Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 3. maí 2010 MÁNUDAGUR 13
Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni
þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum.
Auk þess eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar
keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú
stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins.
Þú getur notað
Vildarpunktana
hjá okkur
VITA er lífið
Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
V
IT
5
01
63
0
4.
20
10
Taktu þátt í
Lukkulífi
VITA í Portúgal
VITA er í eigu Icelandair Group.
GROUP
Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
Verð frá 72.900 kr.
og 15.000 Vildarpunktar*
Lukkulíf VITA
9.–25. maí 16 nætur
Kíktu á verðið!
Verð á mann m.v. 2 í stúdíóíbúð.
* Verð án Vildarpunkta 82.900 kr.
Innifalið: Flug fram og til baka, gisting
flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Lukkulíf VITA gerir þér kleift að velja
áfangastað, brottfarardag og lengd ferðar
en upplýsingar um hótel berast tveimur
dögum fyrir brottför.
Verð frá 39.900 kr.
og 15.000 Vildarpunktar*
Flugsæti 9.–25. maí
Flug fram og til baka
* Verð án Vildarpunkta 49.900 kr.
Innifalið: Flug fram og til baka
og flugvallaskattar.
Albufeira á einstöku verði
nefndar Alþingis. „Hún er að mörgu
leyti hornsteinn þessarar stefnu.“
Á meðfylgjandi línuriti Stefáns má
sjá þróun skuldsetningar þjóðarinnar
áratugi aftur í tímann. Árið 2004 var
Ísland orðið skuldugasta land í heimi.
Menn urðu ekki almennt meðvitaðir
um það fyrr en 2007 hversu skuldsett
landið var orðið.
Inn á línuritið hefur Stefán merkt
komu Arthurs Laffer til landsins í nóv-
ember 2007. Laffer er heimsþekkt-
ur fyrir svonefnda Laffer-kúrvu, en
hún sýnir að tekjur hins opnbera geta
hækkað þótt skattar lækki.
„Árangur ykkar hefur rennt stoð-
um undir Laffer-kúrvuna,“ sagði Arth-
ur Laffer í samtali við Morgunblaðið í
nóvember þetta ár.
Stefán minntist fyrirlestrar Art-
hurs Laffer í Þjóðmenningarhúsinu á
þessum tíma. „Þar sagði Laffer í anda
Voltaire: Það er ekki bara allt í lagi hjá
ykkur heldur er allt í allra besta lagi
hjá ykkur. Þið eruð að gera allt svo
vel, eruð svo frjáls þjóð og fullkomin
að allir vilja koma með sitt fjármagn
til ykkar.“ - En Laffer var ekki einn um
að vega að sannleikanum. Það var gert
hér heima í ríkum mæli. Það var talað
um mikinn hagvöxt og að kaupmátt-
araukning væri meiri hér en nokkru
sinni áður. Þetta sögðu tveir forsæt-
isráðherrar frekar en einn. Þetta er
ekki rétt. Hagvöxtur var meiri á árun-
um 1961 til 1987 og kaupmáttur jókst
einnig meira þá en árin fyrir hrun,“
segir Stefán.
Græða á daginn - grilla á kvöldin
„Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur
af sögðu menn þegar rætt var að vel-
megunin byggðist á skuldum: Þetta
er einkageirinn sögðu menn, hann er
að ráðstafa sínu fé og hann fer varlega
með það og skynsamlega. Reyndin var
sú að þeir voru að sýsla með annarra
manna fé, lánsfé, í spákaupmennsku.
Þessi snilld þeirra byggðist á lánsfé.
Hvernig gat hin ósýnilega hönd Ad-
ams Smith átt við um þetta? Við getum
tekið dæmi af bönkunum þegar þeir
tóku stöðu gegn krónunni. Þeir græddu
gríðarlega á þessum ársfjórðungum
2007 og fram á árið 2008. Það var allt
á kostnað almennings. Gengið lækk-
aði og rýrði hag allra hinna. Að vinna
þannig að eiginhagsmunum þannig
að það bitni á almenningi hefur ekkert
með ósýnilegu höndina að gera.“ sagði
Stefán.
