Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 FRÉTTIR
Einkahlutafélagið Sólin skín ehf., sem
er í eigu Baugs, Fons, Glitnis og Kevin
Stanfords, skilur eftir sig skuldir sem
nema á annan tug milljarða króna, að
minnsta kosti. Félagið var úrskurðað
gjaldþrota í lok síðastliðins árs. Glitn-
ir á stærstu kröfuna í búið, um átta
milljarða króna. Þrotabú Baugs mun
einnig hafa lýst kröfu í búið upp á
milljarða króna.
Kröfulýsingarfrestinum í þrotabú-
ið lýkur í lok þessa mánaðar. Fyrsti
kröfuhafafundur félagsins verður í
byrjun næsta mánaðar.
DV hefur gengið erfiðlega að verða
sér úti um það nákvæmlega hver til-
gangurinn var með stofnun félagsins.
Í ársreikningi félagsins árið 2007 kem-
ur fram að félagið hafi verið stofnað í
lok júní það ár til að fjárfesta í inn-
lendum og erlendum verðbréfum.
Félagið var skráð til húsa í höfuð-
stöðvum Baugs að Túngötu 6.
Samkvæmt heimildum DV var
upphaflegur tilgangur félagsins þó
að fjárfesta í bresku verslanakeðjunni
Marks & Spencer. Fallið mun hafa ver-
ið frá þessu og herma heimildir DV að
skuldin við Glitni sé tilkomin vegna
afleiðusamninga sem gerðir hafi ver-
ið við bankana. Ekki er því um hefð-
bundin útlán til fjárfestinga að ræða.
DV hefur ekki náð að verða sér úti um
upplýsingar um hvers konar afleiðu-
samninga félagið gerði.
Engar eignir
Skiptastjóri þrotabús Sólarinnar skín,
Páll Kristjánsson, segir að kröfulýsing-
ar sem hafi borist í búið séu geysilega
háar: „Þetta eru rosalega háar fjárhæð-
ir,“ segir Páll og bætir því við að eign-
irnar sem séu inni í búinu séu af afar
skornum skammti. Páll vill annars ekki
ræða nánar um félagið. Þó má alveg
búast við frekari kröfulýsingum í búið á
næstu vikum. Félagið er því sem stend-
ur hálfgert huldufélag þar sem lítið er
vitað um það.
Félagið hefur ekki skilað ársreikn-
ingi fyrir árið 2008. Í ársreikningi þess
fyrir árið 2007 kemur hins vegar fram
að tap þess á árinu hafi numið nærri
9 milljónum punda, rúmum milljarði
króna, á árinu og var tapið tilkomið
vegna fjárfestinga. Eiginfjárhlutfall
félagsins var neikvætt um sem nam
þessari upphæð. Félagið hafði þá með-
al annars fjárfest í 0,70 prósenta hlut í
Marks & Spencer. Heildareignir félags-
ins voru skráðar þrjú þúsund pund, á
Eignarhaldsfélagið Sólin skín skuldar á
annan tug milljarða. Félagið var í eigu
Baugs, Fons, Glitnis og Kevin Stanfords. Fé-
lag þetta, Sólin skín, var upphaflega stofnað
2007 til að kaupa hluti í verslanakeðjunni
Marks & Spencer en fór svo út í afleiðuvið-
skipti. Glitnir hefur gert 8 milljarða kröfu
í bú félagsins. Pálmi Haraldsson kannast
ekki við afleiðuviðskipti félagsins.
MILLJARÐAR Í MÍNUS
Í HULDUFÉLAGI
n Eignarhaldsfélagið
Sólin skín, sem skráð
var í höfuðstöðvum
Baugs að Túngötu
6, var stofnað til
að kaupa í bresku
verslanakeðjunni
Marks & Spencer.
Skuldir félagsins eru
á annan tug milljarða
króna en engar eignir
hafa fundist í búinu.
Félagið fór á hausinn í
lok árs 2009.
