Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Page 16
16 MÁNUDAGUR 17. maí 2010 FRÉTTIR Hinn 81 árs gamli Frano Selak vann sem nemur 120 milljón- um króna í króatíska lottóinu fyr- ir fimm árum. Hann hefur heldur betur átt skrautlega ævi; sloppið úr flugslysi, dottið út úr flugvél og lif- að af alvarlegt lestarslys. Nú hefur Króatinn ákveðið að selja lúxushús sitt og gefa allt reiðufé sitt til vina og vandamanna. „Allt sem ég þarf er unnusta mín, Katarina. Peningar eða pen- ingaleysi mun ekki breyta neinu,“ segir Selak en hann ætlar að ganga að eiga Katarinu á næstunni. Verð- ur hún þar með fimmta eiginkona hans. Selak ætlar að flytja aftur á uppeldisslóðir sína, nánar tiltekið til Petrinja sem er bær skammt frá Zagreb, höfuðborg Króatíu. Selak ákvað þó að skilja smá aur eftir til að geta gengist undir aðgerð á mjöðm til að geta lifað eðlilegu lífi í ellinni. Sem fyrr segir hefur Selak átt skrautlega ævi og í raun óskiljanlegt að hann skuli enn vera á lífi. Árið 1962 lenti hann í alvarlegu slysi þeg- ar hann var á leið í lest frá Sarajevo til Dubrovnik. Lestin fór út af sporinu og steyptist ofan í ísilagða á. Sautján manns létust í slysinu en Selak tókst við illan leik að komast í land, þjáður af ofkælingu og handleggsbrotinn. Aðeins einu ári síðar datt hann út úr flugvél ásamt nítján öðrum þeg- ar dyr á vélinni opnuðust skyndilega. Nítján manns létust í slysinu en það varð Selak til happs að hann lenti á heysátu. Árið 1966 missti ökumaður rútu, sem Selak var farþegi í, stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún endaði úti í á. Fjórir létust í slysinu. Árið 1970 kom upp eldur í bifreið hans. Selak tókst að koma sér út úr bílnum áður en eldurinn læsti sig í eldsneytistankinn með þeim afleið- ingum að hann sprakk í loft upp. Þá varð hann fyrir strætisvagni í mið- borg Zagreb árið 1995 en slapp án alvarlegra meiðsla. Ekki löngu síðar vann hann 120 milljónir króna í lott- ói. „Ég hef aldrei sagt að ég hafi verið heppinn að komast lífs af úr þessum slysum. Ég var hins vegar óheppinn að lenda í þeim,“ segir Selak. einar@dv.is Kallaður heppnasti maður heims eftir skrautlega ævi: Gefur auðæfi sín Stubbar koma í veg fyrir ryð Efni sem notuð eru í síur á sígar- ettum geta komið í veg fyrir að stál ryðgi. Þetta er samkvæmt niðurstöð- um kínverskra vísinda- manna sem rannsökuðu innihald stubbanna. Þeir fundu níu efnasambönd, blönduðu þeim saman og komu þeim fyrir á stál- pípum sem notaðar eru í olíuleiðslur. Í ljós kom að stálið ryðgaði síður eftir að efna- blandan hafði verið borin á pípurnar. Það var Jun Zhao, prófessor við Jiatong-verkfræðihá- skólann, sem leiddi rannsóknina. Gætu niðurstöðurnar nýst í olíuiðn- aðinum en milljörðum króna er eytt á hverju ári í viðhald og viðgerðir á pípunum. Hundakjöt í geimnum Kínverjar hafa að undanförnu reynt að hasla sér völl í geimnum og eru komnir í samkeppni við Bandarík- in og Rússland á því sviði. Nú hefur Yang Liwei, fyrsti geimfari Kín- verja, opinberað að boðið hafi verið upp á hundakjöt þegar hann fór á braut um jörðu árið 2003. „Margir vina minna eru forvitnir um hvað við borðum og halda að við séum á sérstöku fæði. Staðreyndin er sú að við borðum frekar venjulegan mat,“ sagði Liwei og bætti því við að hundakjöt hefði verið á boðstólum. Hafa dýraverndunarsamtök gagn- rýnt matseðilinn. Sarkozy reiður Nicholas Sarkozy, forseti Frakk- lands, setti hnefann í borðið og hótaði að draga Frakkland út úr samstarfi við evruríkin. Þetta gerði Sarkozy á fundi