Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 FRÉTTIR Valinn hópur stórra lántakenda hjá bönkunum hefur fengið skuldir sínar afskrifaðar. Þær nema mörg hundruð milljörðum króna. Enginn hefur enn náð að toppa Ólaf Ólafsson með 88 milljarða króna afskriftir en Baugsfeðgar hafa fengið um 30 milljarða afskrifaða. AFSKRIFTIR AUÐMANNA Katrín Pálsdóttir Katrín, sem er forstjóri Lýsis, á eignarhaldsfélagið Hnotskurn ásamt Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, fjárhaldsmanni Guðbjargar Matthíasdóttur í Vestmannaeyjum. Félagið er nú að semja um skuldir sínar sem nema 2.800 milljónum króna. Eignir félagsins eru hins vegar innan við 10 prósent af skuldum þess eða um 244 milljónir króna sem eru fasteignir og lóðir. Skuldirnar eru til komnar vegna misheppnaðra fjárfestinga í FL Group. Lögmaður félagsins hefur ekki viljað staðfesta að afskriftir hafi átt sér stað en það liggi í hlutarins eðli að einhverjar afskriftir fari fram hjá félaginu. Katrín þurfti að víkja úr stjórn Glitnis í febrúar 2008, samkvæmt heimildum DV, þar sem Hnotskurn var komið í vanskil. Magnús Kristinsson Útgerðarmaðurinn í Vestmannaeyjum fékk stóran hluta af tæplega 50 milljarða króna skuld eignar- haldsfélaga hans afskrifaðan eftir að hann samdi við skilanefnd Landsbankans. Nákvæmar upplýsingar um upphæðir afskrif- anna liggja ekki fyrir. Skilanefndin leysti ekki til sín kvóta Magn- úsar, sem var ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir langmestum hluta skulda sinna. Bjarni Ármansson Fjárfestirinn og fyrrverandi forstjóri Glitnis komst að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um afskriftir á rúmlega 800 milljóna króna skuldum eignarhaldsfélagsins Imagine Investment sem er í eigu hans, við bankann. Bjarni sagði í samtali við DV að lánið hefði verið tekið hjá Glitni í lok 2007 til að fjármagna kaup félagsins á 12 prósenta hlut í Glitni Property Holding. „Til að gera langa sögu stutta þá gekk þetta bara illa og tekjurnar hrundu,“ útskýrði Bjarni. Það kom þó ekki að sök því hann þurfti ekki að borga. Baugsfeðgar Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson stofnuðu til tugmilljarða króna skulda í tengslum við Haga, Gaum, Baug og 1998 ehf. Þegar 30 milljarða lán sem 1998 ehf. tók hjá Kaupþingi sumarið 2008 var fært frá skilanefnd Kaupþings yfir til Nýja Kaupþings og nú Arion banka, var lánið metið á 17 milljarða. Það var sem fyrr segir 30 milljarðar króna þegar það var tekið, en miðað við vísitöluþróun stóð það í 48 milljörðum í lok síðastliðins árs. Munurinn er því um 30 milljarðar króna, bæði feðgarnir og Arion banki neituðu því að að skuldir 1998 ehf. yrðu afskrifaðar. Lárus Welding Slitastjórn Glitnis gaf eftir 122 milljónir króna af 211 milljóna króna láni sem Glitnir veitti Lárusi. Gegn greiðslu á 89 milljónum króna féllu 124 milljónir króna niður. Lögmaður Lárusar útskýrði þennan gjörning sem skuldajöfun og fullnaðar- uppgjör bankastjórans fyrrverandi við Glitni. Wernersbræður Glitnir þarf að afskrifa hluta 45 milljarða króna skuldar eignarhaldsfélagsins Svartháfs sem er í eigu Werners Rasmusen, föður Karls og Steingríms Wernarsona við bankann. Werner veitti starfsmanni Milestone síðan umboð til þess að stýra félaginu og því líklegt að hann hafi leppað eignarhaldið á félaginu fyrir bræðurna. Glitnir var með veð í bréfum sænska félagsins Moderna, sem var móðurfélag fjármálastarfsemi. Þegar veðkall kom frá Glitni gátu þeir ekki staðið undir skuldunum og því leysti bankinn félagið til sín. Erfitt er að áætla hversu miklar afskriftirnar verða en þær munu hlaupa á milljörðum króna. Björgólfur Guðmundsson Björgólfur átti stærstan hlut í Ár- vakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins sem var skuldum vafið þegar hann missti félagið í hendur bankans. Talið er að skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki hafi afskrifað rúmlega þrjá milljarða króna af um það bil fimm milljarða skuldum félagsins áður en nýr eigendahópur keypti Árvakur. Ólafur Ólafsson Viðskiptablaðið sagði frá því á fimmtudag að skuldir Kjalars sem námu 88 milljörðum króna við gamla Kaupþing hafi nánast verið afskrifaðar að fullu. Í lánabók Kaupþings sem lak á netið kom fram að skuldir Kjalars námu um 115 milljörðum króna í september 2008. Arion banki náði nú nýverið samningi við Ólaf um að hann haldi Samskipum en hann og stjórnendur Samskipa eiga nú skipafélagið að fullu í gegnum hollenska félagið SMT Partners BV. Björn Þorri og Karl Georg Lögmennirnir Björn Þorri Viktorsson og Karl Georg Sigurbjörnsson fengu um mitt ár 2006 fjögurra milljóna evra lán eða um 400 milljónir íslenskra króna hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar (SPH) til að kaupa fasteign í borginni Riga í Lettlandi. Björn Þorri og Karl Georg áttu félagið Adminu iela 4 SIA ásamt lettneska lögmanninum Marcis Mikelsons. Í tilfelli viðskipta Björns Þorra og Karls Georgs í Lettlandi er talið að Byr hafi þurft að afskrifa hátt í einn milljarð króna. 800 milljónir 122 milljónir 30 milljarðar 80 milljarðar3,5 milljarðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.