Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Page 36
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Páll Þorleifsson FYRRVERANDI HÚSVÖRÐUR VIÐ FLENSBORG Páll fæddist að Kaganesi við Reyð- arfjörð en ólst upp í foreldrahúsum að Kömbum til 1918. Þá drukknaði faðir hans og varð móðir hans þá að leysa upp heimilið. Páll fór þá, ásamt þremur systkinum sínum, til móðurbróður síns, Páls Þorsteins- sonar og k.h., Elínborgar Stefáns- dóttur, að Tungu í Fáskrúðsfirði. Páll flutti suður er hann var um tvítugt og stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni 1931-33. Hann settist síðan að í Hafnarfirði og hefur verið búsettur þar síðan. Páll stundaði fyrst almenna verkamannavinnu. Hann starf- aði svo í hálfan annan áratug í raf- tækjaverksmiðjunni Rafha en 1961 varð hann húsvörður við Flens- borgarskólann og gegndi því starfi í tuttugu ár, eða þar til hann var sjö- tíu og eins árs. Þann tíma bjuggu hann og fjölskylda hans í skól- anum. Þá kenndi hann jafnframt bókband við Flensborgarskólann um skeið. Eftir að Páll hætti störf- um við Flensborgarskólann starf- aði hann í fimm ár hjá Flúrlömp- um sf. Páll söng og starfaði með Karla- kórnum Þröstum í Hafnarfirði í sextíu og fimm ár. Hefur kórinn oft flutt lög eftir Pál en hann hefur gert töluvert af því að semja lög og ljóð. Þá var hann einn af einsöngvur- um kórsins um árabil. Hann söng jafnframt í kirkjukórum í Hafn- arfirði og í ýmsum kvartettum og sönghópum. Lætur hann sig aldrei vanta þegar sungið er á Hrafnistu en hann syngur enn fyrsta tenór. Á yngri árum æfði Páll fimleika með FH og var í sýningarflokki undir stjórn Hallsteins Hinriks- sonar. Eftir Pál hafa komið út 18 söng- lög fyrir karlakóra, útg. 1988, og Kveðja frá Páli í bundnu máli, ljóð og stökur útg. 1996. Hann er nú búsettur á Hrafnistu og syngur enn með Hrafnistukórnum í Hafnar- firði. Fjölskylda Páll kvæntist 23.10.1937 Guðfinnu Ólafíu Sigurbjörgu Einarsdóttur (Lóu), f. 26.2. 1913, d. 5.12. 1999, húsmóður. Hún var dóttir Einars Jónssonar, f. í Vola í Flóa 5.5. 1866, d. 1947, og Kristínar Guðmunds- dóttur, f. á Skógstjörn í Garða- hreppi 13.11. 1873, d. 1955. Dætur Páls og Ólafíu eru Krist- ín Ína, f. 5.3. 1938, kennari og bókasafnsfræðingur við bókasafn Hrafn istu í Hafnarfirði, gift Magn- úsi R. Aadnegard, f. 9.5. 1942, vél- virkjameistara og atvinnurekanda; Þóra Gréta, f. 21.11. 1945, starfs- maður við bókasafn Hrafnistu í Hafnarfirði, gift Magnúsi Jóni Sig- björnssyni, f. 27.5. 1944, vélvirkja- meistara. Börn Kristínar og Magnúsar eru Páll Heiðar, f. 31.1.1964, vél- fræðingur, en sambýliskona hans er Kolbrún Pálína Hafþórsdóttir en dóttir hans er Olga Karin, f. 7.8. 1983 og á hún tvö börn; Lóa María, f. 29.4. 1966, kennari og lyfjafræð- ingur, en maður hennar er Sigurð- ur Hannesson, kerfisfræðingur og rafeindavirki, og eru börn þeirra Bjarki Dagur, f. 3.7.1993, Sævar Andri, f. 4.1.1996 og Eydís Anna, f. 15.7.1999. Börn Þóru Grétu og Magnúsar eru Pálmar Óli, f. 15.5. 