Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 16
Sú tíð er að baki að einkaþotur standi í röðum á Reykjavíkur-flugvelli. Fyrir marga fylgir því ákveðinn söknuður að geta ekki lengur skotist fyrirvaralaust til Köben eða New York í bíó eða leikhús. Útrásarvíkingar glíma við þá nauð að ferðast á almennu farrými með sauð- svörtum almúganum. En margir geta þó ornað sér við minningar frá þotu- flugi um veröldina víða. Slíkar gleðistundir hafa verið rifj- aðar upp í DV undanfarið. Bræðurnir Wernersson höfðu sína eigin þotu í samvinnu við Glitni til að nota í ýmiss konar skutl. Hátt á annað hundrað manns lentu í því úrtaki að fljúga frítt og fyrirvaralaust. Saksóknarinn Bogi Nilsson var einn þeirra sem þurfti að bregða sér í frí til útlanda. Hann var svo stálheppinn að ná að húkka sér far með Milestone-þotunni sem einmitt var að fara á loft. Bogi kunni lítið frá flugferðinni að segja þegar DV spurði hann um ferðalagið. Og hann hafði ekki hugmynd um hver borgaði brúsann, eða þotuna og eldsneytið. En þetta er allt saman hið eðlilegasta mál. Saksóknarinn er prúður og hæg- látur maður sem er ekki að spyrja of margra spurninga. Hann einfaldlega þiggur greiðann auðmjúkur og þakkar fyrir sig. Það er þekkt að Glitnir og Miles- tone voru næstum sama félagið. Í þeirri grúppu var einnig Sjóvá með sinn feita bótasjóð, fullan af sofandi peningum. Þegar hrunið var orðið að veruleika þurfti augljóslega að fá einhvern kunnugan til að rann- saka Glitni. Litið var til þotuliðsins og menn stöldruðu strax við hinn löglærða farþega Glitnis og hann var ráðinn til verksins. Illu heilli hrökk hann undan vegna vensla sinna við útrásarvíkinga. Svarthöfði komst aldrei í þotuliðið. Stundum ók hann í Skerjafjörð, lagði við flugvöllinn, og starði öfundaraug- um á stálfuglana, stútfulla af þotuliði, taka á loft. Honum var aldrei boð- ið. Oftar en ekki var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á meðal þeirra sem skutust í aftursæti í einkaþotum. Hann var þá notaður til að ávarpa farþeg- ana á leiðinni og jafnvel að lýsa veðrinu á áfanga- staðnum. Sjálfir útrásar- víkingarnir höfðu ekki annað hlutverk en það að vera farþegar. Forsetinn var þeirra þjónn, rétt eins og skemmti- kraftar sem fengnir voru til að stytta farþegunum stundir. Og þeir voru ekki af verra taginu. Sveppi sjálfur átti það til að bregða á leik fyrir víkingana. Þá var tíminn fljótur að líða. Í rauninni má segja að einkaþot- unum hafi fylgt ákveðinn kúltúr í íslensku samfélagi. Að vísu var þessi menningarheimur mörgum hulinn og þess vegna nauðsynlegt í sögulegu tilliti að skrásetja atburðina í háloft- unum. Nú er nefnilega öldin önnur. Þoturnar eru þagnaðar og aðeins Fokkerar á leið til Akureyrar eða Ísa- fjarðar rjúfa kyrrðina á Reykjavíkur- flugvelli. ÞOTURNAR ÞAGNA SPURNINGIN „Ég hef alltaf verið umburðarlyndur og frjálslyndur hvað það varðar en ég starfa ekki lengur með ruslflokki Guðjóns Arnars,“ segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans. Ólafur birti auglýsingu um spillingu borgarfulltrúa en Frjálslyndi flokkurinn brást við með því að afneita borgarfulltrú- anum og sagði í tilkynningu að Ólafur tilheyrði ekki lengur flokknum. ERTU HÆTTUR AÐ VERA FRJÁLSLYNDUR? „Bangsi eða ég.