Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 ÆTTFRÆÐI Guðmundur Þórður Guðmundsson ÞJÁLFARI ÍSLENSKA LANDSLIÐSINS Í HANDBOLTA Guðmundur Þórður Guðmunds- son, þjálfari karlalandsliðsins ís- lenska í handknattleik, hefur nú í annað sinn á tveimur árum brotið blað í sögu íslensks handknattleiks, með frábærum árangri liðsins á Evr- ópumeistaramótinu í Austurríki. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík 23.12. 1960. Hann lauk stúdents- prófi frá MS 1980, stundaði nám í tölvunarfræðum við HÍ 1981-82, sótti námskeið í gagnasafnsfræðum hjá Software AG í London, Chicago og Derby 1983, 1986, 1987, 1991 og 1992, námskeið á vegum IBM á Ís- landi, námskeið í forritun á veg- um Software AG á Íslandi og hefur stundaði nám með vinnu við HR frá 2001. Guðmundur var kerfisfræðing- ur hjá Rekstrartækni 1984-85, hjá Landsbanka Íslands 1986-88, hjá Visa Íslandi 1988-97, verkefna- stjóri Reiknistofu bankanna 1997- 99, þjálfari meistaraflokks UMFA í handknattleik 1992-95, þjálfari 21- árs landsliðs karla 1995 og meist- araflokks Fram 1995-99 og 2006- 2007, þjálfari hjá Bayer Dormagen í Þýskalandi 1999-2001, þjálf- ari landsliðs karla í handknattleik 2001-2004, verkefnastjóri á erlendu sviði Kaupþings 2004-2006, hefur verið þjálfari danska liðsins GOG Svendborg 2009-2010 og hefur verið landsliðsþjálfari karla í handknatt- leik frá 2008. Guðmundur hóf að æfa og keppa í handknattleik með Víkingi er hann var á sjöunda árinu. Hann varð Ís- landsmeistari í 1. deild karla 1980, 1981, 1982, 1983, 1986 og 1987. Hann varð bikarmeistari í meist- araflokki 1983, 1984, 1985 og 1986. Þá varð hann Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki 1980, 1981, 1982, 1983 og 1991 og deildarmeistari í 1. deild karla 1991. Sem þjálfari gerði hann UMFA að Íslandsmeisturum í 2. deild 1992 og Framara að Íslands- meisturum einu sinni. Guðmundur lék alls 248 lands- leiki fyrir Íslands hönd á árunum 1980-90. Hann tók þátt í heims- meistarakeppni 21 árs landsliða í Portúgal 1981, B-heimsmeistara- keppni í Frakklandi 1981 og í Hol- landi 1983, Ólympíuleikum í Los Angeles 1984, A-heimsmeistara- keppni í Sviss 1986, Ólympíuleik- um í Seoul 1988, B-heimsmeist- arakeppni í Frakklandi 1989 og A-heimsmeistarakeppni í Tékkó- slóvakíu 1990. Guðmundur var kosinn íþrótta- maður Reykjavíkur 1986, hand- knattleiksmaður árins, valinn af ÍSÍ og Morgunblaðinu, 1986, og besti sóknarleikmaður í 1. deild karla 1986-87. Undir stjórn Guðmundar náði íslenska handknattleikslandslið- ið fjórða sætinu á Evrópumeistara- mótinu í Svíþjóð 2002, náði silfur- verðlaunum á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og nú bronsverðlaun- unum á Evrópumeistaramótinu í Austurríki. