Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Qupperneq 20
20 úttekt 9. júlí 2010 föstudagur
„Við áttum frábæra æsku,“ segir Ósk-
ar. Hann er miðjubarnið, Guðni bróð-
ir hans er yngstur og systir þeirra
elst. „Pabbi og mamma bjuggu sam-
an á Ísafirði. Hann var alkóhólisti og
skildi við mömmu. Mamma byrjaði
að drekka út af skilnaðinum. Við flutt-
um svo til Akureyrar og þar fór hún að
drekka mjög stíft,“ segir Guðni. Óskar
segir að skilnaðurinn hafi verið erfið-
ur fyrir móður þeirra. Faðir þeirra yfir-
gaf hana snögglega og skildi hana eft-
ir eina með þrjú börn á meðan hann
yngdi upp.
Þeir voru svo ungir og sérstak-
lega Guðni sem varð þess lítið var að
mamma hans væri að drekka. Á með-
an þeir bjuggu enn báðir heima gat
mamma þeirra yfirleitt hamið sig þar
til þeir voru farnir upp í rúm að sofa.
Þá fyrst hófst drykkjan að einhverju
ráði, segir Guðni: „Auðvitað sá ég hana
oft fulla en hún byrjaði yfirleitt ekki að
drekka fyrr en við vorum komnir í hátt-
inn. Þannig að ég sá ekki mjög mikið
af því sem var að gerast. Einstaka sinn-
um sá ég flöskur þegar ég kom fram á
morgnana. Ég man eftir einu skipti þar
sem mér blöskraði og ég fór.
Þá hafði ég hótað því að fara ef hún
hætti ekki að drekka, sem hún gerði
ekki, þannig að ég labbaði út. Ég var
þreyttur og tættur en hún elti mig, náði
mér og fór með mig heim þar sem við
fórum að sofa. Þegar við vöknuðum
daginn eftir var hún orðin edrú og fín.“
Hlúði að börnunum
Drykkjan kom ekki í veg fyrir að hún
hugsaði vel um börnin. Hún gat séð
þeim fyrir því sem þau þurftu, ást,
hlýju og öryggi, segir Guðni: „Það var
merkilegt hvernig hún gat það alltaf.
Hún gat það og hún gerði það. Hún
var í vinnu og hélt öllu hreinu og fínu
heima. Á kvöldin sturtaði hún svo í sig
brennivíni. Ég var auðvitað ungur og
vitlaus og sá ekki hvað var að gerast.
Mamma fór mjög leynt með drykkj-
una en systkini mín voru eldri og vissu
meira. Við fengum alltaf nóg að borða
og þó að við hefðum næstum misst
af einum jólum, hvað með það?“ Ein
jólin rankaði mamma hans nefnilega
ekki við sér úr áfengisdáinu fyrr en
klukkan fimm. „Þetta var svolítið stress
um daginn, en svo vaknaði hún og
gerði allt klárt fyrir klukkan sjö. Þá var
allt orðið hreint og fínt. Hún er nefni-
lega þekkt fyrir það að vera snyrtilegur
róni,“ útskýrir Guðni.
Einn í heiminum
Yfirleitt sat hún ein að sumbli en undir
blálokin á þessu tímabili var hún far-
in að draga með sér alls konar menn
heim, sem voru þá drykkjufélagar
og kærastar. Þá kom fyrir að hún hélt
partí. „Þá var hún farin að missa tökin.
Annars var hún aldrei með læti,“ segir
Guðni.
Óskar rifjar það upp að hún reyndi
að ná tökum á drykkjunni og fór nokkr-
um sinnum í meðferð því hún hafi ver-
ið staðráðin í því að hætta. Á með-
an voru þeir bræður sendir í fóstur.
Stundum fóru þeir saman en stund-
um var Guðni sendur til ættingja á Ísa-
firði og Óskar fór einn í fóstur. „Við vor-
um bara litlir strákar. Ætli ég hafi ekki
verið svona sjö, átta og níu ára gamall.
