Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 3. maí 2010 FRÉTTIR www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið • Byggir á nýrri tækni sem eyðir ryki, frjókornum og gæludýraflösu • Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna Betra loft betri líðan Engin ákvörðun um þorskkvóta Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að auka þorskkvóta í sum- ar. Jón segir í samtali við RÚV að sex þúsund tonn af botnfiski séu til ráð- stöfunar í sumar vegna strandveiða. Þessi afli verði ekki tekinn af öðrum kvóta. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa meðal annars látið þá skoðun sína í ljós að auka þurfi þorskkvóta. Styrkir til bókakaupa Félag íslenskra bókaútgefenda hefur úthlutað styrkjum úr nýstofnuðum skólasafnasjóði til bókasafna grunn- skólanna. Sjóðurinn er stofnaður til þess að vekja athygli á þeim niður- skurði sem hefur orðið á framlög- um til bókasafna grunnskóla um allt land. Tíu skólar voru dregnir út í beinni útsendingu á Rás 2 og hljóta skóla- bókasöfnin hvert um sig 30 þúsund króna styrk til bókakaupa. Miklar lífslíkur Bæði karlar og konur á Íslandi og á Kýpur eiga mestu lífslíkur af öllum þjóðum heimsins, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í síðustu viku. Rannsóknin var mjög umfangsmik- il, því hún var gerð á 40 ára tímabili frá árunum 1970 til 2010. Rann- sakendur komust að því að bilið á milli þeirra með hæstu lífslíkurnar og þeirra með lægstu lífslíkurnar sé að breikka. Rannsóknin var birt á föstudaginn í breska læknablaðinu Lancet. Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrver- andi forstjóri Baugs, bauð Þórhalli Gunnarssyni, fyrrverandi ritstjóra Kastljóssins og dagskrárstjóra RÚV, 200 milljónir króna fyrir það eitt að koma yfir á Stöð 2. DV hefur áreið- anlegar heimildir fyrir þessu. Það var fyrir tveimur árum sem eigandi 365, Jón Ásgeir, ræddi við Þórhall og kynnti þetta kostaboð fyrir honum. Þórhallur átti að fá milljónirnar 200 fyrir það eitt að flytja sig af RÚV yfir til Stöðvar 2. Þar átti hann að taka við stjórn- unarstöðu á fréttastofu stöðvar- innar. Samkvæmt heimildum DV lagði fjölmiðlakóngurinn fram tveggja ára starfssamning og bauð sjónvarpsmanninum 200 hundr- uð milljónir fyrir það eitt að skrifa undir. Í ofanálag buðust honum vegleg mánaðarlaun fyrir störf sín. Milliliðalaust á 101 hóteli Fundur þeirra Jóns Ásgeirs og Þórhalls fór fram á 101 hóteli, hóteli í eigu for- stjórans fyrrverandi og eiginkonu hans, Ingi- bjargar Pálmadóttur. Það var því milliliðalaust sem Jón Ásgeir bauð sjónvarps- manninum milljónirnar en þá var hann aðaleigandi Stöðv- ar 2. Í dag er það Ingibjörg sem er skráð fyrir hlutnum og því stærsti eigandinn. Hefði Þórhall- ur tekið hinu myndarlega boði Jóns Ás- geirs hefði hann sleg- ist í hóp fjölmiðla- manna sem fengnir voru yfir til Stöðv- ar 2 frá RÚV. Áður höfðu þau Logi Bergmann Eiðs- son, Steingrímur Sævar Ólafsson og Svanhildur Hólm farið þá leið. Á sama tíma og Logi Bergmann fór yfir flutti Þórhallur sig öfuga leið, af Stöð 2, þar sem hann hafði slegið í gegn sem þáttastjórnandi, yfir til RÚV. Þess ber að geta að Þórhallur hafnaði milljónaboðinu frá Jóni Ásgeiri. Sagði upp Þórhallur afþakkaði sem sagt boð auðmannsins og hélt áfram störfum sínum hjá