Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Side 2
„Þetta er náttúrlega mjög erfitt“ n Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, berst við krabbamein og undir gengst nú erfiða og stranga lyfjameðferð. Í mánudagsblaði DV sagðist Jóhannes virkilega bjartsýnn á bæði eigin framtíð og fyrirtækis síns. Nú er Jóhannes hárlaus sem hann segir bara gera sig enn fallegri en hann var áður. Fyrir rúmu ári fór Jóhannes í aðgerð til að láta fjarlægja gallsteina og kom þá í ljós hjá honum illkynja eitlastækkun. Í fyrstu var fylgst með veikindum hans á tveggja mánaða fresti og á endanum talið ljóst að ströng lyfjameðferð væri nauðsynleg til að reyna að sporna gegn krabbameininu. Sú meðferð tekur sex mánuði og því lýkur henni í október. „Ég get ekki kvartað þar sem meðferðin hefur gengið ágæt- lega. Það er náttúrlega mjög erfitt að glíma við þetta en ég hef verið hepp- inn með hvernig líkaminn hefur tekið þessari meðferð.“ „Veit ekki hVort ég mun jafna mig á sálinni“ n Ása Þorsteinsdóttir sem lenti í alvar- legu bílslysi á Suðurnesjum í apríl hefur náð ótrúlegum framförum. Tvær af bestu vinkonum Ásu létu líf- ið í slysinu en ökumaðurinn, ungur karlmaður, slapp nánast ómeiddur en hann var sá eini sem var í bílbelti. Móðir Ásu segist aldrei munu gleyma símtalinu sem hún fékk morguninn afdrifaríka. Slysið hef- ur breytt lífi fjölskyldunnar til frambúðar. „Ég hef það gott líkamlega en auðvitað er þetta erfitt. Ég veit ekki hvort ég muni einhvern tím- ann jafna mig á sálinni,“ sagði Ása í mánudags- blaði DV en hún slasaðist mikið í bílveltunni. Öll vinstri rifbein Ásu brotnuðu, bringubein brotnaði og hún handleggs-, tvíhöfuðkúpubrotnaði, ennis-, kjálka-, kinnbeins- og nefbrotnaði auk þess sem milta hennar og nýru sködduðust. Hún útskrifaðist af sjúkrahúsi 24. maí og hóf endurhæfingu á Endurhæfingarstöðinni á Grensás en þar dvaldi hún til 16. júní. „hirði bílinn hVar sem ég finn hann“ n Arnar Geir Kárason vildi ekki afhenda Lýsingu bílinn sinn nema vörslusviptingarmenn hefðu að- fararheimild undir höndum. Lár- us Viggósson, eigandi Vörslusvipt- ingar, sagðist ekki þurfa slíka heimild til að taka bílinn af honum. Arnar tók upp tvö sam- töl milli þeirra tveggja þar sem þetta kemur fram og DV birti á miðvikudag. Gísli Tryggva- son, talsmaður neytenda, segir algengt að fólk hafi verið svipt eigum án þess að aðfarar- beiðni liggi fyrir. Slíkt standist ekki lög. Lárus færði þau rök fyrir máli sínu að Arnar væri ekki skráður eigandi að bílnum vegna þess að hann hefði bifreiðina á kaupleigu. Því hefði Arnar aðeins umráðarétt yfir bílnum. Lýsingu væri því frjálst að taka bifreiðina stæði Arnar ekki við skil- mála samningsins. Eftir að hafa þrætt við Arnar í um klukkustund sagðist Lárus hins vegar ætla með málið í innsetningu. Innsetning krefst aðfarar- heimildar. „Jafnframt ætla ég að hirða bílinn hvar sem ég finn hann,“ sagði Lárus meðal annars í samtalinu. 2 3 1 neytendur FAR VEL MARADONA! iPhone ER LÍTIL FARTÖLVA „ÞÚ BuLLAr BArA Út Í LOFtIГ n LIFÐI AF BÍLsLysIÐ vIÐ keFLAvÍk:ÁttI Í HÖrÐuM deILuM seM kennArI FréttIr BERST VIÐ KRABBA MEINIÐ Jóhannes í Bónus: M YN D R Ó BE RT R EY N IS SO N erLent REkTOR vIð pRÓfESSOR: 1.300 greInAst Á Hverju ÁrI n „MjÖg erFItt AÐ gLÍMA vIÐ ÞettA“ n Fékk BLóÐdeMAnt FrÁ eInræÐIsHerrA NAOMI BER VITNI Í SÍERRA LEÓNE Myrk hlið Mels: MÓÐGAR ÞELDÖKKA FréttIr svIÐsLjós spOrt „VEIT EKKI HVORT ÉG MUN JAFNA MIG Á SÁLINNI“ „ÞETTA VAR SKELFILEGUR TÍMI“ n FOreLdrArnIr: MÁnudAgur og ÞrIÐjudAgur 5. – 6. JÚLÍ 2010 DagBlaðIð víSIR 76. TBl. 100. áRg. – vERð kR. 395 miðvikudagur og fimmtudagur 7. – 8. JÚLÍ 2010 dagblaðið vísir 77. