Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Síða 22
22 úttekt 9. júlí 2010 föstudagur allsgáð og alsæl, hætt með sambýlis- manninum og allt. Þetta lofaði góðu. „Ég fór með barnabörnin til hennar í heimsókn og það var mjög fínt,“ segir Guðni: „Hún var edrú og allt í góðu. Svo bauð ég henni í mat á jóladag og þetta var mjög gaman. Hún var fín og flott en ég sá að hún var orðin skemmd í hausnum vegna drykkju. Skömmu síðar fékk ég allt í einu símtal þar sem mér var tjáð að hún væri fallin og það var búið að henda henni út af áfanga- heimilinu og var beðinn um að koma að sækja dótið hennar. Þau höfðu tek- ið saman aftur og farið að drekka fljót- lega eftir það. Stundum nær hún að vera edrú í svona þrjá mánuði. Þá nær hún kannski að útvega sér leiguhúsnæði og gera allt hreint og fínt. Svo miss- ir hún húsnæðið alltaf út af látum og rugli. Af því að hún er blindfull og öskrandi og grenjandi. Hún er þannig að hún skuldar aldrei neitt, hún borg- ar fyrir allt sem hún fær þó að hún sé í neyslu. Þannig að hún missir hús- næðið aldrei af því að hún skuldar leigu eða eitthvað annað álíka. Það er ekki hægt að hjálpa henni. Það er búið að gera allt sem hægt er að gera og hún er búin að reyna allt sjálf. Henni stendur til boða að koma til Ísafjarðar þar sem hún getur búið í fríu húsnæði svo lengi sem hún heldur sér edrú. Hún vill það ekki af því að hún veit að hún mun detta í það. Hún er svo mikill róni. Á meðan hún vill halda áfram að drekka er ekki hægt að hjálpa henni.“ Einu sinni var hún búin að fá fína íbúð og bíl. Það var búið að gera allt fyrir hana svo hún gæti farið að lifa eðlilegu lífi. Samt fór hún að drekka og spurningar eins og: Af hverju? Hvað er að? poppuðu upp í huga Ósk- ars. „Stundum velti ég því fyrir mér hvort hún vilji hafa þetta svona. En hún er bara svo sjúk. Þegar fólk er far- ið að drekka kardimommudropa og rauðspritt hlýtur þörfin að vera orðin all svakaleg.“ Vill ekki vera reiður Af því að Guðni veit að sjúkdómurinn er banvænn reynir hann að taka vel á móti henni þegar hún hringir. Vera al- mennilegur og gantast við hana. Líka þegar hún er í glasi. „Ég nenni ekki að vera reiður út í hana. Ég veit að hún á eftir að deyja og þá vil ég ekki vera ný- búinn að rífast við hana. Bæði systkini mín hafa bannað henni að hringja undir áhrifum. Þau vilja ekkert með hana hafa ef hún hringir full. Þá hringir hún stundum í mig og kvartar undan því en ég segi henni að þau vilji ekki tala við hana á fyllerí. Systir mín hefur aftur á móti aldrei skilið að þetta er sjúkdómur. Hún er mjög reið. Eftir að ég áttaði mig á því að þetta er sjúk- dómur hef ég getað tekið þessu léttar.“ Hefur aldrei fyrirgefið sjálfri sér Líklega kyndir það undir reiðina að móðir þeirra hefur haft áhrif á barna- börnin. Systursonur hans hitti ömmu sína til dæmis einu sinni í strætó. Hann var með vinum sínum og hún settist hjá honum húrrandi full og blaðraði eitthvað. „Hún ætlaði að heilsa upp á hann. Auðvitað átti hún ekki að gera það og hún átti að vita það,“ segir Guðni. „Hún var bara allt of drukkin til að vita hvað hún var að gera. Hún vill ekki hitta barnabörn- in þegar hún er í glasi en stundum gleymir hún því þegar hún er orðin mjög ölvuð.“ Óskar segir að hún hringi oft. Yfir- leitt svarar hann, því hann veit aldrei hvort hún er allsgáð eða drukkin. Ef hún er full skellir hann á. Stundum þarf hún á hjálp að halda, er peninga- laus og allslaus. Síðast hringdi hún fyrir þremur vikum og var búin að missa allt og vildi komast í meðferð. Þá hjálpaði hann henni með það. „Ef hún hringir full hrósar hún mér. Hún verður bara rugluð. En hún er alltaf góð við okkur. Ég veit að hún sakn- ar okkar. Hún hefur aldrei fyrirgefið sjálfri sér hvernig þetta fór.