“ n Ómar Vilberg Reynisson, bóndi í Flögu í Þistilfirði og nú ísbjarnarbani, en hann felldi ísbjörn sem gekk á land í Þistilfirði í síðustu viku. - DV „Ég ætla aldrei að vinna við þetta í fullu starfi aftur.“ n Útvarpsmaðurinn Þorsteinn Hreggviðsson, eða Þossi, sem snýr aftur í útvarp eftir margra ára fjarveru. Hann verður með þáttinn Gogoyoko á Rás 2. - DV „Takk, takk fyrir það sko.“ n Alexander Petersson þakkar Adolf Inga Erlingssyni sem óskar honum til hamingju með þriðja sætið á EM. - RÚV „Þessar fréttir trufluðu mig ekki.“ n Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sem missti vinnu sína sem þjálfari danska liðsins GOG á miðju Evrópumóti. Gummi var staðráðinn í að láta það ekki trufla sig og árangur landsliðsins. - Morgunblaðið „Ég var að fara í frí.“ n Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, sem ferðaðist með einkaþotu Milstone og Glitnis. - DV „Gestkomandi börn héldu að það væri verið að slíta í sundur kött þarna uppi.“ n Kona á besta aldri sem sendi Húseigendafé- laginu bréf vegna óeðlilegra kynlífsláta frá nágrönnum sínum. Nágrannarnir sökuðu konuna um að vera njósna um sig og kynlíf sitt. - DV Ljóstrað upp um uppljóstrara LEIÐARI Æðstu gildi blaðamanna eru skuld-bindingin við sannleikann og verndun heimildarmanna. Án heimildarmanna geta fjölmiðl- ar ekki sinnt því lýðræðislega hlutverki að koma þjóðfélagslega mikilvægum upplýs- ingum til almennings, með eða án vilja yfir- valda og annarra valdaaðila. Blaðamenn um allan heim eru tilbúnir að fara í fangelsi til að vernda heimildarmenn sína skilyrðislaust. Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 og Frétta- blaðsins hafði ungur maður samband við fréttastofu Stöðvar 2 og bauð mikilsverð gögn um ákveðna auðmenn og vafasama, fjár- hagslega gerninga þeirra. Fréttastofa Stöðvar 2 ákvað að tilkynna opinberlega að upplýs- ingarnar hefðu verið boðnar og veita Frétta- blaðinu upplýsingar um manninn, sem voru síðan birtar á forsíðu þriðjudagsútgáfu blaðs- ins í umfjöllun um uppljóstrarann undir fyr- irsögninni: „Stal gögnum úr kerfi sem hann setti upp“. Uppljóstrarar, eða „whistleblowers“, hafa fram að þessu getað notið verndar þeirra fjölmiðla sem þeir leita til. Forsenda þess að þjóðfélagslega mikilvægar upplýsingar berist úr lokuðum kerfum er að uppljóstrarar geti treyst því að þeir njóti trúnaðar blaðamanna. Þegar fólk blæs í flautu vegna vafasams atferl- is auðmanna blæs Stöð 2 hins vegar í herlúður sinn gegn uppljóstraranum. Það er í besta falli algerlega andstætt hlutverki fjölmiðla. Fyrir auðmönnunum er grafalvarlegt mál að upplýsingar um misferli þeirra skuli koma fram. Í þeirra augum er mikilvægast að finna uppljóstrarann og gera hann óvirkan. Út frá sjónarhóli venjulegs fólks hlýtur það á hinn bóginn að teljast merkilegra hvað auðmenn- irnir aðhöfðust á kostnað landsmanna en það hvernig upplýsingar um það koma fram. Það mikilvægasta eru upplýsingarnar sjálfar. Miðað við sýnileika fréttanna í Frétta- blaðinu þótti þar mikilvægast að ungur mað- ur væri grunaður um að afrita gögn auð- manna, eða „stela“ þeim, eins og blaðið sagði á forsíðu. Minna merkilegt þótti hvernig auð- mennirnir hygluðu sjálfum sér á kostnað al- mennings í aðdraganda hrunsins, til dæmis