Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Side 28
Ég komst að því fyrsta dag þessa árs að ég ætti von á barni. Það voru blendnar tilfinningar sem fylgdu þessari uppgötv- un. Gleði var þar efst á baugi en líka ákveðin hræðsla. Hræðslan fólst aðallega í mínum eigin fordóm- um gagvart konum sem ganga með barn undir belti eða hafa nýlega alið af sér barn. Fólk kann að velta því fyrir sér hvers vegna ég ali á þessum fordóm-um en þeir eru byggðir á áralangri reynslu minni af konum sem smit- ast hafa af sjúkdómi sem ég kýs að kalla barnaveikina. Barnaveikin er mjög útbreiddur sjúkdómur sem leggst aðallega á konur á barneignaaldri sem eiga það sameiginlegt að vera ófrískar eða eiga von á barni. Þó eru einstaka dæmi um konur sem falla ekki undir þessa tvær skilgreiningar en eru hins vegar mjög sýktar. Einkennin lýsa sér í því að konan gjörbreyt- ist og verður heltekin af öllu sem viðkemur börnum. Erfitt er að ráða við einkennin. Ég hef í gegnum tíðina náð á ótrúlegan hátt að forðast konur með veikina, enda um sjúkdómur að ræða sem ég taldi bráðsmitandi og vildi fyrir alla muni ekki sýkjast af. Ég hef margoft lent í boðum þar sem sýktar konur hafa látið dæluna ganga um málefni eins og meðgöngu, brjóstagjöf, andvökunætur, pela, bleyjur, barnaföt og margt fleira sem ég taldi álíka spennandi og búfjárrækt. Í aðstæðum sem þess- um hafði ég furðu gott lag á að koma mér í burtu enda vakti þess konar tal upp óhug með mér. Ég kom mér iðulega fyrir hjá þeim hluta boðsins sem var ósýktur og hafði þann sama tilgang og ég – að skála og skemmta sér. Fyrri hluta með-göngunnar náði ég að streitast á móti sjúk-dómnum og hélt að allar varnir væru með mér. Ég gerði mitt besta framan af til að vekja ekki athygli á stækkandi framhluta mínum til að vekja ekki upp óþarfa umræður um meðgöngu og brjóstagjöf. Nógu margir mánuðir voru framundan og ég hafði ekki hug á að ræða meðgöngu í 9 mánuði. Þegar líða fór á meðgönguna og nánast var orðið ómögulegt að komast hjá því að sjá að inni í mér óx annað líf, þá fór ég taka eftir breytingum á sjálfri mér. Ég var að mýkjast. Ég fór að finna hvernig varnir mínar brustu ein af annarri og hlutir sem ég taldi ómögu- legt að ég myndi nokkurn tíma hafa áhuga á að ræða urðu allt í einu jafn spennandi fyrir mér og kokteill var á síðasta ári. Þetta gerðist hægt og ró- lega, jafnvel svo lúmskt að það kom aftan að mér. Það var í raun ekki fyrr en að ég rankaði við mér í miðjum hittingi hjá nýjum klúbb sem ég var komin í – bumbuklúbb – að ég áttaði mig. Ég var sýkt. Ég var komin með sjúkdóminn. Í miðju samtali um tegundir barnavagna opnuðust augu mín. Ég hafði hægt og rólega sýkst án þess að verða vör við það. Ég hafði öll einkennin. Allt sem ég stóð fyrir var horfið og ég var farin að ræða barnsburð, meðgöngukvilla, hvaða tegund barnavagna bæri af og hvernig bílstól ætti að kaupa. Ég var orðin ein af þeim. Ég var komin með hinn ógurlega og hræðilega sjúkdóm – barnaveikina. Nú voru góð ráð dýr þar sem ég sat innan um aðrar stelpur í sama ástandi og ég, með bumbu framan á sér. Svona boðum hefði hin gamla ég líkt við djöfladýrkendasamkomur og gamla ég hefði eflaust fengið taugaáfall hefði ég fundið mig í þessum aðstæðum. En það hafði eitthvað breyst – og þetta var ekki svo slæmt. Líklega er ég heltekin af sjúkdómn-um en einhverra