Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Side 14
DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 206,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 207,3 kr. VERÐ Á LÍTRA 205,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 209,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 207,9 kr. BENSÍN Akranesi VERÐ Á LÍTRA 206,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,2 kr. Akureyri VERÐ Á LÍTRA 206,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,2 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 209,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 207,6 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti 14 MÁNUDAGUR 17. maí 2010 SKOÐIÐ TILBOÐIN Þrátt fyrir að matarverð hafi hækk- að mikið undanfarin ár er enn hægt að gera góð kaup. Á vefsíð- unni matarkarfan.is er hægt að finna upplýsingar yfir öll gildandi tilboð í öllum helstu verslunum landsins. Þegar þetta er skrifað má til dæmis kaupa lambalæri á til- boði í Bónus og ungnautapiparsteik á stórlækkuðu verði í verslunum Krónunnar. Í Hagkaupum eru ind- verskar kjúklingalundir á niður- settu verði og í Nóatúni eru ýmsar kjötvörur seldar á lækkuðu verði. Tilboðin eru margfalt fleiri en ætla mætti. Enginn ætti að láta hjá líða að kíkja inn á matarkarfan.is áður en í verslunarferð er haldið. SUNDLAUG KÓPAVOGS n „Lastið fær sá sem ber ábyrgð á því að ekki var búið að uppfæra breyttan opnunartíma á vef Kópavogsbæjar. Ég tók strætó úr Hafn- arfirði á miðvikudags- kvöldið til þess eins að komast að því að Sundlaug Kópavogs var lokað fyrr en stóð á vefnum,“ sagði óða- mála og foxillur viðskipta- vinur við DV. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS VEIÐIBÚÐIN n Lofið fær Veiðibúðin við Lækinn í Hafnarfirði. Þjónustan þar er bæði persónuleg og fagleg. Blaðamaður hefur átt við- skipti þar í nokkur skipti, bæði í vor og í fyrra, og alltaf komið ánægður út. Andrúmsloftið er heimilislegt og viðmót- ið vinalegt. LOF&LAST „Fólk kemur yfirleitt inn og seg- ist vanta hjól. Það veit sjaldnast hvað það vill,“ segir Jón Þór Skafta- son, sölumaður hjá Erninum. Með hækkandi sól og bensínverði velja sífellt fleiri hjólið til að komast á milli staða. Jón Þór segir að mikilvægt sé að fólk velti því fyrir sér til hvers það ætli að nota hjólið. Þannig sé auð- veldara að finna hjól sem hent- ar hverjum og einum. Hann seg- ir fjallahjól á undanhaldi og hvetur fólk sem ætlar að hjóla á malbiki til að velja hjól með grennri dekkjum. Á þeim sé auðveldara að hjóla og fólk fái síður í bakið. DV fékk Jón Þór til að gefa upp hvaða atriði gott er að hafa í huga þegar reiðhjól er keypt. Fjallahjólin víkja Hann segir aðspurður að búið sé að mata fólk á hugmyndinni um að fjallahjól henti Íslendingum best í mörg ár. Nú séu sífellt fleiri farnir að skoða aðra kosti. „Götuhjól eru þannig gerð að stýrið er stillanlegt og ásetan er þægilegri en á fjalla- hjólum. Á þeim er yfirleitt held- ur stærri hnakkur vegna þess að þyngdin hvílir fyrst og fremst á hon- um. Dekkin eru slétt og ekki jafn- breið og á fjallahjólum. Fólk er rétt- ara í baki og er þess vegna ekki alltaf að drepast í bakinu við að þurfa að halla sér svona mikið fram, eins og á fjallahjólunum,“ segir hann. Jón Þór segir að reiðhjólastígar á höf- uðborgarsvæðinu séu orðnir miklu betri en fyrir 15 eða 20 árum, því henti götuhjólin fólki miklu betur nú. Hann ráðleggur fólki að velja hjól með millibreiðum dekkjum svo líka sé gott að hjóla uppi í Heiðmörk eða í Öskjuhlíðinni þar sem malar- stígar eru. Grennstu dekkin henti þar illa. Kosta frá 70 þúsund krónum Spurður hvað gott reiðhjól kosti