Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Qupperneq 15
17. maí 2010 MÁNUDAGUR 15
EKKI FLEIRI PISTLAR Vegna breytinga á neytenda-
opnu DV falla vikulegir pistlar frá Húseigendafélaginu
niður. Sigurður Helgi Guðjónsson og Guðbjörg Matthías-
dóttir hafa í um tvö ár skrifað pistla um réttindi og skyld-
ur húseigenda; svarað fyrirspurnum lesenda DV og skrif-
að upplýsandi greinar. Húseigendafélaginu er þakkað
gott og farsælt samstarf en eldri pistla má áfram nálgast
á neytendahluta dv.is.
ÓDÝR DEKK Við Lyngás 20 í Garðabæ er að finna dekkjaverk-
stæðið Dekkverk sem selur ódýrari hjólbarða en flest önnur.
Blaðamaður fann auglýsingu á vefnum og leitaði í kjölfarið þang-
að eftir nýjum dekkjum nú síðla vetrar. Hann fékk tvö ný vetr-
ardekk, af vandaðri tegund, undir bílinn á innan við 25 þúsund
krónur. Eigandinn sagði í samtali að þeir keyptu ekki inn dekkja-
lager nema þeir gætu keypt hann á betra verði en gengur og
gerist - til að geta boðið lægra verð en aðrir.
Hamborgarafabrikka Simma og Jóa er að slá í gegn. Sagan segir að salan sé svo mikil hjá þeim að hún sé allt að 40 prósentum yfir björtustu vonum. Á
sama tíma er slúðrað um að þeir séu farnir að líta
í kringum sig með stað númer tvö í huga. Það
er kannski ekki furða að staðurinn gangi vel
enda standa að honum tveir viðkunnanlegir og
landsfrægir menn sem hafa fengið gríðarlega
fjölmiðlaathygli í kringum opnun staðarins.
Líklega hefur ekkert veitingahús í Íslandssög-
unni fengið eins mikla kynningu og Hamborg-
arafabrikkan. Fjölmiðlavél 365 miðla var sett
á fullt fyrir um hálfu ári og afraksturinn er að
fullt er á staðnum á hverjum degi.
Í vetur hraunaði ég yfir hugmynd-ina um sjónvarpsþáttinn á þeim forsendum að Stöð 2 ætti að gefa
öðru hæfileikafólki en bara Simma
og Jóa tækifæri til að búa til sjón-
varpsþætti. Röð tilviljana leiddi til
þess að ég var mættur á Hamborg-
arafabrikkuna fyrsta hádegið sem
staðurinn var opinn. Með í för var Erna Björk kærastan mín. Strax þegar
við gengum inn um dyrnar veittum við því eftirtekt að staðurinn er mjög
vel hannaður. Hann er ekki eins stór og ég hafði ímyndað mér, en nærri
því allt innanstokks er vel hannað. Þó get ég ekki sleppt því að nefna að
barinn fannst mér vera undir áhrifum frá hinni epísku Hamborgarabúllu.
Það sem Búllan hefur fram yfir Fabrikkuna er að Búllan er ósvikin, en
stemningin á Fabrikkunni er hönnuð af innanhússarkitektum og öðrum
fagmönnum.
Matseðillinn á Hamborgarafabrikkunni var minni en ég bjóst við. Reyndar byrjar Gordon Ramsey oft á því að skera matseðilinn á veitingastöðum niður um helming, þannig að líklega er það
ágætt. Eftir að okkur var fylgt til sætis af brosandi starfsfólki, opnuðum
við matseðilinn sem var í formi dagblaðs. Hinn goðsagnakenndi ham-
borgarastaður Barneys Beanery í Bandaríkjunum er einnig með matseð-
ilinn í þessu formi. Matseðillinn er mjög einkennandi fyrir húmor Simma
og Jóa. Ég telst ekki til þeirra einlægustu aðdáenda, en lét það ekki pirra
mig. Skemmst er frá því að segja að ég pantaði Aríba Salsason, sem er
tex-mex borgarinn á matseðlinum. Erna pantaði númer 1, Fabrikku-
borgarann. Eftir nokkra stund komu borgararnir, vel útilátnir og sveittir.
Salsasonurinn bragðaðist nokkuð vel, en ferhyrnda borgarabrauðið frá
Myllunni var vægast sagt undarlegt. Allt of þykkt og tók bragðið frá ann-
ars safaríku kjöti.
