Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Page 12
12 MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 FRÉTTIR „Ég segi allt dásamlegt. Síðan ég var sex ára, syngjandi í hárburstann uppi í sófa, er ég búin að stefna að því að vinna þessa keppni þannig að tilfinn- ingin núna er dásamleg,“ segir Hera Björk Þórhallsdóttir, söngkona og sig- urvegari í Söngvakeppni Sjónvarps- ins í ár. Hera Björk verður fulltrúi Íslands í Eurovision-kepninni sem fram fer í Noregi í vor eftir að hafa sigrað með laginu Je ne sais quoi. Með sigrinum er langþráður draumur að rætast og ætlar hún sér ekkert annað en sigur í lokakeppninni. Þrátt fyrir deilur við aðra lagahöfunda undankeppninnar, meðal annars við Bubba Morthens, segist hún vera með flott sigurlag í höndunum. Naumur sigur Aðspurð segir Hera Björk sigurinn um helgina ákaflega sætan þó að mjótt hafi verið á mununum. Hún hvetur Bubba til að halda áfram þátttöku í Eurovision. „Við þóttum greinilega sigurstranglegust og þá rísa oft upp deilur. Við Jógvan vor- um ekkert að bítast en þetta er auð- vitað fyrsta keppnin hans Bubba og hann er auðvitað kóngurinn á Ís- landi. Ég er hins vegar mjög stolt af honum að éta ofan í sig stóru orðin og koma með okkur í keppnina því þetta er ekki fyrir neina aukvisa að taka þátt. Þetta er heljarinnar skóli og erfið keppni og ég hvet Bubba til að taka aftur þátt á næsta ári,“ segir Hera Björk. „Ég hef heyrt að það hafi ver- ið mjög mjótt á mununum og þetta var því ekkert rúst. Sigurinn var því mjög naumur en ákaflega sætur,“ seg- ir Hera. Læddist út að næturlagi Aðspurð segist Hera Björk hafa ver- ið á köflum uppreisnargjarn ungl- ingur. Hún gerði eiginlega það sem henni hentaði hverju sinni án þess þó að hafa verið vandræðaungling- ur. „Ég var mjög ákveðinn unglingur og hlustaði eiginlega bara á röddina í hausnum á mér. Það kom í mig mikil uppreisn og það má segja að gelgjan hafi skollið hart á mér. Hins vegar á ég mjög skilningsríka foreldra sem náðu að taka á mér. Innst inni er ég með mjög góða skynsemisrödd og hún kom í veg fyrir að ég fór ekki fram úr mér,“ segir Hera Björk. „Ég hlustaði alls ekki alltaf á mömmu og pabba, þannig kom ég iðulega heim þegar mér hentaði. Aft- ur á móti kom ég alltaf heim þegar þau sögðu mér að koma, brosti fallega til þeirra og læddist svo út um kjallar- ann og kom heim einhvern tímann um nóttina. Ég hef nú sagt þeim frá þessu og þau hlæja mikið að þessu í dag og stríða mér.“ Barðist með bakkaklíku Hera Björk ólst upp í Breiðholtinu og það segir hún hafa verið æðislega lífsreynslu. Eitt sinn varð hún fyrir því óláni að henda hamri í hausinn á strák í hverfinu. „Það var mikil bar- átta í Bakkahverfinu og ég var í einni slíkri. Inn á okkar reit mátti enginn koma nema með okkar leyfi en ég viðurkenni að ég var eiginlega skít- hrædd við strákagengi úr nágrenn- inu. Ég náði hins vegar alltaf að hóta strákunum bara með eldri systur minni því hún var öflug,“ segir Hera Björk. „Þetta voru nú engir alvarlegir bar- dagar en einu sinni lenti ég í því að kasta hamri í hausinn á strák. Greyið var bara á röngum stað á röngum tíma og fékk hamarinn í hausinn en hlaut sem betur fer engan skaða af. Þetta er það ofbeldisfyllsta sem ég man eftir. Það var hins vegar algjörlega óvart og við erum miklir vinir í dag.“ Stríddi skólastjórasyni Söngkonan Hera Björk gekk í Öldu- selsskóla og var þar í aðalklíkunni í skólanum. Aðspurð segist hún aldrei hafa verið lögð í einelti en viðurkenn- ir að hún hafi átt það til að stríða öðr- um. „Ég var nú svo heppin þá að vera í aðalklíkunni og lenti aldrei í eineltis- málum. Auðvitað varð ég vitni að alls konar slíkum tilvikum og lenti fyrir ekki svo löngu í miklu sjokki. Þá kom til mín maður sem sagði mig hafa lagt sig í einelti í skólanum og það tók á mig því þetta sat í honum greinilega og sagðist hafa verið logandi hræddur við mig. Það vildi svo illa til að hann er sonur skólastjórans og ég baðst fyr- irgefningar. Ef það eru fleiri þarna úti sem telja mig hafa lagt þá í einelti hvet ég alla til að koma bara út með það,“ segir Hera Björk. Kemst enn í splitt Frá unga aldri æfði Hera Björk bæði fimleika og handbolta, annars