Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 17. maí 2010 FRÉTTIR
NAUÐGARI ÓTTAST FANGELSI
Bjarki Már Magnússon stjórnmála-
fræðingur er í sjokki eftir niðurstöðu
Hæstaréttar í síðustu viku þar sem
hann var dæmdur í átta ára fangelsi
fyrir kynferðis- og ofbeldisbrot. Hann
segist einfaldlega ekki vera sá brota-
maður sem talið er og íhugar að fara
með málið fyrir mannréttindadóm-
stól.
Samkvæmt dómsorði töldu dóm-
stólar brot Bjarka Más ekki eiga sér
hliðstæðu í íslensku réttarkerfi. Hann
var dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn
þáverandi sambýliskonu sinni, Hrafn-
hildi Stefánsdóttur, og meðal annars
fyrir að neyða hana til kynlífsathafna
með fjölda annarra karlmanna. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Fangelsis-
málastofnun hefur hann nú þegar
verið boðaður til afplánunar og hefur
hann þrjár vikur til að gefa sig fram.
Í samtali við DV segist Bjarki Már
ætla að hlýta boðun um afplánun en
aðspurður segist hann óttasleginn yfir
fangelsisvist. Hann segist einfaldlega
ekki vera sá glæpamaður sem dóm-
stólar telja.
Enginn „stalker“
„Mér var mjög brugðið við þessa nið-
urstöðu og það er áfall hversu þung-
ur dómurinn er. Þessar ásakanir eru
gjörsamlega út í hött og mér finnst
dómurinn hafa farið frjálslega með
sönnunarfærslu. Ég tel þessi brot
engan veginn fullsönnuð enda eru
þau ekki í samræmi við raunveru-
leikann og okkar samband,“ segir
Bjarki Már.
Í helgarblaði DV lýsti Hrafnhild-
ur ótta sínum yfir því að Bjarki Már
hafi gengið laus á meðan málið hlaut
meðferð dómstóla. Aðspurður segist
Bjarki hissa á þessum ótta og bæt-
ir því við að hann telji Hrafnhildi
ekki eins mikið fórnarlamb og hún
viji láta í skína. Hann bendir einn-
ig á að þau hafi verið í ágætis sam-
bandi frá að þau hættu saman og fyr-
ir vikið vísar hann því á bug að hann
hafi setið fyrir henni og áreitt hana.
„Hrafnhildur býr í íbúð sem við eig-
um og því fór ég út til Noregs. Það er
ekki rétt að ég sé einhver voðalegur
„stalker“ og við höfum verið í alveg
ágætu sambandi. Ég fékk til dæmis
textaskilaboð á dögunum sem inni-
héldu hlý orð. Hingað til hef ég því
ekki orðið var við neina hræðslu af
hennar hálfu og þetta kemur mér því
mjög á óvart,“ segir Bjarki Már.
Svakalegir hnekkir
Bjarki Már íhugar nú stöðu sína eft-
ir niðurstöðu Hæstaréttar og útilok-
ar ekki að leita til mannréttindadóm-
stóls Evrópu. Hann óttast ekki afdrif
sín þegar í fangelsið verður komið en
kannast ekki við að hafa verið boðað-
ur til afplánunar. „Ég tel algjörlega á
mér brotið og get illa við þessa nið-
urstöðu unað. Það var í málsmeð-
ferð Hæstaréttar sem ég fór að hugsa
framhaldið og hef ég nú þegar verið í
sambandi við lögfræðinga erlendis,“
segir Bjarki Már og bætir við:
„Þessi dómur eru svakaleg-
ir hnekkir fyrir mig. Stimpill sem
kynferðisbrotamaður er svakalegur
enda að ósekju. Ég trúi því bara ekki
að Hæstiréttur hafi ekki litið betur
til sönnunarfærslu í málinu. Þetta
mun hafa veruleg áhrif á mína fram-
tíð og hefur þegar gert. Ég er þokka-
lega menntaður og með svona dóm
á bakinu er engin spurning að það
mun hafa áhrif.“
Óttast framtíðina
Aðspurður segist Bjarki Már ætla að
fara eftir settur reglum og gefa sig
fram við fangelsismálayfirvöld þeg-
ar boðun um afplánun berst. Hann
ítrekar álit sitt að og því sé erfitt að
horfa upp á þungan dóm. „Það er
margt í málinu frá A-Ö sem á ekki við
rök að styðjast og því erfitt að horfa
upp á þennan dóm. Tilhugsunin
að vera á leið í fangelsi er mjög sér-
stök og eiginlega er ég ekki búinn að
hugsa það til enda. Það er að sjálf-
sögðu ekki góð tilfinning að þurfa að
horfast í augu við það. Ég óttast ekki
um líf mitt og limi þegar inn verður
komið enda er ég ekki þessi maður,“
segir Bjarki Már.