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 1989 Helgu Björgu Hermannsdóttur, f. 18.7. 1962, kennara. Þau skildu. Synir Guðmundar og Helgu eru Hermann, f. 9.1. 1990; Guðmundur Lúðvík, f. 15.6. 1992; Arnar Gunnar, f. 4.7. 1996. Sambýliskona Guðmundar er Fjóla Ósland Hermannsdóttir, f. 17.9. 1969, fatahönnuður. Dóttir Guðmundar og Fjólu er Júlía Ósland Guðmundsdóttir, f. 14.11. 2007. Bræður Guðmundar eru Gunnar Helgi Guðmundsson, f. 27.7. 1947, yfirlæknir í Reykjavík, kona hans er Ragnheiður Alice Narfadóttir hjúkr- unardeildarstjóri og eru synir þeirra Guðmundur og Gunnar Narfi; Björn Guðmundsson, f. 20.8. 1955, efna- fræðingur og framhaldsskólakenn- ari í Reykjavík, kona hans er Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur og eru börn þeirra Héðinn, Guðrún og Helga. Foreldrar Guðmundar eru Guð- mundur Lúðvík Þorsteinn Guð- mundsson, f. 4.12. 1921, d. 24.6. 2008, húsasmíðameistari á Ísafirði og síðar verslunarstjóri í Reykjavík, og k.h., Guðrún Þórðardóttir, f. 29.8. 1922, húsmóðir. Ætt Guðmundur var bróðir Salóme Margrétar, móður Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Neskirkju. Guðmundur var sonur Guðmund- ar, sjómanns, verkamanns og fisk- matsmanns á Ísafirði Halldórssonar frá Vogum, b. og húsmanns í Vatns- fjarðarsveit Sigurðssonar. Móð- ir Guðmundar fiskmatsmanns var Þórdís Guðmundsdóttir frá Skálavík í Mjóafirði. Móðir Guðmundar var Guðbjörg Margrét Friðriksdóttir, b. í Dverga- steini og sjómanns í Hnífsdal Guð- mundssonar. Móðir Guðbjargar Margrétar var Guðrún, systir Magn- úsar á Saurum, afa Kára Arnórsson- ar skólastjóra. Guðrún var dóttir Guðmundar, ríka í Eyrardal í Álfta- firði Arasonar, og Guðrúnar, systur Hjalta, föður Magnúsar H. Magn- ússonar ,,Ljósvíkings”. Guðrún var dóttir Magnúsar, pr. í Ögri Þórðar- sonar. Móðir Magnúsar var Guð- björg, systir Guðrúnar, langömmu Hannibals Valdimarssonar. Guð- björg var dóttir Magnúsar, b. í Súða- vík Ólafssonar, ættföður Eyrarætt- ar Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Matthildur Ásgeirsdóttir, prófasts í Holti í Önundarfirði, Jónssonar, bróður Þórdísar, móður Jóns for- seta. Móðir Matthildar var Rann- veig, systir Jóns, pr. í Arnarbæli, langafa Matthíasar, fyrrv. ráðherra, föður Þorgils Óttars, fyrrv. hand- knattleikskappa. Rannveig var dótt- ir Matthíasar, stúdents á Eyri, Þórð- arsonar, ættföður Vigurættar og bróður Magnúsar í Súðavík. Guðrún er dóttir Þórðar, bóksala á Stokkseyri Jónssonar, járnsmiðs í Garðbæ og á Brávöllum á Stokkseyri Þorsteinssonar, b. í Kolsholtshelli, bróður Einars á Miðfelli, afa Einars Magnússonar, rektors MR. Móð- ir Þórðar var Kristín Þórðardóttir, b. á Mýrum Eiríkssonar, og Helgu Sveinsdóttur. Móðir Guðrúnar var Málfríður Halldórsdóttir, b. á Kumbaravogi Pálssonar, b. í Fíflholtshjáleigu Hall- dórssonar. 