómur Reykjavíkur
staðfesti sök Icelandair en felldi
niður sektina því brotið var ekki
talið eins alvarlegt og samkeppn-
isyfirvöld töldu í úrskurði sínum.
Stöð 2 afhjúpaði
uppljóstrara
Óskar Hrafn Þorvaldsson, frétta-
stjóri Stöðvar 2 og Vísis, segir að
fólk sem komi með upplýsingar
um fréttamál inn á borð frétta-
stofu Stöðvar 2 þurfi ekki að
óttast að trúnaðar við það verði
ekki gætt. Á mánudag greindi
fréttastofan hins vegar frá því að
ungur piltur hefði boðið henni
upplýsingar sem sagt er að hafi
verið stolið frá lögfræðingnum
Gunnari Gunnarssyni. Frétta-
blaðið birti í gær gögnin sem Stöð
2 voru boðin. Þar kom fram úr
hvaða netfangi þetta hefði verið
sent á Stöð 2.
Fylgst með rekstri
Reykjanesbæjar
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveit-
arfélaga hefur tilkynnt yfirstjórn
Reykjanesbæjar að nefndin muni
fylgjast með rekstri sveitarfélagsins
á næstu mánuðum og varar bæjar-
stjórnina við óvissu í rekstrarfor-
sendum og fjárhagsstöðu.
„Það kemur mér ekkert á óvart
miðað við hvernig fjármálastefna
Árna Sigfússonar hefur verið hér,“
segir Ólafur Thordersen, bæjarfull-
trúi minnihlutans í Reykjanesbæ.
„Þetta er óábyrg stjórn og ég hef
áhyggjur af þessu. Það er mín skoð-
un að Reykjanesbær standi mjög
illa.“