Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Page 21
ÆTTFRÆÐI 17. maí 2010 MÁNUDAGUR 21
Sigríður Salvarsdóttir
FYRRV. HÚSFREYJA Í VIGUR
Sigríður fæddist í Reykjarfirði við
Ísafjarðardjúp og ólst þar upp. Hún
gekk í barnaskóla í Reykjanesi og
stundaði nám í Húsmæðraskólan-
um á Löngumýri í Skagafirði 1944–
45.
Sigríður var matráðskona við
Héraðsskólann í Reykjanesi vetur-
inn 1947–48 og síðar matreiðslu-
kennari þar 1985–86, var í vist í
Reykjavík veturinn 1948–49, hjá
Bínu Thoroddsen kennara og Sverri
Kristjánssyni sagnfræðingi og vann
á búi foreldra sinna – stundum sem
bústýra vegna veikinda móður sinn-
ar eða fjarvista hennar en hún var
oft matráðskona og handmennta-
kennari við skólann.
Sigríður flutti í Vigur 1950 og var
húsfreyja á þessum sögufræga stað
á árunum 1953–85. Þar hefur ætíð
verið annasamt enda gestkvæmt í
Vigur með afbrigðum auk þess sem
Sigríður hafði lengst af fjölda vanda-
lausra barna í heimili um lengri eða
skemmri tíma.
Fjölskylda
Sigríður giftist 14.7. 1951 Baldri
Bjarnasyni, f. 9.11. 1918, d. 8.7.
1998, bónda og oddvita í Vigur.
Hann var sonur Bjarna Sigurðsson-
ar, f. 24.7. 1889, d. 30.7. 1974, bónda
og hreppstjóra í Vigur, og k.h., Bjarg-
ar Björnsdóttur, f. 7.7. 1889, d. 24.2.
1977, húsfreyju.
Baldur og Sigríður tóku við búi í
Vigur 1953 og bjuggu til 1985 er syn-
ir þeirra tóku við búinu. Á Sigríður
þar enn lögheimili, en er nú búsett á
Hlíf á Ísafirði.
Sonur Sigríðar og Hafliða Jóns-
sonar, fyrrv. garðyrkjustjóra Reykja-
víkurborgar, er Hafsteinn, f. 25.2.
1946, garðyrkjufræðingur í Þingborg
í Árborg, kvæntur Iðunni Óskars-
dóttur, f. 18.1. 1945, meinatækni, og
eiga þau þrjár dætur.
Börn Sigríðar og Baldurs eru
Björg, f. 10.9. 1952, kennari á Hól-
um í Hjaltadal, var gift Jónasi Eyj-
ólfssyni, f. 18.1. 1952, og eiga þau
þrjá syni; Ragnheiður, f. 11.7.
1954, starfsmaður Eflingar, búsett
í Reykjavík, gift Óskari Óskarssyni,
f. 19.6. 1952, skrifstofumanni hjá
Olíufélagi Íslands, og eiga þau þrjú
börn en Óskar er bróðir Iðunnar;
Bjarni, f. 14.2. 1957, plasttæknir, bú-
settur í Hafnarfirði; Salvar Ólafur,
f. 5.9.1960, smiður og bóndi í Vig-
ur, kvæntur Hugrúnu Magnúsdótt-
ur, f. 21.12. 1961, húsfreyju og eiga
þau fjögur börn; Björn, f. 2.7. 1966,
búfræðingur, búsettur á Ísafirði,
kvæntur Ingunni Ósk Sturludóttur, f.
23.12. 1959, húsfreyju og söngkonu,
og eiga þau tvö börn.
Fósturdóttir Sigríðar og Baldurs
er Valdís Þorgilsdóttir, f. 14.8. 1948,
búsett í Innri-Njarðvík, gift Antoni
Margeirssyni, en hún á tvö börn.
Systkini Sigríðar eru Gróa, f. 7.6,
1922, nú látin, ritari á Veðurstofunni
var búsett í Reykjavík; Hákon, f. 14.6
1923, nú látinn, hreppstjóri í Reykj-
arfirði við Ísafjarðardjúp; Arnheið-
ur, f. 5.5.1927, d. 5.7. s.á.; Arndís, f.
14.5. 1929, ljósmóðir og fyrrv. bóndi
i Norður-Hjáleigu í Álftaveri; Ólafía,
f. 12.8 1931, húsfreyja í Vatnsfirði við
Ísafjarðardjúp.
Foreldrar Sigríðar voru Salvar
Ólafsson, f. 4.7. 1888, d. 3.9. 1979,
og k.h., Ragnheiður Hákonardóttir,
f. 16.8. 1901, d. 19.5. 1977, bændur í
Reykjafirði við Ísafjarðardjúp.
