Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Side 17
FRÉTTIR 17. maí 2010 MÁNUDAGUR 17
Sovétríkin voru nálægt því að gera
kjarnorkuárás á Kína þegar kalda
stríðið stóð sem hæst árið 1969.
Það var Richard Nixon, þáver-
andi Bandaríkjaforseti, sem tókst
að koma í veg fyrir árásina þegar
hann fullvissaði Sovétmenn um að
slík árás myndi verða upphafið að
þriðju heimsstyrjöldinni.
Þetta er meðal þess sem kem-
ur fram í nýjum greinaflokki eft-
ir kínverska sagnfræðinginn Liu
Chenshan. Greinaflokkurinn birtist
í málgagni kínverska kommúnista-
flokksins.
Kínverjar og Sovétmenn höfðu
staðið í harðvítugum deilum um
hvar landamæri ríkjanna ættu að
liggja. Átökin við landamærin kost-
uðu þúsund manns lífið en sam-
kvæmt Chenshan voru Sovétmenn
staðráðnir í að binda enda á deil-
urnar með því að varpa kjarnorku-
sprengjum á Kína.
Chenshan segir að Sovétmenn
hafi farið til fundar við fulltrúa
Bandaríkjanna í Washington og
beðið þá um að lýsa yfir hlutleysi
sínu eftir að sprengjunum væri
varpað. Svörin voru hins vegar á þá
leið að Bandaríkjamenn gætu aldrei
lýst yfir hlutleysi og myndu svara í
sömu mynt og gera kjarnorkuárás
á Sovétríkin. Hótanir Bandaríkja-
manna urðu þess valdandi að Sov-
étmenn hættu við að gera árás á
Kína og landamæradeilan var leyst
eftir diplómatískum leiðum.
Í greinaflokki sínum segir Chens-
han að Bandaríkjamenn hafi staðið
með Kínverjum af þeirri ástæðu að
Sovétríkin væru stærri ógn en Kína.
Þannig hafi Bandaríkjamenn viljað
halda kínverska alþýðulýðveldinu
öflugu og halda því sem ákveðnu
mótvægi við Sovétríkin.
Líkur eru á að aðrir sagnfræð-
ingar munu setja stórt spurningar-
merki við greinaflokk Chenshans
en sú staðreynd að hann hafi birst í
málgagni kommúnistaflokksins þyk-
ir renna stoðum undir það að hann
hafi haft aðgang að gögnum sem
aldrei fyrr hafa þolað dagsljósið.
Sovétmenn nálægt því að gera kjarnorkusprengjuárás á Kína:
Vildu ganga frá Kínverjum
Leiðtogarnir Richard Nixon, forseti Bandaríkj-
anna, og Leonid Brezhnev, forseti Sovétríkjanna.
Kæra Ryanair
Flugumferðarstofnunin Enac á Ítalíu
hefur kært flugfélagið Ryanair fyrir
að veita ekki 178 farþegum viðeig-
andi aðstoð vegna tafar af völdum
eldgossins í Eyjafjallajökli á milli
17 og 22. apríl. Talið er að eldgosið
hafi valdið röskun á flugi hjá um átta
milljónum farþega.
Enac sakar Ryanair um að veita
farþegum á Ciampino-flugvellinum
í Róm ekki drykki, mat og gistingu
sem krafist er samkvæmt evrópskum
lögum. Enac komst að því að flestum
öðrum flugfélögum hafði tekist að
uppfylla skyldur sínar þrátt fyrir erf-
iðar aðstæður.
Nota einkaspæjara
Bandaríski herinn hefur orðið upp-
vís að því að notast við stórt net
einkaspæjara í Afganistan og Pak-
istan. Bandaríski herinn hefur ráðið
mörg hundruð verktaka til þess að
njósna fyrir sig í þessum löndum.
Njósnararnir hafa meðal annars
aflað upplýsinga um hvar uppreisn-
armenn talíbana er að finna. Þessar
upplýsingar hefur herinn meðal
annars notað til þess að hafa uppi á
uppreisnarmönnunum og drepa þá.
Borgið fyrir
hreinsunina
Barack Obama hefur krafist þess að
olíufélagið BP gefi fyrirheit um að
það muni greiða allan kostnað sem
hlýst af olíuhreinsuninni á Mex-
íkóflóa. Talið er að kostnaður við
hreinsunina nemi um 10 milljörðum
króna. „Almenningur á kröfu á því
að BP lýsi því afdráttarlaust yfir að
það ætli að greiða allan kostnað og
bæta fyrir skaðann,“ sagði talsmaður
Hvíta hússins.
