Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Qupperneq 8
Álfheiður tengd
lýsingu
n Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis-
ráðherra er einn vígreifasti aktífisti
íslenskra stjórnmála og tekur jafnan
harða afstöðu
með lítilmagn-
anum. Þannig
var hún viðstödd
hina sögulegu
árás mótmæl-
enda á Lögreglu-
stöðina á Hverf-
isgötu við upphaf
búsáhaldabylt-
ingarinnar. Álfheiður þarf hins vegar
að slíðra sverðin þegar heim er kom-
ið. Eiginmaður hennar, Sigurmar K.
Albertsson hæstaréttarlögmaður,
vinnur fyrir lánafyrirtækið Lýsingu
og reynir allt hvað hann getur til
að tryggja sigur lánafyrirtækisins á
einstaklingum sem eiga erfitt með
að borga tvöfölduð gengistryggð lán.
Þetta hlýtur að vera nokkuð erfitt fyr-
ir Álfheiði sem er alin upp í Alþýðu-
bandalaginu og hefur alltaf haft hags-
muni almennings og lítilmagnans
að leiðarljósi í hinni eilífu baráttu við
stórfyrirtækin og auðvaldið.
Bónusfortíð
Baugshatara
n Hægri-öfgamaðurinn Friðbjörn
Orri Ketilsson, sem stendur meðal
annars að vefmiðlinum AMX, hefur
skipað sér í flokk
með Hannesi
Hólmsteini
Gissurarsyni og
fleirum, sem eru
harðsvíruðustu
andstæðing-
ar Baugsveld-
isins. Friðbjörn
býr hins vegar
yfir ýmiss konar starfsreynslu, sem
hann hefur mishátt um. Reyndar má
segja að frá hans yngri árum sé einn
ferill sláandi farsæll. Hann byrjaði
sem lagerstarfsmaður hjá Bónus árið
2000. Þá vann hann sig fljótt upp í
stöðu aðstoðarverslunarstjóra og
síðar verslunarstjóra hjá Bónus. Þetta
má sjá á ferilskrá hans, sem var fjar-
lægð af netinu fyrir nokkru. Þar taldi
hann fram að áður en yfir lauk hefði
hann verið verslunarstjóri í minnst 13
Bónusverslunum, áður en stolt hans
dvínaði. Vel væri því hægt að hengja
nafngiftina fyrrverandi Baugsliði á
þennan harða AMX-mann.
hatur hannesar
n Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor hefur svarað ásökunum
Egils Helgasonar um að hann leggi
fæð á Þorvald
Gylfason hag-
fræðing og fjöl-
skyldu hans og
kallar þá gjarnan
Aragötufeðgana
þegar illa liggur á
honum. Að sögn
Hannesar ber
hann engar til-
finningar til Þorvaldar og fjölskyldu,
en hins vegar kunni að vera að hann
sjálfur sé eitur í beinum þeirra.
Ástæðan sé að Hannes hafi upplýst
ritstuld föður Þorvaldar, Gylfa Þ.
Gíslasonar ráðherra, í blaðagrein árið
1979. Undanfarið hefur Hannes verið
staddur í Brasilíu í leyfi. Það er ekki
óviðeigandi, þar sem einhverjar æv-
intýralegustu sápuóperur heims eru
framleiddar þar í landi.
sandkorn
8 fréttir 9. júlí 2010 föstudagur
Brúðkaups
gjafir
FU
RS
TY
N
JA
N
Söfnunarstell 13 teg. á lager - Pöntum inn í enn fleiri stell
Hnífaparatöskur
f/12m. 72 hlutir
margar
gerðir
Hitaföt - margar gerðir
Líttu á www.tk.is
FALLEGUR KRISTALL
K r i n g l u n n i - S í m i : 5 6 8 9 9 5 5
40
ára
Vörur á verði fyrir þig
Ótrúlegt glasaúrval á frábæru verði
Verum vinir á
Lyst ehf., rekstraraðili Metro, áður
McDonald‘s, er gjaldþrota. Rekstur-
inn hefur verið seldur Lífi og heilsu
ehf. sem tekur við veitingastöð-
um Metro í Skeifunni og á Smára-
torgi. Rekstri veitingastaðarins í
Kringlunni hefur verið hætt. Jón
Garðar Ögmundsson, eigandi Lyst-
ar, segir leiðinlegt að svo hafi farið,
hann hafi fundið vinnu fyrir marga
starfsmenn frá Kringlunni á öðrum
veitingastöðum og reynt að aðstoða
alla þá starfsmenn sem þjást vegna
þessara tímamóta hjá Metro.
„Ég lenti sjálfur verst í þessu. Lán-
in mín hækkuðu, eins og hjá mörgum
öðrum, og á endanum seldi ég rekst-
urinn. Ég reyndi að hjálpa krökkun-
um sem unnu í Kringlunni og gerði
það sem ég gat,“ segir Jón Garðar.
