Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2010, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 FÓKUS Á M ÁN U D E G I 200 UMSÆKJENDUR Rétt tæplega 200 umsækjendur sóttu um styrk úr tónlistarsjóðnum Kraumi fyrir árið 2010. Umsókn um styrki var kynnt á Degi íslenskrar tónlistar þann 11. desember síðastliðinn. Umsóknarfresturinn rann út í vikunni, mánudaginn 1. febrúar. Alls bárust 193 umsóknir. Flestar eru umsóknirnar frá hljómsveitum og listamönnum, sem sækja um stuðn- ing og samstarf fyrir margvísleg verkefni sín á árinu. LISTMUNAUPPBOÐ Í GALLERÍ FOLD Listmunauppboð verður hald- ið í Gallerí Fold við Rauðarárstíg á mánudaginn. Boðin verða upp tvö málverk eftir Jóhannes S. Kjarval auk verka eftir marga af helstu myndlist- armönnum Íslands. Má þar nefna Gunnlaug Blöndal, Karl Kvaran, Snorra Arinbjarnar, Ásgrím Jónsson og Mugg. Enn fremur verða verk eftir Eirík Smith, Braga Ásgeirsson, Tryggva Ólafsson, Karólínu Lárus- dóttur, Kristján Davíðsson og Kjart- an Guðjónsson og fleiri mætti nefna. Uppboðið hefst klukkan 18:15. ÚTGÁFUTÓN- LEIKAR ELÍZU Söngkonan geðþekka Elíza New- man ætlar að halda útgáfutón- leika á Café Rósenberg næsta þriðjudag. Platan hennar, Pie in the Sky, hefur fengið frábærar viðtökur hér og er fyrsta upplag uppselt á Íslandi. Elíza, sem var í hljómsveitinni Kolrössu krókríð- andi hér á árum áður, stundar nám í Englandi og kemur því ein- ungis til landsins til að gefa aðdá- endum færi á að sjá hana spila. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og kostar 1.500 kr. inn. KVIKMYND ÁRSINS n Bjarnfreðarson n Desember n Mamma Gógó LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS n Áramótaskaup Sjónvarpsins 2009 n Ástríður n Fangavaktin n Hamarinn n Réttur STUTTMYND ÁRSINS n Epik Feil n Far Away War n Góða ferð n Njálsgata n Reyndu aftur BARNAEFNI ÁRSINS n Algjör Sveppi og leitin að Villa n Á uppleið n Latibær n Skoppa og Skrítla í bíó n Stundin okkar SKEMMTIÞÁTTUR ÁRSINS n Gettu betur n Logi í beinni n Popppunktur n Söngvakeppni Sjónvarpsins 2009 n Útsvar FRÉTTA- EÐA VIÐTALSÞÁTTUR ÁRSINS n Fréttaaukinn n Silfur Egils n Sjálfstætt Fólk n Spjallið með Sölva n Út og suður MENNINGAR- EÐA LÍFSTÍLSÞÁTTUR ÁRSINS n Atvinnumennirnir okkar n Kiljan n Monitor n Nýtt útlit n Persónur og leikendur SJÓNVARPSMAÐUR ÁRSINS n Bogi Ágústsson n Egill Helgason n Eva María Jónsdóttir n Sölvi Tryggvason n Þóra Arnórsdóttir HEIMILDAMYND ÁRSINS n Alfreð Elíasson og Loftleiðir n Draumalandið n Hrunið n Kraftur - Síðasti spretturinn n Sólskinsdrengurinn LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI n Ilmur Kristjánsdóttir - Ástríður n Jóhanna Vigdís Arnardóttir - Réttur n Kristbjörg Kjeld - Mamma Gógó n Laufey Elíasdóttir - Desember n Margrét Helga Jóhannsdóttir - Bjarn- freðarson og Fangavaktin LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI n Björn Hlynur Haraldsson - Hamarinn n Jón Gnarr - Bjarnfreðarson og Fanga- vaktin n Jörundur Ragnarsson - Bjarnfreðarson og Fangavaktin n Magnús Jónsson - Réttur n Pétur Jóhann Sigfússon - Bjarnfreðarson og Fangavaktin MEÐLEIKKONA ÁRSINS n Guðrún Gísladóttir - Desember n Herdís Þorvaldsdóttir - Hamarinn n Tinna Gunnlaugsdóttir - Réttur n Tinna Hrafnsdóttir - Hamarinn n Þóra Karitas Árnadóttir - Ástríður MEÐLEIKARI ÁRSINS n Björn Thors - Fangavaktin n Gunnar Hansson - Fangavaktin n Ólafur Darri Ólafsson - Fangavaktin n Rúnar Freyr Gíslason - Ástríður n Stefán Hallur Stefánsson - Desember HANDRIT ÁRSINS n Bjarnfreðarson n Fangavaktin n Ástríður LEIKSTJÓRI ÁRSINS n Friðrik Þór Friðriksson - Mamma Gógó n Ragnar Bragason - Bjarnfreðarson og Fangavaktin n Þorfinnur Guðnason og Andri Snær Magnason - Draumalandið Fangavaktin og Bjarnfreðarson með lang flestar tilnefningar til Edduverðlauna: Vaktirnar allsráðandi