Ætt
Salvar var sonur Ólafs, b. í Lágadal
í Nauteyrarhreppi Jónssonar, b. í
Lágadal Jónssonar.
Móðir Salvars var Evlalía Sigríð-
ur Kristjánsdóttir, b. á Fremri-Bakka
Bjarnasonar, b. í Kambsnesi Jóns-
sonar. Móðir Evlalíu var Guðrún
Guðmundsdóttir, b. í Fremri-Arn-
ardalshúsum Þorvaldssonar. Móðir
Guðrúnar var Salvör, systir Jónasar
á Bakka, afa prófessoranna Jónasar
og Halldórs Elíassona. Þá var Jónas
langafi Ragnheiðar Erlu Bjarna-
dóttur, guðfræðings, líffræðings og
fjölfræðings. Salvör var dóttir Þor-
varðar, b. í Eyrardal Sigurðssonar,
ættföður Eyrardalsættar Þorvarðar-
sonar.
Ragnheiður var dóttir Hákonar,
b. á Reykhólum Magnússonar, b. á
Kletti í Geiradal Jónssonar.
Móðir Ragnheiðar var Arndís,
systir Ragnheiðar, móður Jóns Leifs.
Bróðir Arndísar var Böðvar, fað-
ir Bjarna hljómsveitarstjóra, föður
Ragnars dægurlagasöngvara. Ann-
ar bróðir Arndísar var Þórður, kaup-
maður í Reykjavík, faðir Regínu leik-
konu og Sigurðar tónskálds. Arndís
var dóttir Bjarna, óðalsb. á Reykhól-
um, Þórðarsonar.
30 ÁRA
Eva Kuttner Ægisstíg 3, Sauðárkróki
Marzena Teresa Dziamska Þúfubarði 19,
Hafnarfirði
Kristín Ósk Jónsdóttir Laufengi 12, Reykjavík
Hrönn Jónsdóttir Suðurvangi 2, Hafnarfirði
Ástrós Rún Sigurðardóttir Kálfhólum 2,
Selfossi
Jón Þór Árnason Kerlingardal, Vík
Óli Ásgeir Hermannsson Grandavegi 7,
Reykjavík
Jóhanna Eiríka Ingadóttir Bjallavaði 15,
Reykjavík
Brynjar Ísaksson Fífuseli 34, Reykjavík
Stefán Bjarnarson Marteinslaug 10, Reykjavík
Þór Sveinsson Furugrund 22, Kópavogi
40 ÁRA
Jóhannes Gunnar Sveinsson Heiðarhrauni
7, Grindavík
Lilja Ólafsdóttir Langanesvegi 21, Þórshöfn
Guðrún Skúladóttir Hvassahrauni 5,
Grindavík
Magnús Steinþór Pálmarsson Glósölum 5,
Kópavogi
Steinn Guðni Einarsson Engjaseli 68,
Reykjavík
Hörður Eiríksson Stórhóli 69, Húsavík
Guðný Guðnadóttir Bæjargili 104, Garðabæ
Guðrún Marta Ásgrímsdóttir Fannafold 184,
Reykjavík
50 ÁRA
Bryndís Bragadóttir Brekkubraut 6, Akranesi
Ingibjörg Gunnarsdóttir Hátúni 10a,
Reykjavík
Ragnheiður Anna Georgsdóttir Norðurvangi
1, Hafnarfirði
Ólafur Vilhjálmsson Smárabraut 20, Höfn í
Hornafirði
Piotr Pawel Kasperczak Hveravöllum 3,
Húsavík
María Þorgerður Guðfinnsdóttir Tjarnargötu
39, Reykjavík
Signý Ósk Richter Bogabraut 13, Skagaströnd
Natan Þór Harðarson Miðtúni 34, Reykjavík
Kristín Erna Jónsdóttir Hafnarbraut 26, Dalvík
Runólfur Jónatan Hauksson Bogaslóð 16,
Höfn í Hornafirði
Auður Ingvarsdóttir Vesturgötu 73, Reykjavík
Kristþór Gunnarsson Sævangi 5, Hafnarfirði
Unnur Þorgrímsdóttir Broddadalsá 2,
Hólmavík
Guðmundur Sigurðsson Hrólfsskálavör 5,
Seltjarnarnesi
Beverly Louise Stephenson Mánagötu 6,
Ísafirði
60 ÁRA
Anton Jan Reijnders Gunnarsbraut 45,
Reykjavík
Þórður Valdimarsson Boðagranda 6,
Reykjavík
Guðmundur Ingi Jónatansson Böggvisbraut
11, Dalvík
Guðrún A. Runólfsdóttir Mánabraut 19,
Kópavogi
Gunnlaug Jóhannesdóttir Melabraut 33,
Seltjarnarnesi
Jón Þór Sigurðsson Grettisgötu 47, Reykjavík
