Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 30
Baggalútur hefur sett aftur af
stað dagskráliðinn Heimsljós
Baggalúts sem hefur verið fjarri
góðu gamni í rúmt ár. Heims-
ljósið eru fréttaskýringar Baggal-
úts á málefnum líðandi stundar
en í nýjasta Heimsljósinu, sem
má finna á baggalutur.is, er með-
al annars að finna umfjöllun um
stofnstærð dverga í Breiðholti og
ósátta blindingja eftir ferð á Ava-
tar. Þá er Jimmy Hendrix spurð-
ur út í Icesave. Einnig kemur
fram í Heimsljósinu að kona hafi
fattað brandara. „Sigur fyrir jafn-
réttishreyfinguna.“
„Ég þurfti að komast af landi brott,“ seg-
ir Sverrir Þór Sverrisson, sjónvarpsstjarna
og leikari, aðspurður hvers vegna hann
hafi ferðast með einkaþotu sem Mile-
stone og Glitnir höfðu á leigu á árunum
fyrir hrun. „Neeee,“ bætti Sveppi svo við
þegar hann var spurður hvort hann vildi
segja frá ferðum sínum og hvernig þær
væru til komnar.
Sveppi ætti að vera flestum lands-
mönnum kunnur en hann hefur gert það
gott í íslensku sjónvarpi og kvikmyndum
undanfarin ár. Meðal annars í þáttun-
um Auddi og Sveppi og Algjör Sveppi og
nú síðast í kvikmyndinni Algjör Sveppi:
Leitin að Villa en rúmlega 32.000 manns
sáu myndina þegar hún var sýnd í kvik-
myndahúsum á síðastliðnu ári.
DV birti á mánudag lista yfir farþega
sem ferðuðust með einkaþotu Milestone
og Glitnis en á meðal þeirra sem eru á
listanum eru til dæmis Bjarni Ármanns-
son, Karl Wernersson, Lárus Welding og
Tryggvi Þór Herbertsson. Á listanum er
einnig Ingvar Sverrisson, bróðir Sveppa
og núverandi aðstoðarmaður Kristjáns
Möller samgönguráðherra. Ingvar starf-
aði þá fyrir fyrirtæki í eigu Karls Werners-
sonar, eiganda Milestone, en Ingvar vildi
ekkert tjá sig um ferðir sínar með þotunni.
Af þeim sem ferðuðust með þotunni
má einnig nefna Boga Nilsson, fyrrver-
andi ríkissaksóknara, en hann sagði í
samtali við DV að hann hefði verið á leið-
inni í frí en ekki vitað á vegum hvers þot-
an var.
SVEPPI Í EINKAÞOTU
SVERRIR ÞÓR SVERRISSON Á MEÐAL ÞEIRRA SEM FLUGU MEÐ EINKAÞOTU MILESTONE OG GLITNIS:
ALEXANDER PETERSSON:
Helgi Seljan, fréttamaðurinn
skeleggi í Kastljósi, hefur þann
leiða vana að stela kaffibolla
Brodda Broddasonar, frétta-
manns á sömu stöð, þegar hann
mætir til vinnu. RÚV skar niður
plastglösin og lét gera bolla sér-
merkta hverjum starfsmanni -
það þótti ódýrara. Hver og einn á
því sinn eigin bolla.
Þegar Helgi mætir til vinnu er yf-
irleitt það fyrsta sem hann gerir
að fá sér kaffi. Hann veltir lítið
fyrir sér nöfnum starfsmanna á
bollunum en hefur þann vana
að nappa bolla Brodda og skilja
hann eftir hér og þar um Út-
varpshúsið. Broddi tekur sér
bolla Helga í staðinn og endar
yfirleitt með tvo eftir vinnudag-
inn - þar sem Helgi skilur bolla
Brodda eftir á víðavangi.
30 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 FÓLKIÐ
Sveppi Er einn
vinsælasti skemmti-
kraftur landsins.
DVERGA
STOFNSTÆRÐ
„Hann náttúrlega bjó þessa stund nánast til með
þessum varnartilburðum. Það er pínu leiðinlegt
að hann sé ekki á myndinni,“ segir Logi Geirsson,
ein af bronshetjum Íslands, en glöggir les-
endur hafa væntanlega tekið eft-
ir að Alexander Petersson vantar
á myndirnar þar sem liðið fagnar
bronsinu.
Alexander var uppi í stúkunni
þegar myndin var tekin að fagna
með fjölskyldu sinni. Reyndu
strákarnir okkar að kalla í hann
en hávaðinn var mikill í höllinni
og heyrði Alexander hvorki hróp né
köll – og náði því ekki í myndatökuna.
„Hann bara hvarf,“ segir Logi hress og
kátur sem fyrr.
Myndin verður væntanlega hengd upp
á veggi víða um land og fer á sama stall og silfur-
myndirnar frá Peking og heimsmeistaramyndirnar
frá Frakklandi 1989. Það er því ákaflega leiðinlegt
að maðurinn sem nánast tryggði Íslandi bronsið
með varnartilburðum sínum skuli ekki vera með.
Í stöðunni 28-26 og útlitið orðið nokkuð svart í
bronsleik Íslands og Póllands gerðist eitt ótrúleg-
asta atvik handboltasögunnar. Alexander bjargaði
boltanum með mögnuðum og í raun undraverð-
um hætti. Hann skutlaði sér fram og sló boltann burt
þegar Tluczynski driplaði honum. Þögn sló á ellefu
þúsund manns í höllinni, enda atvikið ótrúlegt. „Ég
hef aldrei séð annað eins á ævinni. Þvílíkur karakt-
er og að gera þetta löglega,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson landsliðsþjálfari í samtali við DV eftir að
bronsið var komið í hús. benni@dv.is
HETJAN EKKI
Á MYNDINNI
Alexander Petersson er ekki á bronsmyndinni frægu sem tekin var af íslenska
landsliðinu í handbolta. Það er grátbroslegt því eins og Logi Geirsson segir: „Hann
náttúrlega bjó þessa stund nánast til með þessum varnartilburðum.“
Enginn Alexander
Alexander var uppi í stúku
þegar myndin var tekin.
Varnartröll aldarinnar
Alexander Petersson er nánast
kominn í guðatölu eftir að hafa
sýnt ótrúlega varnartilburði.
Hann bara hvarf.
BOLLUM
BRODDA
HELGI STELUR