Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Qupperneq 42
VAMPÍRA OG NAUÐGARI Wayne Clifford Boden var kanad- ískur raðmorðingi og nauðgari sem lét að sér kveða á árunum 1969 til 1971. Hann fékk viðurnefnið „Vampírunauðgarinn“ því hann hafði þann sið að bíta í brjóst fórnarlamba sinna. Sá siður átti síðar þátt í sakfellingu hans þegar bitmörk á fórnarlömbunum voru borin saman við bit hans. Boden fékk þrjá samfellda lífstíðardóma. Lesið um Vampírunauðgarann Wayne Clifford Boden í næsta helgarblaði DV. ÚLFAMAÐURINN FRÁ HANNOVER Friedrich „Fritz“ Haarmann var þýskur raðmorðingi sem talinn er hafa borið ábyrgð á hátt í þrjátíu morð- um. Morðin framdi Fritz á árunum 1918 til 1924 og fórnarlömbin voru drengir og ungir karlmenn. Fritz Haarmann fæddist í Hann- over árið 1879 og var af fátæku fólki kominn. Hann var þögult barn, forðaðist flesta drengjaleiki en lék sér þeim mun meira með leikföng systur sinnar. Námið lá ekki vel fyr- ir honum og að áeggjan foreldra sinna fór hann í herskóla sextán ára að aldri. Lífið í herskólanum átti vel við hann en eftir eitt ár fór hann að fá köst og var leystur undan her- þjónustu af heilbrigðisástæðum. Haarmann sneri aftur heim til Hannover og fékk vinnu í vindla- verksmiðju, en árið 1898 var hann handtekinn fyrir að áreita börn. Haarmann var úrskurðaður ós- akhæfur vegna geðrænna vanda- mála og var dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Sex mánuðum síðar flýði Haarmann og komst til Sviss þar sem hann eyddi næstu tveim- ur árum. Hann kom aftur til Þýska- lands, gekk í herinn undir dulnefni en var enn á ný úrskurðaður óhæf- ur til herþjónustu. Þjófur og svikahrappur Næsta áratuginn dró Haarmann fram lífið á þjófnaði, innbrotum og svikum. Hann var iðulega hand- tekinn og afplánaði stutta fang- elsisdóma. Á sama tíma myndaði hann sérstök tengsl við lögregluna og varð að lokum uppljóstrari fyrir hana. Tilgangur hans var þó eðli- lega að beina athygli hennar frá sjálfum sér. Árið 1914, þegar heimurinn var á þröskuldi fyrri heimsstyrjaldar- innar var Haarmann dæmdur fyr- ir fjölda þjófnaða og svikabragða. Þegar hann losnaði úr fangelsi var Þýskaland í efnahagslegri rúst vegna styrjaldarinnar. Haarmann tók því hið snarasta upp fyrri lífs- hætti og ástandið í landinu gerði honum betur kleift en áður að stunda glæpi sína. Þess var skammt að bíða að hann væri aftur kominn á mála hjá lögreglunni. Morðferillinn hefst Á árunum 1918 til 1924 framdi Haarmann að minnsta kosti 24 morð, en var reyndar grunaður um að hafa fleiri mannslíf á sam- viskunni. Fyrsta fórnarlamb hans var 17 ára drengur, Friedel Rothe. Áður en hann hvarf hafði hann sést í fylgd Haarmanns. Þegar lögregl- an réðst inn á heimili Haarmanns fann hún uppljóstrara sinn þar í fé- lagsskap hálfnakins unglingspilts. Haarmann var ákærður fyrir kyn- ferðisbrot og dæmdur til níu mán- aða fangelsisvistar. Haarmann tókst að fresta afplánun sinni og á þeim tíma kynntist hann Hans Grans sem seinna varð ástmaður hans. Að afplánun lokinni í árslok 1920 tókst Haarmann enn á ný að öðlast traust lögreglunnar og gerðist upp- ljóstrari. Flest fórnarlamba Haarmanns voru ungir karlmenn, strokudreng- ir eða karlhórur, sem héngu við að- aljárnbrautarstöðina í Hannover. Haarmann lokkaði fórnarlömbin heim til sín þar sem hann drap þau með því að bíta þau á háls, stundum í sömu andrá og hann hafði við þau endaþarmsmök. Kastað í Leine-á Haarmann sundurlimaði öll sín fórnarlömb og úrbeinaði áður en hann losaði sig við þau, alla jafna í Leine-á. Eigur sumra voru seldar á svarta markaðnum eða enduðu í fórum Hans Grans, elskhuga Haar- manns. Sá orðrómur komst síðar á kreik að Haarmann hefði jafnvel selt kjöt af þeim myrtu í niðursuðudós- um, því hann var þekktur fyrir