Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 19
HELGA BJÖRG JÓNASARDÓTTIR vann ásamt samstarfskonum sínum á hönnunarstofunni Björg í bú, Eddu Gylfadóttir og Guðrúnu Hjörleifsdótt- ur, keppnina Minn Ásmundur sem listasafn Reykjavíkur og Hönnunar- miðstöð Íslands stóðu að. Í samkeppn- islýsingu var óskað eftir tillögum að nytjahlut sem endurspegla skyldi hugarheim og verk myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar. ALLTAF VERIÐ MIKILL AÐDÁANDI ÁSMUNDAR Í hinum frábæru lögregluþáttum The Wire segir frá glæpamönnum sem efnast svo mjög að þeir hafa jafnvel efni á að múta háttsettum stjórnmála- mönnum. Glæpamennirnir efnast ekki á verðbréfasölu eða bankastarf- semi eða á annan hefðbundinn hátt, heldur á því að selja eiturlyf í fátækra- hverfum. Það er undarlegt, en þó satt, að menn geta skipað sér í röð efnuð- ustu manna samfélags síns á því að hafa fé út úr bótaþegum. Fátækra- hverfin eru vissulega fátæk, en ef all- ir peningarnir þar enda í sama vasa er hægt að búa til mikil auðævi fyrir örfáa. Í góðærinu undraðist maður oft hvernig gat staðið á því að menn frá jafnlitlu landi og Íslandi gátu skipað sér í röð ríkustu manna heims. Svar- ið við því er einfalt, nokkrir menn sem stjórna litlu samfélagi algerlega geta kreist út úr því nógan pening til að keppa við þá sem eiga minni bita af kökunni í stærra samfélagi. Glæpa- mennirnir í The Wire, sem ráðstafa svo til öllum bótum fátækrahverfis- ins, geta orðið álíka efnaðir og lög- legu kaupsýslumennirnir sem þurfa stöðugt að keppa við hver annan. Bónus dóp Íslendingum voru ekki seld eiturlyf í góðærinu, að minnsta kosti ekki fyrst og fremst. Hinsvegar voru örfáir að- ilar sem stjórnuðu nauðsynjavörum þjóðfélagsins. Með samanlögð auð- ævi íslensku þjóðarinnar í vösum sín- um gátu þeir farið og leikið við stóru strákana í London og tekið þar enn hærri lán. Þjóðin þurfti að borga þátt- tökugjaldið, og þurfti síðan aftur að borga þegar leikurinn tapaðist. Hvers vegna kvartaði enginn? Svarið liggur kannski í eftirfarandi spurningu: Hvar átti að kvarta? Í raun hafa aldrei verið til frjálsir fjölmiðl- ar hérlendis. Lengi vel voru blöðin flokksblöð, og fólk gat alltaf gert sér í hugarlund hvernig fjallað væri um hvert mál áður en blaðið var opn- að. Hagsmunirnir lágu ekki í trúverðugleikanum, held- ur í flokkshollustunni. Eftir að flokks- blöðin lögð- ust af urðu til tveir pól- ar, Mogginn og Fréttablaðið (um tíma var DV syst- urblað þess síðar- nefnda, en svo er ekki lengur). Voru oft hörð átök þar á milli, til dæmis um fjöl- miðlafrumvarpið. Bæði blöðin boðuðu þó sömu stefnu, harða frjálshyggju, og reyndi hver að ganga lengra en hinn. Hversu hratt á að afnema kerfið? Á tímum sjálfstæðisstjórnmálanna deildu menn ekki um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði, heldur hversu hratt. Á tímum frjálshyggjunnar var ekki deilt um hvort ætti að afnema rík- isvaldið, heldur hversu hratt. Önn- ur sjónarmið heyrðust vart. Þjóð- in skiptist niður í fylkingar eftir því hvort hún vildi Davíðs frjálshyggju eða Baugs frjálshyggju. Æskilegast er að sjálfsögðu að fjölmiðlarnir eigi sig sjálfir. Þannig er hagur þeirra fólgin í því að segja fréttir og trúverðugleikinn þeirra mikilvægasta fjárfesting. Ef þeir eru hluti af stærra apparati, nokk- urskonar fjölmiðlaarmur viðskipta- veldis, liggja raunverulegir hags- munir þeirra annarsstaðar en í fréttaflutningi. Þá skiptir trúverðug- leik- inn ekki lengur jafn- miklu máli þegar peningarnir koma annarsstaðar frá. Því er ekki að undra að Ríkisút- varpið sé sá miðill sem nýtur mests trausts. Hann hefur almennt staðið sig best. Eigi að síður