Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Page 24
RÓTARI ÚTRÁSARINNAR T ryggvi Þór Herbertsson er talandi dæmi um Íslending sem alltaf skýst á toppinn. Ungur að aldri var hann rótari einnar vinsælustu hljóm- sveitar landsins sem söng og spilaði sig inn í hjörtu allra landsmanna. Tryggvi sá um að stilla græjurnar svo hvergi yrði falskur tónn. Eftir að hafa baðað sig í ljóma frægðar um- bjóðenda sinna lagðist hann í nám og krækti sér í meistaragráðu í hag- fræði. Svo skaust hann á toppinn sem vitringur á því sviði og lagði lín- urnar fyrir íslenskt fjármálakerfi til framtíðar. Í framhaldinu varð hann prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Þar komst hann fljótt að þeirri niðurstöðu að sú stétt manna sem trónir á hæsta tindi skólakerf- isins er afar lágt launuð. Hann hitti því Björgólf Guðmundsson, þá auð- ugasta mann landsins, og bauðst til að bæta hans nafni við starfsheiti sitt, gegn gjaldi. Á nafnspjaldinu stæði þá Björgólfur Guðmundsson, prófessor í hagfræði, Tryggvi Þór Herbertsson. Þarna er að baki sama hugmyndafræði og hjá íþrótta- mönnum sem hlaupa um með vörumerki í bak og fyrir. Áður en til þess kæmi að Tryggvi fengi að heita Björgólfur komst hann að þeirri nið- urstöðu að farsælast væri fyrir hann að verða Björgólfur. Hann hætti því í Háskólanum og varð bankastjóri Askar Capital og eins konar rótari útrásarvíkinganna. Það er auðvitað þekkt að rótarar eru gjarnan einstaklingar sem þrá það eitt að verða poppstjörnur en hafa ekki hæfileikana sem þarf. En það er alltaf möguleiki og það veit Tryggvi. Hann komst aldrei í hljóm- sveitina forðum en þá opnaðist sá möguleiki að verða hluti af stórsveit útrásarinnar. Hann sá því um að tengja söngkerfi og hljóðfæri Wern- ersbræðra. En eitthvað bar út af því rótarinn var fljótlega rekinn en slapp þó við að borga kúlulánið sitt. Þá voru góð ráð dýr. Ísland ramb- aði á barmi kreppu. Tryggvi bauð forsætisráðherra krafta sína sem hann þáði. Svo hrundi Ísland og rót- ari forsætisráðherra var látinn fara. Tryggvi hafði áttað sig á því að þeir Íslendingar sem boðuðu heiðar- leika og gagnsæi voru í tísku. Hann lyfti merki sínu hátt á loft og krafðist uppgjörs. Í framhaldinu var hann kosinn á Alþingi Íslendinga. Þar situr hann nú með kúlulánafortíð sína og dæmir þá sem framkölluðu hrunið. Hann er einn mesti snilling- ur Íslands, með níu líf eins og kött- urinn. Hann er rótari Íslands. SANDKORN n Einn djúpsigldasti lögmaður landsins er huldumaðurinn Gunnar Gunnarsson, sem meðal annars hefur starfað náið með Karli og Steingrími Wernersson- um. Á gull- öld útrásar- tímans þótti skynsamlegt að nýta þjón- ustu Gunn- ars til þess að fé rýrnaði ekki óþarf- lega eða yrði fyrir hnýsni. Gunnar mun kunna öll trixin í bókinni og hefur fjöldi útrásarvíkinga notið handleiðslu. Þrátt fyrir að vera eins konar miðlægur gagnagrunnur hvað skattatilþrif varðar hefur hann enn ekki verið yfirheyrður af sak- sóknara. n Eitt stærsta mál efnahags- hrunsins er það hvernig Karli Wernerssyni og samferðamönn- um hans tókst að koma höndum yfir bótasjóð Sjóvár. Sjálfur mun Karl hafa verið sem þrumulost- inn þegar hann komst í bókhald trygginga- félagsins og sá alla millj- arðana sem þar lágu óhreyfðir og engum til gagns. Hermt er að Karl hafi haft á því orð að nauðsynlegt væri að koma þessum peningum í vinnu. Eftirleikurinn er síðan þekktur en ríkið þurfti að leggja Sjóvá til á annan tug milljarða. n Eftir að sannleiksnefnd Páls Hreinssonar hefur sent út bréf til hinna grunuðu varðandi hrunið hefur vaknað spurning um það hvenær langþráð skýrsla lítur dagsins ljós. Í bréfum til hinna grun- uðu kemur fram að þeir hafi 10 daga frest til and- mæla. Ein- hverjir telja víst að Davíð Oddsson og fleiri meintir höfuðpaurar hrunsins muni krefjast lengri frests. Vís- bending er uppi um það þegar litið er á blogg Sigurðar G. Guð- jónssonar