Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 13
Atlögu að Gunnari Sigurðssyni, odd- vita sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akraness, lauk með því að oddvitinn stóð keikur eftir meðan áskorandinn, Halldór Jónsson, náði ekki sæti með- al sex efstu. Bæjarstjórinn sem sótt- ist eftir þriðja sæti listans fékk heldur ekki hljómgrunn meðal kjósenda og endaði í sjöunda til áttunda sæti. Gunnar hefur lengi setið í bæj- arstjórn Akraness og var oddviti sjálfstæðismanna þegar þeir unnu kosningasigur í bænum fyrir fjórum árum. Hann hélt sæti sínu en í ann- að sæti valdist Einar Brandsson sem kemur nýr inn í bæjarstjórn. Karen Jónsdóttir hlaut þriðja sætið í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, hún leiddi lista Frjálslyndra fyrir fjór- um árum. Eydís Aðalbjörnsdóttir bæjarfull- trúi endaði í fjórða sæti og Ragnar Már Ragnarsson í því fimmta. Sjötta varð Anna María Þórðardóttir, hún á ekki langt að sækja áhugann á bæj- armálum á Akranesi. Faðir hennar er Þórður Þ. Þórðarson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Fall Gísla Slæm útkoma Gísla bæjarstjóra vek- ur athygli. Gísli hafði í prófkjörsbar- áttunni lýst stuðningi við Gunnar oddvita sem hafði fjórum árum áður óvænt fengið hann til að verða bæj- arstjóraefni sjálfstæðismanna. Gísli var þá ekki ókunnugur bæjarmálun- um á Akranesi því hann sat í bæjar- stjórn Akraness 1986 til 1993. Hann var hins vegar ókunnugri störfum með Sjálfstæðisflokknum því hann var kosinn í bæjarstjórn fyrir Alþýðu- flokkinn á sínum tíma og sat síðar á þingi fyrir þann flokk og Samfylk- inguna. Hann var gerður að bæjar- stjóraefni fyrir fjórum árum í von um að það dygði til að auka fylgi Sjálf- stæðisflokksins nægilega til að hann næði meirihluta í bæjarstjórn. Það gekk ekki eftir en sjálfstæðismenn mynduðu meirihluta með F-lista og réðu Gísli sem bæjarstjóra. Ka- ren Jónsdóttir, oddviti F-lista gekk síðan til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og hreppti 3. sætið í prófkjörinu um helgina. Pólitísk fortíð Gísla í Alþýðu- flokknum og Samfylkingunni vann gegn honum í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins um helgina. Sumir sjálf- stæðismenn sættu sig aldrei við hann og töldu hann enn samfylkingarmann inn við beinið þótt hann hafi gengið í flokkinn og boðið sig fram í prófkjör- inu. Þá hefur það unnið gegn Gísla að hann lýsti stuðningi við Gunnar, for- seta bæjarstjórnar, í baráttunni um oddvitasætið. Það varð til þess að stuðningsmenn Halldórs Jónssonar voru ólíklegri til að kjósa hann en ella. Sú stuðningsyfirlýsing virðist hins vegar ekki hafa dugað til að stuðn- ingsmenn Gunnars fylktu sér um bæjarstjórann. Forseti bæjarstjórnar fékk meirihluta atkvæða í fyrsta sætið en bæjarstjórinn náði engu flugi. Hissa bæjarstjóri „Ég var frekar hissa á þessu, ég hef fundið fyrir mjög miklum stuðningi í bænum almennt. Ég hélt að þetta myndi hafast þetta þriðja sæti,“ segir Gísli S. „Það er hvorki reiði né sárindi yfir nokkrum sköpuðum hlut, en ég var samt dáldið hissa. Ég var sá eini sem lýsti yfir stuðn- ingi við Gunnar Sigurðsson. Sá sem var að keppa við hann var ekki að styðja mig, að sjálfsögðu ekki,“ segir Gísli en bendir á að litlu hafi mun- að á atkvæðafjölda og því hefði ekki þurft að muna nema þremur til fimm atkvæðum að hann hefði náð sæti ofar á lista. „Þetta er lokað prófkjör. Það eru bara flokksbundnir sjálfstæð- ismenn sem geta tekið þátt í því. Sá breiði hópur sem styður Sjálf- stæðisflokkinn af fólki sem er ekki flokksbundið gat ekki tekið þátt í þessu prófkjöri,“ segir Gísli. Bæjarstjórinn segist ánægður með störf meirihlutans þó hann hafi sjálfur ekki fengið betri kosn- ingu en raun ber vitni. „Það er búið að gera meira á síðustu fjórum árum en gerðist á næstu 20 árum þar á undan. Eins og ég sé þetta og reikningar sýna er staða Akraness nokkuð góð meðal kaupstaðanna. Fólk gerir sér alveg grein fyrir því að staða Akraness er fjárhagslega góð þrátt fyrir þennan ógnar öldu- sjó sem hefur verið í fjármálum.