“ Vonbrigði á jólunum Móðir þeirra á það líka til að lofa upp í ermina á sér. „Systir mín tekur það nærri sér,“ segir Guðni. „Mamma er alltaf að lofa börnunum hennar ein- hverju sem hún gæti aldrei staðið við. Eins og sjötíu þúsund króna leikja- tölvu sem myndi kosta hana mánað- arlaunin. Það kemur auðvitað asna- lega út hjá mömmu að gera þetta því hún er bara að búa til falskar vonir um eitthvað sem aldrei verður og börnin verða fyrir vonbrigðum.“ Eins og fyrir fimm árum þegar fjöl- skyldan ætlaði að hittast öll heima hjá henni um jólin. Þá var hún búin að vera edrú í nokkrar vikur og hlakkaði mikið til að hitta bæði börn og barna- börn. Var meira að segja búin að út- búa pakka handa öllum barnabörn- unum. „Við ætluðum til hennar um kvöldið en fréttum svo að hún hefði dottið í það fyrr um daginn og þetta fór allt í hund og kött. Það var mjög svekkjandi,“ útskýrir Óskar. Öðlaðist von Alla jafna fer hún fjórum eða fimm sinnum í meðferð á ári. Þá hefur hún samband og vill hitta fjölskylduna. Yfirleitt hittir Óskar hana svona tvisv- ar á ári. Börnin hans þekkja ömmu sína lítið sem ekkert og verða feim- in þegar þau hitta hana. „Hún reynir samt að vera amma, sem hún er. Hún knúsar þau og kyssir, gefur þeim gjaf- ir og gefur þeim sælgæti og ís. Mér þykir vænt um það. Ég held að hún sé með samviskubit yfir því hvernig hún missti okkur og sé að reyna að bæta upp fyrir það með því að vera góð við barnabörnin þegar hún er í lagi.“ Guðni hefur líka alltaf passað upp á að börnin hans hitti ömmu sína aldrei fulla. „Þau vita að hún er veik og það er það eina sem þau þurfa að vita. Ég hringi á undan okkur ef við erum að fara í heimsókn til hennar. Ef hún er full förum við ekki. Hún er eiginlega alltaf full. Hún er svo mikill róni í sér.“ Af og til koma samt tímabil þar sem hún heldur sér edrú í smátíma. Þá fer hann með börnin til hennar í tvo til þrjá tíma í senn. Og þau hafa gaman af. Svo er hún dottin í það. Nú eru fjögur ár síðan hún náði síðast að halda sér edrú í einhvern tíma og Guðni er orðinn nokkuð vonlaus um að hún verði nokkurn tímann edrú. „Þegar hún var í Krossinum öðlað- ist ég smá von. Henni leið greinilega vel. Áður en ég vissi af var hún dottin í það. Ég fékk bara símtal þar sem mér var tjáð að það væri búið að henda henni út vegna drykkju og ég var beð- inn um að ná í dótið hennar.“ Hvarf þegar barnabörnin fæddust Eins og gefur að skilja langar hana að vera hluti af lífi barnabarnanna. Þess vegna fór hún að hringja oftar eft- ir að þau fæddust. Henni tekst samt ekki að halda sér í lagi svo hún geti haldið sambandinu gangandi. Þegar frumburður Guðna fæddist kom hún færandi hendi upp á fæðingardeild- ina, gaf bangsa og lét sig svo hverfa. Hún sást ekki aftur fyrr en eftir eitt og hálft ár. Sagan endurtók sig svo þegar seinna barnið fæddist, hún kom þeg- ar það fæddist og hvarf svo í nokkra mánuði. Eins og hann segir er hún svo mikil drykkjukona að það breyt- ist ekkert þótt hann pungi út nokkr- um börnum. Enda kom hún aldrei til að sjá börnin hans Óskars þegar þau fæddust. Framan af vissi hún ekki einu sinni hvað þau hétu eða hvenær þau áttu afmæli. Hún veit það reyndar ekki enn þótt hún muni alltaf eftir af- mælisdögum barna sinna og hringi þá. „Þó að hún haldi sér edrú í ein- hvern tíma þá sér alltaf á henni. Hún er búin að skemma mikið fyrir sér,“ segir Guðni og Óskar samsinnir því og segir að minnið hafi horfið hægt og rólega. Óttast umtal Eins og aðrir rónar heldur hún oft til niðri í bæ. Ef hann verður hennar var þar er hann yfirleitt fljótur að forða sér. „Kærastan mín tekur yfirleitt strax eft- ir henni. Þá snúum við við og förum annað. Stundum heyrum við í henni nálgast, þá er hún kannski gólandi hinum megin við hornið. Ég hef allt- af náð að forða mér með börnin þegar þau hafa verið með mér. En það hef- ur komið fyrir að ég hef rekist á hana þegar ég er einn. Annars hangir hún aðallega á þessum rónastöðum og ég er ekkert þar. Svo man ég líka eftir alla- vega einu skipti þar sem hún sá mig og lét sig hverfa. Hún var blindfull, leit á mig og sá að ég var með vinum mín- um og gekk í burtu. Hún skammaðist sín svo mikið og fattaði það alveg að hún átti ekki að koma.