Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Side 2
2 MÁNUDAGUR 3. maí 2010 FRÉTTIR Kristján Gunnarsson, formað- ur Starfsgreinasambandsins, er stjórnarmaður og fyrrverandi stjórnarformaður í lífeyrissjóðnum Festu sem tapaði 1,6 milljörðum í Sparisjóði Keflavíkur, sem nú er kominn í eign ríkisins. Kristján var stjórnarformaður sparisjóðsins. „Ég hef verið lengi í stjórnum báðum megin. Á síðasta ári var ég stjórnarformaður Sparisjóðs Kefla- víkur en ekki stjórnarformaður líf- eyrissjóðsins. Ég vék af fundi eða boðaði varamann fyrir mig í stjórn lífeyrissjóðsins þegar rætt var um málefni sparisjóðsins. Það virð- ist ríkja misskilningur um þetta atriði,“ segir Kristján. Hann segir leitt fyrir alla hvernig hafi farið fyrir sparisjóðnum en hann stýrði hon- um síðasta starfsárið. Kristján segist alltaf hafa far- ið að lögum og reglum í störfum sínum og telur umræðuna gagn- vart lífeyrissjóðunum í samfélag- inu ósanngjarna. „Fólkið í lífeyris- sjóðunum hafði það eitt markmið að gagnast sínum umbjóðendum vel.“ Erfitt að selja Kristján segir að eignir lífeyris- sjóðsins hafi verið keyptar fyrir áratugum og löngu áður en hann settist í stjórn Festu. „Þær eign- ir hafa ávaxtast vel í gegnum árin. Við sem stjórnum lífeyrissjóðnum losuðum hann við stofnfjárbréf fyr- ir, um og eftir hrunið, seldum eign- ir, en gátum bara einfaldlega ekki losnað við nógu mikið. Við fengum óháðan aðila til þess að selja fyrir okkur þessi stofnfjárbréf. Festa átti mjög mikið í Spari- sjóði Keflavíkur, en við náðum að selja um þriðjung bréfanna,“ segir Kristján. Hann segir að í Festu hafi verið reynt að takmarka skaðann eins og hægt var. Brunnu inni „Sumir virðast halda að við í lífeyr- issjóðnum höfum setið alla daga við að taka rangar ákvarðanir. En málið er ekki svo einfalt. Aðstæð- urnar eru þessar; það varð hér á Íslandi heilt bankahrun og marg- ar eignir töpuðust. Það sem máli skiptir er að við fórum alltaf eftir lögum og reglum í okkar starfsemi. Við vorum með áratuga gamla fjárfestingu sem við reyndum að koma okkur út úr en brunnum inni með,“ segir Kristján. „Lífeyrissjóð- irnir í landinu keyptu ekki bréf úti á götu af fjárglæframönnum. Það var keypt í skráðum hlutabréfum og útboðum. Hvaða stjórnarmað- ur í íslenskum lífeyrissjóðum gat séð það fyrir að íslensku viðskipta- bankarnir þrír færu allir á haus- inn í sömu vikunni? Það má ekki stunda nornaveiðar,“ segir Kristján og segist ekki hafa neitt að fela. Rústabjörgun „Við fórum í gegnum 12 endur- skoðanir á síðustu tveimur árum í sparisjóðnum. Það var engu máli í vísað í neina rannsókn eða slíkt. Þegar ég varð stjórnarformaður Sparisjóðs Keflavíkur var staðan orðin mjög erfið og ég stóð í rústa- björgun. Við ræddum við stjórn- völd um neyðarúrræði og reyndum að spila vel úr stöðunni, en á end- anum tókst það ekki,“ segir Kristj- án um tímann hjá Sparisjóði Kefla- víkur. Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir starfsemi sparisjóðsins. Yfirgengilega erfið staða „Sparisjóðurinn átti mjög gaml- ar og stórar eignir í Kaupþingi og í öðrum fyrirtækjum. Við sam- einingu þess og Búnaðarbankans fluttist sú eign yfir í félagið Meið, sem seinna varð Exista. Það má segja að mest allt eigin fé spari- sjóðsins hafi orðið að engu við fall þessara fyrirtækja. Lánalínur okk- ar erlendis lokast og við höldum áfram að reyna að standa skil á þessum afborgunum okkar,“ segir Kristján þegar hann rifjar upp fall sparisjóðsins. „Bankinn þornar upp, lausafjár- staðan var allan tímann yfirgengi- lega erfið. Þetta var alveg ömurleg- ur rekstur. Ríkið harðneitaði því gagnvart erlendu kröfuhöfunum að svara því hvaða framtíðaráætl- anir þeir hefðu með sparisjóðina. Þeir hættu að nenna tala við okk- ur og sögðu okkur að fara, og þetta fór.“ Sárt að horfa upp á „Mér finnst sárt að horfa á eftir eig- um lífeyrissjóðsins sem töpuðust í Sparisjóði Keflavíkur, Byr, SPRON og víðar. Við töpuðum á Glitni og Straumi-Burðarási. Þess vegna þurfum við að skerða lífeyrisrétt- indi og þetta er allt saman sárt,“ segir Kristján. Aðspurður hvort stjórnend- ur lífeyrissjóðanna í landinu þurfi ekki að axla ábyrgð og segja af sér vegna hins mikla taps er varð á fjár- festingum þeirra, segir Kristján að ekkert liggi fyrir um brot stjórn- armanna. „Ef við erum brotlegir, ef við förum ekki eftir reglum og því sem ákveðið er á aðalfundum, skulum við víkja. Ég lít ekki svo á að mér hafi orðið á mistök í starf- inu, og vildi sjá það sannað, áður en umræða hefst um að ég eigi að segja af mér. Ég myndi fagna rann- sókn stjórnvalda bæði um spari- sjóðina og lífeyrissjóðina. Mjög stór hluti þeirra sem unnu hjá líf- eyrissjóðunum situr nú undir bál- kesti sem ósanngjörn umræðan kyndir.“ SAT BEGGJA VEGNA BORÐS Verkalýðsforkólfurinn Kristján Gunn- arsson var stjórnarformaður Sparisjóðs Keflavíkur þegar hann féll. Lífeyrissjóð- urinn Festa tapaði á annan milljarð króna vegna gjaldþrotsins. Kristján telur ekki óeðlilegt að hann hafi setið beggja vegna borðs og varar við nornaveiðum. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Sumir virðast halda að við í lífeyrissjóðnum höfum setið alla daga við að taka rangar ákvarðan- ir. En málið er ekki svo einfalt. Sparisjóður Keflavíkur Kristján lýsir tíma sínum sem stjórnarformaður sparisjóðsins sem „rústabjörgun“. n Kristján Gunnarsson var með 1,2 milljónir í mánaðarlaun árið 2008. Hann er formaður Starfsgreinasambandsins, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og hefur setið í ýmsum stjórnum stofnana og fyrirtækja. „ Ég vann mikið þetta ár, eins og ég hef reyndar gert alla ævi,“ segir Kristján. „Stundum er sagt að við í verkalýðsfélögunum eigum að vera á sömu launum og við semjum um fyrir skjólstæðinga okkar. En sannleikurinn er stundum sá að þeir fá oft hærri laun en við.“ Samkvæmt Hagstofu Íslands voru meðallaun á Íslandi 355 þúsund krónur árið 2008 og meðalheildarlaun 454 þúsund krónur. Árið 2008 voru meðallaun verkafólks 226 þúsund krónur og meðalheildarlaun þeirra 339 þúsund krónur. Kristján var því með um fjórföld verkamannslaun árið 2008. Með fjórföld laun verkafólks

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.