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 fréttir M YN d H Ö rð U r sv ei N ss O N tók upp samtal við vörslusvipti: n „Ef ÞEtta Er HEima HJÁ Þér, ÞÁ kEm ég ÞaNgað Á trukk Og NÆ Í HaNN“ n „ÞÚ kEmSt aLdrEi að maNNiNum SEm ÞÚ Ert að SLÁSt við“ SÍmiNN BÝður Í LaX n LEyNd yfir ÞiggJENdum fréttir ÞÁTTUR MP vaR MEIRI EN TaLIÐ vaR n fyrSta ÁkÆra ÓLafS: Bílasali vill rannsókn:„ÞETTa ER SvIKaMYLLa“ MagNúS SchEvINg fóR Á KoSTUM í STjöRNULEIK SaMTaL IÐ í hEILd KaLLaÐUR „BjÁNI“ af RUKKaRa Óhollusta: SKAÐAR ÞÚ ÞIG VARANLEGA? ÚttEkt n HrÆÓdÝrar SkÓLatöSkur n ÍÞrÓttavörur Á afSLÆtti n föt Á HÁLfvirði BESTU ÚTSÖLURNAR fÓLk Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, sést á mynd úr einkaþotu Milestone og Glitnis. Sveppi sést þar slaka á með iPod í eyrunum. Hann vill ekki greina frá því á hvað hann var að hlusta né hvert hann var að fara. Samkvæmt Sveppa flaug hann oft í vélinni. Bróðir Sveppa, Ingvar, var starfsmaður Karls Werners- sonar í Milestone og skýrir það líklega veru Sveppa í þotunni. hitt málið Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Ný kynslóð Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri 2 fréttir 9. júlí 2010 föstudagur 2 fréttir 5. júlí 2010 mánudagur FER REGLULEGA AÐ LEIÐUnUm „Ég hef það gott líkamlega en auðvit- að er þetta erfitt. Ég veit ekki hvort ég muni einhvern tímann jafna mig á sál- inni,“ segir Ása Þorsteinsdóttir, 17 ára, sem lenti í alvarlegu bílslysi við Mána- torg á Suðurnesjum þann 24. apríl síðastliðinn þegar bíll valt eftir að hafa verið ekið á ljósastaur. Tvær stúlkur létu lífið í slysinu en ökumaðurinn, ungur karlmaður sem grunaður er um ölvun við akstur, slapp lítið meiddur en hann var sá eini sem var í bílbelti. Högg olli persónuleikabreytingu Öll vinstri rifbein Ásu brotnuðu, bringubein brotnaði og hún hand- leggs-, tvíhöfuðkúpubrotnaði, ennis-, kjálka-, kinnbeins- og nefbrotnaði auk þess sem milta hennar og nýru sködd- uðust. Eftir slysið var henni haldið sof- andi en hún dvaldi á gjörgæsludeild Landspítalans í 16 daga og var svo flutt yfir á almenna deild. Hún útskrif- aðist af sjúkrahúsinu þann 24. maí og hóf endurhæfingu á Endurhæfingar- stöðinni á Grensás en þar dvaldi hún til 16. júní. Í dag fer hún tvisvar í viku í sjúkraþjálfun í Keflavík og gengur það vonum framar. Móðir hennar, Sigríður Þ. Þorleifs- dóttir, segir batann ótrúlegan en að Ása hafi orðið fyrir miklu höggi á enn- isblað sem hafi valdið persónuleika- breytingu. „Tíminn mun leiða í ljós hvort sá skaði sé tímabundinn eða ekki en miðað við hvað hún slasað- ist mikið eru þetta ótrúlegar framfarir og við vonum það besta,“ segir Sigríð- ur sem mun aldrei gleyma símtalinu sem hún fékk um morguninn. „Ég var stödd fyrir norðan, á Þórshöfn, þegar ég fékk símtalið klukkan hálf átta um morguninn. Ég fékk lítið af upplýsing- um í símann svona fyrst og sem betur fer því ég var svo langt í burtu,“ segir Sigríður sem gerði sér ekki grein fyr- ir alvarleika málsins fyrr en á leið á daginn. „Vegna eldgossins var ekkert flug frá Akureyri svo ég endaði á því að keyra suður og var ekki komin til hennar fyrr en 11 um kvöldið. Þá hafði pabbi hennar sagt mér meira. Þetta var skelfilegur tími og mjög langur dagur. Ég hafði ekki bara áhyggjur af dóttur minni heldur hafði ég líka misst tvær stelpur sem höfðu verið heima- gangar á okkar heimili.