Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 FRÉTTIR Mikil óvissa ríkir hjá ungri fjölskyldu í Bolungarvík því líkur eru á að tveir fjölskyldumeðlimir fái ekki fram- lengt dvalarleyfi og verði sendir úr landi. Hjónin Valur Magnússon og Thais Marques de Freitas búa á Bol- ungarvík. Þau eiga tvo drengi sam- an, Magnús Guðjón, 3 ára, og Ara, 1 árs. Þá á Thais 9 ára dóttur, Leticiu, úr fyrra sambandi sem stundar nám í Grunnskóla Bolungarvíkur. Thais er frá Brasilíu en flutti til Noregs fyrir fjórum árum síðan þegar hún kynnt- ist Vali. Fjölskyldan bíður nú eftir úr- skurði Útlendingastofnunar um framlengingu á dvalarleyfi Thais og Leticiu. Verði þeim hafnað um dval- arleyfi mun öll fjölskyldan neyðast til að flytjast úr landi. Valur segir í samtali við DV að meginástæðan fyrir vandræðum mæðgnanna í beiðni þeirra um dval- arleyfi sé að laun hans séu ekki næg, að mati stofnunarinnar. Laun Vals eru ekki talin nægja til að sjá fyrir fjölskyldunni. Kynntust í Noregi Valur flutti til Noregs árið 2002. „Ég ætlaði að vera í Noregi í sex mánuði en var í tæp sex ár.“ Þar vann hann hjá ferjufyrirtækinu Color Line í Lar- vik, suður af Ósló. „Það er fyrirtæki sem heldur úti ferjum á milli Norð- urlandanna og Þýskalands. Ég vann í fríhafnarbúðinni á ferjunni.“ Bróðir Vals bjó líka í Noregi á þessum tíma og hafði kynnst bras- ilískri konu. Árið 2005 kom systir mágkonu Vals í heimsókn til Noregs. Skemmst er frá því að segja að ástir tókust á milli Vals og mágkonunnar, Thais. Thais fór svo aftur til Brasilíu en ekki leið á löngu þar til hún sneri aftur til Noregs og í fang Vals. „Þá var komið í ljós að hún var ólétt. Svo hún varð eftir hjá mér og við giftum okk- ur.“ Dóttir Thais, Leticia kom með og hún hefur búið með þeim síðan þá. Valur á tvo bræður, annar á brasil- íska konu, sem fyrr segir og hinn á taílenska eiginkonu. Í Noregi fæddist Vali og Thais sonurinn Magnús Guðjón. Hann fæddist með skarð í vör og þurfti að dvelja löngum stundum á norskum sjúkrahúsum. Friðsælt í Bolungarvík Fyrst þegar þau komu til landsins í desember 2007 dvöldu þau í Æðey í Ísafjarðardjúpi þar sem foreldrar Vals hafa dvalið undanfarin ár. „Við vorum með þeim yfir jólin þar. En fluttum svo til Bolungarvíkur og höf- um verið hér síðan.“ Aðspurður segir Valur að mikil viðbrigði hafi fylgt því fyrir Thais að flytja í lítið sjávarþorp á Íslandi. „Thais fannst kalt í Bolung- arvík fyrst þegar hún kom og auðvit- að fann hún fyrir smæðinni.“ En Valur segir að þeim hjónun- um líki vel að eiga lítil börn á stað eins og Bolungarvík. Það sé gjörólíkt því sem Thais þekkir frá heimahög- unum. Hún er frá höfuðborg Bras- ilíu sem er samnefnd þessu stærsta og fjölmennasta landi Suður-Am- eríku. Í borginni Brasíliu er mikið um glæpi eins og í öðrum stórborg- um landsins. Rán og ofbeldi gagn- vart börnum hefur færst í vöxt. Thais segir foreldra helst þurfa að víggirða garða, þar sem börn eru að leik, með háum veggjum. „Börnin fara út í garðinn hjá okkur og við höfum auga með þeim,“ segir Valur um lífið í Bol- ungarvík. Fýluferðir suður Eins og áður sagði fluttist fjölskyldan til Bolungarvíkur í upphafi árs 2008. Ljóst var að Thais og Leticia þyrftu á dvalarleyfi hjá íslenskum yfirvöld- um að halda ættu þær að setjast að á landinu. „Það var þá sem ævin- týrið með Útlendingastofnun byrj- aði. Við fórum suður til Reykjavík- ur, sem kostaði auðvitað sitt. En það var fýluferð því við vorum ekki með alla pappírana sem við töldum okk- ur hafa. Svoleiðis gekk málið í hálft ár, því okkur gekk illa að fá gögnin sem vantaði að utan,“ segir Valur. Við umsókn um dvalarleyfi þurfa út- lendingar að leggja fram gögn á borð við sakarvottorð, fæðingarvottorð og vegabréf sem gildir í ákveðinn tíma umfram umsóknartímann. „Við vorum búin að fara þrívegis suður í höfuðborgina með tilheyr- andi kostnaði þegar ég gafst ég upp á þessu. Ég bað systur mína að fara með pappírana fyrir mig, en hún er búsett fyrir sunnan. En þá brjálaðist konan í afgreiðslunni á stofnuninni. Og minntist svo á að það væri hægt að skila gögnunum til sýslumanns í viðkomandi sveitarfélagi,“ segir Val- ur. „Þetta var hálfu ári eftir fyrstu ferðina suður. Það er miklu ódýrara fyrir okkur að rölta hérna niður eft- ir til sýslumanns í stað þess að fara með alla fjölskylduna til Reykjavík- ur.