Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 24
FIMMTI MAÐURINN BESTI KOSTURINN Í febrúar 2008 sætti Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, mikilli gagnrýni fyrir vinnubrögð sín í leit að arftaka Alfreðs Gíslasonar í stöðu landsliðsþjálfara Íslands. Fjórir menn sögðu nei áður en Guðmundur Þórður Guðmundsson var á endanum ráðinn eftir mikið fjaðrafok. Það sem eftir það hefur gerst veit hvert mannsbarn. Silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumótinu sem lauk í Austurríki á sunnudaginn. Tuttugasta og fimmta febrúar 2008 var Guðmundur Þórður Guðmundsson ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta í annað sinn. Var hann ráð- inn í skugga mikilla deilna og gagnrýni á Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, fyrir störf sín í kringum ráðn- ingu á nýjum landsliðsþjálfara. Leitað var að arftaka Alfreðs Gíslasonar eftir vont Evrópumót í Þrándheimi 2008 og sögðu alls fjórir menn nei áður en Guð- mundur var ráðinn. Við ráðninguna sagði Guðmund- ur að það skipti hann ekki máli hvort hann væri fyrsti eða fimmti kostur. Hann hefur síðan skilað tveimur verð- launapeningum í safnið hjá landslið- inu, þeim fyrstu í íslenskri handbolta- sögu utan B-heimsmeistaratitilsins. Guðmundur hefur breyst mikið sem þjálfari og þroskast eins og hann orðar það sjálfur. Hætti að þjálfa vegna vinnu Guðmundur Guðmundsson þjálfaði lið Fram á árunum 2005-2007. Ráðn- ing hans þangað olli þó nokkrum deil- um en Heimi Ríkarðssyni var sagt upp störfum svo hægt væri að ráða Guð- mund. Féll það ekki í kramið hjá mörg- um leikmönnum og stuðningsmönn- um liðsins. Árangur Guðmundar var þó óumdeilanlegur og skilaði hann Ís- landsmeistaratitli á fyrsta ári. Tímabilið eftir það var ekki jafn- gott og hætti Guðmundur í apríl 2007, þó ekki vegna árangursins. Hans beið þá ný vinna hjá Kaupþingi, vinna sem hann taldi að myndi ekki samrýmast handknattleiksþjálfun. Var Guðmund- ur því búinn að vera frá handbolta í að- eins tæpt ár þegar hann tók aftur við landsliðinu. Veittu yfirmenn hans hjá Kaupþingi honum mikið rými til þess að þjálfa liðið. Misheppnuð þjálfaraleit HSÍ Eftir vonbrigði á Evrópumótinu í Þrándheimi þurfti HSÍ að hefja leit að nýjum þjálfara. Fyrsti kostur var Sví- inn Magnus Anderson sem þjálfar lið FCK í Danmörku. Þegar Magnus sagði nei snéri HSÍ sér að Degi Sigurðssyni sem einnig hafnaði tilboðinu. Því næst var Geir Sveinssyni boðin staðan og þá hófst farsinn fyrir alvöru. Geir dró sam- bandið á asnaeyrunum í fimm daga áður en hann hafnaði loks stöðunni. Það var ekki til að hjálpa samband- inu þegar Þorbjörn Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mætti að því er talið var drukkinn í útsendingu íþróttaspjallþáttarins Utan vallar á Stöð 2 Sport og sagði þessa menn hreinlega ekki þora að taka við starfinu. Þegar Aron Kristjánsson varð svo fjórði mað- urinn til að hafna starfi landsliðsþjálf- ara var botninum endanlega náð. Íþróttafréttastjórarnir á Fréttablað- inu og Morgunblaðinu meðal ann- arra gagnrýndu HSÍ harðlega í pistlum sínum fyrir störf sín og höfðu mikið til síns máls. Bjarki Sigurðsson, þáver- andi þjálfari Aftureldingar í efstu deild karla, sagði til dæmis um málið í DV: „Þeir áttu að auglýsa starfið, taka á móti umsóknum og velja út frá þeim.“ Guð- mundur var svo á endanum ráðinn og fékk samning fram yfir Ólympíuleikana 2008. Guðmundi var nokk sama þótt hann hefði verið fimmti maðurinn í röðinni. „Ég hef í gegnum tíðina sótt í ögrandi verkefni. Ég var í sjálfu sér ekki að stefna að þessu starfi, en úr því að þetta þróaðist svona ákvað ég að stökkva á starfið,“ sagði hann við und- irskriftina. Minnst áhætta með Guðmund Einar Þorvarðarson, framkvæmda- stjóri HSÍ, hefur komið að málum landsliðsins í mörg ár. Hann hefur starfað náið með Guðmundi, bæði á fyrra tímabilinu og því síðara. Hann var eðlilega í þungamiðju þjálfarafar- sans 2008. „Umræðan í þjóðfélaginu og í fjölmiðlum 2008 var þannig að finna ætti yngri þjálfara. Einhvern sem hefði ekki verið þjálfaður af Bogdan en þjálfararnir hafa verið mikið leikmenn landsliðsins milli 1980 og 1990,“ segir Einar. Framkvæmdastjórinn er eðlilega hæstánægður með árangur liðsins undir stjórn Guðmundar en hann var samt einfaldalega ekki á ratsjá HSÍ til að byrja með. „Við horfðum ekkert til Guðmundar þegar við vorum að leita að þjálfara. Hann var kominn í þannig vinnu að hann var í raun kominn af markaðinum og ætlaði bara að segja skilið við handboltann. 24 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Var fimmti maðurinn sem HSÍ talaði við 2008 en það hefur heldur betur skilað sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.