SÓLIN SKÍN – BARA SKULDIR
SKULDIR: 11
MILLJARÐAR
EIGNIR:
0 KR.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
n Baugur Group 39,5%
n Fons 39,5%
n Glitnir banki 10,5%
n Kevin Stanford 10,5%
Eignarhald í Sól-
in skín árið 2007:
Fjárfesti í afleiðum Samkvæmt heimildum DV er skuld Sólarinnar skín við Glitni tilkomin vegna afleiðusamninga. Stefán Hilmar
Hilmarsson var stjórnarformaður félagsins en það var að stærstum hluta í eigu Baugs og Fons, félaga Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
og Pálma Haraldssonar.
Þetta eru rosalega háar fjárhæðir.
Ekki búnir að skila
Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi
flokkurinn hafa ekki enn skilað Rík-
isendurskoðun reikningum fyrir
árið 2008. Stjórnmálasamtök skulu
árlega skila Ríkisendurskoðun reikn-
ingum sínum og skal í kjölfarið birta
útdrátt úr þeim.
Meðal þeirra upplýsinga sem þar
eiga að koma fram eru nöfn allra
lögaðila sem veittu flokkunum fram-
lög til starfseminnar.
Framsóknarflokkurinn var rek-
inn með tæplega 58 milljóna króna
tapi árið 2008. Samfylkingin var rek-
in með rúmlega 26 milljóna króna
hagnaði en hagnaður Íslandshreyf-
ingarinnar og VG nam 7,2 og 10,4
milljónum króna á sama tíma.
Björgvin G. Sigurðsson veitti Landsbankanum verðlaun í september 2008:
Bókhald Landsbankans verðlaunað
Landsbankinn hlaut verðlaun fyrir
besta íslenska ársreikninginn um miðj-
an september 2008, eða um tveimur
vikum áður en Glitnir var yfirtekinn.
Við það tilefni veitti Björgvin G. Sig-
urðsson, þáverandi viðskiptaráðherra,
Landsbankanum verðlaunin en Sig-
urjón Árnason tók við þeim úr hendi
Björgvins. Markmiðið með verðlaun-
unum var að vekja athygli á nauðsyn
þess að vandað væri til verka við gerð
ársskýrslna og undirstrika mikilvægi
þeirra í upplýsingagjöf fyrirtækja.
Björgvin veitti verðlaunin þar
sem viðskiptaráðuneytið fór með yf-
irstjórn Fjármálaeftirlitsins (FME).
FME hefur einmitt sætt gagnrýni í vik-
unni frá Hollandi fyrir að hafa logið til
um stöðu Landsbankans í septem-
ber 2008 þegar verðlaunin voru veitt.
Það hlýtur því að skjóta skökku við að
Björgvin hafi á sama tíma veitt Lands-
bankanum verðlaun fyrir ársreikning
bankans. Árshlutareikningur Lands-
bankans fyrir annan ársfjórðung 2008
hefur verið harðlega gagnrýndur eft-
ir bankahrunið. Hafa forsvarsmenn
bankans verið ásakaðir um að fegra
stöðu bankans stuttu fyrir banka-
hrunið.
Á mánudaginn ásakaði Arnold
Schilder, sem stýrði innra eftirliti hol-
lenska seðlabankans, FME um að
hafa logið að sér um Icesave og stöðu
Landsbankans. Í gær sendi Jónas Fr.
Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, frá
sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar
ásökunum Schilders. FME hafi gefið
upplýsingar um stöðu Landsbankans
sem þeir töldu réttar hverju sinni. Gylfi
Magnússon, efnahags- og viðskipta-
ráðherra, sendi frá sér yfirlýsingu í gær
og sagðist taka ásökunum Hollend-
inga alvarlega.
„Ársskýrsla Landsbankans er stíl-
hrein og vönduð að allri gerð,“ segir í
áliti dómnefndarinnar um ársskýrslu
Landsbankans. Sagt er að skýrslan
gefi greinargóða mynd af stöðu bank-
ans og starfsemi rekstrarsviða, fjár-
mögnunar og áhættustýringar. Reikn-
ingar bankans séu skýrir og vel fram
settir. Auk þess var Landsbankanum
sérstaklega hrósað fyrir að tilgreina
launakjör stjórnenda bankans í árs-
skýrslunni. as@dv.is
Glæsilegir ársreikningar Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, veitir
Sigurjóni Árnasyni og Landsbankanum verðlaun fyrir besta íslenska ársreikninginn.