Guðni er tveimur árum yngri. Ég fór
alltaf til ókunnugra. Það var mjög erf-
itt. Ég vissi ekkert hvar mamma væri
eða hvað væri í gangi. Ég grét mig í
svefn á kvöldin og spurði mig að því
af hverju ég væri ekki hjá mömmu
minni. Ég þekkti þetta fólk ekki neitt.
Mér var bara sagt að hún væri veik og
þyrfti að láta lækna sig. Svo liðu heilu
mánuðirnir þar til ég fór heim aftur. Á
meðan ég var á þessum fósturheimil-
um fann ég fyrir einmanaleika. Ég var
tómur að innan og leið eins og ég væri
einn í heiminum.“
Óskar fór á fjögur fósturheimili.
Fyrst fór Guðni með honum og það var
aðeins skárra. „Þegar ég var einn sakn-
aði ég hans mjög mikið. Það var skrýt-
ið að vera svona einn. Hann var farinn
á Ísafjörð, systir mín var farin suður
og mamma var horfin í flöskuna. Mér
fannst ég vera einn og yfirgefinn. Þetta
voru erfiðir tímar.“
Ofbeldisfullur sambýlismaður
Hann var líka einn hjá móður sinni
þegar versti kaflinn í þeirra sambýli
hófst. Þetta var um sumar og Guðni
var í sveit en Óskar hafði orðið eftir á
Akureyri. Systir þeirra var farin suður
þar sem hún leigði íbúð með vinkonu
sinni og sá um sig sjálf sextán ára göm-
ul. Mamma þeirra kom úr meðferð en
í þetta skiptið kom hún ekki ein. Hún
hafði kynnst manni í meðferðinni og
þau hófu búskap. Óskari fannst það
svolítið skrýtið að fá annan mann inn
á heimilið eftir skilnaðinn en mjög
spennandi um leið. Nú áttu þau líka
bíl í fyrsta skipti. Þetta leit allt mjög vel
út, allavega í þá tvo mánuði sem þau
entust edrú saman. „Á einum degi
breyttist allt þegar þau duttu í það.
Þetta varð ein martröð.“
Maðurinn sem hafði verið geð-
þekkur og vinalegur breyttist í ófreskju
um leið og hann sneri sér að flösk-
unni. „Hann var snarklikkaður með
áfengi og mjög ofbeldishneigður. Ég
man þegar ég vaknaði eina nóttina og
sá hvar hann lá ofan á mömmu og lét
höggin dynja á henni. Ég hafði vaknað
við hljóðin undan höggunum.“ Óskar
kastaði stól í manninn og kastaði sér
svo ofan á hann til að reyna að ýta hon-
um ofan af móður sinni. Maðurinn ýtti
honum frá en róaðist um leið. „Þá vissi
hann hvað hann var búinn að gera.
Daginn eftir talaði mamma við mig.
Hún reyndi að segja að hann hefði gert
mistök og hann myndi aldrei endur-
taka leikinn. Hann gerði þetta auðvit-
að aftur og aftur og ég þurfti að horfa
Hér á undan var stiklað á stóru í sögu Önnu Guðrúnar Óskarsdóttur. Synir hennar horfðu upp á móður
sína missa tökin á áfengissýkinni og lífinu eins og þau þekktu það. Þeir lýsa því hvernig sjúkdómurinn
stigmagnaðist og hörmungunum sem fylgdu. Þeir voru sendir í fóstur og annar bróðirinn sá sambýlismann
hennar beita hana ofbeldi, heimilið tæmast þegar hún seldi allar eigur þeirra fyrir áfengi og flúði sjálfur á
náðir áfengis. Þeir eru báðir fjölskyldumenn í dag og eiga enn erfitt með að sætta sig við sjúkdóminn.
„ég veit að hún
saknar okkar“
inGibjÖrG dÖGG kjartansdÓttir
blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is
Hún hefur aldrei fyrirgefið sjálfri sér
hvernig þetta fór.
sv
ið
sE
tt
m
yn
d
s
iG
tr
yG
G
u
r
a
ri