Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 12
LÍTILL RÉTTUR FARÞEGA Farþegar eiga lítinn rétt ef flug- far fellur niður vegna verkfalls flugmanna eða annarra starfs- manna, að sögn Neytendastofu. Fyrir fáeinum dögum boðuðu flugmenn hjá Icelandair til verkfalls sem átti að taka gildi 4. febrúar, á morgun. Aðilum málsins tókst að semja í tæka tíð svo ekkert varð af verkfallinu. Ef af vekfallinu hefði orðið hefðu farþegar getað setið í súpunni og væru algerlega háðir velvilja flugfélagsins. Þær upplýsing- ar fengust hins vegar hjá Ice- landair að fyrirtækið myndi vafalaust leita allra leiða til að bjóða viðskiptavinum sínum breytingu á flugmiðum, ef af verkfalli yrði einhvern daginn. n „Það gætti talsverðrar óánægju kvenkynssýn- ingargesta í Borgar- leikhúsinu um helgina sem þurftu að bregða sér á salernið í hléi. Röðin var mjög löng, mjakaðist hægt áfram og sumar konurnar náðu ekki inn í sal aftur fyrr en ljósin höfðu verið slökkt,“ sagði sami leikhúsgest- ur, alveg í spreng. n „Leiksýningin Fjölskyldan í Borgarleikhúsinu er með því besta sem ég hef séð lengi. Leikstjórn Hilmis Snæs frábær og magnaðir leikarar; ekki síst Sigrún Edda Björnsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir, sem fór gersamlega á kostum sem skassið Violet Weston,“ sagði ánægður leikhúsgestur við DV. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 14 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 NEYTENDUR MERKINGAR MATVÆLA „Merkingar matvæla – þessum upplýsingum átt þú rétt á,“ er yfirskrift námskeiðs sem End- urmenntun Háskóla Íslands stendur fyrir í samstarfi við Matvæla- og næringarfræðafé- lag Íslands. Á námskeiðinu, sem er opið öllum, gefst þeim sem áhuga hafa kost á því að læra hvaða merkingar eiga að vera á matvælum og hvernig túlka skal þær upplýsingar sem fram koma á merkingum. Þetta er sérstaklega hentugt fyrir þá sem starfa í mötuneytum eða fram- leiðslu- og innflutningsfyrir- tækjum. Jónína Þ. Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Mat- vælastofnun, og Ólafur Reykdal og Gunnþórunn Einarsdóttir, matvælafræðingar hjá Matís, sjá um námskeiðið. „Hann öskraði svoleiðis á mig mað- urinn að ég hef aldrei vitað annað eins. Hann gargaði á mig hástöfum. Ég hef aldrei fengið svona þjónustu eða viðmót frá nokkrum áður,“ segir Helga Sara Henrysdóttir nemi. Hún var á heimleið frá Amster- dam í Hollandi, ásamt kærasta sín- um, þegar þau urðu fyrir því óláni að tefjast í langri biðröð við landa- mæraeftirlit á flugvellinum. Þau komu hlaupandi að útganginum um fimm mínútum fyrir brottför en var meinað að ganga um borð, þrátt fyr- ir að landgangurinn væri enn tengd- ur flugvélinni. Helga segir að þau hafi mátt þola ótrúlegan dónaskap af hálfu hollensks starfsmanns á veg- um Icelandair, sem beinlínis öskr- aði á þau af öllum mætti. Hann hafi ógilt miðana þeirra svo þau þurftu að kaupa flugfar með næstu vél, fyr- ir liðlega 160 þúsund krónur. Helga segir að Icelandair vilji ekkert fyrir þau gera. Átti að vera ódýrt Helga segir að þau hafi keypt sér ódýra ferð til Amsterdam í þrjár næt- ur. Ferðin hafi átt að vera ódýr enda séu þau bæði í námi. Annað hafi komið á daginn. Þegar kom að heim- ferð hafi þau innritað sig þremur tím- um fyrir flug á völlinn. „Við ákváðum að fara í taxfree til að fá einhverjar krónur til baka af því sem við höfð- um keypt, fengum okkur að borða og ætluðum svo að hliðinu okkar um hálftíma fyrir flug,“ segir Helga. Þau komust þá að því að þau þurftu að fara í gegnum annað landamæra- eftirlit. Röðin var mjög löng og eng- inn vildi hleypa þeim fram fyrir, þrátt fyrir að þau væru á mikilli hraðferð. „Eftir að hafa beðið í röðinni í 15 eða 20 mínútur heyrðum við að nöfn- in okkar voru kölluð upp. Þegar við komumst loksins í gegn tókum við á rás og hlupum langa leið að útgang- inum í vélina,“ segir Helga en ítrek- ar að þau hafi haldið að þau væru á réttum stað og á góðum tíma áður en þau komu að landamæraeftirlitinu. Ógilti miðana Að hliðinu út í vél komu þau hlaup- andi fimm mínútum fyrir brottför vélarinnar. „Við héldum að við fengj- um að fara inn í vélina þar til að kom hollenskur starfsmaður SAS, sem gersamlega valtaði yfir okkur. Ég reyndi í geðshræringu að útskýra fyr- ir honum hvernig á þessu stæði en þá benti hann með fingrinum fram- an í mig og öskraði að þetta væri akk- úrat ekki sú afsökun sem hann vildi heyra. Hún skipti