hæstaréttarlögmanns sem dregur í efa að það dugi minna en mánuður til andmæla. Sigurður og Björgvin G. Sigurðs- son, fyrrverandi bankamálaráð- herra, eru samherjar. n Skrif Heiðu Bjargar Heimis- dóttir á Facebook til varnar eiginmanni sínum, Hrannari B. Arnarssyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, halda áfram. Heiða krafðist skýringa vegna þess að nafngreindur aðili lýsti því í athugasemd á DV.is að mað- ur hennar væri smásál. Í nýju skeyti segir hún að Hrannar sé á vakt allan sólarhringinn og hafi tekið á sig launalækkun til að út- færa og framkvæma hugsjónir Jó- hönnu. Þá lýsir hún þeirri fórn að hafa „lánað fjölskyldupabbann“ í því skyni að reisa Ísland úr rúst- unum. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Móri er gangandi sönnun þess að kannabisefni eru ekki skaðlaus.“ n Erpur Eyvindarson er ekki á því að það eigi að lögleiða kannabisefni. - Fréttablaðið „Ég var ekkert sérstaklega að leita eftir því að fara út.“ n Bjarni Ólafur Eiríksson samdi til þrigga ára við Stabæk eftir vonbrigðatímabil með Val. - Fréttablaðið „Við viljum sýna eigendum íbúðanna að það er hægt að mótmæla, við viljum blása þeim kjark í brjóst svo að þeir geti staðið á rétti sín- um og láti ekki kúga sig.“ n Þorvaldur Óttar Guðlaugsson, baráttu- maður og mótmælandi, sem undanfarið hefur mætt á uppboð sýslumanna á húsnæði og mótmælt. - DV „Ég var í stóra kastalanum og henti mér niður renni- brautina.“ n Guðrún Lára Alfredsdóttir, betur þekkt sem Nana, liggur heima hjá sér eftir slys í leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi þar sem hún vinnur. Nana var að renna sér niður rennibraut þegar hún sleit magavöðva. - DV „Ég er hér í einkaerindum.“ n Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, en hann dvelur þessa dagana í borginni sem aldrei sefur, New York í Bandaríkjunum. - DV Sakborningar tala LEIÐARI Með hverjum deginum sem líð-ur verða misgjörðir ríkisstjórn-ar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar ljósari. Niðurstaðan talar fyrir sig. Hvert barn sem kemst ekki til tannlæknis, hver maður sem missir vinnuna og hver fjölskylda sem berst við að borga af stökkbreyttu láni er afleiðing af störfum Geirs, Ingibjargar og annarra sem var treyst fyrir æðstu valdastöðum. En nú er í ofaná- lag að verða ljóst að þegar þau sögðust vera í björgunarleiðangri héldu þau áfram að vinna þjóðinni skaða. Það segir sína sögu að meinti innherja- svikarinn Baldur Guðlaugsson var valinn af ríkisstjórninni til að vera í samninganefnd um Icesave-málið. Geir og Ingibjörg reyndu á sama tíma að sannfæra okkur um að ekki ætti að ganga til kosninga eftir hrunið, því að þau væru í björgunarleiðangri. Leiðangur- inn snerist um það að hin seku og hin grun- uðu í stærsta glæpnum gegn íslenskri þjóð á síðari árum reyndu að sannfæra þjóðina um að þau sjálf væru saklaus fórnarlömb eða jafnvel hetjulegir velgjörðarmenn þjóðar- innar. Í miðri búsáhaldabyltingunni, þar sem fólk veifaði spjöldum með nafni og andliti Geirs Haarde, sagðist Geir ekki telja að mót- mælunum væri beint gegn sér sérstaklega. Hann fullyrti að ef þjóðin fengi að kjósa, fengi hún ekki lán frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, enda hefði hann séð um samskipti við sjóðinn. Ingibjörg Sólrún sagði gagn- rýnendum sínum að þeir væru ekki þjóðin. Í umræðunni er nauðsynlegt að taka tillit til mannlega þáttarins, ekki síður en þess mál- efnalega. Þau eru manneskjur sem réttlæta eigin gjörðir fyrir sjálfum sér og sannfæra sig um að þau hafi gert lítil eða engin mistök, heldur hafi mistökin verið annarra og orðið til af utanaðkomandi ástæðum. Byggjandi á íslenskri stjórnmálahefð réttlæta þau gjörð- ir sínar og forðast ábyrgðina fram í rauðan dauðann. Nú skammast hinn grunaði Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra hrunsins, út í seðlabankastjóra Hollands, fyrir