30 ÁRA n Adriana Karolina Pétursdóttir Skipasundi 66, Rvk. n Carlos E. P. Vilhena Conceicao Hringbraut 128, Reykjanesbæ n Þorbjörg Ólafsdóttir Norðurgötu 30, Akureyri n Pétur Örn Rafnsson Dúfnahólum 4, Reykjavík n Bryndís Hafþórsdóttir Norðurtúni 27, Egilsstöðum n Arna Dögg Ragnarsdóttir Skipasundi 31, Reykjavík n Ingibjörg Jóna Jakobsdóttir Álftamýri 48, Rvk. n Ebba Egilsdóttir Ránargötu 12, Reykjavík 40 ÁRA n Krzysztof Maciej Karcz Miklubraut 78, Reykjavík n Krzysztof Wichert Háseylu 21, Reykjanesbæ n Svanur Freyr Hauksson Víðimýri 10, Sauðárkróki n Kolbrún Vilhelmsdóttir Hólmatúni 38, Álftanesi n Ragnar S. Svanlaugsson Breiðvangi 9, Hafnarfirði n Guðrún H. Guðjónsdóttir Jörundarholti 144, Akranesi n Edda Jónsdóttir Bræðraborgarstíg 15, Reykjavík n Helgi Kjartansson Vesturbrún 13, Flúðum n Þórný Jóhannsdóttir Munkaþverárstræti 20, Ak. 50 ÁRA n Stefán Guðmundsson Baugholti 6, Reykjanesbæ n Anna Rósa Bjarnadóttir Skólagerði 13, Kópavogi n Helga I. Jónsdóttir Hólabraut 2, Reykjanesbæ n Nikolay I. Mateev Háaleitisbraut 16, Reykjavík n Vojislav Velemir Laugavegi 30b, Reykjavík n Joáo M. Da Gama Pombeiro Vitastíg 3, Reykjavík n Bjarni Lárusson Móbergi 12, Hafnarfirði n Sigurður B. Sigurðsson Stórakrika 1, Mosfellsbæ n Jón Þorkelsson Miðvangi 121, Hafnarfirði n Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Hringbraut 63, Hafnarfirði n Örn Hauksson Litlagerði 2b, Hvolsvelli n Helgi Hannibalsson Fagrabæ 2, Reykjavík n Hjalma Kathrina Poulsen Kleifarseli 2, Reykjavík 60 ÁRA n Zdzisklaw Zbigniew Klimek Miðgarði 3b, Egilsstöðum n Sigrún Óskarsdóttir Fellsmúla 4, Reykjavík n Ásta Jóhannsdóttir Starhólma 12, Kópavogi n Garðar Sigurvaldason Heiðargerði 94, Reykjavík n Ragnar Bjarnason Norðurhaga, Blönduósi n Þorvaldur Yngvason Baughóli 58, Húsavík n Sigrún Hulda Baldursdóttir Hraunbæ 38, Rvk. 70 ÁRA n Guðrún Angantýsdóttir Hólabraut 3, Skagaströnd 75 ÁRA n Erla G. Sigurðardóttir Hverfisgötu 23c, Hafnarfirði n Guðmundur Ísak Pálsson Sunnuhlíð, Flúðum n Anna G. Kristjánsdóttir Hraunbæ 100, Reykjavík n Valgeir Borgarsson Lyngmóa 3, Reykjanesbæ n Valgerður Jóhannsdóttir Lerkigrund 6, Akranesi n Hafsteinn H. Þorleifsson Eyrargötu 29, Siglufirði 80 ÁRA n Anna Júlía Hallsdóttir Hallkelsstaðahlíð, Borgarnesi n Ágústa Óskarsdóttir Sólheimum 23, Reykjavík n Þorsteinn Friðriksson Strikinu 4, Garðabæ n Gunnar Þórsson Mýrarvegi 117, Akureyri n Guðbjörg J. Ragnarsdóttir Þangbakka 8, Reykjavík 85 ÁRA n Dóra B. Guðmundsdóttir Blikanesi 27, Garðabæ n Anna J. Þórarinsdóttir Bólstaðarhlíð 26, Reykjavík n Margrét Þ. Sigurðardóttir Hraunvangi 7, Hf. 90 ÁRA n Marinó Á.Sigurðsson Gilstúni 24, Sauðárkróki FÓLK Í