Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 13
NEYTENDUR 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 13 ER SÓSAN KEKKJÓTT? Fitubrák ofan á súpum og sósum má draga burt með því að leggja örk af eldhúspappír ofan á. Ef tími vinnst til má líka kæla súpuna og fjarlægja fituna eftir að hún hefur storkn- að. Gott ráð til að leysa upp kekki í súpum og sósum er að setja þær í blandara og hræra smá stund. Of sætar sósur má svo bæta með því að setja sítrónu- safa saman við. HRÍSGRJÓN Í KLESSU? Hrísgrjón sem loða saman í klumpum má setja í hringform og baka í ofni í tíu mínútur. Þannig losna þau í sundur og verða léttari. Hvolfið úr forminu og berið fram með sósu eða snöggsteiktu grænmeti sem sett er í miðju hringsins. Gott ráð er líka að setja svolítið af ólífuolíu í pottinn þegar hrís- grjón eru soðin. Þannig loða þau síður saman. Þegar allt er lagt saman kostar skíðahelgi á Akureyri fyrir fjög- urra manna fjölskyldu ríflega 60 þúsund krónur. Þetta miðast við að fjölskyldan búi á sunnanverðu landinu, eigi allan búnað til skíða- iðkunar og hafi aðgang að ókeyp- is gistingu hjá ættingjum eða vin- um á Akureyri. DV tók saman hvað aðgangur á skíðasvæðið í Hlíðar- fjalli kostar í tvo daga, ásamt bens- ínkostnaði og uppihaldi yfir eina helgi. Bensínverð aldrei hærra Ferðalagið til eða frá Akureyri er alls ekki ókeypis. Bensínverð hef- ur aldrei verið hærra á Íslandi. Al- gengt verð á þjónustustöðvunum er nú 196,2 krónur. Sá sem keyrir til Akureyrar á bíl sem eyðir 10 lítr- um á hundraðið þarf nú að eyða 15.000 krónum í bensín fram og til baka. Með svolitlu snatti á Akur- eyri, auk gjalds í Hvalfjarðargöngin, má gera ráð fyrir því að ferðakostn- aður sé um 20.000 krónur. Til gam- ans má geta að fyrir þremur árum hefði viðmóta akstur kostað rétt um 10.000 krónur. Gisting getur verið dýr ef gista þarf á hóteli. Margir eiga hins veg- ar ættingja eða vini og geta gist hjá þeim á meðan aðrir taka sumarbú- staði á hagstæðu verði. Kostnaður við gistingu er ekki reiknaður með að þessu sinni, þar sem hann er æði misjafn. Sannkölluð paradís Í Hlíðarfjalli, ofan Akureyrar, er sannkallaða vetrarparadís að finna, enda hefur aðsóknin verið mikil í vetur, að sögn starfsmanna. Í Hlíð- arfjalli eru sex skíðalyftur og þar af eru tvær stólalyftur. Flutningsgeta er 4.200 manns á klukkustund í full- um afköstum. Svæðið hefur verið opið meira og minna í allan vetur, enda hefur verið nægur snjór fyrir norðan. Verð í fjallið fyrir fjögurra manna fjölskyldu, tvo fullorðna og tvö börn, í tvo daga, er 11.300 krón- ur miðað við að fjölskyldan eigi all- an þann búnað sem til þarf. Leiga á öllum búnaði fyrir einn fullorð- inn í tvo daga kostar 4.900 krónur, 3.300 fyrir ungling en leiga fyrir all- an búnað í tvo daga fyrir barn kost- ar 2.800 krónur. Létt í hádeginu Ef ráð er gert fyrir því að fjöl- skyldan sé hagsýn og komi með nesti að heiman má draga veru- lega úr kostnaði við mat í helgar- ferð á skíði til Akureyrar. Ef farið er af stað eftir venjulegan vinnu- dag á föstudegi má gera ráð fyrir einni máltíð á leiðinni norður. Ef keypt er hefðbundið hamborgara- tilboð í sjoppu á leiðinni má gera ráð fyrir því að máltíðin kosti um 3.500 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Vitanlega má komast af með eitthvað minni peninga ef ódýrari matur á borð við pylsu eða samloku er valinn. Á laugardegi og sunnudegi þarf fjölskyldan líklega að kaupa fjórar máltíðir; tvær hvorn dag. Fæðið er dýrt Ef fjölskyldan velur að borða tvær léttar máltíðir í hádegi (laugardag og sunnudag) þá kostar súpa dags- ins ásamt brauði ríflega 700 krónur á