Sjónvarpinu. Þar sagði hann hins vegar starfi sínu lausu í janúar síðastliðin- um af persónulegum ástæðum og enn sem komið er hefur hann ekk- ert látið frekar uppi um þær ástæð- ur. Ákvörðun um að hætta sagði hann í samtali við DV hafa blund- að í sér um nokkurt skeið. „Ég sagði ekki upp út af öðrum tækifærum. Ég er ekki að fara í eitthvað ann- að, það er ekkert svoleiðis. Þetta er af persónulegum ástæðum, það er ekki flóknara og ég vil ekki greina frá því nánar. Þessi ákvörðun var tekin í samráði inni á heimilinu,“ sagði Þórhallur. DV setti sig í samband við Þór- hall í þeirri von að ræða tilboð Jóns Ásgeirs á sínum tíma. Hann vildi ekki ræða málið þegar það var bor- ið undir hann. „Ég vil hvorki stað- festa þetta né tjá mig um þetta,“ segir Þórhallur. Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs, bauð Þórhalli Gunnarssyni sjónvarpsmanni hundruð milljóna fyrir að yfirgefa RÚV og koma yfir á Stöð 2. Þetta var fyrir tveimur árum og milljónirnar boðnar fyrir að skrifa undir tveggja ára samn- ing. Ritstjórinn fyrrverandi afþakkaði boðið og hélt áfram starfi sínu í Kastljósinu og sem dagskrárstjóri Sjónvarpsins. BAUÐ ÞÓRHALLI 200 MILLJÓNIR TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ég vil hvorki staðfesta þetta né tjá mig um þetta. 200 milljónir Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum DV bauð Jón Ásgeir sjón- varpsmanninum Þórhalli 200 milljónir fyrir að koma yfir á Stöð 2. MYND BIG Kostaboð Þrátt fyrir milljónirnar mörgu neitaði Þórhallur boðinu og hélt áfram starfi sínu sem dagskrárstjóri hjá RÚV og ristjóri Kastljóssins. Rúmlega fimmtugur íslenskur karl- maður lést á sjúkrahúsi í Danmörku á föstudaginn eftir að hafa orðið fyr- ir alvarlegri líkamsárás í síðustu viku. Maðurinn hafði, samkvæmt heim- ildum DV, legið á gjörgæslu í nokkra daga eftir árásina en mun hafa látist af sárum sínum eftir hádegi á föstu- daginn. Heimildir DV herma að nokkr- ir aðilar hafi ráðist á manninn, sem hafði verið búsettur í Danmörku í nokkurn tíma. Munu mennirnir hafa þekkst eftir því sem DV kemst næst. Árásarmaðurinn, eða mennirnir, hafa verið handteknir. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar í gær að engin til- kynning hefði borist inn á borð hjá henni vegna morðsins. Urður Gunn- arsdóttir, upplýsingafulltrúi utanrík- isráðuneytisins, bendir á að fólki beri engin skylda til að tilkynna mál sem þessi. Það geti hins vegar leitað til ráðuneytisins eftir aðstoð, engin slík beiðni hafi hins vegar borist frá því á föstudaginn. Sendiherra Íslands í Danmörku vísaði á borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins spurður um málið. Þetta er annað málið sem kemur upp á skömmum tíma þar sem Ís- lendingur er myrtur í Danmörku. 6. mars síðastliðinn stakk 47 ára gamall Íslendingur 42 ára Íslending til bana í Kaupmannahöfn eftir að þeir höfðu setið að sumbli saman. Þá er 23 ára íslenskur karlmaður enn grunaður um morðið á hinni 41 árs gömlu Chanette Sørensen eftir að hafa verið handtekinn og úrskurðað- ur í gæsluvarðhald 3. mars síðastlið- inn. mikael@dv.is Rúmlega fimmtugur Íslendingur barinn til bana í Danmörku: Íslendingur myrtur Myrtur í Danmörku Íslenskur karl- maður var barinn til bana í Danmörku í síðustu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.