1966, véla- verkfræðingur og framkvæmda- stjóri, en kona hans er Hildur Karls- dóttir kennari og eru börn þeirra Smári, f. 22.2. 1988, og á hann eina dóttur, Þóra Gréta, f. 16.12. 1992, og Rakel, f. 15.11. 1994; Bjarki Þór, f. 11.4. 1973, rafeindavirki, en sam- býliskona hans er Bára Hilmars- dóttir og eru börn þeirra Eva Rós, f. 4.9. 1991, og Lena Rut, f. 30.8. 1994 og Daníel Máni, f. 29.3. 2004; Ívar Smári, f. 24.3. 1976, rafvirki og eru börn hans Anton Freyr, f. 8.7. 1996, og Heiða Lóa, f. 19.10. 2005; Alma Björk, f. 30.3. 1980, viðskiptafræð- ingur en hennar maður er Guð- mundur Jón Viggósson og eru dæt- ur þeirra Thelma Ýr, f. 15.12. 2005, og Karen Eir, f. 10.7. 2009. Systkini Páls: Sigurbjörg, f. 10.7. 1906, d. 1999, húsmóðir og saumakona, en maður hennar var Markús Jónsson sem einnig er látinn; Sigurður, f. 10.7. 1906, d. 1926; Þórir, f. 18.11. 1908, d. 1991, húsgagnabólstrari, var kvæntur Guðrúnu Þ. Sturludóttur; Stefán, f. 27.9. 1911, d. 7.8. 2001, leigu- bílstjóri og hljómsveitarstjóri, var kvæntur Halldóru G. Hallgríms- dóttur sem er látin; Eiríkur, f. 23.5. 1913, d. 1993, rafvirkjameistari, var kvæntur Sigríði Sigurðardótt- ur; Magnús, f. 19.9. 1914, d. 1999, viðskiptafræðingur, var kvæntur Ídu S. Daníelsdóttur. Foreldrar Páls voru Þorleifur Stefánsson, f. á Reyðarfirði 13.9. 1876, d. 1918, og Margrét Þor- steinsdóttir, f. í Víðivallagerði á Fljótsdalshéraði 25.6. 1874, d. 29.7. 1949, húsmóðir. 70 ÁRA Á SUNNUDAG Jóhanna Kristjónsdóttir RITHÖFUNDUR Jóhanna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1959, stundaði nám í guðfræði við HÍ 1962-64 og lauk prófi í hebr- esku 1962, stundaði nám í arabísku í Kaíró 1995-96, í Damaskus 1998- 2000, í Jemen 2001 og aftur í Sýrlandi 2002-2003. Jóhanna var blaðamaður við Vikuna 1958-59, við Tímann 1962- 66, stundaði jafnframt smábarna- kennslu 1962-64, og þýðingar, var í síldarvinnu, við afgreiðslustörf, blaðaútburð og fleira, og var búsett í Grikklandi 1966-67. Hún var blaða- maður við Morgunblaðið 1967-95 en hefur síðan stundað ritstörf. Þá hef- ur hún haldið fjölda námskeiða hjá Mími símenntun í arabísku og arab- ískum menningarheimi og fyrirlestra hjá félögum, fyrirtækjum, skólum og víðar. Meðal bóka Jóhönnu: Ást á rauðu ljósi, skáldsaga 1960, endurútg. 2002; Segðu engum, skáldsaga 1963; Mið- arnir voru þrír, skáldsaga 1967; Fíla- dans og framandi fólk – á ferð með augnablikinu um framandi lönd, ferðaminningar 1988; Dulmál dódó- fuglsins – á ferð með augnablikinu um framandi lönd, ferðaminning- ar, 1989; Flugleiðin til Bagdag, 1991; Perlur og steinar – árin með Jökli, endurminningar 1993; Á leið til Tim- búktú, ferðaljóð, 1996; Kæri Keith, 1997; Insjallah – á slóðum araba, 2001; Arabíukonur, 2004. Þá hefur hún þýtt ýmsar bækur. Jóhanna var formaður Félags ein- stæðra foreldra 1969-87 og formað- ur húsnefndar félagsins