Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Page 30
Skemmtikrafturinn og matgæð-
ingurinn Maggi mix sendi fyrir
helgi frá sér nýtt lag og mynd-
band við það. Lagið heitir Ég er
svo einmana og þar syngur Maggi
um kynni sín af dömu af erlendu
bergi brotinni. Samkvæmt texta
lagsins kynntist Maggi stúlkunni
á MSN-spjallforritinu en hefur
ekki heyrt í henni lengi vegna
bilana í tölvu hennar. Vinsældir
lagsins standa ekki á sér frekar en
með annað sem Mixarinn tekur
sér fyrir hendur og hefur rignt inn
athugasemdum.
Frumraun Ásdísar Ránar Gunnars-
dóttur í tónlistarbransanum verð-
ur frumflutt í dag, mánudagsmorg-
un klukkan 9.30 á Kananum 100.5.
Lagið heitir Handle Me (Feel my
Body) og vill Ásdís að stelpur hækki
í viðtækjunum þegar spilun hefst,
hendi frá sér kústum, tuskum og
börnum og stígi villtan dans.
„Þetta lag er svoldið spes og al-
veg ótrúlega SEXY! Ég gerði það
fyrir ykkur stelpurnar og „basicly“
þá vil ég að þið hækkið græjurn-
ar í botn þegar þið heyrið það spil-
að í útvarpinu, hendið frá ykkur
kústinum, tuskunni og börnunum
- og finnið Ránina í ykkur með því
að stíga þokkafullan dans í takt við
lagið,“ segir Ásdís um lagið í pistli á
pressan.is.
Ásdís segist ekki hafa gert upp
hug sinn um hvort tónlistarferill
hennar muni spanna meira en bara
þetta eina lag. Það fari eftir við-
brögðum fólks. „Þið kannski telj-
ið mig „crazy“ núna, en í alvöru þá
er þetta lag „Dívunnar“ og á eftir að
gera ykkur allar ómótstæðilegar á
dansgólfinu hvort það sé heima eða
á skemmtistöðum bæjarinns,“ segir
Ásdís ákveðin.
MAGGI
EINMANA
BÓKASÝNINGIN Í FRANKFURT:
Fyrrverandi stórsenterinn og
landsliðsmaðurinn, Andri
Sigþórsson, er kominn aftur
í íslenska boltann. Þó ekki til
að spila heldur verður hann
annar sérfræðinga þáttarins Ís-
lensku mörkin á RÚV í sumar.
Andri verður í góðum félags-
skap Hjörvars Hafliðasonar sem
kom sterkur inn í þættina í fyrra.
Andri er tiltölulega nýfluttur
heim frá Danmörku þar sem
hann rak bakarí eftir atvinnu-
mannsferilinn í knattspyrnu.
Á sínum tíma var Andri einn
skæðasti framherji Íslands en á
meiðslahrjáðum ferli sínum lék
hann með KR, FSV Zwickau, SV
Salzburg og Molde.
30 MÁNUDAGUR 3. maí 2010 FÓLKIÐ
Ásdís Rán Samdi lagið fyrir ykkur
stelpurnar. MYND ARNOLD BJÖRNSSON
ÁSDÍS RÁN VILL AÐ KONUR ALSTAÐAR FINNI „RÁNINA“ Í SÉR:
„HENDIÐ FRÁ YKKUR BÖRNUNUM“
Heitar umræður spruttu upp á fésbókarsíðu Eiríks Arnar Norðdahl rithöfundar um þá full-trúa Íslands sem taka þátt í viðburði sem ber yfirskriftina Slam-Saga og fer fram í Þýskalandi á næsta ári. Uppákoman gengur í grunninn út á að þýsk og íslensk skáld spinna sinn eig-in texta upp úr íslensku fornsögunum og fer fram í tengslum við Bókasýninguna í
Frankfurt en eins og kunnugt er verður Ísland heiðursgestur á sýningunni að ári.
