Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 FRÉTTIR Níu í viðbót verða hengdir Írönsk stjórnvöld sögðu í gær að þess yrði skammt að bíða að níu yrðu hengdir, til viðbótar tveimur sem hengdir voru á fimmtudaginn. „Níu aðrir verða brátt hengdir. Þeir níu, og þeir tveir sem hengdir voru á fimmtudaginn, voru hand- teknir í óeirðum nýlega og höfðu tengsl við andbyltingarhópa,“ hafði Fars-fréttastofan eftir Ebrahim Ra- isi, háttsettum embættismanni. Ellefumenningarnir voru dæmdir til dauða meðal annars fyrir að hafa „háð stríð gegn guði“ og að hafa verið meðlimir vopn- aðra hópa. Berst gegn rétti samkynhneigðra Benedikt XVI páfi hefur hvatt kaþólska biskupa í Englandi og Wales til að berjast af „trúarlegri sannfæringu“ gegn frumvarpi að jafnréttislögum og sagði að lög sem veittu samkynhneigðum jafnrétti „gengju í bága við náttúrulögmál- ið“. Ummælin eru talin bein árás á stefnu Gordons Brown forsætisráð- herra í jafnréttismálum og tíma- setningin vandlega ákveðin enda standa kosningar fyrir dyrum og atkvæði kaþólskra kunna að vega þungt með tilliti til þess hver verði forsætisráðherra þegar páfi sækir Bretland heim seinna á árinu. Baráttusamtök fyrir réttindum samkynhneigðra fordæmdu um- mæli páfa og sögðu að jafnrétti yrði að ná til allra. Varði fjölkvæni sitt Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, neyddist í viðtali til að verja rétt sinn til þess að eiga margar eigin- konur á Alþjóðaefnahagsþinginu í Davos í Sviss í janúarlok. Fjölkvæni er löglegt í Suður- Afríku, en umdeilt, og Zuma, sem hefur kvænst fimm sinnum, hefur sætt gagnrýni frá andstæðingum fjölkvænis sem segja að siðurinn sé úr takti við nútímann og ósann- gjarn gagnvart konum. Zuma sagði að menningar- legt val hans hefði hvorki áhrif á póli tíska skoðun hans né skoðanir hans á jafnrétti kvenna og sagðist aðspurður sinna öllum konum sínum „fullkomlega“ jafnt. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ít- alíu, lætur ekki deigan síga frekar en fyrri daginn ef eitthvað er að marka ítalska dagblaðið La Repubblica. Fyrr í vikunni stóð hann frammi fyrir upp- reisn í flokki sínum vegna frétta þess eðlis að hann hygðist flagga aðlaðandi ungum konum sem frambjóðendum í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara á Ítalíu í næsta mánuði. Þess er skemmst að minnast þegar Berlusconi hugðist fara þá leið í Evr- ópuþingkosningum og þingkosning- unum í júlí á síðasta ári við litlar vin- sældir. Þá kynnti hann til leiks þekktar konur úr sjónvarpinu, fyrirsætur og kvenkyns keppendur úr raunveru- leikaþættinum Big Brother, og lýsti eiginkona hans, Veronica Lario, fyrir- ætlunum hans sem misbeitingu valds og skammarlegri leið til að „skemmta keisaranum“. Umræddir frambjóðendur, flestir hverjir, voru dregnir til baka í kjölfar svipaðrar gagnrýni og Lario viðhafði. En nú virðist sem forsætisráðherr- ann hyggist nýta auknar vinsældir sínar, sem tilkomnar eru vegna árás- ar sem hann varð fyrir í desember, og blása nýju lífi í hugmynd síðasta árs. Fyrirsætur og veðurfréttaþulur Hugsanlegir frambjóðendur fyrir flokk Berlusconis í Lazio, samkvæmt dag- blaðinu La Repubblica, eru sjónvarps- kynnirinn Francesca Pascale og fyrir- sætan og sönkonan Cristina Ravot. Aðrar konur sem nefndar hafa ver- ið til sögunnar eru Francesca Prov- etti, sem er þekkt sjónvarpskona og hefur einnig unnið sér til frægðar að hafa komist í úrslit í keppninni ung- frú Ítalía, og Giovanna Del Giudice, fyrrverandi veðurþula á einni sjón- varpsstöðva Berlusconis og núverandi aðstoðarkona á þingi landsins. Ef satt reynist mun Provetti bjóða sig fram í