„Ég ítreka að fyrir mér er það
sjokk að hún segist núna óttast mig
með einhverjum hætti. Það er engin
ástæða til, ég hef aldrei borið ann-
að en góðan hug til Hrafnhildar. Það
er alltaf eitthvað sem öðruvísi hefði
mátt fara, hugsanlega hef ég lagt á
hana of miklar byrðar varðandi fjár-
mál og annað. Ég er ekki kynferð-
isbrotamaður og ég er ekki þetta
skrímsli sem verið er að lýsa.“
Bjarki Már Magnússon er í sjokki eftir niðurstöðu Hæstaréttar sem dæmdi hann í átta ára fangelsi
fyrir alvarleg kynferðis- og ofbeldisbrot sem eiga sér ekki hliðstæðu samkvæmt dómsorði. Hann
óttast afplánun í fangelsi og íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól.
Tilhugsunin að vera á leið í fangelsi er mjög sérstök og eiginlega er ég ekki búinn að hugsa það til enda.TRAUSTI HAFSTEINSSONblaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Úr dómi Hæstaréttar
n „Við ákvörðun refsingar ákærða
verður litið til þess að hann hef-
ur gerst sekur um fjölmargar
líkamsárásir og sérlega gróf og
alvarleg kynferðisbrot gegn þá-
verandi sambúðarkonu sinni.
Brotin stóðu yfir um árabil og af-
leiðingar þeirra fyrir hana eru al-
varlegar, eins og nánar greinir í
héraðsdómi.“
n „Ákærði neyddi sambúðarkonu
sína með hótunum og beinu of-
beldi til kynmaka við aðra karla,
ljósmyndaði athæfi þeirra og tók
upp á myndband. Af hálfu ákæru-
valdsins er því haldið fram að
ekkert geti skýrt þessa háttsemi
ákærða annað en það að þessi
kynmök annarra hafi haft kyn-
ferðislegt gildi fyrir hann og kom-
ið í staðinn fyrir eða bætt upp
hefðbundið samræði, jafnvel þótt
hann hafi sjálfur iðulega tekið
þátt í þessum athöfnum.“
n „Meðal annars liggur fyrir sú
niðurstaða þeirra að ákærði sé
afar skapríkur og stjórnsamur, en
A aftur á móti óvenju undirgefin
og með lágt sjálfsmat. Þetta hafi
meðal annars birst í því að hún
hafi verið reiðubúin til að leggja
allt í sölurnar fyrir hann. Héraðs-
dómur mat framburð A trúverð-
ugan og stöðugan og að innbyrð-
is samræmi hafi verið í frásögn
hennar frá upphafi, auk þess sem
vísað var til þess að ekki yrði séð
að hún hafi reynt að gera hlut
ákærða verri en efni stæðu til.
Frásögn ákærða var jafnframt tal-
in að ýmsu leyti ótrúverðug. Fall-
ist verður á með héraðsdómi að
hafið sé yfir skynsamlegan vafa að
sú ógn, sem A stóð af ákærða og
líkamlegt ofbeldi hans, hafi leg-
ið því til grundvallar að hún hafi
tekið þátt í þeim kynlífsathöfnum
með öðrum körlum, sem greinir í
ákæru. Verður því staðfest sú nið-
urstaða héraðsdóms að sannað sé
að ákærði hafi neytt A með hótun-
um um líkamlegt ofbeldi til þeirra
athafna.“
n „Í hinum áfrýjaða dómi er ít-
arlega greint frá lýsingum A á
því hvernig sambúð hennar og
ákærða hafi breyst fljótlega eft-
ir að hún hófst og ofbeldi hans
og harka gagnvart henni aukist
stig af stigi og einkennt loks allt
samband þeirra. Samhliða hafi
komið í ljós kynlífsórar hans,
sem hafi lýst sér í hugmyndum og
síðan kröfum um að fleiri karlar
skyldu kallaðir til þátttöku í kyn-
lífi þeirra. Hún kvaðst í byrjun
hafa átt erfitt með að trúa að al-
vara byggi að baki þessu af hálfu
ákærða, en látið svo nauðug und-
an til að þóknast honum. Síð-
an hafi komið í ljós, og endan-
lega í mars 2006, að skýr tengsl
hafi verið á milli líkamlegs of-
beldis ákærða við hana og óvilja
hennar til að taka þátt í athöfn-
um af þessum toga. Óttinn við
enn meira ofbeldi hafi ráðið því
að hún hafi iðulega látið undan
kröfum hans um kynlíf með þátt-
töku annarra, enda hafi hún að-
eins átt tveggja kosta völ, ann-
aðhvort að samþykkja þetta eða
sæta ella ofbeldi.“