Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Síða 17
FRÉTTIR 3. maí 2010 MÁNUDAGUR 17 Handskrifaður texti Johns Lennon við Bítlagersemina „A day in the life“ er sagður seljast á sjö hundruð þúsund pund á uppboði, eða sem nemur 137 milljónum íslenskra króna. Textinn er ritaður á báðar hliðar bréfsnifsis með bláu bleki og fer þessi munur á sölu í New York átjánda júní næstkomandi. Blað- ið inniheldur einnig nokkrar leið- réttingar frá John Lennon og aðr- ar athugasemdir sem eru merktar með rauðu bleki. Lagið var síðasta lag meistaraverksins Sgt Pepper sem kom út árið 1967. Tónlistar- tímaritið Rolling Stone setur lagið í 26. sæti á lista yfir fimm hundruð bestu lög allra tíma. Lagið þótti afar umdeilt er það kom út en breska ríkisútvarpið bannaði útvarps- spilun á því vegna þess að text- inn þótti hvetja til eiturlyfjaneyslu þegar John Lennon söng „I like to turn you on“. Varð þessi texta- bútur til þess að nokkur asísk ríki gáfu Sgt Pepper´s Lonely Hearts Club Band plötuna út án lagsins. Sotheby´s sér um að bjóða text- ann upp og segja lagið vera bylt- ingarkennda tónsmíð sem mark- aði upphaf breytingar Bítlanna frá því að vera popparar yfir í það að vera listamenn. Lagið þykir einn- ig vera það besta sem Lennon og félagi hans Paul McCartney sýndu í samvinnu við að lagasmíðar. Er Lennon fékk hugmyndina að lag- inu spilaði hann það inn og skildi svo eftir laust pláss til að vinna með í því. McCartney skellti sínum bút við lagið og sönnuðu þeir sig þá sem einir af bestur lagahöfund- um veraldarinnar með þessu sam- starfi. birgir@dv.is Handskrifaður texti Johns Lennon á uppboði: Lennon-gersemi til sölu á sunnudag að númeraplata bílsins var stolin af bíl sem nýlega hafði verið fargað. Enginn hefur enn verið hand- tekinn vegna málsins og vitni hafa ekki gefið sig fram heldur. Eigandi bílsins sem var fargað liggur ekki undir grun um að hafa komið að tilræðinu. Inni í bílnum fannst svo þykkur ál- kassi, sem líklega hefur verið notaður til þess að geyma byssur. Kassinn var fjarlægður úr bílnum og hann eyði- lagður á skotsvæði lögreglunnar. Ekki er vitað hvort eitthvað hafi verið í kass- anum. Lögreglumenn á hverju strái Á laugardagskvöldum er Times Squ- are einn fjölfarnasti staður í New York og lögregluna hefur lengi grunað að hryðjuverkamenn myndu reyna að láta til skarar skríða á þessum tíma. Þúsundir manna fara í leikhús við Times Square á hverju laugardags- kvöldi, auk þess sem mikill fjöldi ferðamanna er á svæðinu. Um það bil einum og hálfum klukkutíma eftir að Nissan-jeppinn hafði verið dreginn í burtu, var ákveðið að opna fyrir um- ferð á nýjan leik. Öllum sem áttu leið um svæðið, var þó ljóst að ekki var um venjulegt laugardagskvöld að ræða. Gangandi vegfarendum var haldið frá 43. stræti og á sjálfu Times Square mátti sjá tugi lögreglu- og slökkviliðs- bíla við Broadway og sjöundu breið- götu. „VIÐ VORUM MJÖG HEPPIN“ Verðmætur Handskrifaður texti Lennons er eftirsóttur. Klámið ekki sátt við niðurhal Það er ekki bara kvikmynda- og tón- listariðnaðurinn í Hollywood sem vill loka á ólöglegt niðurhal á efni sínu á Netinu. Nú hefur klámiðnaðurinn skorið upp herör gegn niðurhalinu. Fjölmargar stjörnur klámiðnaðar- ins hafa nú komið saman og gert auglýsingu þar sem iðnaðurinn kem- ur skilaboðum sínum til neytenda á framfæri. Meðal þekktra andlita sem þar sjást er klámkóngurinn Ron Jeremy, sem heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum. Klámiðnaðurinn er í sárum í ljósi þess að sala á DVD-disk- um hefur hrunið um þriðjung og er ólöglegu niðurhali kennt um það. Gordon í vanda Hin 65 ára gamla Gillian Duffy, sem Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kallaði öfgamanneskju án þess að hann vissi að kveikt væri á hljóðnema sem hann hafði á sér, seg- ist aldrei ætla að kjósa breska Verka- mannaflokkinn framar. Þegar upp komst um Brown var hann fljótur að bregðast við og bað hana persónu- lega afsökunar á fundi þeirra. Eitt- hvað virðist Duffy treg til að fyrirgefa forsætisráðherranum, því hún ætlar ekki að kjósa hann. Semja við AGS George Papandreou, forsætisráð- herra Grikklands, lýsti því yfir á sunnudaginn að Grikkir hefðu náð samkomulagi við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn og Evrópusamband- ið um björgunarpakka að andvirði 120 milljarða evra. Markmiðið með björgunarpakkanum er að forða landinu frá gjaldþroti og að koma í veg fyrir fyrir að gríska efnahagshrun- ið dreifist til annarra ríkja. Kominn á Twitter Hugo Chávez, forseti Venesúela, er farinn að nota hið vinsæla sam- skiptatæki Twitter til að tjá skoðan- ir sínar. Það kann að skjóta skökku við að maður sem er þekktur fyrir að flytja ræður sem standa klukkutím- um saman, skuli nota forrit á borð við Twitter, þar sem fyrstu skilaboð- in voru aðeins 140 stafir á spænsku. „Hæ, hvað segið þið gott? Ég kom eins og ég sagði á miðnætti. Ég er far- inn til Brasilíu. Og er mjög ánægður með að vinna fyrir Venesúela. Við munum sigra!!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.