FRÉTTUM 30 ÁRA n Anna Przestrzelska Greniási 14, Garðabæ n Charlyn Burabod Gomez Álfaskeiði 96, Hafnarfirði n Henrich Filo Strandgötu 81, Hafnarfirði n Helgi Axel Svavarsson Einigrund 8, Akranesi n Ingibjörg Sveinsdóttir Hlíðarási 12, Hafnarfirði n Kristinn Eiríksson Smiðjustíg 17a, Flúðum n Ágúst Tómasson Njálsgötu 92, Reykjavík n Ragnar Mar Konráðsson Múlavegi 15, Seyðisfirði n Matthías Karl Þórisson Engjaseli 17, Reykjavík n Ragnheiður Rut Reynisdóttir Tröllakór 7, Kópavogi n Dagný Sif Kristinsdóttir Torfufelli 48, Reykjavík n Ellý Reykjalín Elvarsdóttir Kríuási 19, Hafnarfirði n Unnur Malmquist Jónsdóttir Steinum 3, Djúpavogi n Arnbjörn Þ. Kristjánsson Njálsgötu 86, Reykjavík n Sigrún Hjálmarsdóttir Laufengi 150, Reykjavík n Héðinn Birnir Ásbjörnsson Fífulind 1, Kópavogi n Guðmundur Hauksson Baugakór 13, Kópavogi n Atli Björn E. Levy Hólmagrund 22, Sauðárkróki n Aðalbjörn H. Þorsteinsson Skagabraut 20, Garði n Hafsteinn Þ. Sigurbjörnsson Álfheimum 11, Rvk. n Kolbrún M. Passaro Iðutúni 25, Sauðárkróki 40 ÁRA n Sigurður Gunnarsson Hraðastaðavegi 15, Mosfellsbæ n Þorsteinn Hreggviðsson Helluvaði 7, Reykjavík n Óskar Sæmundsson Skeiðarvogi 33, Reykjavík n Sigrún Óladóttir Vættaborgum 98, Reykjavík n Svanhildur Kristinsdóttir Grjótási 12, Garðabæ n Sigurður V. Aðalsteinsson Hjarðarholti 5, Akranesi n Kristján Steinarsson Arahólum 2, Reykjavík n Ingvar Örn Sighvatsson Skipasundi 47, Reykjavík n Berglind Vésteinsdóttir Sauðafelli, Búðardal n Páll Ingi Pálsson Vindási 2, Reykjavík n Hanna S. Stefánsdóttir Búðarbraut 8, Búðardal 50 ÁRA n Valgerður Þórisdóttir Næfurási 17, Reykjavík n Karl Kristinn Karlsson Urðargili 27, Akureyri n Ragnar Kummer Vættaborgum 60, Reykjavík n Emilía Helga Þórðardóttir Brattholti 2b, Mosfellsbæ n Hrafnhildur Sigurðardóttir Miðtúni 13, Seyðisfirði n Lovísa Signý Kristjánsdóttir Móasíðu 6f, Akureyri n Sigríður Lárusdóttir Kirkjubraut 60, Höfn í Hornafirði n Sesselja D. Ármannsdóttir Maríubaugi 33, Rvk. n Svanhildur K. Rúnarsdóttir Esjugrund 46, Reykjavík n Þórarinn M. Guðmundsson Álfabrekku 9, Kópavogi n Sigurdís S. Guðmundsdóttir Vesturfold 19, Reykjavík n Guðmundur R. C. Barker Naustabryggju 2, Reykjavík n Andrés Ari Ottósson Lágmóa 12, Reykjanesbæ n Ólöf Jóhanna Garðarsdóttir Þiljuvöllum 23, Neskaupstað n Gunnar H. Guðmundsson Hofakri 5, Garðabæ n Anna María Guðnadóttir Brautarholti 3, Ólafsvík n Pertti Heimo Tapio Paananen Brjánsstöðum, Selfossi n Robert Andrew Hansen Ásabraut 3, Sandgerði n Stefan Szostkowski Verbraut 3, Grindavík n Janis Balodis Frakkastíg 8, Reykjavík n Adam Iapheth David Írabakka 8, Reykjavík 60 ÁRA n Sigrún Magnúsdóttir Skaftahlíð 42, Reykjavík n Iðunn Anna Valgarðsdóttir Álakvísl 24, Reykjavík n Þórdís