með leiðtogum evruríkjanna þegar björgunarpakk- inn fyrir Grikkland var samþykktur í byrjun mánaðarins. Sarkozy vildi að öll evruríkin myndu skuldbinda sig til að aðstoða Grikki út úr vanda- málum sínum. Varð þetta til þess að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gaf eftir og féllst á að samþykkja björgunarpakkann. Obama aðstoðar Ísraelsmenn Barack Obama mun á næstu dög- um leggja til við bandaríska þing- ið að 200 milljónum dala verði veitt í að aðstoða Ísraelsmenn við að koma sér upp eldflaugavarn- arkerfi. Kerfinu er ætlað að verj- ast mögulegum eldflaugaárásum frá Gaza-ströndinni og Suður- Líbanon. Ísraelsmenn hafa þeg- ar hafið prófanir á kerfinu en til stendur að taka það formlega í notkun síðar á árinu. Bandaríkjamenn hafa að und- anförnu aukið fjárhagsaðstoð sína við Ísraelsmenn. Árið 2009 nam hún 2,55 milljörðum Banda- ríkjadala en nái áætlanir Obama fram að ganga munu þær aukast upp í 3,15 milljarða dala fyrir árið 2018. Mótmælendur í Taílandi segjast til- búnir til þess að taka upp viðræður á nýjan leik við taílensku ríkisstjórn- ina, gegn því að stjórnin dragi til baka hersveitir sínar sem hafa háð blóð- ugt stríð við mótmælendur á götum Bangkok síðustu daga. Natthawut Saikua, er leiðtogi UDD-hreyfingarinnar í Taílandi, sem segist berjast fyrir lýðræði í landinu á kostnað einræðis. Hann segir mót- mælendur vilja sáttafund með ríkis- stjórninni, sem Sameinuðu þjóðirnar hafi milligöngu um. Óstöðguleikinn í Taílandi hefur náð nýjum hæðum síðustu daga. Mótmælendur og and- spyrna hinna svokölluðu „Rauðu skyrtna“ hafa í þúsundum talið streymt út á götur miðborgar Bang- kok. 25 hafa fallið Að minnsta kosti 25 manns hafa lát- ist í átökum mómælenda og lögreglu í Bangkok. Þar að auki hafa mörg hundruð manns slasast alvarlega í átökunum. Natthawut, leiðtogi and- spyrnuhreyfingarinnar, virðist vera búinn að fá nóg. „Við viljum biðja ríkisstjórnina um að draga hermenn sína til baka úr hverfunum sem við höfum verið í. Við viljum hefja við- ræður með milligöngu SÞ sem allra fyrst.“ Útgöngubann hafði verið sett á í Bangkok vegna óeirðanna. Á sunnu- dag var ákveðið að aflétta útgöngu- banninu á þeim forsendum að her- menn ríkisstjórnarinnar hefðu náð tökum á ástandinu. „Útgöngubann er ekki nauðsyn- legt lengur,“ sagði Aksara Kerdpol, herforingi í taílenska hernum. Hann segir nauðsynlegt að öryggissveitir fái áfram að athafna sig í að handtaka „hryðjuverkamenn“ eins og hann kallar þá sjálfur. Hins vegar eigi það ekki að bitna á óbreyttum borgurum. Skotsvæði Að minnsta kosti einn féll í átökum í gær og átta manns féllu á laugardag þegar taílenskar öryggissveitir mörk- uðu svæði í miðborg Bangok þar sem hver sem er yrði skotinn, ef hann hætti sér inn á það. Mörkun skotsvæðisins var nokk- uð óvænt þar sem ríkisstjórnin hafði áður lýst því yfir að mótmælendur hefðu til klukkan 15 í dag til þess að yfirgefa umrædd svæði. Karlar þurftu að skrá sig við sérstök hlið, en kon- ur og börn gátu farið án þess að skrá sig. Taílenskir fjölmiðlar sögðu svo Við viljum biðja ríkisstjórnia um að draga hermenn sína til baka úr hverfunum sem við höfum verið í. Við viljum hefja viðræð- ur með milligöngu SÞ sem allra fyrst. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is ÓFRIÐUR Í TAÍLANDI Frumstæð vopn Mótmæl- endur stöfluðu upp dekkjum og notuðu teygjubyssur gegn taílenskum öryggissveitum. Þeir máttu sín lítils, þar sem herinn beitti leyniskyttum. MYNDIR/AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.