hann engu máli,“ segir Helga og bendir á að raninn hafi enn verið tengdur vélinni og að maðurinn hafi á næstu tíu til fimmt- án mínútum í tvígang eða þrígang farið sjálfur yfir í vélina. Hann hafi hins vegar ekki verið á því að hleypa þeim með. „Hann var alveg snældu- vitlaus af bræði og ég fékk í raun taugaáfall vegna framkomu hans. Ég varð máttlaus, settist niður og grét á meðan kærastinn minn reyndi í ör- væntingu að tala við manninn,“ seg- ir Helga en það bar engan árangur. Hann hafi tekið miðana og ógilt þá. Jón Bjarki Halldórsson, kærasti Helgu, segir að framkoma starfs- manna SAS hafi verið ótrúleg. Við- mótið hafi vægast sagt verið dónalegt og þetta atvik fengið mjög á þau bæði. Vildi ekki lána penna Helga segir að um tuttugu mínútna töf hafi orðið á brottför flugvélarinn- ar á meðan starfsfólk vallarins hafi opnað farangursrýmið og leitað að töskunum þeirra. Hún segir að lít- il sem engin seinkun hefði þurft að verða ef maðurinn hefði bara hleypt þeim með. „Þegar flugvélin svo fór af stað gekk þessi starfsmaður, ásamt tveimur öðrum, fram hjá okkur hlæj- andi og gerandi grín, enginn þeirra var tilbúinn til að veita okkur nokkra aðstoð,“ segir Helga en við tók löng leit að töskunum. Þegar þær voru loksins fundnar segir Helga að þau hafi farið að úti- búi SAS til að athuga hvernig þau gætu komist heim. Þar hafi þau enga aðstoð fengið og afgreiðslukonan hafi hlegið að þeim þegar þau báðu um að fá að hringja eitt símtal, þar sem GSM-símar þeirra voru óvirkir. „Hún vildi ekki einu sinni lána okk- ur penna til að skrifa niður númer og var ekkert nema dónaleg,“ segir Helga. Þau náðu loks sambandi við for- eldra sína á Íslandi. Í ljós kom að eina farið sem þeim stóð til boða hafi kostað um 160 þúsund krón- ur. Þann farseðil hafi þau þurft að kaupa. Helga segist afar ósátt við starfs- fólk SAS á vegum Icelandair úti í Hollandi og Icelandair hafi ekki vilj- að koma til móts við þau eftir atvik- ið. „Það var auðvitað okkar sök að við skyldum vera svona sein en við hefð- um getað sætt okkur við að missa af fluginu ef hann hefði ekki komið svona illa fram við okkur. Þetta eyði- lagði ferðina,“ segir Helga sem tók þetta svo nærri sér að hún átti fyrst á eftir erfitt með svefn og hafði litla matarlyst. Hún segist ekki geta hugs- að sér að eiga viðskipti við Icelandair á næstunni. „Þessari upplifun okkar og framkomu þessa manns gleymum við seint,“ segir hún að lokum. Tvær hliðar „Í þessu tilviki er starfsmaður þjón- ustufyrirtækis á okkar vegum sak- aður um að sýna ófaglega og hryss- ingslega framkomu. Það á auðvitað ekki að gerast og þess vegna hefur Icelandair beðið farþegann afsökun- ar, bæði símleiðis og bréflega. Okkur þykir mjög leitt ef starfsfólk eða við- skiptafélagar sýna ekki af sér góða framkomu,“ segir Guðjón Arngríms- son, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segist hins vegar ekki geta rætt einstök tilvik sem upp koma hjá við- skiptavinum Icelandair né heldur um einstaka starfsmenn sem starfa á vegum fyrirtækisins. Hann bendir hins vegar á að tvær hliðar séu á öll- um málum, þessu sem öðrum. Spurður hvort viðskiptavinir sem verða fyrir því að missa af flugi er- lendis geti leitað til Icelandair segir Guðjón að stefna fyrirtækisins sé sú að gera allt sem hægt er til að aðstoða fólk í vanda, það séu einnig yfirleitt mannleg viðbrögð að hjálpa fólki í vanda. Þetta eyðilagði ferðina. Helga Sara Henrysdóttir er afar ósátt við viðmót starfsfólks á vegum Icelandair í Amster- dam. Hún og kærasti hennar töfðust í biðröð og komu að hliðinu á síðustu stundu. Þau fengu ekki að fara um borð og segja starfsmann SAS hafa öskrað hástöfum á sig. Upplýsingafull- trúi Icelandair segir að félagið hafi beðist afsökunar en segir tvær hliðar á öllum málum. „HANN GARGAÐI Á MIG HÁSTÖFUM“ Átti að vera ódýr ferð Helga Sara Henrysdóttir missti af fluginu og þurfti að kaupa nýja miða á 160 þúsund krónur. Misstu af vélinni Helga segir að töfin hefði orðið mun minni ef þau hefðu fengið að fara í vélina. DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 194,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,9 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 193,1 kr. VERÐ Á LÍTRA 191,8 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 194,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,9 kr.el d sn ey ti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.