að segja að Íslendingar hafi logið. Og hinn grunaði Davíð Oddsson hossar sér á því að hafa sagt seðlabankastjóra Hollands frá því að hann hafi varað ríkisstjórnina við hruninu með sex mánaða fyrirvara árið 2008. Hinn grun- aði Davíð er styrktur af hagsmunaöflum til að skrifa hverja greinina á fætur annarri um mistök núverandi ríkisstjórnar, sem reyn- ir að hreinsa upp eftir meintar misgjörðir hans. Hin grunaða Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir stekkur inn í þjóðfélagsumræðuna með þær yfirlýsingar að ekki skipti máli að ríkisstjórn hennar hafi rissað upp Icesave- samning með miklu verri kjörum en sá sem nú er rakkaður niður. Tilfelli hinna grunuðu í íslenska efna- hagshruninu sýnir hversu erfitt það er fyrir einu og sömu manneskjuna að vera brennu- vargur, slökkviliðsmaður, lögregla og dóm- ari í sama málinu. Hin grunuðu eru ekki jafnmarktæk í umræðunni og aðrir. Þau eru ekki betri heimildarmenn um hlutina, þótt þau þekki málin vel. Þau eru ekki hlutlaus vitni að glæpnum. Þau eru sakborningar. BÓKSTAFLEGA Vinavernd Þegar tímabili einkavinavæðingar og helmingaskipta lauk formlega með Búsáhaldabyltingunni þá hélt bolur- inn að birta myndi til á Íslandi – að svartnætti misréttis lyki. En raunin hefur því miður orðið önnur. Fólkið sem við kusum til að bæta hag hefur fyrst og fremst bætt gráu ofaná svart. Nánast öllu sem fólki var lofað hef- ur verið slegið á frest en reddinga- þjónusta ríkisins hefur aldeilis stað- ið vaktina við að styrkja brauðfætur fjárglæframanna og auðmagnseig- enda. Lappadráttur hefur einkennt fát framkvæmdavaldsins þegar komið hefur að skjaldborg um heim- ilin í landinu en fumlaus vinnubrögð höfð í frammi við að rétta hlut þeirra sem þekktastir eru fyrir bankahrun og efnahagskreppu. Er trú okkar á heiðarleikann bara einsog hver önnur hégilja? Við erum að leyfa það leynt og ljóst að við séum höfð að fíflum. Stjórnmálamenn koma núna úr skápunum, hver um annan þver- an, hlaðnir bitlingum, kúlulánum, afskriftum, innherjaupplýsingum, stofnbréfasölu og öllu sem nöfnum tjáir að nefna í tali um gróðafíkn og græðgi. Það virðist ekki skipta neinu máli hvar í flokki menn eru – nóg er að þeir séu stjórnmálamenn og þá lafir aftur úr þeim púkahali svika og sóðaskapar. Í dag eru þeir ekki marg- ir stjórnmálamennirnir með hreina skjöldinn, því upp til hópa er þetta hjörð skítverkamanna og siðblindra svikara – svikara við málstað heiðar- leika og réttlætis. Við heyrum sögur af ráðherfu sem hringir út rógburð og hjálpar til við svindl í þágu vinavæðingar. Við heyrum af fólki níða skóinn af þeim örfáu heiðarlegu stjórnmálamönn- um sem enn finnast hjá okkar guð- svoluðu þjóð. Í dag eru ráðamenn ötulir við að rægja hetjurnar fimm í VG sem þorðu að mótmæla flýti- meðferð æseifsamnings á þingi. Og við fáum ótrúlegt magn upplýsinga um baktjaldamakk, leynisamninga og margt það sem stjórnmálamönn- um er í nöp við að nái til almennings. Það er nánast sama hvert litið er, alls staðar eru á ferð stjórnmálamenn að bjarga vinum og velunnurum undan fallöxi réttvísinnar. Menn fara fram með fögrum loforðum um heiðar- leika en fagurgalinn er allur hjóm, því tilgangurinn er einn: Að þyrla upp ryki og blása í augu þeirra sem eru að reyna að átta sig. Aðgöngumiðasalan að dansinum í kringum gullkálfinn er enn þá opin, eina breytingin frá tíð helminga- skipta er sú að núna eru ný andlit í miðasölunni. Þjóðarhjartað heimtar grið svo hérna von það finni en burgeisarnir bisa við að bjarga eigin skinni. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Fólkið sem við kusum til að bæta hag hefur fyrst og fremst bætt gráu ofaná svart.“ SKÁLDIÐ SKRIFAR 24 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 UMRÆÐA JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Þau eru ekki hlutlaus vitni að glæpnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.