Guðlaug Ingibjörg Albertsdóttir
var rekstrarstjóri Metro í Kringlunni.
Hún er ósátt við vinnubrögð Lyst-
ar, enda segist hún ekki hafa fengið
útborguð laun um síðustu mánaða-
mót. Hún á von á barni og segir að
streitan sem fylgi því að standa í deil-
um við fyrrverandi vinnuveitendur
sína hafi haft slæm líkamleg áhrif.
Algjört sjokk
„Þegar Metro í Kringlunni hætti, var
mér ekki sagt upp og ég á því enn þá
rétt á launum hjá fyrirtækinu,“ segir
Guðlaug Ingibjörg sem hefur unn-
ið hjá fyrirtækinu í hálft sjöunda ár.
„Ég fékk algjört sjokk á föstudaginn
síðasta þegar ég komst að því að ég
hafði ekki fengið útborgað hjá fyrir-
tækinu. Margir þeirra sem unnu
undir mér í Kringlunni hafa feng-
ið vinnu á öðrum veitingastöðum
Metro. Þeir fengu útborgað frá nýja
fyrirtækinu, en ég er enn á launa-
skrá hjá Lyst ehf., sem er gjaldþrota.
Ég er leið og sár yfir þessu, því ég
vann lengi fyrir þetta fyrirtæki,“ seg-
ir hún.
Komin átta mánuði á leið
Guðlaug á von á barni og er komin
átta mánuði á leið. „Mér skilst að
ég eigi inni þriggja mánaða upp-
sagnarfrest, en mér hefur samt
auðvitað ekki verið sagt upp enn
þá. Ég á líka sumarfrí inni. Ég
leitaði til stéttarfélagsins Efling-
ar og þar var mér sagt að ég gæti
sótt launin mín til Ábyrgðasjóðs
launa þar sem ég fengi greitt eft-
ir tólf til átján mánuði. Eigendur
Lystar hafa ekki haft samband við
mig um launamál né annað í kjöl-
far þessa gjaldþrots. Ég er ólétt og
stressið hefur líkamleg áhrif, mér
leið mjög illa á föstudaginn þegar
ég fékk ekki útborgað. Ég reyndi
að hringja á skrifstofu Lystar og
þar var búið að aftengja öll síma-
númer. Ég talaði við þann sem ég
hélt að væri framkvæmdastjóri en
hann neitaði að hafa gegnt þeirri
stöðu síðastliðin tvö ár, sem kom
mér algerlega í opna skjöldu.“
Reyna að aðstoða alla
Guðlaug segist hafa heyrt reglulega
í fyrrverandi starfsmönnum sín-
um í Metro, Kringlunni. „Þeir vilja
fá útskýringar á hver þeirra rétt-
ur sé, hvort þeir fái ekki örugglega
útborgað og hvort þeir fái orlofið
greitt. Ég hef bent þeim á að ræða
við stéttarfélagið en að það væri í
raun ekki mikið sem ég gæti gert.“
Jón Garðar Ögmundsson segir
að nú sé reynt að greiða úr þeim
málum sem fylgja gjaldþroti Lyst-
ar. „Við erum að vinna í þessu og
það munu allir fá greitt á endan-
um. Það er leiðinlegt að svona hitti
á, en við höfum reynt að hjálpa öll-
um sem að málinu koma.“
Það vakti heimsathygli í nóv-
ember þegar Lyst ehf. tók niður
skilti McDonald‘s og hóf að selja
Metro- borgara í staðinn. Það var
gert í kjölfar hrunsins þar sem
kostnaðarsamt þótti að flytja hið
sérvalda McDonald‘s-hráefni til
landsins og heppilegra að nota
mestmegnis íslenskt hráefni í borg-
arana.
HElGI HRAFn GuðmundSSOn
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
FÆR EKKI LAUN FRÁ
GJALDÞROTA METRO
Rekstraraðili hamborgarakeðjunnar Metro er gjaldþrota. Jón Garðar Ögmundsson,
eigandi Lystar ehf., seldi Líf og heilsu ehf. reksturinn. Veitingastað Metro í Kringlunni
hefur verið lokað. Guðlaug Ingibjörg Albertsdóttir, rekstrarstjóri Metro í Kringlunni,
fékk ekki greidd laun um síðustu mánaðamót þó að henni hafi ekki verið sagt upp.
metro Veitingastaðakeðjan,semáðurbarnafnMcDonald‘s,stendurátímamótum. Eigandi lystar JónGarðarÖgmunds-
sonsegiraðstarfsfólkiðfáilauninsín,
þráttfyrirþáerfiðustöðusemkominer
upp.
Sár og leið GuðlaugIngi-
björgAlbertsdóttirfærekki
launinsínhjáMetro.Húnsegir
þaðhafatekiðá,endaséhún
komináttamánuðiáleið.
Ég er ólétt og
stressið hefur
líkamleg áhrif.