Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Side 13
föstudagur 9. júlí 2010 fréttir 13
Sældarlíf KaupþingSKlíKunnar í lúx
Ari Daníelsson, fyrrverandi banka-
stjóri Glitnis í Lúxemborg, býr í næstu
götu við Hreiðar Má í Cents-hverfinu.
Hreiðar skuldaði Kaupþingi nærri sex
milljarða króna við fall Kaupþings
vegna kúlulána til hlutabréfakaupa.
Hann var úrskurðaður í tveggja vikna
gæsluvarðhald vegna rannsóknar sér-
staks saksóknara á málefnum Kaup-
þings.
Kalt yfirbragð hans vakti athygli
þegar myndir birtust af honum í ís-
lenskum fjölmiðlum eftir að hann var
handtekinn og yfirheyrður. Öfugt við
Magnús Guðmundsson var ekki að
sjá að Hreiðari Má væri brugðið. Þvert
á móti gekk hann til og frá yfirheyrsl-
um með hendur í vösum eins og hann
væri í hæglátum göngutúr á sunnu-
degi. Nú hefur hann það gott í Lúxem-
borg og situr væntanlega á milljörðum
króna sem hann getur leikið sér með
- Hreiðar Már var launahæsti íslenski
bankamaðurinn.
Hreiðar Már er þessa dagana
staddur í Lúxemborg en DV náði ekki
tali af honum.
Ingólfur býr vel
Þeir Ingólfur Helgason og Steingrím-
ur P. Kárason, fyrrverandi yfirmaður
áhættustýringar Kaupþings, búa líka
vel í Lúxemborg. Ingólfur býr ásamt
fjölskyldu sinni í smábænum Hespe-
dv
í l
úx
em
bo
rg
Hafa ekki fengið gögnin frá lúx
Beðið er eftir að yfirvöld í Lúx heimili sendingu gagna úr húsleitum í Kaupþingsmálinu:
Yfirvöld í Lúxemborg framkvæmdu húsleitir þar í landi í febrúar og
maí 2010 fyrir hönd embættis sérstaks saksóknara vegna rannsóknar-
innar á málefnum Kaupþings. Meðal annars var um að ræða húsleitir
í höfuðstöðvum Banque Havilland, áður Kaupþingi í Lúxemborg. Lagt
var hald á mikið magn af gögnum í húsleitunum og munu þau hugsan-
lega geta nýst embætti Ólafs Haukssonar í rannsóknunum á málefnum
Kaupþings.
Embætti Ólafs fór fram á réttaraðstoð við húsleitina með
beiðni sem kallast réttarbeiðni á íslensku eða derogatory
request á ensku. Þetta er gert þegar yfirvöld í einu landi þurfa
aðstoð yfirvalda í öðru en embætti sérstaks saksóknara hefur
ekki lögsögu til að fara til Lúxemborgar og framkvæma slík-
ar húsleitir sjálft. Yfirvöld í Lúxemborg þurfa nú að vega og
meta hvort embætti Ólafs Haukssonar eigi að fá gögnin send
eða ekki.
Sérstakur rannsóknardómari hefur verið skipaður þar í
landi til að fara yfir gögnin. Þeir Kaupþingsmenn geta gert
athugasemdir við hvernig hald var lagt á gögnin og
þarf rannsóknardómarinn að taka tillit til at-
hugasemda þeirra þegar hann ákveður hvort
gögnin verða send hingað til lands eða ekki.
Heimildir DV herma að gerðar hafi verið
ýmsar athugasemdir við það hvernig hald
var lagt á gögnin í húsleitunum. Meðal
annars munu forsvarsmenn Havilland-
bankans hafa gert slíkar athugasemd-
ir. Ákvörðun rannsóknardómarans
verður hægt að skjóta til æðri réttar
í Lúxemborg.
Sérstakur saksóknari þarf því að lúta þeim réttarreglum sem gilda
í Lúxemborg að þessu leyti og ræður embættið sjálft því ekki alger-
lega för í rannsókninni því ákæruvaldið í Lúxemborg heldur utan um
þennan anga rannsóknarinnar eins og er.
Þetta hefur þau áhrif að embætti sérstaks saksóknara hefur ekki
ennþá fengið gögnin sem lagt var hald á í húsleitunum því ennþá er
verið að meta hvort senda eigi gögnin hingað til lands. Hugsan-
legt er að embætti saksóknara fái gögnin því ekki fyrr en í
fyrsta lagi í haust.
Á meðan heldur rannsóknin á Kaupþingsmálinu
áfram hér heima. Vel gæti hins vegar farið svo, eftir að
sérstakur saksóknari fær gögnin frá Lúxemborg í hend-
urnar, að kalla þurfi á þá Kaupþingsmenn í yfirheyrslu
aftur.
Þegar ákæruvaldið í Lúxemborg vegur og metur hvort
senda eigi gögnin til Íslands kann að spila inn í hvernig yf-
irvöld í ríkinu meta hagsmuni Lúxemborgar sem fjár-
málamiðstöðvar í málinu en meirihlutinn af tekjum
smáríkisins kemur frá fjármálalífi ríkis-
ins. Ekki er gott fyrir Lúxemborg að það
spyrjist út fyrir landið að það standi
ekki vissan vörð um þá fjármálastarf-
semi sem er í ríkinu og þá bankaleynd
sem henni fylgir. Þetta er því í raun pól-
ítísk spurning en ekki lögfræðileg.
Af þessu sést að rannsókn embætt-
isins á Lúxemborgarhluta Kaupþings-
málsins er mjög tímafrek, flókin og
þung í vöfum.
range rétt fyrir utan Lúxemborg. Þar
býr Ingólfur í fjögurra hæða raðhúsi
líkt og Hreiðar Már. Fyrir utan heimili
Ingólfs stóð stórglæsileg Audi bifreið,
þegar blaðamaður DV fór og skoð-
aði húsið, en áætlað verð hennar er í
kringum 15 milljónir króna.
Við hrun Kaupþings skuldaði
Ingólfur Kaupþingi nærri 3.500 millj-
ónir króna vegna hlutabréfakaupa í
bankanum.
Hann var sem kunnugt er úrskurð-
aður í vikulangt gæsluvarðhald vegna
rannsóknar sérstaks sakóknara í byrj-
un maí og birtust myndir af honum í
fjölmiðlum í fylgd lögreglumanna þar
sem hann fór til og frá höfuðstöðvum
sérstaks saksóknara á Laugavegi. Full-
yrða má að þáttur Ingólfs í meintum
brotum Kaupþings sem til rannsókn-
ar snúist fyrst og fremst um að hann
hafi framkvæmt það sem Hreiðar Már
sagði honum að gera. Ingólfur var ekki
lykilmaður í að skipuleggja viðskipta-
gjörninga bankans.
Áhættustjórinn Steingrímur
Steingrímur P. Kárason býr í hverf-
inu Bertrange sem er einnig skammt
frá Lúxemborg. Steingrímur var sem
kunnugt er yfirmaður áhættustýring-
ar Kaupþings en flutti til Lúxemborg-
ar um svipað leyti og Hreiðar Már og
Ingólfur. Hann skuldaði Kaupþingi
nærri 2.300 millónir króna við fall
bankans vegna kúluláns sem hann
framHald
Tjáði hún blaða-manni að Hreiðar
Már Sigurðsson væri eini
af þeim starfsmönnum
fyrirtækisins sem hand-
teknir voru á dögunum
sem nú væri staddur í
Lúxemborg.
m
yn
d
Ir
f
r
Á
l
ú
x
a
n
n
a
S
SI
g
m
u
n
d
SS
o
n