“ Gat ekki kvatt þær Stúlkurnar tvær sem létust í slysinu hétu Lena Margrét Hinriksdóttir og Unnur Lilja Stefánsdóttir og voru tvær af bestu vinkonum Ásu. Ása missti af jarðarför þeirra beggja þar sem hún lá í öndunarvél á sjúkrahúsinu. „Ég vaknaði sama dag og Lena var jörðuð og það var hrikalega erfitt að heyra að þær væru dánar. Ég gat ekki kvatt þær í jarðarförinni en fer reglulega upp að leiðum þeirra.“ Ása og fjölskylda hennar hafa hald- ið sambandinu við ökumanninn og fjölskyldu hans. Samkvæmt Ásu er líðan hans eftir atvikum góð. „Hann mun vonandi jafna sig á þessu með tímanum og ég veit að vinir hans og fjölskylda standa þétt við bakið á hon- um. Auðvitað eru einhverjir reiðir en það þýðir ekkert,“ segir hún og Sigríð- ur bætir við: „Við tókum þá ákvörðun að koma þeim tveimur á fætur sem lifðu af. Þetta hefur ekki reynst þeim auðvelt en bæði honum og Ásu hefur gengið vonum framar. Það eru ótrú- legustu hlutir sem hafa farið í gegnum hugann og alls kyns tilfinningar sem maður getur ekki lýst. Fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir hvað við vor- um heppin en að sama skapi er erfitt að vera sá sem situr eftir.“ Efitt fyrir systkinin Sigríður og eiginmaður hennar, Þor- steinn Ásmundur Waltersson, eiga þrjú önnur börn. Strák á sautjánda ári og tvær stúlkur, tíu og átta ára. Sigríður segir slysið hafa haft mikil áhrif á alla fjölskylduna. „Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir okkur öll og þessi reynsla er af því tagi sem enginn ætti að þurfa að fara í gegnum. Að barnið manns lendi í alvarlegu slysi hlýtur að vera eitt það skelfilegasta sem foreldri upplifir. Bróðir hennar fór líka mjög illa út úr þessu enda eru aðeins 13 mánuðir á milli þeirra Ásu og þau hafa alltaf ver- ið mjög tengd.“ Sigríður segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá Suðurnesjum og íslensku samfélagi í heild sinni. „Við fengum viðbrögð alls staðar frá og ég held að það hafi orðið mikil vakning í samfélaginu gagnvart svona alvarleg- um slysum sem eru alltof mörg þótt þeim hafi fækkað. Þessi stuðningur sem fólkið hér í Garðinum og á Suð- urnesjum veitti okkur var ótrúlegur. Auðvitað voru allir harmi slegnir enda Ása Þorsteinsdóttir sem lenti í alvarlegu bílslysi á Suðurnesjum í apríl hefur náð ótrúlegum framförum. Tvær af bestu vinkonum Ásu létu lífið í slysinu en öku- maðurinn, ungur karlmaður, slapp nánast ómeiddur en hann var sá eini sem var í bílbelti. Móðir Ásu segist aldrei munu gleyma símtalinu sem hún fékk morgun- inn afdrifaríka. Slysið hefur breytt lífi fjölskyldunnar til frambúðar. indíana Ása HrEinsdóttir blaðamaður skrifar: indiana@dv.is Ég hélt að það myndi ekkert koma fyrir mig en nú veit ég að það þýðir ekk- ert að hugsa svoleiðis og ég vil segja öllum að nota bílbelti. Unnur Lilja stefánsdóttir Lena Margrét Hinriksdóttir Jóhanna Berglind Kristjánsdóttir, móðir Lenu Margrétar, sagði í viðtali við DV í apríl það hafa verið algjört reiðarslag að fá fréttir af slysinu. Hún segir ekkert eins sárt og að missa yndislega dóttur sína. „Við sáum Lenu aldrei nema geislandi lífsglaða og yndislega í alla staði. Lena var hjálpleg við alla og var óhrædd við að sýna það ásamt því að vera örlát á sitt. Að missa þessa frábæru stúlku er það sárasta sem maður upplifir og þetta er stórt skarð í okkar fjölskyldu sem aldrei verður fyllt,“ sagði Jóhanna Berglind sem var, ásamt sjúpföður Lenu Margrétar, erlendis þegar tíðindin bárúst. Sökum