“ FRÉTTIR 1. mars 2010 MÁNUDAGUR 13 Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Fermingargjöfin er íslensk hönnun BÆJARSTJÓRINN ÚTI Í KULDANUM Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, varðist atlögu Halldórs Jónssonar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bæjarstjórinn Gísli S. Einarsson sóttist eftir sæti á listanum en var hafnað. Hann hafði lýst stuðningi við Gunnar í prófkjörsbaráttunni. Féll í prófkjörinu Sjálfstæðismenn höfnuðu gamla kratanum í prófkjöri um helgina, eftir að hafa gert hann að bæjarstjóra fjórum árum áður. BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is 120 milljarða króna skuldir Um það bil 120 milljarða króna skuldir eru allt það sem stendur eftir í tveimur eignarhaldsfélögum sem tengjast Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni, Pálma Haraldssyni og Hannesi Smárasyni. Félögin eru hins vegar eignalaus. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins á sunnudagskvöld. Þar segir að Gaumur, eignarhalds- félag Bónusfjölskyldunnar, stefni í að minnsta kosti 20 milljarða króna gjaldþrot. Hitt félagið er Stytta sem situr eftir með um eitt hundrað millj- arða króna skuldir. Eignirnar eru því sem næst engar. Félagið var að sögn RÚV notað sem einskonar leppur í flóknum viðskipta- fléttum Jóns Ásgeirs, Pálma og Hann- esar þegar þeir seldu Sterling, Iceland og fleira sín á milli. anna í málinu. Viðræðurnar hafa farið af einu stigi á annað og hug- myndum kastað á milli. Íslenska samninganefndin hefur beðið átekta í London yfir helgina og í gærkvöldi var óvíst hvort af samningafundi yrði með Bretum og Hollendingum. Neitunarvald stjórnarandstöðu Engu að síður blasir við að stjórnar- andstaðan hefur neitunarvald í mál- inu og að því leyti ber hún ábyrgð á framvindu þess ekki síður en ríkis- stjórnin og meirihlutinn á þingi. Eins og málin standa býðst tug- milljarða afsláttur frá Icesave-samn- ingnum sem lögfestur var fyrir ára- mótin. Áætlað er að heimtur upp í innstæðutryggingar sem ætlast er til að Íslendingar ábyrgist nemi nú um 90 prósentum í þrotabúi Landsbank- ans eða sem nemur um 630 af 700 milljörðum króna. Af höfuðstólnum standa því einir 70 milljarðar út af. Vextir í gamla samningnum námu um 160 milljörðum króna. Af þeirri upphæð býðst nú umtalsverður af- sláttur í samningaviðræðunum sem nú standa yfir. Ef litið er til efnis þjóðaratkvæða- greiðslunnar blasir við að hún er nú þegar úrelt og jafnvel móðgun við heilbrigða skynsemi eins og einn stjórnarliði orðaði það í samtali við DV. Það flækir stöðuna, að verði af þjóðaratkvæðagreiðslunni næst- komandi laugardag og gildandi lög felld, gæti fyrri samningur tekið gildi frá því í ágúst í fyrra. Nær allir þing- flokkarnir komu að þeim samningi þótt þeir hefðu ekki allir stutt þann samning í atkvæðagreiðslu á þingi. Ríkisábyrgð á Icesave-lánunum yrði þó ekki virk nema með sérstakri undirritun samnings fjármálaráð- herra við Tryggingasjóð innstæðu- eigenda. Þannig hafa nær allir sem nú sitja á þingi komið að því að gera samning – með fyrirvörum þingsins – sem er mun verri en sá sem ræddur er í við- ræðum við Hollendinga og Breta nú. RÍKISSTJÓRNIN Í ÖNGSTRÆTI Höggvið á hnútinn Stuðningsmenn Steingríms innan ríkisstjórnarinnar telja ástandið óviðunandi og tæplega verði höggvið á hnútinn nema með stjórnarslitum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.