Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Side 6
SANDKORN n Þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson er sem á ber- angri í eigin flokki vegna allra þeirra synda sem komið hafa upp á yfirborðið. Menn velta fyrir sér hvort Bjarni Bene- diktsson formaður taki af skar- ið og segi honum að víkja. Það er þó hæpið í því ljósi að Bjarni sjálf- ur er með lík í lestinni. Ef Tryggvi hættir þingmennsku mun Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi þingmaður, snúa aftur. n Hannes Hólmsteinn Gissur- arson, helsti hugmyndafræð- ingurinn að íslenska fjármála- kerfinu, vill að þrír ráðherr- ar víki úr ríkisstjórn vegna klúð- urs í björg- unarstarf- inu vegna Ice save. Þar nefnir hann Jóhönnu Sigurð- ardóttur sem fær einkunnina „mállaus mannafæla“ sem ekki sé starfi sínu vaxin. Þá segir Hannes á Pressubloggi sínu ljóst að Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra hljóti að sæta opinberri rann- sókn vegna sölu á stofnfjár- hlut sínum í SPRON. Loks vill hann að Steingrímur víki vegna „hroka“, vanþekking- ar og fljótfærni. Ráðherrarnir þrír hljóta nú að hugsa sinn gang. n Björn Bjarnason, fyrrver- andi alþingismaður, hefur, líkt og Hannes Hólmsteinn, reifað þau sjónarmið að Stein- grímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra sé vanhæf- ur vegna hroka. Þetta má lesa á heimasíðu hans en einnig á AMX. Þrálátar kenn- ingar eru einmitt uppi um að Björn skrifi stóran hluta af svokölluðu fuglahvísli sem einkennist af þeirri gerð grárr- ar kímnigáfu sem Björn er þekktur fyrir. Nú síðast varð heilsufrömuðurinn Jónína Benediktsdóttir fyrir barð- inu á fuglahvíslinu þegar því var haldið fram að hún keypti auglýsingar í fjölmiðlum til að fá skjól frá umfjöllun. n Einn sólargeisli hefur nú brotist fram í Útvarpshúsinu í Efstaleiti. Rás 2 hefur gengið í gegnum þá niðurlægingu um langa hríð að vera undir Bylgj- unni í hlustun. Í síðastliðnum mánuði varð svo viðsnúning- ur þegar Bylgjan laut í gras. Pressan segir frá því að sam- kvæmt mælingu janúarmán- aðar hafi verið meiri hlustun á Rás 2, eða 39 prósent, en Bylgjan að- eins verið með 32 prósent. Ætla má að Sig- rúnu Stefáns- dóttur dagskrár- stjóra sé létt þegar hlé hefur orðið á þrauta- göng- unni. 6 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 FRÉTTIR SAMI EIGANDI FYRIR OG EFTIR GJALDÞROT Fyrrverandi eigandi Kraftvéla, Ævar Björn Þorsteinsson, tengist kaupum á fyrirtæk- inu út úr þrotabúi þess. Fyrir liggur gjaldþrot upp á rúma tvo milljarða króna en heim- ildir DV herma að fyrirtækið hafi verið keypt fyrir brot af þeirri upphæð. Kaupendur geta nú haldið áfram rekstri undir nafni Kraftvéla. Fyrrverandi eigandi gjaldþrota fyrir- tækisins Kraftvéla, Ævar Björn Þor- steinsson, er einn eigenda nýs rekstr- arfélags fyrirtækisins, Kraftvéla ehf., sem hefur hafið rekstur á nýjan leik undir sama nafni. Samkvæmt heim- ildum DV voru greiddar 60 milljónir króna í beinhörðum peningum fyr- ir fyrirtækið en það var félagi Ævars sem keypti það úr þrotabúinu. Þeir hafa nú stofnað saman fyrirtæki utan um Kraftvélar og Ævar verður við stjórnvölinn. Gjaldþrot Kraftvéla er talið nema rúmum tveimur milljörðum króna en kröfur í þrotabúið eru byrjaðar að streyma inn til skiptastjóra. Skipta- stjórinn, Jón Ármann Guðjónsson, seldi nýlega úr búinu þær eignir sem ekki voru veðsettar. Hátt í þrjá- tíu fyrirspurnir bárust honum en á endanum komu tvö tilboð í fyrirtæk- ið. Hærra tilboðið var frá fyrirtæk- inu Mistra ehf. og var því tekið með hagsmuni þrotabúsins og kröfuhafa í huga. Besta tilboðið Jón Ármann, skiptastjóri þrotabús Kraftvéla, staðfestir að fyrirtækið hafi verið selt út úr þrotabúinu en bendir á að vörumerkjasamningar fylgi ekki með í kaupunum. Hann telur líklegt að fyrri eigandi fyrirtækisins standi að baki kaupunum. „Það er búið að ganga frá sölu á ákveðnum eignum fyrirtækisins sem ekki eru veðsettar. Þessi sala var einfaldlega besta til- boðið og mesti peningurinn í henni. Búið seldi ekki beint til fyrri eiganda en ég hef nú grun um að hann sé þarna í samkrulli. Þessi ákvörðun var tekin með hagsmuni búsins og stærsta kröfuhafans að leiðarljósi,“ segir Jón Ármann. „Kaupendur taka yfir rekstrar- og launasamninga. Viðkomandi tek- ur yfir starfsfólkið, aðstöðu fyrirtæk- isins og nafn þess, þannig að kaup- endur geta haldið áfram undir nafni Kraftvéla. Hins vegar er ekki verið að selja þau vörumerki sem fyrirtækið hafði. Það er ekkert sem bannar að selja fyrirtækið fyrri eiganda en mér vitanlega er hann ekki inni í fyrirtæk- inu sem kaupir. Ég hef aftur á móti grun um að hann sé þarna einhvers staðar nálægt.