vegar hjá Ármanni og hins vegar Fram, en á unglingsárunum hætti hún iðkun. Hún segist enn komast í splitt. „Þótt ég segi sjálf frá var ég ansi liðtæk í þessum íþróttum. Ég kemst meira að segja ennþá í splittið og það er ekk- ert minna en stórkostlegt,“ segir Hera Björk. Eftir gagnfræðiskóla lá leið Heru Bjarka í Fjölbrautaskólann í Breið- holti þar sem hún tók þátt í félagslíf- inu af krafti. „Ég á mjög auðvelt með að læra en hef sjaldan setið mikið yfir bókunum. Það má lýsa þessu þannig að ég hef lesið undir prófin og munað hlutina nógu lengi þangað til prófið er búið. Hins vegar er hausinn á mér fullur af einskis nýtum upplýsingum og man ég því ótrúlegustu hluti, til að mynda í hvaða fötum vinkona mín var í eitthvert kvöld árið 1984. Árin í FB voru stórkostleg og útskrifaðist með láði af því sem ég kalla félagslífs- braut því ég tróð mér hreinlega í allt sem tengdist félagslífinu,“ segir Hera Björk dreymin. „Vorum hætt að dansa“ Hera Björk á tvö börn, 6 ára strák og 12 ára stelpu, sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum. Með núverandi sambýlismanni finnst henni gaman að elda en hún þolir illa heimilisverk- in. „Eftir tíu ára hjónaband ákváðum við að skilja og sá skilnaður var ein- staklega ljúfur. Við sáum það bæði að við vorum hætt að dansa saman og þá var ekkert annað í stöðunni en að leggja dansskónum og snúa sér að einhverju öðru. Við erum hins vegar góðir vinir í dag og við getum öll verið saman í barnaafmælum í dag. Það er mjög gott,“ segir Hera Björk. „Ég er mjög heimakær og mikil hreiðurkona. Ég hef mjög gaman af því að elda, get alveg skipt um dekk á bíl en mér finnst ekki gaman að þrífa. Að brjóta saman þvott finnst mér öm- urlegt og veit eiginlega ekki hver fann það eiginlega upp. Að flokka sokka er ekki mitt helsta áhugamál.“ Fram til þessa segir Hera Björk að þátttaka sín í undankeppni Eurov- ision-keppninnar í Danmörku á síð- asta ári hafi verið eftirminnilegust á söngferlinum. Hún segir það hafa verið í senn skrítna en skemmtilega reynslu. „Upplifun mín úr danska Eurovision-ævintýrinu er sennilega eftirminnilegust á ferlinum. Það var mjög skrítið að syngja fyrir aðra þjóð en jafnframt mjög skemmtilegt. Þar vissi enginn hvað ég gat en nú er ég ekki lengur óþekkt og þarf að standa mig hressilega í hvert sinn sem ég opna munninn,“ segir Hera Björk. Biðlar til Bjarkar? Hera Björk er sigurviss fyrir aðal- keppni Eurovision í Ósló. Hún seg- ir aðeins tilhlökkun og engan kvíða í brjósti sér. „Ég vinn best undir pressu og því er ég ekkert kvíðin fyrir þessu stóra verkefni sem er fram undan. Ég er líka búin að bíða eftir þessu lengi þannig að það er bara tilhlökkun í mínum huga. Við ætlum að taka gull- ið í Ósló og stefnum á ekkert annað. Það er eiginlega það eina sem kemur til greina og ætlum að halda keppn- ina í Hörpunni á næsta ári,“ segir Hera Björk ákveðin. „Við erum alveg klár á því að við séum með vinningslag í höndunum. Ef við erum ekki klár á því er enginn annar klár á því. Við munum breyta þessu eitthvað en ætlum ekkert að umturna atriðinu. Við erum að kasta á milli okkar skemmtilegum hug- myndum og ein þeirra er að fá fræga með okkur í að gera eitthvað rosalega flott. Kannski hringi ég í Björk og bið hana að vera með. Fyrst Bubbi gat tekið þátt hlýtur hún að vera til í þetta en okkur finnst hún allavega frábær og skemmtileg. Kannski fæ ég bara svanakjólinn lánaðan.“ ÁKVAÐ SEX ÁRA AÐ SIGRA Í EUROVISION Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision. Söngur tók hug hennar allan og hef- ur hún nú þegar átt farsælan söngferil. Hún er ekkert kvíðin fyrir hinu risavaxna verkefni að keppa í Eurovision og ætlar að sigra í keppninni. Hera Björk var ákveðinn og óhlýðinn unglingur en segist eiga skilningsríka foreldra sem flestir öfunduðu hana af. Ljúf díva Þrátt fyrir að hafa verið ákveðinn og óhlýðinn unglingur segist Hera Björk ljúf og jákvæð söngdíva. Hana dreymir um leikferil og ætlar sér að sigra í Ósló í vor. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ég hlustaði alls ekki alltaf á mömmu og pabba, þannig kom ég iðulega heim þegar mér hentaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.