Sigbjörn Guðjónsson Miðhúsum 13, Reykjavík
Sæmundur Sæmundsson Réttarbakka 15,
Reykjavík
Hólmfríður Ingvarsdóttir Huldugili 60,
Akureyri
Kristján Guðmundsson Sunnuhvoli, Vogum
70 ÁRA
Vernharður Jónsson Skipagötu 7, Akureyri
Lúðvík Fahning Hansson Álftamýri 52,
Reykjavík
Unnur Einarsdóttir Ártúni 4, Hellu
Brynhildur Ingólfsdóttir Miklubraut 50,
Reykjavík
75 ÁRA
Pétur Gissurarson Gilsbakka 1, Seyðisfirði
Þuríður Sigurðardóttir Kistuholti 11, Selfossi
Sjöfn Guðmundsdóttir Nesvegi 105,
Seltjarnarnesi
80 ÁRA
Kristján Pétursson Löngumýri 57, Garðabæ
Jón Elías Guðjónsson Hallgeirsey, Hvolsvelli
Jóhanna Sveinbjarnardóttir Sóltúni 11,
Reykjavík
85 ÁRA
Ebba Lovísa Andersen Keilugranda 6,
Reykjavík
Vigdís Ester Eyjólfsdóttir Vallartröð 10,
Kópavogi
85 ÁRA Í DAG
30 ÁRA
Andzelina M. Kusowska Sigurðsson Eskihlíð
16a, Reykjavík
Tomasz Stanislaw Gronek Lækjarkinn 6,
Hafnarfirði
Adam Frackowiak Torfufelli 25, Reykjavík
Lukasz Michal Cichosz Grenimel 1, Reykjavík
Jelena Malejeva Furugrund 75, Kópavogi
Grzegorz Domasiewicz Silfurbraut 7a, Höfn í
Hornafirði
Annie Brogan Garman Þverholti 7, Reykjavík
Hulda Ósk Traustadóttir Engjaseli 72, Reykjavík
Jóhann Guðbjartur Sigurjónsson Ægisgrund
3, Skagaströnd
Vigdís Guðjohnsen Jófríðarstaðavegi 8a,
Hafnarfirði
Þorkell Þór Gunnarsson Heiðarhvammi 9b,
Reykjanesbæ
Halla Hjördís Eyjólfsdóttir Helluvaði 21,
Reykjavík
Bryndís Snorradóttir Þórðarsveig 4, Reykjavík
Runólfur Vigfússon Hagamel 48, Reykjavík
Telma Ingibjörg Sigurðardóttir Suðurgötu
33, Reykjavík
40 ÁRA
Anna Pálsdóttir Viðarási 25, Reykjavík
Þorgerður Hafsteinsdóttir Fjóluási 2,
Hafnarfirði
Olga Guðrún Gunnarsdóttir Túnbrekku 15,
Ólafsvík
Magnús Ninni Reykdalsson Baugstjörn 30,
Selfossi
Sigurbjörg P. Erlendsdóttir Fellsási,
Breiðdalsvík
Margrét Sigurjónsdóttir Arnarhrauni 26a,
Hafnarfirði
Íris Andrea Ingimundardóttir Hringbraut 45,
Reykjavík
50 ÁRA
Zdzislaw Przybyszewski Langadal 5, Eskifirði
Guðbjörg Helgadóttir Norðurbraut 33,
Hafnarfirði
Birna Kristín Baldursdóttir Eskiholti 2,
Borgarnesi
Aðalheiður Bragadóttir Giljalandi 14,
Reykjavík
Rúnar Sigurður Birgisson Vallarási 5, Reykjavík
Guðmundur Kristinn Guðnason Þverlæk, Hellu
Sigurður Erlendsson Engihjalla 25, Kópavogi
Jón Bragi Gunnarsson Stapasíðu 11c, Akureyri
Valdís Stefánsdóttir Miklubraut 72, Reykjavík
Haraldur H. Stefánsson Norðurvangi 11,
Hafnarfirði
Sigrún Aðalgeirsdóttir Vestursíðu 14c, Akureyri
Birna Rósa Gestsdóttir Gauksmýri 5,
Neskaupstað
Helga Ingibjörg Sigurðardóttir Flúðaseli 85,
Reykjavík
Guðlaug Ágústa Þorkelsdóttir Æsuborgum
14, Reykjavík
Þórunn Guðmundsdóttir Stórholti 25,
Reykjavík
60 ÁRA
Jónína Inga Jónsdóttir Steinaflöt, Varmahlíð
Jóhann Ólafur Þórðarson Klettaborg 13,
Akureyri
Hulda M. Magnúsdóttir Mávahlíð, Snæfellsbæ
Hafdís A. Magnúsdóttir Borgarbraut 2,
Borgarnesi
Nadiya Margelova Blöndubakka 18, Reykjavík
Zofia Kleinschmidt Grundarstíg 15, Reykjavík