Eftir gróðærisógleðina sem fór úr böndunum erum við stödd í eftir- partíi. En veislustjórarnir eru allt aðrir, öllum er boðið og það er ann- að á diskunum. „Guð blessi Ísland“ var frábær forréttur í þessu borð- haldi og nú er kominn nýr réttur á borðið. Meðan „Guð Blessi Ísland“ tók púlsinn á almennum borgur- um kafar „Maybe I should have“ eft- ir svörum þar sem ábyrgðin liggur. Þessi mynd er gott dæmi um það hvernig Michael Moore hefur haft gríðarleg áhrif á heimildamynda- gerð í heiminum. Annar leikstjóranna fer í hlut- verk sögumanns í mynd um hrun íslensks kapítalisma. Fyrir vikið verður myndin mun persónulegri og skiljanlegri. Gunnar Sigurðs- son er þar að auki fyndinn, skýr og skýrmæltur, enda með reynslu úr leikhúsi. Það dugar reyndar stund- um ekki til, því tónlistin yfirgnæfir stöku sinnum talið sem er hrikalegt í mynd af þessu tagi. Gunnar saumar kannski ekki jafnmikið að syndasel- unum og Moore hefði gert en engu að síður er hér hamrað á hlutum. Gunnar dregur menn til ábyrgðar og það er markvisst og rökstutt. Þrátt fyrir nauðsynlega statist- ík og mikið magn upplýsinga er tempó ið gott. Rétt eins og hjá Mich- ael Moore er það gert með sniðugri grafík og myndskreyttum viðtölum sem þannig halda manni við efnið. Frábærar teikningar Halldórs Bald- urssonar gera þar klárlega sitt. Gunnar flakkar heimshornanna á milli í leit að svörum, til Nýju Jór- víkur, Washington, London og að sjálfsögðu í magnaða heimsókn til Tortóla. Gunnar gerir vel með því að taka upp hanskann og sýna hlið íbúa Guernsey. Þeirra inneign- ir eru hvorki tryggðar af íslenskum né breskum stjórnvöldum og tapið því algert. Í einni heimsókn Gunn- ars fær Transparency Int. fyrir ferð- ina enda greinilega misheppnað apparat sem sýndi Ísland alltaf sem minnst spillta ríkið í heimi. Þeir byggðu sínar kannanir eingöngu á „sérfræðingum“ og sniðgengu al- menning. Og eins og myndin sýnir eru álit og skoðanir „sérfræðinga“ oft til sölu og þeim mun dýrari eftir því sem gráðan er íburðarmeiri. Björgólfur fer enn og aftur á kost- um sem hinn gjörsamlega veru- leikafirrti viðskiptamógúll. Hag- fræðiþvælan í honum fær mann til að hlæja ofan í maga og sjaldan hefur viðmælandi yfirgefið viðtal jafn hratt og hann gerir hér. Davíð Oddsson og Björgvín G. Sigurðsson neituðu að mæta en auk viðtala við aðra stjórnmálamenn er hér notast við mikið og vel unnið magn frétta úr sjónvarpi. Ýmsir fjölmiðlamenn segja sína hlið og borgarafundirn- ir frá sínum tíma sýna fulltrúa al- mennings í hita leiksins. Jón Gnarr kemur á örlítið annan hátt inn sem fulltrúi almennings og er skemmti- legur að vanda. Myndin sýnir að hrunið er ekki eitthvert séríslenskt vandamál held- ur er það móðurborð efnahagsmód- elsins sjálfs sem hrynur út af græðg- isvírusnum sem keyrir það fram af bjarginu. „Maybe I should have“ er persónuleg saga sem gerir það auð- veldara fyrir fólk að tengja sig við hana en beinaberar tölur og stat- istík. Hún setur flókna hluti í ein- falt samhengi svo fleiri en doktorar í hagfræði skilja hvað fór úrskeiðis. Hún gerir nákvæmlega það sem Eva Joly talar um í einum af hápunkt- um myndarinnar. Við verðum að dæma hina seku fyrst og láta þá taka ábyrgð. Þá fyrst og ekki sekúndu fyrr getum við fyrirgefið hinum seku. Erpur Eyvindarson GLÆPIR BORGA SIG? Maybe I should have „Persónu- leg saga sem gerir það auðveldara fyrir fólk að tengja sig við hana en beinaberar tölur og statistík.“ MAYBE I SHOULD HAVE Leikstjórn: Gunnar Sigurðsson og Herbert Sveinbjörnsson KVIKMYNDIR Það eru þættirnir Fangavaktin og kvikmyndin Bjarnfreðarson sem eru tilnefnd til langflestra Eddu- verðlauna fyrir árið 2009. DV tók saman tilnefningarnar í nokkrum af helstu flokkunum. Bjarnfreðarson Fær fjölmargar tilnefningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.