vinsælu veitingahúsi, svo dæmi sé tekið. Ef vatn er drukkið með kostar máltíðin 2.800 krónur hvorn dag. Ef nesti að heiman (alls áætlað 2.000 kr.) er snætt yfir daginn má gera ráð fyrir því að fjölskyldan verði svöng um kvöldmatarleytið. Kjötmáltíð handa fullorðnum kostar á bilinu 2.500 til 3.500 krónur á veitinga- stöðum á Akureyri. Stór máltíð fyrir börnin er eitthvað ódýrari en með gosi fyrir börnin og vínglasi eða bjór fyrir þá fullorðnu má áætla að vegleg kvöldmáltíð fyrir fjóra kosti að lágmarki 10.000 krónur hvort kvöld. Miðað við framangreindar for- sendur slagar matarkostnaður upp í um 30.000 krónur yfir helgina; þrjár kvöldmáltíðir og tvær mál- tíðir í hádegi. Þó skal haft í huga að matarkostnaður er einnig fyrir hendi hefði fjölskyldan ekki farið í ferðalag. Hann hefði þó líklega ver- ið mun lægri. Þegar allt er lagt saman kostar skíðahelgi á Akureyri fyrir fjögurra manna fjölskyldu, sem á allan bún- að til skíðaiðkunar og hefur aðgang að ókeypis gistingu, ríflega 60 þús- und krónur. - fjögurra manna fjölskylda - n Bensín og göng 20.000 kr. n Aðgangur í Hlíðarfjall 11.300 kr. n Tvær léttar hádegismált. 5.600 kr. n Tvær stórar kvöldmált. 20.000 kr. n Hamborgaratilb. í sjoppu 3.500 kr. n Smurðar samlokur/helgin 2.000 kr. n Leiga á öllum búnaði 15.400 kr. - Miðað við að ekið sé frá höfuðborgar- svæðinu síðdegis á föstudegi og heim að kvöldi sunnudags. - Kostnaður við gistingu bætist við. Helgarferð í HlíðarfjallBALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Verð í fjallið fyrir fjögurra manna fjölskyldu, tvo fullorðna og tvö börn, í tvo daga er 11.300 krónur. Kostnaður við helgarferð á skíði til Akureyrar fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem býr á höfuðborgarsvæðinu nemur ríflega 60 þúsund krónum. Þar af er bensín- og matarkostnaður áætlaður um 50 þúsund krónur. Í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir kostnaði við gistingu. SKÍÐAFERÐ NORÐUR KOSTAR 60 ÞÚSUND Búa til snjó Snjóframleiðsluvélar í Hlíðarfjalli sjá til þess að alltaf sé nægur snjór. MYNDRÚN EHF / RÚNAR ÞÓR Vetrarparadís í Hlíðar- fjalli Þar kosta tveir dagar 4.200 kr. fyrir fullorðna en 1.450 kr. fyrir börn. REIKNIVÉL FYRIR FARSÍMA- ÞJÓNUSTU Unnið er að gerð reiknivélar fyr- ir neytendur þar sem mögulegt verður að bera saman verð á síma- og netþjónustu. Tilgang- urinn er að auðvelda neytend- um að leggja mat á hvaða síma- og/eða netþjónusta hentar þeim best. Póst- og fjarskiptastofn- un, PFS, hyggst nú setja reglur um gæði fjarskiptaþjónustu og framsetningu upplýsinga sem birtar eru, svo notendur hafi aðgang að auðskiljanlegum og samanburðarhæfum upplýs- ingum. Reglunum er ætlað að bæta neytendavernd og verðvit- und almennings. BURT MEÐ BRUNABRAGÐ Hrærðu ekki í pottrétti sem hef- ur brunnið við, það eyðilegg- ur hann. Helltu honum í nýjan pott og bættu hrárri kartöflu eða hörðu brauði út í. Það dreg- ur til sín brunabragðið. Færðu kartöfluna eða brauðið upp eftir 10 mínútur og bættu dálitlum pipar og worchestershire-sósu út í réttinn. Sé magnið orðið of lítið má bæta niðursoðnum tómötum, sýrðum rjóma eða jógúrt saman við pottréttinn. LJÓS GEGN ÞJÓFUM Í stað þess að hafa ljós kveikt að næturlagi má setja upp bún- að með innrauðum geisla sem kveikir ljósin þegar gengið er fyrir geislann. Búnaðinn má setja upp utan við húsið eða innandyra. Skildu eftir ljós í stofu og eldhúsi þegar þú ferð út að kvöldlagi. Það er merki þess að einhver sé heima. Enn betra er að hafa klukkubúnað sem kveikir ljósin á vissum tíma, alveg eins og um daglegan um- gang fólks sé að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.