Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 VERÖLD ÚTVÖRÐUR ODESSA Þegar ferðalangar keyra inn til borgarinnar Od- essu í Úkraínu blasir við þeim gríðarlega stórt vélmenni úr málmi. Þessi „varðhund- ur“ Odessuborgar er gerður úr gömlum bílhræjum, varahlutum og öðru braki. Sagan segir að flutningafyrirtækið TIS hafi byggt vélmennið sem áberandi skilti. En nú er fyrirtækið löngu farið á hausinn og eftir stendur risinn. Margir borgarbúar eru ósáttir við vélmennið sem sífellt verður frægara kennileiti fyrir borgina, en aðrir fagna þessum vingjarnlega járnhlunki. Odessa er fjórða stærsta borg Úkraínu en bæjarstæðið liggur á sögulegum slóðum við Svartahaf. Íbúar borgarinnar erum um ein milljón. UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is Hvað leynist á gagnstæðum punkti jarðarkringlunnar? CASTRO BAÐ ROOSEVELT UM 10 DOLLARA n Þegar Fidel Castro var 12 ára skrifaði hann aðdáendabréf til Franklin D. Roosevelts, þáverandi forseta Bandaríkj- anna, og bað hann um að senda sér 10 dollara seðil. Árið var 1940. „My good friend Roosevelt, I don‘t know very much English,“ skrifaði Castro á lélegri ensku. Castro sagði Roosevelt að hann hefði heyrt í útvarpinu að Roosevelt ætlaði að sitja eitt kjörtímabil í viðbót og að hann væri hæstánægður með fréttirnar. „Ef þú vilt, gefðu mér grænan amerískan tíu dollara seðil, því ég hef aldrei séð tíu dollara seðil,“ skrifaði hinn ungi Castro til forsetans. „Ég kann ekki mikla ensku, en ég kann mikla spænsku og ég held að þú kunnir ekki mikla spænsku, en þú kannt mikla ensku því þú ert Bandaríkjamaður og ég ekki.“ Castro varð leiðtogi Kúbu nítján árum eftir að hann skrifaði þetta bréf og hélt því starfi til ársins 2008. Bréfið er geymt í skjalahirslum Banda- ríkjastjórnar en ekki fylgir sögunni hvort bréfinu var svarað. RÓMVERSKUR VASAHNÍFUR n Fyrsti vasahnífurinn er fundinn - en hann er 1.800 árum eldri en hin fræga svissneska útgáfa sem algeng er í dag. Fornleifafræðingar fundu á dögunum rómverskan vasahníf grafinn í jörðu. Hann er talinn vera frá árunum í kringum 200 e. Kr. Gripurinn er gerður úr silfri en hefur hníf úr járni. Á hann eru fest ýmis nytsamleg verkfæri, til dæmis skeið, gaffall, spaði og lítill tannstöngull - rétt eins og á vasahnífum nútímans. Auk þess er einkennilegur fleinn, eða gaddur, á gripnum en hann er talinn hafa verið notaður til að ná sniglakjötinu innan úr kuðungnum. Eigandi þessa vandaða vasahnífs í fornöld er talinn hafa verið auðugur ferðalangur sem hafi látið sérsmíða gripinn. Vasahnífurinn gamli er nú til sýnis, ásamt öðrum skemmtilegum munum, í Fitzwilliam-safninu í Cambrigde á Englandi. Svissneski vasahnífurinn var fundinn upp í Ibach Swyz í Sviss árið 1897 af Karli Elsener. Vasahnífnum fylgja ótal tól sem nytsamleg áttu að vera fyrir hermenn í bardaga. Hnífarnir eru nú þekktir um allan heim og notar útivist- arfólk, veiðimenn og fleiri gripina til ýmissa verka. Á íslensku eru þeir sem búa hinum megin á jörðinni kallaðir andfætlingar. Á daglegu tali eru Ástralir og Nýsjálendingar sagðir vera andfætlingar okkar, enda búa þjóðirnar langt frá okkur. Á vefsíðunni antipodemap.com er hægt að reikna út á ná- kvæman hátt hvaða svæði á jarðarkringlunni liggur í gagn- stæða átt. Það er að segja, hvar kæmirðu niður, græfirðu holu þráðbeint í gegnum jörðina? Með einfaldri skoðun má því sjá hverjir eru raunverulegir andfætlingar í heiminum. Nýsjálendingar eru andfætlingar Spánverja. Nýsjálenska borgin Christchurch og spænska hafnarborgin La Coruña eru á nær algjörlega gagnstæðum stöðum á jörðinni. Hong Kong og argentínska borgin Humahuaca eru sömuleiðis á gagnstæðum stöðum. Ef borað yrði í gegnum aðaltorgið í rúss- nesku borginni Ulan Ude í Síb- eríu og í gegnum jörðina, yrði komið niður í bænum Puerto Natales í Chile. Andfætis Ástralíu liggur Atl- antshafið og andfætis Norð- ur-Ameríku Kyrrahafið. Tilviljun virðist ráða því að landsvæði heims- hvelanna liggja fæst gagnstætt hvert öðru eins og sjá má á meðfylgjandi kort- um. Enda þekja höf sjötíu prósent jarðar. Ef þú græfir holu í gegnum jörðina, kæri lesandi, segjum frá miðjum Austurvelli, eða sumarbústaðalóðinni í Borgarfirðin- um, og þráðbeint niður í iður jarðar, væri skynsamlegt að klæða sig vel. Því þegar þú kæmist loksins á leiðarenda, hinum meg- in á hnettinum, yrðir þér kalt. Þú sæir ekkert nema hvítar breið- ur borgarísjaka. Andfætlingarnir myndu flýja þig á harðahlaupum eða á sundi. Nú, hverjir eru andfætlingar Íslendinga? Jú, það eru mörgæsir á hlaupum við rönd Suðurskautslandsins. Gagnstæður punktur Íslands á jörðinni er í hafinu við rönd Kyrra- hafsstrandar Suðurskautslandsins. Sá hluti Antartíku kallast Viktoríu- land og hafa Nýsjálendingar gert tilkall til hans. Hafið þar sem gagn- stæða Íslands liggur er ísilagt og illt yfirferðar. Andfætlingar Íslendinga eru því mörgæsirnar, selirnir og fiskarnir, sem búa við strendur Vikt- oríulands. Balleny-eyjaklasinn liggur í hafinu ekki langt frá þeim hluta jarð- arkringlunnar sem liggur nákvæmlega undir/yfir Íslandi. Eyjarnar eru gróð- urlausir ísklettar sem skaga upp úr hafinu í fullkomnum felulitum ísanna. Andfætlingar hei sins Mörgæsir andfætlingar Íslendinga OBBOSÍ ... Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson byrjar að grafa þráðbeina holu í gegnum jörðina í Reykjavík. NOKKRU SÍÐAR... Vilhjálmur Þ. kominn á leiðarenda, hinum megin á hnettinum. Er bíbí ekki kalt? Hver er gagnstæði punktur Íslands? gagnstæði punktur Íslands Suðurskautslandið Alvöruandfætlingar Christchurch á Nýja-Sjálandi og La Coruña á Spáni liggja á gagn- stæðum punktum á jörðinni. Gagnstæðir staðir á jörðinni Kortið sýnir andfætlinga á öllum svæðum jarðar. Þar sem blátt og bleikt skarast eru gagnstæðir staðir á landi. Flest lönd eiga gagnstæða staði á hafi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.