Kristjánsdóttir Sóleyjarima 15, Reykjavík n Árni Ómar Bentsson Breiðvangi 54, Hafnarfirði n Jóhanna Georgsdóttir Tunguseli 10, Reykjavík n Sigríður G. Héðinsdóttir Álfhólsvegi 127, Kópavogi n Ívar Herbertsson Ægisgötu 13, Akureyri 70 ÁRA n Katrín Knudsen Engihlíð 16f, Ólafsvík n María Sigurbjörnsdóttir Beykilundi 12, Akureyri n Svanhildur Jóhannesdóttir Blikahólum 6, Reykjavík n Guðmundur T. Guðmundsson Hlíðarvegi 41, Kóp. n Regína Vigfúsdóttir Víðilundi 12a, Akureyri n Hafsteinn Lúðvíksson Gilstúni 19, Sauðárkróki n Hjördís Alfreðsdóttir Sóleyjarima 19, Reykjavík n Þórir Þröstur Jónsson Heiðvangi 16, Hellu n Ingvar Björnsson Ljárskógum 3, Reykjavík 75 ÁRA n Ríkharður Jónsson Brúnastöðum, Fljótum n Kristinn Guðjónsson Hlíðartúni 9, Höfn í Hornafirði n Fríða Hjálmarsdóttir Barðastöðum 7, Reykjavík n Þórólfur Friðgeirsson Túngötu 20, Súðavík n Karl J. Kristjánsson Ásvegi 22, Akureyri 80 ÁRA n Hörður Sumarliðason Lækjasmára 6, Kópavogi n Halldór Thorsteinsson Stúfholti 1, Reykjavík 85 ÁRA n Böðvar Jónsson Norðurhjáleigu, Kirkjubæjarklaustri 90 ÁRA n Jón Brynjólfsson Blönduhlíð 16, Reykjavík n Þórunn K. Helgadóttir Ölduslóð 9, Hafnarfirði n Guðríður Guðjónsdóttir Hólmagrund 24, Sauðárkróki 95 ÁRA n Björn Jónsson Suðurbraut 2, Hafnarfirði 100 ÁRA n Sigríður Guðmundsdóttir Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi TIL HAMINGJU INGJU AFMÆLI 3. FEBRÚAR 2010 sm aa r@ d v. is AFMÆLISBARN DAGSINS Þorbjörg Ólafsdóttir sem er að læra grunnskólakennarafræði við Háskólann á Akureyri var enn að velta því fyrir sér á mánu- daginn var hvernig hún ætlaði að halda upp á þrítugsafmælið sem er í dag. Maður Þorbjargar er Þórður Ívarsson rafeindavirki en dætur þeirra eru Sóley og Sess- elja.   „Ég var nú reyndar búin að ákveða að skella mér suður í til- efni dagsins en vinafólkið sem ég ætlaði að verða samferða hætti við að fara. Ég er þess vegna hætt við suðurferðina og svo getur vel verið að maðurinn minn verði kallaður úr bænum vegna vinnu, svo þetta er allt svolítið óljóst. Mér finnst samt líklegast að mað- ur geri eitthvað um næstu helgi með fjölskyldunni og allra nán- ustu vinum. Annars finnst mér miklu skemmtilegra að skipu- leggja barnaafmæli dætranna, heldur en mitt eigið.“ Áttu þér eftirminnilegan af- mælisdag?  „Já, ætli það sé ekki tíu ára af- mælið mitt. Þá var ég í þann veg- inn að eignast yngra systkini og ég hafði miklar áhyggjur af því að mamma hefði öðrum hnöpp- um að hneppa en að hugsa um afmælið mitt. En systkinið kom í heiminn viku síðar og ég fékk þessa fína afmælisveislu. Svona nokkuð situr í huganum.“  Ógleymanlegt tíu ára afmæli ÞORBJÖRG KENNARANEMI ÞRÍTUG TIL HAMINGJU AFMÆLI 4. FEBRÚAR 2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.