í dag segir Jón Þór að þau kosti frá 70 þúsund krónum. Vissulega sé hægt að fá ódýrari hjól í stórmörkuðum en endingin á þeim sé yfirleitt mun verri. „Þau eru fín fyrir þá sem vilja ódýra vöru sem endist stutt en fólk kaupir yfirleitt bara svona ódýr hjól einu sinni,“ segir hann og bætir við að þá sé einfaldlega verið að kaupa minni gæði. Hann segir enn frem- ur að stórmarkaðirnir hafi hingað til ekki veitt þá þjónustu sem þeir sem sérhæfi sig í sölu reiðhjóla bjóði, til dæmis hvað varðar varahluti, ráð- gjöf og viðgerðir. Geta enst í tíu ár Spurður hvað gott reiðhjól eigi að endast lengi, miðað við dæmigerða notkun, segir hann að það eigi að geta dugað í tíu ár, sé því vel hald- ið við. Skipta þurfi um keðju á 1.000 til 1.500 kílómetra fresti auk þess sem endurnýja þurfi reglulega slit- fleti á borð við bremsupúða. Gjarðir, demparar og stellið eigi þó að end- ast í tíu ár. Jón Þór segir þó mikilvægast að þrífa hjólið vel og vandlega. „Átta- tíu og fimm prósent af þeim hjólum sem koma inn á verkstæðið til okkar eru biluð vegna drullu í búnaði. Þá þarf að hreinsa þetta og stilla upp á nýtt,“ útskýrir hann. ÞEGAR VELJA Á REIÐHJÓL Gott reiðhjól á að endast í tíu ár ef vel er um það hugsað og fjallahjól víkja nú fyrir götuhjólum að sögn Jóns Þórs Skaftasonar, sölumanns hjá Erninum. DV fékk Jón Þór til að fara yfir hvað fólk þarf að hafa í huga þegar kaupa á gott reiðhjól sem hæfir kaupandanum. Gírar, brems- ur, hnakkur og dekk eru allt atriði sem mikilvægt er að kunna lágmarks- skil á þegar gera á góð kaup. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Fjallahjól á undanhaldi Jón Þór Skaftason hjá Erninum segir að gott reiðhjól eigi hiklaust að geta dugað í tíu ár, sé því vel haldið við. DEKK Velja skal dekk eftir því í hvað hjólið verður notað. Það hent- ar til dæmis best, að mati Jóns Þórs, að taka millibreidd á dekkjum, með fínu mynstri, ef eigandinn ætlar yfirleitt að hjóla um höfuðborgarsvæðið eða í þéttbýli, þar sem flestir stígar eru malbikaðir. Þeir sem hjóla alls ekkert á möl ættu að velja grennstu dekkin. Þau veita minnsta viðnámið. Þrýstingur í dekkjum á lágmark að vera 30 pund. Kjörþrýstingur er 40 pund fyrir flest dekk. DEMPARAR Demparinn gegnir einungis því hlutverki að mýkja högg sem verður vegna óslétts yfirborðs. Á götuhjólum (á millibreiðum dekkjum) er yfirleitt hjólað á tiltölulega sléttum stígum. Demparar, bæði að framan og aftan, taka orku af þeim sem hjóla og gera hjólreiðamanni erfiðara fyrir. Hafið þetta hugfast. Jón Þór segir að á mörgum hjólum sé það valmöguleiki að læsa dempurunum. HANDFÖNG Þar eru nokkrir mýktarflokkar. Handföng sem eru breiðari á ytri endanum eru til þess fallin að rétta höndina af svo fólk leiti síður út á endann á stýrinu þegar það þreytist í úlnliðunum. Þau geta komið í veg fyrir sinaskeiðabólgu. GÍRAR Shimano-gírar eru ekki ávísun á gæði. Til eru fjölmargar undirtegundir en þær bestu má finna inni á shimano.com. Betri gerðir frá Shimano heita Deore, SLX, XT og XTR, svo dæmi séu tekin, en Acera og Alivio eru einnig mjög góðar skiptingar frá Shimano á hjólum í ódýrari kantinum. Jón Þór segir að gerðir á borð við Tourney og SIS séu nokkuð síðri. Ástæðan fyrir því að gírarnir bila er að spennan á vírnum sem skiptir um gír gerir það að verkum að hann slaknar smám saman. Því þarf að herða reglulega á vírnum. STÝRIÐ Gott er að hafa stillan- legt stýri þannig að laga megi það að þörfum þess sem hjólar, eftir því hvernig aðstæður eru. Á fjallahjólum eru stýrin sjaldnast stillanleg. Stýri við hæfi getur komið í veg fyrir verki í baki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.