“ Umsóknarferlið tók að lokum enda þegar Thais og Leticia fengu dvalarleyfi á Íslandi til eins árs. Sprengdi annað lungað Á meðan á öllu þessu stóð hafði Thais orðið ófrísk á ný, bar Ara und- ir belti en hann fæddist í septem- ber 2008. „Ari fæddist með keisara- skurði. En vatn varð eftir í lungunum á honum. Honum lá svo á að losa sig við það að hann sprengdi annað lungað.“ segir Valur. Ari var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir tilheyrandi aðgerðir. „Læknarnir sögðu, þeg- ar þeir útskrifuðu Ara af gjörgæslu- deild, að honum hafi eiginlega ekki verið hugað líf á leiðinni suður. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt,“ segir Valur en bætir við að börnun- um heilsist vel í dag. Hefur ekki nægar tekjur Dvalarleyfi Thais rann út fyrir nokkrum mánuðum og sem stend- ur er umsókn um nýtt leyfi í vinnslu. Alls óvíst er hvort leyfið fáist því fjölskyldan uppfyllir ekki skilyrði umsóknar að mati Útlendingastofn- unar. Fjölskyldan lifir því í miklum ótta og óvissu. „Á öllum bréfunum frá Útlend- ingastofnun stendur að ég hafi ekki nægt fjárhagslegt bolmagn til að framfleyta fimm manna fjölskyldu,“ segir Valur. Hann vinnur við slæg- ingu í fiskvinnslustöð í Bolungar- vík. Þar hefur aflinn ekki verið mikill undanfarið sem meðal annars út- skýrir lágar tekjur Vals. Hins vegar segir hann að tekjurnar dugi alveg fyrir fjölskyldunni. „Barnaverndar- yfirvöld eða skólayfirvöld hafa ekki kvartað yfir heimilishaldinu og upp- eldinu hjá okkur. Þannig að einhvern veginn nær maður að framfleyta sér á þessum litlu launum sem mað- ur hefur,“ segir Valur en hann telur óréttlátt að tekjur fólks skipti máli í umsóknum hjá Útlendingastofnun. Íslendingum vísað úr landi Til að ljúka núverandi ferli þarf lík- lega að endurnýja vegabréf Thais, en til þess þarf að leita til brasilíska sendiráðsins í Ósló. Sem hefði mik- inn kostnað í för með sér. Umsókn um þriggja ára dvalarleyfi Thais og Leticiu veltur nú á þessum þáttum. Það sem vegur þyngst eru þó lágar tekjur Vals. Á næstu dögum mun koma í ljós hvort mæðgunum verð- ur leyft að búa á Íslandi. Valur seg- ir að verði umsókninni neitað muni fjölskyldan öll neyðast til að flýja af landi brott. „Ef okkur verður synj- að um dvalarleyfi er í raun verið að vísa þremur íslenskum ríkisborg- urum úr landi,“ segir Valur og á þá við drengina sína tvo og sjálfan sig. „Við myndum auðvitað fylgja þeim.“ Ung fjölskylda í Bolungarvík hefur gengið í gegnum miklar raunir. Þau eiga nú á hættu að vera splundrað þar sem tveir fjölskyldumeðlimir fá ekki framlengt dvalarleyfið hér á landi. Annað barn hjónanna fæddist með skarð í vör og dvaldi á sjúkrahúsum. Tekjur fjölskylduföðurins eru ekki nægilega háar og þar með eru skilyrði Útlendingastofnunar í uppnámi. GÆTU ORÐIÐ BROTTRÆK HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Ef okkur verður synjað um dval- arleyfi er í raun verið að vísa þremur íslenskum ríkisborgurum úr landi. Valur, Thais, Magnús og Ari Fjölskyld- an á Holtabrún í Bolungarvík býr við mikla óvissu vegna útlendingalaga. MYND HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON/BB Erfið staða „Við höfum gengið í gegnum ýmislegt.“ Magnús og Ari fæddust báðir veikir. Nú ríkir óvissa um framtíð fjölskyldunnar. MYND HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON/BB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.