eldgossins í Eyjafjallajökli komust þau ekki til landsins til að vera hjá henni á sjúkrahúsinu áður en hún lést. „Við biðum sólarhring á flugvellinum úti og það var gífurlega erfitt. Það lék allt í höndunum á henni og hún var yndislegur karakter. Þetta skarð sem hún skilur eftir sig verður aldrei fyllt,“ sagði Halldór Jónsson, stjúpfaðir Lenu, í viðtali við DV í apríl. lífsglöð og yndisleg allt breytt Ása Sigurjóna Þorsteinsdótt- ir lifði slysið af en tvær af hennar bestu vinkonum létu lífið. Sverrir Þór Sverrisson, leikari og skemmtikraftur sem betur er þekktur sem Sveppi, var einn af þeim sem flugu í einkaþotum sem Glitnir og Milestone ehf. leigðu á árunum fyrir hrun. DV hefur áskotnast mynd af Sverri þar sem hann situr í einni slíkri. Þar sést hvar hann liggur á leðurbekk og hlustar á tónlist úr iPod. Í samtali við blaðið vill Sveppi ekki greina frá því hvert hann var að fara. „Ég man ekki hvert ég var að fara, því ég fór svo oft, við vorum alltaf eitthvað að leika okkur í þessari vél,“ segir hann. Þegar blaðamaður spyr Sverri á hvað hann hafi verið að hlusta seg- ist hann ekki vilja segja það. Hundruð milljóna í einkaþotur Samkvæmt heimildum DV voru þoturnar notaðar í ýmsum til- gangi og þá í viðskipta- jafnt sem frístundaerindum. Flogið var með fólk til og frá Evrópu, ásamt því að flogið var til Bandaríkjanna. Eign- arhaldsfélagið Milestone eyddi 270 milljónum króna í leigu einkaþotna árið 2007 og 300 milljónum árið 2008. Fjöldi starfsmanna frá Glitni var meðal farþega ásamt skyld- mennum. Meðal þeirra voru Lár- us Welding, þáverandi bankastjóri Glitnis, Steingrímur og Karl Wern- erssynir og systir þeirra, Ingunn Wernersdóttir. Vitað er að Ingunn flaug með einkaþotu til Alicante á Spáni í febrúar 2007. Ríkissaksóknari meðal farþega Aðrir þeir sem nefndir eru á far- þegalista Mile stone eru Bogi Nils- son, fyrrverandi ríkissaksóknari, og synir hans. Bogi sagði á sín- um tíma í samtali við DV að hann hefði verið á leið í frí, en sagðist ekki hafa vitað á vegum hvers þot- an var. Hann sagði þetta enn frem- ur hafa verið eftir starfslok sín, sem voru um sumarið 2007. Synir hans, Bogi og Bernhard, voru tengdir Glitni og Milestone. Bernhard var yfir lögfræðisviði FL Group, sem var stærsti hluthafi Glitnis, en Bogi gegndi stöðu yfirmanns á fjármála- sviði Askar Capital, sem var eitt af dótturfélögum Milestone. Líklegt er að Bogi Nilsson hafi fengið að fljúga með þotunni vegna ættar- tengsla sinna. Bróðir Sverris einnig á listanum Bróðir Sverris, Ingvar Sverrisson, var einnig á Milestone-listanum. Þegar DV hafði samband við Ingv- ar sagðist hann hafa verið í atvinnu- erindum: „Ég var í vinnu hjá Karli Wernerssyni á þessum tíma.“ Að- spurður segist hann ekki vilja tjá sig um það hvert ferðinni var heitið eða í hvaða erindagjörðum: „Ég hef engan áhuga á því að tala um þetta,“ segir hann við blaðamann DV. Ingvar gegndi tímabundið stöðu framkvæmdastjóra Sam- fylkingarinnar snemma árs 2005 og er í dag aðstoðarmaður Krist- jáns L. Möller samgönguráðherra. Ekki eru heimildir fyrir því að hann hafi verið að störfum fyrir Samfylk- inguna á þeim tíma er hann var í vinnu hjá Karli Wernerssyni. LÉK SÉR OFT Í ÞOTU KARLS Símon ÖRn ReynISSon blaðamaður skrifar: simon@dv.is Við vorum alltaf eitthvað að leika okkur í þessari vél. Sveppi í einkaþotu Þegar blaðamaður DV spurði á hvað hann hefði verið að hlusta, sagðist hann ekki vilja segja það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.