með veðsetningu bótasjóðs Sjóvár með að- stoð núverandi formanns Sjálfstæðisflokks- ins. Það virðist jafnframt vera ofar á forgangs- lista Fréttablaðsins og Stöðvar 2 að ljóstra upp um uppljóstrara en að fjalla um það sem upp- ljóstrararnir benda á. Watergate-málið hefði aldrei komið upp ef Washington Post hefði ákveðið að benda á það opinberlega í hneykslisstíl að ákveðinn maður væri stöðugt að bjóða blaðinu upplýs- ingar. Aldrei hefði verið fjallað um stórfelld kúlulán starfsmanna Kaupþings og lántökur eigendanna ef fjölmiðlar hefðu eytt allri sinni orku í að ljóstra upp um mögulega uppljóstr- ara. Viðbrögð fréttastofu Stöðvar 2 eru alger trúnaðarbrestur milli fjölmiðils og uppljóstr- ara. Fólk er eindregið hvatt til að hafa samband við DV ef það telur sig geta varpað ljósi á mikil- væg hagsmunamál almennings. Fjallað verð- ur um þær upplýsingar sem veittar eru, en ekki um fólkið sem veitir upplýsingarnar. DV mun ekki rjúfa trúnað við þá sem koma upp- lýsingum til blaðsins. BÓKSTAFLEGA 16 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 UMRÆÐA SANDKORN n Á meðal þeirra sem nú máta sig í skó pólitíkusa er Egill Jó- hannsson, forstjóri Brimborgar. Egill hefur haft sig mikið í frammi á opinberum vettvangi undan- farið og er afkastamik- ill bloggari. Fyrir nokkru sást til hans á veitinga- staðnum Sólon þar sem hann var á hljóð- skrafi við þingmenn Hreyfing- arinnar, þau Birgittu Jónsdóttur og Þór Saari. Þeir sem þekkja til Egils fullyrða að hann gangi með þingmann í maganum. n Forvitnilegt tríó sást á Hótel Holti í fyrrakvöld. Þar komu sér fyrir í hlið- arherbergi Eva Joly, að- stoðarmað- ur sérstaks saksóknara, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Hag- kaupsbróðirinn Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og athafna- maður. Engum sögum fer af um- ræðuefninu í bakherberginu en gera má ráð fyrir að Eva hafi verið að afla sér mikilvægra upplýs- inga til að ná tökum á þrjótum hrunsins. n Það er mismunandi hvaða brögðum frambjóðendur í próf- kjörum beita til að ná til kjós- enda. Á meðal þeirra frumlegri eru þau er Bryndís Haraldsdótt- ir fram- bjóðandi Sjálfstæðis- flokksins í Mosfellsbæ notar. Hún sendir öllum sjálfstæð- ismönnum í bænum birkifræ með von um stuðning í 2. sæti listans. Fleiri eru raunar um hituna þar þannig að fræin gætu ráðið úrslitum. Athyglisvert er að enginn býður sig fram á móti hinum umdeilda bæjar- stjóra, Haraldi Sverrissyni, sem einn sækist eftir oddvitasætinu. n Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, hefur þver- tekið fyrir að hann hyggist vera bæjarstjóri áfram ef eiginkona hans, Guðfinna Hreiðarsdóttir, nær kjöri sem oddviti sjálfstæð- ismanna og nær að mynda meirihluta. Þetta kemur fram á bb.is. Halldór mun hafa skoðað ýmsa möguleika um að verða bæjarstjóraefni ann- ars staðar á landinu án þess að finna fótfestu. Eiginkona hans er í hörðum slag um oddvitasætið við Eirík Finn Greipsson, fyrrver- andi bankastjóra, og Gísla Hall- dór Halldórsson bæjarfulltrúa. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Þegar fólk blæs í flautu vegna vafasams atferlis auðmanna blæs Stöð 2 hins vegar í herlúður sinn gegn uppljóstraranum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.