Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Side 11
FRÉTTIR 17. maí 2010 MÁNUDAGUR 11 NAUÐGARI ÓTTAST FANGELSI Hrafnhildur Stefánsdóttir, fórnar- lamb Bjarka Más, flúði til Noregs eftir að hann áfrýjaði átta ára fang- elsisdómi á hendur sér til Hæsta- réttar. Í útlöndum var hún hins vegar ekki óhult því þangað ferðað- ist Bjarki Már nýverið og segir hún hann hafa áreitt sig að næturlagi. Allan tímann sem hann var í land- inu vaktaði norska lögreglan heim- ili Hrafnhildar. „Að fá hann hingað út var alveg ólýsanlegt, ég sat bara frosin við eldhúsborðið með hnef- ana kreppta. Þar sat ég á vakt með því að horfa út um gluggann. Hann gerði tilraun til að heimsækja mig og var bara hér í næsta garði, ég sturlaðist náttúrlega og gat hvorki sofið né borðað allan þennan tíma sem hann var í landinu. Ég mætti sem betur fer skilningi lögreglunn- ar sem vaktaði húsið mitt allan tím- ann,“ segir Hrafnhildur. Í viðtali í helgarblaði DV sagðist Hrafnhildur sjálf hafa verið í hátt í sex ára fangelsi frá því hún kynnt- ist Bjarka Má. Aðspurð óttast hún einnig biðina fram að því að hann hefji afplánun. „Þetta er vissulega léttir. En á sama tíma óttast ég við- brögð hans og verð logandi hrædd þar til hann fer í fangelsi. Nú tekur við versta biðin því hann hlýtur að vera ósáttur með niðurstöðuna og ég veit ekkert hvað hann gerir,“ seg- ir Hrafnhildur. „Ég hef lifað í stöðugum ótta, alla daga og nætur. Málinu er ekki lokið fyrir mér fyrr en  Bjarki fer loksins inn í fangelsi og í raun ekki algerlega  fyrr en ég er búin að fá aðstoð við að vinna mig frá þessum hörmungum. Þó svo ég viti ekki hversu lengi ég verði að vinna mig út úr þessu er ég bjart- sýn á framtíðina. Tilfinningar mín- ar hafa verið dofnar um árabil og Guð mun vonandi hjálpa mér með fyrirgefninguna þegar frá líður. Ég á mér von um betra líf og bíð eftir frelsinu.“ Guð hjálpar mér vonandi með fyrirgefninguna Strax í fangelsi Á meðan nærri 400 einstaklingar bíða afplánunar, þar á meðal aðrir kynferðisbrota- og ofbeldismenn, þarf Bjarki Már ekki að bíða. Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir að hann hafi ver- ið boðaður til afplánunar og að hann hafi nú þriggja vikna frest til að gefa sig fram. Páll á von á því að Hegningarhúsið taki fyrst við kynferðisbrotamann- inum og síðan Litla-Hraun. „Það eru menn þarna úti sem hafa fengið dóma fyrir hin og þessi brot, of- beldis- og kynferðisbrot þar á meðal, og þurfa að bíða eftir plássi. Í sumum tilvikum eru það einstakl- ingar með ítrekuð ofbeldisbrot á bakinu. Þetta mál er þannig vaxið að við ráðumst strax í það. Það eru hreinar línur að hjá okkur er það forgangsverkefni að koma honum inn. Þó svo að við glímum við plássleysi verðum við að taka inn þá sem eru með alvarlegustu glæpina,“ segir Páll. Vernda fórnarlambið Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir forgangsröðun fangels anna nauðsynlega þar sem taka verði úr umferð hættulega einstaklinga. Það verði einfaldlega að tryggja öryggi fólks og fórnar- lamba. „Menn sem beita hrottalegu ofbeldi eru augljóslega hættu- legir, það segir sig sjálft. Í ljósi alvarleika þessa brots finnst mér skrítið að fórnarlambið hafi ekki verið varið betur. Það segir sig sjálft að fórnarlambið getur ekki unnið úr ótta sínum á meðan of- beldismaður gengur laus. Ofbeldi gegn konum verður að taka alvar- lega og við verðum að gera bót á því,“ segir Guðrún. Guðrún skilur ekkert í því hvers vegna Bjarki Már hafi hvorki verið hrepptur í gæsluvarðhald né settur í farbann. „Þarna er um að ræða einstaklega gróft brot og langan dóm sem lýsir alvöru málsins. Við hljótum að krefjast þess að hættulegir menn séu einfaldlega tekn- ir úr umferð og við verðum að hafa leiðir til að tryggja að fleiri geti ekki orðið fyrir skaða. Við höfum því miður dæmi um slíkt,“ segir Guðrún. Varðhald er undantekning Kolbrún Sævarsdótt- ir, saksóknari hjá emb- ætti ríkissaksóknara, bendir á að almennt sé reglan sú að menn séu ekki settir í gæsluvarð- hald á meðan beðið er dóms. Hún segir ákveð- in skilyrði þurfa að vera til staðar svo farið sé fram á varðhald. „Það eru ákveðin skilyrði, eins og rannsóknar- hagsmunir, ótti um að viðkomandi flýi land eða að einhverjum standi hætta af viðkomandi. í kynferðisbrota- málum  er sönnunarstaðan oft mjög erfið og þess vegna getur ver- ið erfitt að fara fram á varðhald. Áður en fólk er dæmt endanlega er gæsluvarðhald frekar undantekning og fólk getur svo deilt um hvort það sé rétt. Í þessu ákveðna máli, ef fórnarlambið hefur óttast þann dæmda, hefði nálgunarbann verið æskilegt en því var hafnað í Hæstarétti,“ segir Kolbrún. Hrafnhildur Stefánsdóttir, fórnarlamb Bjarka Más: Óttast afplánun Í viðtali við DV segist Bjarki Már óttast fyrirhugaða fangelsisvist og fullyrðir að hann sé ekki sá kynferðis- brotamaður sem dómstólar haldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.