versl- un og viðskipti með ólöglegt kjöt. Þann 17. maí, 1924, fundu börn að leik við Leine-árbakka nærri Her- renhausen-kastala í Saxlandi höf- uðkúpu og tólf dögum síðar fannst önnur. Í júní fundust tvær í viðbót og skelfing greip um sig á meðal íbúa á svæðinu. Rannsókn leiddi í ljós að höfuðkúpurnar voru allar af ungu fólki á aldrinum tólf til tvítugs. Orðrómur um varúlf eða mann- ætu komst á kreik og við nánari leit fundust meira en 500 líkamshlutar sem við nánari rannsókn tilheyrðu að minnsta kosti 22 einstaklingum. Lögreglan yfirheyrði alla þekkta þjófa og kynferðisbrotamenn í Hannover og eftir fjölda tilviljana kom nafn Fritz Haarmann upp úr kafinu. Hann var ekki með öllu óþekktur lögreglunni og var settur undir eftirlit, enda hafði hann tengst rannsókninni á hvarfi Friedels Rot- he árið 1918 og áður verið bendlað- ur við kynferðislegt áreiti gagnvart börnum. Allt að 70 fórnarlömb Þess var skammt að bíða að Haarm- ann yrði gripinn glóðvolgur. Að kvöldi 22. júní, 1924, sást til ferða hans þar sem hann ráfaði um í grennd við aðaljárnbrautarstöðina og var hann handtekinn eftir að hafa reynt að lokka dreng með sér heim. Við leit á heimili hans fund- ust margir blóðflekkir á veggjun- um og reyndi hann að útskýra þá með skírskotun til ólöglegrar kjöt- vinnslu sem hann stundaði. En að auki fannst fatnaður og persónuleg- ir munir sem sumir hverjir höfðu til- heyrt horfnum ungmennum. Haarmann játaði fljótlega á sig morð, nauðganir og nánast slátr- un á ungum karlmönnum frá árinu 1918 og sagðist hafa drepið á bilin- um 50 til 70 manns. Lögreglan gat þó ekki tengt hann við fleiri en 27 mannshvörf og var hann ákærður samkvæmt því. En það vakti furðu að einungis var hægt að tengja lít- inn hluta persónulegra muna sem fundust í íbúð hans við þau 27 fórn- arlömb. Vampíra, varúlfur og úlfamaður Réttarhöldin yfir Fritz Haarmann hófust 4. desember 1924 og var hann ákærður fyrir morð á 27 drengjum og mönnum sem horfið höfðu frá 1918 til júní 1924. Dagblöðin voru nánast ráðalaus með tilliti til þess hvernig þau áttu að fjalla um málið og var nánast orða vant. Skírskot- að var til Haarmanns sem vampíru, varúlfs eða „úlfamanns“. En það var fleira en óhugnaður- inn sem umlék glæpi Haarmanns sem vakti athygli og óhug og sendi skjálfta í gegnum þýskt samfélag. Það var sú staðreynd að Haarmann hafði verið uppljóstrari lögreglunn- ar og hafði nánast allan tímann ver- ið fyrir framan nefið á lögreglunni, verið ötull við að vísa á aðra glæpa- menn, og þrátt fyrir að sum fórnar- lambanna hefðu síðast sést í hans félagsskap virtist sem aldrei hefði fallið grunur á hann. Stutt réttarhöld og engin áfrýjun Réttarhöldin voru stutt og stóðu einungis í tvær vikur. Þann 19. desember 1924 var Fritz Haarm- ann sakfelldur fyrir 24 af þeim 27 morðum sem hann var ákærður fyrir og dæmdur til dauða. Haarm- ann neitaði sök á þremur morðum þrátt fyrir að persónulegir munir úr eigu þeirra fórnarlamba hefðu fundist annaðhvort í fórum Haar- manns eða kunningja hans, eftir að hann var handtekinn. Fritz Haarm- ann áfrýjaði ekki dómnum og end- aði ævi sína á höggstokknum 25. apríl 1925. UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is 42 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 SAKAMÁL Sá orðrómur komst síðar á kreik að Haarmann hefði jafnvel selt kjöt af þeim myrtu í niður- suðudósum, því hann var þekktur fyrir versl- un og viðskipti með ólöglegt kjöt. Í haldi lögreglunnar Haarmann var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann framdi morðin. Leitað í híbýlum Haarmanns Stórir blóðblettir fundust á veggjum íbúðar Haarmanns. „Úlfamaðurinn“ Fritz Haarmann Haarmann var einnig kallaður vampíra og varúlfur í blöðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.