Lombardia-héraði og Giudice í Camp- ania. La Repubblica segir að önnur fyrr- verandi veðurfréttaþula, Chiara Sgar- bossa fyrrverandi ungfrú Veneto, komi til greina sem frambjóðandi í Veneto og Graziana Capone, útskriftarnemi í lögum og fyrirsæta, sé hugsanlegur frambjóðandi í Puglia. Graziana hef- ur fengið viðurnefnið „Angelina Jolie frá Bari“. Vísað til föðurhúsanna Þó nokkrir samherjar Berlusconis hafa vísað fréttum La Repubblica til föðurhúsanna. Á meðal þeirra er einn stækasti stuðningsmaður Berluscon- is, Giorgio Stracquadanio, sem sagði að sú hætta væri fyrir hendi að mál- flutningur af þessu tagi fengi vængi einmitt á þeim tíma sem reynt væri að koma pólitískri umræðu á hærra plan. Flavia Perina sagði að ef sýning- arstúlkur yrðu gerðar að frambjóð- endum yrði um „skref aftur á bak“ að ræða og slíkt myndi grafa undan al- varlegri kvenkyns frambjóðendum, til dæmis stéttarfélagsleiðtoganum Ren- ötu Polverini. Að mati Perina er ekki hægt að bjóða fram alvöru kvenkyns fram- bjóðendur á annan bóginn og sýning- arstúlkur á hinn bóginn. The Times hefur eftir stjórnmála- fræðingnum Sofiu Ventura að Berlus- coni sé „... úr tengslum við raunveru- leika nútímans og hvað konur standi fyrir í samfélaginu í dag.“ „Er það mögulegt að við, í þessum flokki, höfum ekki lært neitt?“ spyr Sofia Ventura. Kínverskir ráðamenn vöruðu banda- ríska starfsbræður sína við því að taka á móti Dalaí Lama, útlægum andlegum leiðtoga tíbetsku þjóðar- innar. Kínverjar sögðu að tengsl Kína og Bandaríkjanna myndu bíða tjón ef Barack Obama hitti leiðtogann og hnykkti Zhu Weiqun, háttsettur embættismaður kínverska komm- únistaflokksins, á afstöðu Kínverja og sagði að gripið yrði til „viðeigandi aðgerða“ ef sú yrði raunin, og þeim löndum sem ættu í hlut „yrðu leidd fyrir sjónir mistök sín“. Ummæli Zhus Weiqun féllu strax í kjölfar ósættis milli kínverskra og bandarískra stjórnvalda vegna sölu þeirra síðarnefndu á vopnum til Ta- ívan, en Kínverjar telja sig eiga tilkall til Taívan. Nýlokið er fimm daga heimsókn fulltrúa Dalaí Lama til Kína, en mikið hefur skilið að sjónarmið þarlendra stjórnvalda og sjónarmið hins út- læga leiðtoga og sagði Zhu Weiqun að stór gjá skildi deiluaðila að. Fulltrúar Dalaí Lama viðruðu í heimsókn sinni enn og aftur von um aukna sjálfstjórn Tíbetum til handa, en að sögn Zhus er ekki möguleiki á „minnstu málamiðlun“ af hálfu Kín- verja hvað varðar það málefni. Zhu Weiqun dró ekki dul á skoð- un sína á Dalaí Lama og sagði hann vera vandræðagepil sem ætti að fara í „... gagngera sjálfsskoðun með til- liti til orða sinna og gerða og breyta á róttækan hátt pólitískri stöðu sinni ef hann vildi vænta árangurs að sam- skiptum og viðræðum.“ SÝNINGARSTÚLK- URNAR OG SILVIO Ítalskt dagblað fullyrðir að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hyggist tefla fram aðlaðandi ungum konum úr sjónvarpsgeiranum og fyrirsætuheiminum í kom- andi sveitarstjórnarkosningum. Áform forsætisráðherrans umdeilda fá blendin við- brögð hjá flokksmönnum hans. Er það mögulegt að við, í þessum flokki, höfum ekki lært neitt? Chiara Sgarbossa, fyrrverandi ungfrú Veneto Nefnd sem hugs- anlegur frambjóðandi í Veneto. Hátíð í Viareggio á Ítalíu Silvio Berlusconi og ríkisstjórn landsins séð með augum listamannanna Gilberts Lebridge and Corinne Roger. MYND AFP KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Kínverskir ráðamenn vara Bandaríkjaforseta við vegna Dalaí Lama: Hóta „viðeigandi aðgerðum“ Nóbelsverð- launahafinn Dalaí Lama Er kínverskum ráðamönnum þyrnir í augum. MYND AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.