“ Óskar segir að skömmin sé líka að fara með hana. Það sé afskaplega erf- itt fyrir hana að vera á meðal fólks sem lifi venjulegu lífi. „Ég man eftir einu skipti þar sem hún tókst á við óttann og mætti ættinni í brúðkaupinu mínu. Ég var hræddur um að hún myndi guggna og detta í það. Hún skammast sín svo svakalega. Hún var skíthrædd. Hrædd um umtal og að fólk væri að horfa á hana eftir allt sem hún hef- ur gert sjálfri sér. En hún kom og mér fannst mjög gaman að sjá hana sitja á bekknum á móti mér. Þetta var mikill sigur fyrir hana og skipti mig máli.“ Asnaleg hugmynd Hvorki Guðni né Óskar skilja af hverju það ætti að útvega útigangsmönnum eigið húsnæði þar sem þeir geta búið í friði þrátt fyrir neyslu. „Mér finnst það asnaleg hugmynd,“ segir Guðni. „Af hverju ætti að gera líf þeirra þægilegt? Svo þeir geti haldið áfram að drekka? Ef þú ætlar að vera róni áttu að þurfa að hafa fyrir því. Rónar á Íslandi hafa það líka gott. Þeir geta farið inn í kirkj- ur eða á samkomur eða í félagasam- tök ef þeir vilja ylja sér eða éta. Þeir fá mánaðarlegar greiðslur, hvort sem það eru atvinnuleysisbætur eða ör- orkubætur. Það er hægt að lifa fínu lífi sem róni. Ef þeir verða svangir eða þeim verður kalt geta þeir alltaf farið í meðferð. Eins og ég sagði við bróð- ir minn um daginn þegar mamma fór í meðferð, að hún væri líklega orð- in hungruð. Kannski á hún eftir að drepast úr kulda einn daginn en síð- ustu ár hefur verið gott veður á Íslandi auk þess sem hún hefur haft aðgang að Konukoti. Aftur á móti ef við erum að tala um húsnæði, sem er eins og Konukot að því leyti að það mætti ekki drekka þar inni, þá væri það fínt.“ Hann varð svo glaður þegar móðir hans komst þar inn að hann gaf Konu- koti 20 gæsir. „Forstöðukonan varð ánægð og þá fékk mamma kannski smá kredit, allavega pláss. Ég veit líka að henni þykir gæs góð.“ Bíður eftir dánartilkynningu Bræðurnir eiga báðir konu og tvö börn og lifa báðir eðlilegu fjölskyldulífi. Óskar heldur enn í vonina um að einn daginn muni mamma hans ná sér upp úr soranum og hætta að drekka. „Ef hún heldur áfram að drekka mun hún drepa sig á þessu. Það þolir eng- inn svona álag á líkamann. En ég held að hún muni hætta á endanum. Það hlýtur að koma að þeim tímapunkti. Líf hennar er að veði, þetta er bara svo alvarlegt. Hún hefur oft verið mjög illa á sig komin vegna drykkju og matar- skorts.“ Undir niðri saknar Guðni þess að eiga venjulega fjölskyldu. Að mamma hans gæti verið til staðar fyrir börnin hans. En þau eiga sem betur fer fleiri ömmur en fósturmamma hans gekk þeim í ömmustað. „Það er auðvitað fúlt að eiga rónamömmu.“ Og hann er búinn að gefa upp alla von um að hún nái nokkurn tímann bata: „Það kæmi mér ekki á óvart að fá símhring- ingu þar sem mér er tilkynnt að hún sé dáin. Hún á ekki mikið eftir. Í rauninni er ég búinn að bíða eftir því í svona fimm ár. Það er ótrúlegt hvað hún hef- ur þraukað lengi. Hún býr á götunni, drekkur rauðspritt, spíra og kardi- mommudropa og borðar ekki neitt dögum saman.“ Þau voru bæði edrú þegar ég fór. Ég fór til mömmu og kyssti hana bless. Hún sagðist elska mig. Skyndilega sendir í fóstur Allt í einu voru bræðurnir sendir í fóstur. Hvorugur þeirra vissi að hann væri alfarinn og annar þeirra reiddist mjög þegar hann komst að hinu sanna. Hann vildi bara fá mömmu sína aftur. SViðSett mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.