Fabrikkuborgarinn hennar Ernu reyndist vera fulllítið eldaður fyrir
ólétta konu og hún neyddist til að skila honum. Starfsfólkið fær hins veg-
ar feitan plús fyrir að setja allt af stað til þess að redda nýjum borgara á
methraða. Fyrir vikið náðum við að borða matinn okkar saman. Við vor-
um bæði sammála um að kjötið í borgurunum hefði verið fínt, þjónustan
góð, verðið sanngjarnt og stemningin á staðnum hefði verið til fyrirmynd-
ar. Hins vegar var ferhyrnda brauðið algjör bragðspillir. Þeir ættu að losa
sig við þann óþverra hið snarasta og halda sig við hefðbundin hamborg-
arabrauð.
Það verður þó að segjast að þegar einungis er litið á hamborgarana
sjálfa bæta þeir nánast engu við flóruna sem þegar er til staðar. Stemning-
in og brosandi staff bæta borgarana hins vegar upp.
Nægilega fínt til
að koma aftur
VALGEIR FÓR Á VEITINGASTAÐ
NEYTENDUR
HAMBORGARAFABRIKKAN
Verð:
Stemning:
Bragð:
Þjónusta:
NIÐURSTÖÐUR
ÞEGAR VELJA Á REIÐHJÓL
AUKABÚNAÐUR Hægt er að kaupa vagna þannig að fólk
geti dregið börn á eftir sér en einnig eru til barnastólar til að
festa á hjól. Jón Þór segir að vagnarnir séu vinsælli og að hægt
sé að festa þennan búnað á öll ný hjól. Ekki þurfi að kaupa
sérstök hjól til þess. Hjólin fást með bjöllum, glitaugum og
keðjuhlíf en annan búnað þarf að kaupa á hjólið. Það eru til
dæmis körfur, dekkjahlífar, bögglaberar, lásar of fleira.
HNAKKUR Mikilvægt er að hnakkurinn sé ekki of stífur á
hjólum sem eru þannig að maður situr uppréttur. Vinsælt er
að hafa fjöðrun í sætispípunni þannig að ef þrýstingurinn er
mikill í dekkjunum finnur afturendinn ekki eins mikið fyrir því
hvað gatan er hörð. Kvenmannshnakkar eiga að vera styttri og
breiðari en karlmannshnakkarnir vegna þess að mjaðmabygg-
ing þeirra er ekki eins. Jón hvetur fólk til að spara ekki þegar
það horfir til hnakksins á hjólinu. „Þú hjólar ekki mikið ef þú ert
alltaf að drepast eftir hnakkinn,“ segir hann.
STELLIÐ Til eru mjög margar gerðir af álblöndum.
Framleiðendur reyna sífellt að blanda léttari málma
án þess að missa stífleika. Álblöndur í hjólum sem
kosta 50 til 100 þúsund krónur eru mjög svipaðar.
Flest hjól eru framleidd af sama framleiðanda.
Stundum má sjá á suðunum (þar sem rörin mætast)
hvort um vandaða vöru er að ræða eða ekki.
PEDALAR Álpedalarnir eru yfirleitt betri en þeir sem eru úr plasti.
Þeir sem hjóla mikið kaupa oft hjólaskó sem koma í veg fyrir að
fæturnir renni af pedulunum. Ef sveifarnar sem pedalarnir eru festir
á heita Shimano ættu gæðin að vera fín, að sögn Jóns Þórs.
BREMSUR Helstu merkin í bremsum
eru Tektro, Shimano og Avid, að sögn
Jóns Þórs. Í örmunum sem leggjast að
gjörðinni (þegar bremsað er) er spenna
sem gerir það að verkum að þeir skjótast
frá gjörðinni aftur þegar bremsunni
er sleppt. Spennan er misgóð eftir
tegundum þannig að í ódýrari gerðum
er spennan ekki eins góð og endist mun
skemur. Afleiðingarnar verða þær að
bremsuborðarnir liggja utan í gjörðinni
þannig að erfiðara verður að hjóla.
HJÁLMUR Jón Þór ráðleggur fólki að velja hjálm sem er auðvelt
að stilla. Algengt er að hjálmarnir séu skakkir á höfðinu. Heilir
hjálmar eða kúlulaga hjálmar eru að hans sögn verri en nýtísku-
legu hjálmarnir. „Þessir kúlulaga hjálmar kallast multiple impact
hjálmar og eiga að þola mörg lítil högg. Ef þú lendir í dæmigerð-
um árekstri á hjóli, þar sem þú hendist fram yfir þig og dettur á
höfuðið þá er hætta á því að hjálmurinn brotni ekki. Hjálmurinn
á að brotna og gefa eftir. Ef þú lendir í árekstri á hjóli með slíkan
hjálm eykst hættan á hálsmeiðslum,“ segir hann.