Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Page 25
Hver er maðurinn? „Magnea Tómasdóttir.“ Hvaðan ertu? „Úr vesturbænum í Kópavogi.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífsgleði.“ Hvað gerirðu? „Ég er óperusöng- kona, leiðsögumaður og skáti. En ég er núna í fæðingarorlofi.“ Hverju ertu stoltust af? „Ég held það séu bara börnin mín tvö.“ Hvernig líður þér með titilinn? „Þetta er bara heiður í rauninni.“ Hefurðu lært skyndihjálp? „Já, sem skáti og leiðsögumaður.“ Varðstu aldrei hrædd á meðan á þessu stóð? „Nei. Það komst bara ekki að. Ég hafði bara verk að vinna í mínum huga.“ Hefurðu lent í svona aðstæðum áður? „Nei aldrei og tölfræðilega mun ég sennilega ekki lenda í þeim aftur.“ Hvernig líður föður þínum í dag? „Hann er sprækur og á reyndar afmæli í dag. Hann er 75 ára.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Það er að barnauppeldi. Ég á tvö börn, annað þriggja og hálfs vikna og hitt tveggja ára.“ ÆTLAR ÞÚ AÐ FYLGAST MEÐ GETTU BETUR? „Það er alveg óráðið.“ JÓN SNORRI ÞORLEIFSSON 80 ÁRA EFTIRLAUNAÞEGI „Mjög líklega ekki, sko.“ ALBERT ÍSLEIFSSON 18 ÁRA NEMI „Já, já, ef ég hef ekkert annað að gera. Bíð samt ekkert spennt.“ INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR 50 ÁRA MATRÁÐUR „Ég geri frekar ráð fyrir því, já.“ KJARTAN GÍSLASON 60 ÁRA REKSTRARSTJÓRI DÓMSTÓLL GÖTUNNAR MAGNEA TÓMASDÓTTIR var kosin Skyndihjálparmaður ársins 2009 í gær fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar faðir hennar fór í hjartastopp í sumarhúsi fjölskyldunnar á síðastliðnu ári. Hún beitti hjartahnoði í sextán mínútur eða þar til hjálp barst. VAR RÓLEG ALLAN TÍMANN „Gettu betur? Ég veit það nú ekki.“ GEORG ÓMARSSON 33 ÁRA MAÐUR DAGSINS Fyrir hver jól, og reyndar allt árið um kring, streyma Norðmenn yfir til Strömstad í Svíþjóð. Það er ekki mikið að sjá í bænum, á lista yfir það mark- verðasta sem hefur gerst þar stendur að árið 1835 hafi krónprinsinn komið í heimsókn og að árið 1868 hafi fyrsta rakarastofan verið opnuð. Það er því ekki í túristaerindum sem Norðmennirnir koma yfir, heldur vegna þeirrar staðreyndar að sænska krónan er um 20 prósentum lægri en sú norska. Í Strömstad er fyrsta Syst- embolaget (ÁTVR) Svíamegin við Svínasund. Í grennd eru stórar versl- unarmiðstöðvar og lúxusbúðir sem selja antilópukjöt, villisvín og hrein- dýr. Fyrir Íslending eru það rjúpurnar sem vekja mesta athygli, ekki einung- is vegna þess að þær eru hefðbund- inn jólamatur, heldur vegna þess að á þeim stendur „Villibráð er veislumat- ur“ á ástkæra ylhýra. Ekki íslenskar Rjúpurnar eru þó ekki íslenskar að uppruna, heldur stendur á þeim „Upp- runaland: Skotland“, einnig á íslensku. Hvernig stendur á því að sænskar mat- vöruverslanir selja mat með íslensk- um merkimiðum? Ef maður lítur á dagsetninguna skýrist málið ef til vill. Rjúpurnar voru frystar þann 6. októ- ber 2008. Maður sér fyrir sér skoska rjúpnaveiðimenn standandi í fiðri upp að hnjám á fullu við að reyta rjúpurn- ar til útflutnings fyrir kaupóða Íslend- inga. Einhvers staðar í bakgrunninum er sjónvarp í gangi þar sem Geir bið- ur Guð um að blessa Ísland. „Eeecch,“ segja hinir rauðhærðu í kór, muldra eitthvað óskiljanlegt og ákveða að senda rjúpurnar til Svíþjóðar í staðinn. Sameinuð gegn Svíum Skömmu eftir synjun Icesave sendi norska dagblaðið Aftenposten rann- sóknarblaðamenn á vettvang til þess að skoða samband Íslands og Noregs. Fyrsta stopp er Árnastofnun, þar sem dr. Gísli Sigurðsson segir þeim að kon- ungssambandið við Noreg hafi verið upphafið að óförum Íslendinga, en að hlutirnir hafi versnað um helming eftir að Danir tóku yfir. Ketill Guðmundsson vaktmaður hjá Ístak er diplóma tískari þar sem hann stendur vörðinn við tómt vöru- hús Bauhaus. Hann vonast til þess að verða sendur til Jamaíka til þess að sitja yfir norsku skemmtiferðaskipi, en segist ekki heldur hafa neitt á móti því að vinna í Noregi sjálfum. Kjartan Kjartansson hjá Sambó talar digurbar- kalega og lýsir Bretlandi og Hollandi stríði á hendur á milli þess sem hann segir að sagan sýni að best sé að Ís- lendingar leysi sín vandamál sjálfir. Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri kemur fram eins og hann sé starfandi í íslensku utanríkisþjónust- unni og segir diplómatískt að eftir að bandaríski herinn fór séu Norðmenn mikilvægustu bandamenn Íslands. Hann bætir því við að Svíar geri allt sem þeir geti innan Evrópusambands- ins til að leggja stein í götu Íslendinga. Ef til vill er gamli kaldastríðshaukur- inn hér að beita vel þekktri tækni, að finna samvinnuflöt gegn sameigin- legum óvin. Ef til vill geta Íslendingar og Norðmenn sameinast, ef ekki um norsku krónuna eða Evu Joly, þá að minnsta kosti gegn illsku Svía. Hvaðan kom Ingólfur? Norsku blaðamennirnir enda för sína á Arnarhóli, þar sem þeir dást að stytt- unni af honum Ingolfr Arnarson frá Sunnfjord í Vestlandet. Norðmenn hafa löngum reynt að eigna sér bæði Snorra og Leif, en það verður að segj- ast eins og er að Ingólfur var óumdeil- anlega Norðmaður. Að minnsta kosti framan af. Blaðamennirnir spyrja stoltir tvær 17 ára stelpur sem sitja þar hjá hvort þær kannist ekki við mann- inn á styttunni og hvaðan hann kom. „Ingólfur?“ segja þær. „Var hann ekki Svíi?“ Ef til vill þurfum við að bíða enn um sinn eftir norskum lánum. Síðustu góðærisrjúpurnar MYNDIN Lífið heldur áfram Hvað sem rannsóknarskýrslu, efnahagshruni og kúlulánum líður gengur lífið sinn vanagang, í það minnsta á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. Þegar Sigtrygg Ara Jóhannsson ljósmyndara DV bar að garði í gær voru verkamenn í óðaönn að reisa myndarlega byggingu. KJALLARI UMRÆÐA 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 25 VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar „Ef til vill þurf- um við að bíða enn um sinn eftir norskum lánum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.