Hættuleg
hjónabönd
Konur sem eiga yngri eiginmenn
geta átt von á því að lifa styttra en
þær sem eiga eldri menn, sam-
kvæmt nýrri rannsókn. Karlar sem
eiga yngri konur eru líklegri til þess
að lifa lengur. Rannsóknin náði til
tveggja milljóna danskra para. Kon-
ur sem áttu eiginmenn sem voru
7-9 árum yngri voru 20 prósent
líklegri til að deyja yngri heldur en
konur sem áttu eiginmann á svipuð-
um aldri.
frá því um helgina að þeir sem sam-
þykktu að yfirgefa mörkuðu svæðin
í miðborginni án þess að hreyfa við
mótmælum, gætu sloppið við ákær-
ur vegna þátttöku í ólöglegum mót-
mælum. Sérstök teymi á vegum ríkis-
stjórnarinnar hafa gengið á milli húsa
um hverfin og hvatt fólk, sérstaklega
konur, börn og gamalmenni, til þess
að koma sér burtu á stundinni.
Rakettur gegn leyniskyttum
Greinilegt er að mikill skjálfti er í taí-
lensku stjórninni vegna mótmæl-
anna og sáttahugur hefur ekki verið í
herforingjum. Þannig hafa hermenn
sem vakta ófriðarsvæðið í Bangkok
leyfi til þess að skjóta óbreytta borg-
ara, hvort sem um ræðir karla, konur
eða börn, ef fólkið kemur ákveðið ná-
lægt hermönnunum.
Í vikulegu ávarpi sínu til taí-
lensku þjóðarinnar á laugardag,
varaði Abshsit Vejjajiva, forsæt-
isráðherra Taílands við því að
því lengur sem mótmælin halda
áfram, í þeim mun meiri hættu
verði almennningur í. Ekki er vit-
að hvort forsætisráðherrann var
með þessu að hóta aukinni hörku
af hálfu hersins, eða hvort hann átti
við að hættan stafaði af af Rauðu
skyrtunum.
Óeirðirnar í Bangkok snúast
um að Rauðu skyrturnar, sem eru
stuðningsmenn Thaksin Shina-
watra, vilja að núverandi forsæt-
isráðherra boði til kosninga sem
fyrst. Abshsit hefur hins vegar þrá-
ast við það og segir aðgerðir taí-
lenska hersins nauðsynlegar til
þess að koma í veg fyrir að borgara-
styrjöld brjótist út og lögleysa ríki í
Taílandi. Hann sakar mótmælend-
ur um að hafa þann helsta tilgang
að kynda undir borgarastyrjöld í
Taílandi. „Það er ótrúlegt að and-
stæðingar stjórnarinnar séu til-
búnir til þess að fórna mannslífum
í pólitískum tilgangi,“ sagði forsæt-
isráðherrann í ávarpinu.
Vara ferðamenn við
Óhætt er að segja að bardaginn á
milli hersins og mótmælenda hafi
verið nokkuð ójafn. Mótmælendurn-
ir voru að mestu vopnaðir teygju-
byssum og rakettum. Þeir vörðu sig
með því að hlaða upp varnarveggj-
um úr bíladekkjum. Þeir kveiktu svo í
dekkjunum með reglulegu millibili til
þess að gera skyttum taílenska hers-
ins erfitt fyrir.
Öryggissveitir hersins settu upp
vegtálma úr gaddavír í kringum
svæðið sem mótmælendurnir héldu
sig á. Fregnir hafa borist af því að
einhverjir hermenn hafi orðið fyrir
skotrárás, en óvíst er hverjir áttu þar
í hlut.
Sjónarvottar hafa greint frá því
að taílenskir hermenn hafi skot-
ið á óvopnaða borgara. Gangandi
vegfarandi var til að mynda skot-
inn í höfuðið og lík hans fjarlægt
skömmu síðar. Talið er að leyni-
skyttur á vegum hersins hafi verið
þar að verki.
Ófriðurinn í Bangkok hefur orð-
ið þess valdandi að ríkisstjórnir fjöl-
margra landa hafa varað borgara
sína við því að ferðast til Taílands.
Sendiráð Bandaríkjanna er lokað
og verður áfram lokað næstu daga.
ÓFRIÐUR Í TAÍLANDI
Talið er að 25 manns hafi fallið í
átökum mótmælenda og hersins
í Taílandi síðustu daga. Mótmæl-
endur kveikja í dekkjum og nota
teygjubyssur á meðan herinn not-
ar leyniskyttur og markar svæði
þar sem hver sem er er skotinn ef
hann hættir sér inn á það. Leiðtogi
mótmælenda vill taka upp viðræð-
ur við herinn, en forsætisráðherra
Taílands varar við því að fleiri
óbreyttir borgarar séu í hættu ef
mótmælin haldi áfram.
Örvænting Mikil
örvænting greip
um sig meðal
mótmælenda um
helgina þegar þeir
reyndu að verja
sig fyrir árásum
öryggissveita.
Skotinn Skelfingu lostnir mót-
mælendur sjást hér bera félaga
sinn á brott eftir að hann hafði
verið skotinn af öryggissveitum.