Allt virtist ganga vel frá árinu 1995 og
fram að hruni. Frjálshyggjan og mark-
aðshyggjan virtust skila árangri. Svip-
ur góðæris ríkti, fé flaut um allt, lánsfé.
Klisjur breiddust út. Menn ræddu um
„útrásarvíkinga“, „snilld“, „Ísland best
í heimi“, „Ísland sem alþjóðlega fjár-
málamiðstöð“, „auðmennirnir okkar“,
„græða á daginn – grilla á kvöldin“ og
svo framvegis.
Skortur á mótvægi
„Tíðarandi verður ekki til af sjálfum sér.
Á það hefur verið bent hér að það er til-
tölulega auðvelt að taka yfir lítið sam-
félag. En það er líka gott að hafa í huga
að þeir sem voru á bak við þessa hug-
myndafræði, þennan tíðaranda, voru
jafnframt valdamestu menn landsins,
í atvinnulífinu, fjármálalífinu og gerðu
þetta með leyfi valdamestu stjórn-
málamannanna. Það vantaði mótvæg-
ið. Vinstri flokkar voru veikir. Verka-
lýðshreyfingin var sjálf orðin fjárfestir
í gegnum lífeyrisjóðina sem fjárfestu í
útrásinni. Háskólarnir voru beislað-
ir. Þeir urðu að einhverju leyti háðari
einkafjármagni. Það þarf ekki sjálfkrafa
að þýða það að menn hafi verið keypt-
ir. Niðurstaðan fyrir háskólamennina er
að þeir hefðu getað lagt meira af mörk-
um, en móttökuskilyrði fyrir gagnrýni
voru slæm.
Niðurstaðan er sú að ekkert af þessu
gerðist sjálfkrafa. Þetta gerðist ekki
hugsunarlaust og var ekki blind hjarð-
hegðun. Það var beitt valdi til þess að
koma ýmsu því að sem hafði þessar af-
leiðingar, þar á meðal til þess að veikja
ríkisvaldið,“ sagði Stefán.
Tíðarandinn er eins og leiðarvísir,
undirspil og leikmynd fyrir
þjóðfélagsþróun. Tíðar-
andinn breyttist með inn-
reið frjálshyggjunnar.
Fyrrverandi stjórnendur Glitnis og Kaupþings í sigti ríkisskattstjóra:
Skatturinn eltir bankastjóra
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi for-
stjóri Glitnis, Hreiðar Már Sigurðs-
son og Sigurður Einarsson eru meðal
þeirra fyrrverandi stjórnenda gömlu
bankanna sem ríkisskattstjóri hefur
nú krafið um milljónir króna vegna
vangreiddra skatta. Málið er þannig
að rúmlega þrjátíu fyrrverandi
stjórnendur Glitnis og Kaupþings
hafa fengið reikning frá skattayfir-
völdum vegna söluréttarsamninga
sem þeir gerðu á þeim tíma sem
þeir voru enn við stjórn bankanna.
Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 á
sunnudagskvöldið. Söluréttarsamn-
ingarnir gengu út á að starfsmenn
gátu keypt hlutabréf með sölurétt-
artryggingu fyrirtækisins. Hækkuðu
bréfin í verði, gátu starfsmenn selt
þau eða átt þau áfram. Ef þau hins
vegar lækkuðu í verði gátu þeir hins
vegar gengið frá samningunum án
þess að tapa nokkrum peningum.
Dæmi er um að menn hafi hagnast
um hálfan milljarð á slíkum samn-
ingum.
Stöð 2 greindi frá því að skattayf-
irvöld vilji nú skattleggja þessa sölu-
réttarsamninga sem launatekjur en
ekki sem fjármagnstekjur eins og
gert var. Þeir stjórnendur bankanna
sem gerðu slíka samninga greiddu
aðeins 10 prósent í fjármagnstekju-
skatt þegar þeir seldu bréfin sín.
Ríkisskattstjóri vill breyta þessu. Ef
af þessu verður, er líklegt að stjórn-
endurnir þurfa að leggja fram háar
fjárhæðir vegna vangreiddra skatta,
í sumum tilfellum væntanlega tugi
milljóna króna.
Sigurður Einarsson Fyrrver-
andi stjórnendur Kaupþings
og Glitnis gætu þurft að greiða
skattinum háar fjárhæðir.