Þau þrjú sem taka þátt í Slam-Saga eru Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og
Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Upp á síðkastið hafa þau getið
sér gott orð fyrir uppistand á krám landsins og fleiri stöðum og finnst þeim sem
gagnrýna valið það skjóta skökku við að slíkir grínist-
ar taki þátt í bókamessunni í staðinn fyrir útgefna höf-
unda af yngri kynslóðinni. Eiríkur Örn spyr til dæmis
hvaða „rugl“ þetta sé og finnst „helvíti mikil fyrirlitn-
ing“ endurspeglast í valinu.
Halldór Guðmundsson er í forsvari fyrir Frankfurt-
verkefnið. Hann segir Slam-Saga viðburðinn einungis
einn af fjölmörgum þáttum kynningarstarfsins.
„Við reynum að kynna Ísland og íslenskar bók-
menntir með mjög breiðum hætti,“ segir Halldór.
„Þess vegna fengum við til dæmis Kristínu Svövu og
fleiri skáld sem tengjast Nýhilútgáfunni til að sjá um
kynningarsíðuna Nýjar raddir sem er að finna á síðu
Frankfurt-verkefnisins [sagenhaftes-island.is]. Við
kostum kynninguna en þau ráða henni alfarið. Ég hef
þess vegna sérstaklega hreina samvisku gagnvart Ei-
ríki og félögum, og þar fyrir utan er bók væntanleg eft-
ir Eirík á þýsku í tengslum við Frankfurt-sýninguna.“
Halldór bætir við að Sagenhaftes Island hafi gert
alls kyns annað kynningarefni sem snúi meðal ann-
ars að Nýhilskáldum. „Og þegar kom að því að teyma
saman einhverja frá Þýskalandi með uppistands- og
rappsenunni hér ákváðum við að leita til annars hóps
með það. Við erum bara að reyna að tengja verulega
breidd af ungu íslensku fólki í þetta verkefni.“
Eitt af því sem gagnrýnt er í valinu á Bergi, Halldóri
og Uglu er að ekkert þeirra hafi fengið gefinn út eftir sig
skáldskap á bók, þótt reyndar fyrsta bók Bergs sé vænt-
anleg síðar í maí. Halldóri finnst ekkert óeðlilegt við það
þar sem um uppákomu sé að ræða. „Þetta er ekki útgáfa,
þetta er uppákoma. Þýsku höfundarnir sem taka þátt í
henni eru úr senu sem stundum er kölluð „spoken word
poetry“ og við vildum leita til uppistandara og rappara
hér heima og sjá hvort ekki kæmi eitthvað skemmtilegt út
úr því. Þetta er svona tilraunaeldhús af því að við erum
að öðru leyti að leggja mjög mikla áherslu á útgefna höf-
unda.“
Aðspurður hvort mörgum af skáldunum sem kynnt eru
í verkefninu Nýjar raddir verði boðið til Þýskalands fyrir
upplestra og fleira kveðst Halldór eiga von á því að ein-
hverjir þeirra taki þar þátt. „En okkar hlutverk er voða mik-
ið að reyna að kynna. Svo velja Þjóðverjarnir hverjum þeir
vilja bjóða. Og um leið og menn eiga von á því að verða
gefnir út í Þýskalandi, eins og í tilfelli Eiríks og margra ann-
arra höfunda, eru auðvitað miklar líkur á því að þeim verði
boðið á upplestra og aðrar uppákomur.“
kristjanh@dv.is
UNGSKÁLD
SKYLMAST
Berorð skoðanaskipti áttu sér stað á netinu í tengsl-
um við val á þremur ungum listamönnum sem
valdir voru til þátttöku í viðburði á Bókasýningunni
í Frankfurt á næsta ári. Forsvarsmaður Frankfurt-verk-
efnisins kveðst hafa hreina samvisku.
Eiríkur Örn Athugasemd rithöfundarins um
valið á þremenningunum kom af stað heitum
umræðum á netinu. MYND KRISTINN MAGNÚSSON
Halldór Guðmundsson Hefur hreina
samvisku gagnvart ungskáldum landsins.
MYND KARL PETERSSON
Ugla Egilsdóttir Ein þeirra þriggja sem fara
til Þýskalands í tengslum við Slam-Saga. MYND
EGGERT JÓHANNESSON
ANDRI
AFTUR Í
BOLTANN