í nokkur ár. Hún stofnaði Vináttu- og menning- arfélag Mið-Austurlanda 2004 með það að markmiði að auka skilning og þekkingu á löndum múslima. Hún hefur einnig haldið úti ferðaklúbbi félagsins og farið með hópa á slóðir araba og víðar. Hún stofnaði Fatimu- sjóðinn 2005 til að styðja fátæk börn í Jemen til náms. Jóhanna hlaut viðurkenningu Hagþenkis 2005 fyrir skrif sín um menningarheim Mið-Austurlanda, var valin kona ársins af Nýju lífi, árið 2008, fyrir skrif sín um mannlíf í Mið- Austurlöndum og fyrir mannúðar- störf og fékk heiðursverðlaun Sam- félagsverðlauna Fréttablaðsins 2008 fyrir að kynna menningu Mið-Aust- urlanda á Íslandi og fyrir hjálparstarf í Jemen. Fjölskylda Jóhanna giftist 31.8. 1957, Jökli Jak- obssyni rithöfundi, f. 14.9. 1933, d. 25.4. 1978, leikritaskáldi og dagskrár- gerðarmanni, syni Þóru Einarsdóttur húsmóður og séra Jakobs Jónssonar, rithöfundar og lengst af sóknarprests við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Jó- hanna og Jökull skildu 1969. Börn Jóhönnu og Jökuls eru Elísa- bet Kristín Jökulsdóttir, f. 16.4. 1958, rithöfundur í Reykjavík, og á hún tví- burana Garp og Jökul með fyrv. sam- býlismanni sínum Inga Bæringssyni auk þess sem sonur Elísabetar og Guðjóns Kristinssonar er Kristjón Kormákur, f. 1976; Illugi Jökulsson, f. 13.4. 1960, rithöfundur í Reykjavík en kona hans er Guðrún Snæfríður Gísladóttir og eiga þau börnin Veru Sóleyju, f. 1989, og Ísleif Eld, f. 1999, en fóstursonur Illuga er Gísli Gald- ur Þorgeirsson f. 14.12. 1982; Hrafn Jökulsson, f. 1.11. 1965, blaðamaður og rithöfundur í Trékyllisvík, kona hans er Elín Agla Briem og eiga þau dótturina Jóhönnu Engilráð f. 19.5. 2009, en sonur Hrafns og Elísabet- ar Ó. Ronaldsdóttur er Þorsteinn Máni, f. 1984, sonur Hrafns og Anitu Jónsdóttur er Örnólfur, f. 13.7. 1996, og dóttir Hrafns og Ingibjargar Þór- isdóttur er Þórhildur Helga, f. 28.3. 1999. Dóttir Jóhönnu og Höskulds Skarphéðinssonar skipherra er Kol- brá Höskuldsdóttir, f. 20.10. 1971, kennari, búfræðingur og bók- menntafræðingur í Borgarfirði, en dóttir hennar er Magdalena Sigurð- ardóttir f 23.2. 1999. Sambýlismaður Kolbrár er Ólafur Jóhannesson. Bróðir Jóhönnu er Bragi Krist- jónsson, f. 17.7. 1938, fornbókasali í Reykjavík, var kvæntur Nínu Björk Árnadóttur skáldkonu sem er látin en synir þeirra eru Ari Gísli, Valgarð- ur og Ragnar Ísleifur. Systir Jóhönnu er Valgerður Kristjónsdóttir, f. 12.11. 1945, húsmóðir í Reykjavík, gift Birni Theódórssyni og dóttir þeirra er Kristín Elísabet. Foreldrar Jóhönnu: Kristjón Kristjónsson, f. 8.10. 1908, d. 6.1. 