“ Milljarða gjaldþrot Kraftvélar, og tengd fyrirtæki, var lýst gjaldþrota en fyrirtækið hefur um árabil verið eitt öflugasta fyrir- tækið í innflutningi og þjónustu við vinnuvélar og verktaka. Undir hatti Kraftvéla voru einnig fyrirtækin Kraftvélaleigan og KFD, systurfélag Kraftvéla í Danmörku. Ævar rak og átti fyrirtækið frá 2005 og lýsti hann yfir miklum vonbrigðum þegar fyr- irtækið fór á hausinn eftir að veru- lega dró úr verklegum framkvæmd- um í landinu. Miðað við þær kröfur sem liggja fyrir er ljóst að gjaldþrot- ið nemur að lágmarki tveimur millj- örðum króna. Aðspurður staðfestir Ævar Björn að hann sé aftur kominn í eigenda- hóp Kraftvéla. Hann er ánægður með að vera aftur við stjórnvölinn hjá fyrirtækinu og segir gjaldþrotið nú að baki. „Það er gott að fara aft- ur af stað en það var kunningi minn sem keypti úr þrotabúinu og hann fór af stað með það eftir samkomu- lag við mig um að ég kæmi þarna inn aftur að reka félagið áfram. Ég á í nýja félaginu og mun stýra þessu. Gjaldþrotið er búið og gert. Vonandi lifnar eitthvað yfir bisnessnum því annars rætist ekkert úr þessu barni,“ segir Ævar Björn. Gjaldþrotið er búið og gert. Vonandi lifnar eitt- hvað yfir bisnessnum því annars rætist ekk- ert úr þessu barni. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Aftur af stað Fyrri eigandi Kraftvéla er í eigendahópi nýs rekstrarfélags fyrirtækisins. Hann segir gjaldþrotið að baki og vonast til þess að viðskiptin glæðist á nýjan leik. Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon sem ákærður var fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás var sýknaður í Héraðsdómi Reykja- víkur á fimmtudaginn. Garðari var gefið að sök að hafa sem stjórnandi lögregluaðgerðar fyr- irskipað öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann, fæddan 1987, frá Austurstræti út á Granda í Reykja- vík þar sem hann var skilinn eftir. Þá átti Garðar að hafa á leiðinni út á Granda þrýst hné sínu á háls manns- ins þar sem hann lá handjárnaður á maganum á gólfi lögreglubifreiðar þannig að maðurinn hlaut af áverka. Forsaga málsins er sú að þann 18. janúar í fyrra voru lögreglumenn sem voru við eftirlit á bíl í miðbæn- um kvaddir að veitingastaðnum Ap- ótekinu í Austurstræti vegna þess að þar inni hafði sést til manns munda hníf. Þar var þá einnig staddur mað- ur, fæddur 1987, sem hafði komið út af veitingastaðnum og var drukk- inn. Hóf hann að ausa svívirðingum af kynferðislegum toga yfir lögreglu- mennina og þegar annan lögreglubíl bar að fór hann að þeim bíl og þvæld- ist þar fyrir lögreglunni. Var hann þá tekinn og snúinn niður, handjárnað- ur og settur inn í þann lögreglubílinn sem hafði komið fyrr á vettvang.  Að því loknu var ekið með hann út á Granda þar sem honum var sleppt lausum. Ekki þótti sannað að Garðar Helgi hafi farið offari í starfi sínu og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann fyrirskipaði öðrum lögreglumanni að aka með piltinn út á Granda og skilja hann þar eftir. Aukinheldur var ekki vísað til ákvæða í lögreglulögum í ákæru eða öðrum reglum sem þetta var talið brjóta í bága við. Garðar við- urkenndi að hafa sett hnéð á háls mannsins en dómari mat það svo að aðferðin hafi verið lögmæt þar sem pilturinn hafði brotist um og sparkað frá sér í ökuferðinni. Málskostnaður, 450 þúsund krónur, greiðist úr ríkis- sjóði. einar@dv.is Lögregluþjónninn Garðar Helgi Magnússon fór ekki offari í starfi sínu: Sýknaður af ákæru um líkamsárás Sýknaður Garðar Helgi Magnússon var sýknaður í Héraðsdómi á fimmtu- daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.