gengst hann undir hlutleysisstefnu sem getur virkað lamandi. Grapevine er einn af örfáum prentmiðlum sem ekki heyra undir önnur peningaveldi og nú, að því er virðist, DV. Án frjálsra fjölmiðla er ekkert raunverulegt lýðræði. Ef við ætlum að búa við betra og lýðræðislegra kerfi en hér hefur ríkt undanfarna áratugi, er kannski rétt að byrja þar. Matador fyrir eiturlyfjasala UMRÆÐA 3. maí 2010 MÁNUDAGUR 19 1 STÚLKURNAR HRÆÐAST HÓTANIR Ítarleg úttekt á alvarlegri stöðu ungra stúlkna sem lenda í félagsskap eldri manna 2 SYSTRASLAGUR SÓLEYJAR OG ÞÓRU Systurnar Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og Þóra Tómasdóttir urðu ekki vinkonur fyrr en Þóra, komst á unglingsárin. 3 „ÉG VARÐ ALVEG TÓMUR“ Faðir stúlkunnar sem berst fyrir lífi sínu á Landspítalanum, ræddi við DV um hvernig honum hafi orðið við þegar hann frétti af slysinu 4 ÁSTRALSKUR GLÆPAMAÐUR JARÐAÐUR Í GULLLÍKKISTU Alræmdur ástralskur glæpamaður var jarðaður í gulllíkkistu. 5 GUÐSHÚS Í SNÖRU MYNTKÖRFULÁNS Keflavíkursókn stendur völtum fótum vegna fjár- hagserfiðleika vegna snarhækkandi myntkörfuláns eftir bankahrunið. 6 PONZI-SVINDL ÍSLANDS William K. Black, sagði efni skýrslu rannsókn- arnefndarinnar skólabókardæmi Ponzi-svindl. 7 KARLMANNI NAUÐGAÐ Í ÁLABORG Lögreglan í Álaborg í Danmörku handtók mann fyrir morð. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er konan? „Helga Björg Jónasardóttir, vöruhönnuð- ur og myndlistarmaður.“ Hvar ertu uppalin? „Á Akureyri.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífsgleði og sköpunarkraftur.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Að brasa og reyna að smíða hluti á verkstæðinu hjá pabba.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Í litlu þorpi í Namibíu sem heitir Swakopmund sem ég heimsótti fyrir nokkrum árum.“ Hvaða bók er á náttborðinu? „Það eru nokkrar, Litli prinsinn, Hvíti tígurinn, Íslenskar lækninga- og drykkjar- jurtir og fleiri.“ Hvaða bíómynd sástu síðast? „Little Miss Sunshine.“ Hvernig er tilfinningin að hafa unnið Minn Ásmundur-keppnina? „Það er góð tilfinning og mikil hvatning til að halda áfram að þróa hugmyndir sem krauma í hausnum.“ Ertu mikill aðdáandi Ásmundar Sveinssonar? „Já, ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Ásmundar.“ Er þetta mikil viðurkenning fyrir stofuna ykkar? „Já, vissulega. Björg í bú fékk líka tilnefn- ingu til nýsköpunarverðlauna forsetans 2010 fyrir annað verkefni svo að það er mikil hvatning fyrir okkur að halda áfram að takast á við spennandi verkefni.“ Hvað ætliði að gera við verðlaunin? „Við ætlum að koma „Mínum Ásmundi“ í framleiðslu og kannski borga okkur einhver laun fyrir hönnunarvinnuna.“ MAÐUR DAGSINS KJALLARI „Ég les fréttirnar á netinu.“ HERBORG SIGURÐARDÓTTIR 31 ÁRS STARFSMAÐUR Í ÁLVERI „Les þær meira á netinu.“ GRÉTAR JÚLÍUSSON 61 ÁRS BÍLSTJÓRI „Bæði eiginlega.“ DÆNA DÖNN 66 ÁRA „Bara bæði, ég kíki bæði á netið og skoða blöðin.“ ÆVAR ÓLASON 27 ÁRA STRÆTÓBÍLSTJÓRI „Ég les þær í blöðunum.“ HRAFNHILDUR VILHELMSDÓTTIR 69 ÁRA HVORT LESTU FRÉTTIRNAR Í BLÖÐUM EÐA Á NETINU? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR Dómari! Valur og Haukar mættust í öðrum leik liðanna í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda á sunnudag. Hér má sjá leikmenn liðanna í harðri baráttu og þegar hitinn er mestur er erfitt að leyna tilfinningum sínum. MYND RÓBERT REYNISSON VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar Íslendingum voru ekki seld eiturlyf í góðærinu, að minnsta kosti ekki fyrst og fremst. Hinsvegar voru örfáir aðilar sem stjórnuðu nauðsynjavörum þjóðfélagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.