Björn Gústafsson Klapparbergi 25, Reykjavík
Jón B Sveinsson Vallargerði 34, Kópavogi
70 ÁRA
Matthildur Valtýsdóttir Álftamýri 38,
Reykjavík
Sævar Sigurðsson Hjarðarholti 6, Selfossi
Sigfús Guðmundsson Bakkabakka 1,
Neskaupstað
Álfheiður Bjarnadóttir Funafold 67, Reykjavík
75 ÁRA
Sigurást Klara Andrésdóttir Bólstað, Hellu
Nína Erna Eiríksdóttir Borgarhlíð 2,
Stykkishólmi
Guðbjörg Benjamínsdóttir Prestastíg 9,
Reykjavík
Regína Stefnisdóttir Sogavegi 134, Reykjavík
Steinunn L. Steinsen Básbryggju 13, Reykjavík
Gunnar Gunnarsson Klifagötu 14, Kópaskeri
80 ÁRA
Sigurður Hjartarson Álfaskeiði 96, Hafnarfirði
Jóhanna S. Jóhannesdóttir Fagrabæ 16,
Reykjavík
Þorvarður Helgason Lundarbrekku 8, Kópavogi
90 ÁRA
Þórhalla Þorsteinsdóttir Víðilundi 2d, Akureyri
TIL HAMINGJU INGJU
AFMÆLI 17. MAÍ
80 ÁRA Í DAG
Björn fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi
1946, loftskeytaprófi 1948, símrit-
araprófi 1950 og stúdentsprófi frá
MH 1975.
Björn starfaði á Loftskeyta-
stöðinni í Gufunesi í nokkur ár,
hjá Samvinnutryggingum, Trygg-
ingafélaginu Heimi hf. og loks Vá-
tryggingafélaginu hf. til 1970. Hann
starfaði hjá Íslenskum aðalverktök-
um hf. á Keflavíkurflugvelli á árun-
um 1971-75 en starfaði síðan hjá Ís-
lenskri endurtryggingu frá 1976 og
þar til hann lét af störfum fyrir ald-
urs sakir.
Fjölskylda
Björn kvæntist 16.10. 1954 Helgu
Elsu Jónsdóttur, f. 16.8. 1931, hús-
móður og fyrrv. skrifstofumanni.
Hún er dóttir Jóns Friðriks Matthí-
assonar loftskeytamanns og k.h.,
Jónínu Jóhannesdóttur húsmóður.
Börn Björns og Helgu Elsu eru
Jónína Bjartmarz, f. 23.12. 1952, gift
Pétri Þór Sigurðssyni, f. 29.3. 1954,
og eru synir þeirra Birnir Orri, f.
25.6. 1985, og Ernir Skorri, f. 27.2.
1989; Óskar Bjartmarz, f. 14.3. 1956,
en kona hans er Svava Schiöth, f.
19.11. 1957, og er sonur þeirra Ottó
Axel, f. 7.11. 1996, en börn Óskars
frá fyrra hjónabandi og Kristínar
I. Gunnarsdóttur, f. 9.1.1957, eru
Björn Rúnar, f. 19.11. 1977, og Bryn-
hildur Ásta, f. 23.12.1980; Jón Frið-
rik Bjartmarz, f. 27.8. 1957, kvæntur
Ingibjörgu Jóhannsdóttur, f. 14.10.
1959, og eru börn þeirra Guðrún,
f. 11.3.1982 en maður hennar er
Þorri Björn Gunnarsson og er son-
ur þeirra Alexander Jóhann, f. 17.7.
2007, og Arnar, f. 18.3.1988; Björn
Bjartmarz, f. 23.4. 1962, en dóttir
hans og Rögnu Lóu Stefánsdóttur
er Elsa Hrund, f. 29.6. 1993, en sam-
býliskona Björns er Sigríður María
Jónsdóttir og á hún þrjú börn, Jó-
hann Gunnar, Tómas og Evu Maríu.
Bræður Björns: Gunnar Bjart-
marz, f. 1931, lengst af kaupmað-
ur í Reykjavík; Hilmar Bjartmarz,
f. 1934, rafvirki í Garðabæ; Freyr
Bjartmarz, f. 1938, offsetprentari í
Kópavogi.
Foreldrar Björns: Óskar Bjart-
marz, f. 15.8. 1891, d. 15.7. 1992,
forstöðumaður Löggildingarstofu,
og k.h., Guðrún Bjartmarz f. Bjarn-
arson 4.9. 1901, d. 24.10. 1977, hús-
freyja.
Björn Stefán Bjartmarz
FYRRV. SKRIFSTOFUMAÐUR
TIL HAMINGJU
AFMÆLI 18. MAÍ