1984, framkvæmdastjóri í Reykja- vík, og k.h., Elísabet Ísleifsdóttir, f. 18.9.1910, d. 16.11 2001, gjaldkeri í Reykjavík. Jóhanna á sex langömmubörn, tvíburana Jóhönnu Líf og Alexíu Sól, Helenu Mánadís, Emblu Karen, Ron- ald Bjarka og Bríet Eyju. Ætt Kristjón var sonur Kristjóns, b. í Útey í Laugardal Ásmundssonar, b. á Apa- vatni efra Eiríkssonar, b. á Gjábakka í Þingvallasveit, bróður Jóns, lang- afa Ólafs Ragnars Grímssonar for- seta. Eiríkur var sonur Gríms, b. á Nesjavöllum Þorleifssonar, ættföður Nesjavallaættar Guðmundssonar, b. í Norðurkoti Brandssonar, b. á Krossi í Ölfusi Eysteinssonar, bróður Jóns, föður Guðna í Reykjakoti, ættföður Reykjakotsættar, langafa Halldórs, afa Halldórs Laxness, og langafa Guðna, langafa Vigdísar Finnboga- dóttur. Móðir Ásmundar var Guðrún Ásmundsdóttir, b. á Vallá á Kjalar- nesi Þórhallssonar, og Helgu Alex- íusdóttur, af Fremra-Hálsætt þeirra Styrmis Gunnarssonar, Össurar Skarphéðinssonar, Þráins Bertels- sonar og Marðar Árnasonar. Móðir Kristjóns Kristjónssonar var Sigríður, ljósmóðir Bergsteins- dóttir, b. á Torfastöðum í Fljótshlíð Vigfússonar, b. á Grund í Skorradal Gunnarssonar. Móðir Vigfúsar var Kristín Jónsdóttir, af Víkingslækja- rætt Jóns Helgasonar skálds og próf- essors og Davíðs Oddssonar Morg- unblaðsritstjóra. Móðir Bergsteins var Vigdís Auðunsdóttir, pr. á Stóru- völlum Jónssonar, langafa Jóns, föð- ur Auðar Auðuns og bróður Arnórs, langafa Hannibals Valdimarsson- ar, föður Jóns Baldvins. Móðir Sig- ríðar var Kristín Þorsteinsdóttir, b. á Norður-Hvoli í Mýrdal Magnússon- ar. Móðir Þorsteins var Sigríður Þor- steinsdóttir, systir Bjarna amtmanns, föður Steingríms Thorsteinsson- ar skálds. Móðir Sigríðar var Krist- ín Hjartardóttir, b. á Norður-Hvoli Loftssonar, bróður Ólafs, langafa Ingigerðar, langömmu Páls, föður Þorsteins, fyrrv. ritstjóra Fréttablaðs- ins. Elísabet er dóttir Ísleifs, kaup- manns og gamanvísnaskálds á Sauð- árkróki Gíslasonar, b. á Ráðagerði í Leiru Halldórssonar, b. í Skeiðhá- holti á Skeiðum Magnússonar. Móðir Halldórs var Guðrún Árnadóttir, pr. í Steinsholti Högnasonar prestaföður Sigurðssonar. Móðir Ísleifs var Elsa Jónsdóttir, b. í Hvammi undir Eyja- fjöllum Sveinssonar og Ólafar Þórð- ardóttur, systur Hlaðgerðar, ömmu Jóns Laxdal tónskálds, afa Ragnars Arnalds, fyrrv. ráðherra og fyrrv. for- manns Heimssýnar. Móðir Elísabetar var Valgerður Jónasdóttir, b. í Keldudal í Hegra- nesi Halldórssonar og Helgu Steins- dóttur, systur Kristínar, ömmu Jóns skjalavarðar. Jóhanna tekur fagnandi á móti gestum í Félagsheimili Neskirkju, sunnud. 14.2. milli kl. 15 og 18. Hún biðst eindregið undan blóm- um og gjöfum en óskar eftir því að þeir sem vilja gauka að henni glaðningi leggi það í Fatimusjóð- inn: 342-13-551212, kt. 140240- 3979 eða/og gerist áskrifendur að bókinni sem börn hennar hafa gert úr garði vegna tímamótanna. Þar skrifa ættingjar, vinir og sam- ferðarmenn pistla um kynni sín af afmælisbarninu og Jóhanna skrifar um tilurð og starfsemi Fat- imusjóðsins. Allur ágóði af bókinni rennur í sjóðinn. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 36 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 ÆTTFRÆÐI 100 ÁRA Á LAUGARDAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.