hluta vegna tók ég þessu á nokkuð afslappaðan hátt. Ég var augljóslega sýkt en það er lítið hægt að gera sé sjúkdómur- inn búinn að taka sér kjölfestu. Ég hef trú á að hann staldri ekki lengi við en hjálpi kannski truntum eins og mér að tak- ast á við það magnaða hlutverk sem það er að verða foreldri. Hann mýkir mann upp og líklega kallast það að þroskast. Fordómar mínir voru að öllu leyti tilefnislausir því það er ekki svo slæmt að vera haldin þessum sjúkdómi. Þó mæli ég með því að sýktir einstaklingar reyni ekki að sýkja þá ósýktu. SjúkdómuriNN BarNaveiki Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28 umræða 9. júlí 2010 föstudagur Nú er illt í efni. Áratuga gömul ósk mín um að Hollendingar vinni heimsmeistaratitil í fótbolta gæti loksins ræst, en þá er ég ekki viss um að þessi ósk sé lengur fyrir hendi. Í áratugi hafa Hollendingar ver- ið Öskubuskan í alþjóðafótboltan- um, yfirleitt alltaf flottastir og fal- legastir, en alltaf fallið úr leik þegar mest á reyndi. En núna, þegar þeir eru loksins ekki nema steinsnar frá fyrsta heimsmeistaratitli sínum, sem mörg hollensk lið hefðu átt svo inni- lega skilið síðustu áratugina, þá eru þeir ekki lengur mesta Öskubuskan í boltanum. Því nú eiga þeir að keppa við ennþá meiri Öskubusku – Spán- verja sem hafa náð jafn enn hörmu- legri árangri en þeir hollensku upp á síðkastið, og bíta svo hausinn af skömminni með því að spila núna miklu flottari og fallegri bolta en hin- ir fyrrum listrænu Hollendingar. Undir flestöllum öðrum kring- umstæðum hefði ég glaðbeittur haldið með Hollendingum í úrslita- leiknum á sunnudaginn kemur, en nú langar mig ennþá meira að halda með Spáni. Og er yfirleitt hægt að halda með Hollendingum á þessum tímum Ice- save? „TÓTAL FÓTBOLTI“ Sumarið 1974 byrjaði ég að fylgj- ast með fótbolta þegar heimsmeist- arakeppnin stóð yfir í Vestur-Þýska- landi. Þetta var fyrsta sumarið sem ég var ekki í sveit og þótt maður sæi leikina ekki nema svarthvíta nokkr- um dögum eftir að þeir voru háðir, þá var ómögulegt annað en heillast af Hollendingum. Undir stjórn snill- ingsins Johans Cruijff léku þeir lista- vel og áttu mestan þátt í að brjóta upp niðurnjörvaða skiptinguna milli sóknar, miðju og varnar sem þá hafði verið allsráðandi í áratugi. Í hollenska liðinu áttu allir að sækja þegar liðið hafði boltann, en líka all- ir að taka þátt í vörninni þegar and- stæðingarnir náðu honum. Þetta var kallað „tótal fótbolti“ og þótt marg- ir hafi síðan reynt að spila svona, þá hefur fáum tekist það jafn glæsilega og Hollendingum. Það var verulega sorglegt þegar liðið tapaði í úrslita- leiknum gegn þrautskipulögðu liði Vestur-Þjóðverja, og fyrirliði þýskra – Franz Beckenbauer – fékk að glíma við að lyfta verðlaunastyttunni í stað Cruijffs. Ég er ekki frá því að þessi hörmu- legu úrslit hafi kennt unglings- drengnum mér einhverja lexíu um óréttlæti heimsins. Að fegurð, glæsi- leiki og þokki væru kannski aðdáun- arverðir eiginleikar, en dygðu ekkert endilega til að ná hinum æðsta ár- angri. Þar gæti brútal kraftur alveg eins dugað betur. HROKAFULL VÍTASKYTTA Og hafi ég dregið þá ályktun af fram- gangi Hollands 1974, þá urðu næstu áratugir bara til að staðfesta þá trú. Hollendingar héldu uppteknum hætti, að spila jákvæðan flottan fót- bolta, en árangurinn lét alltaf á sér standa. Árið 1978 komust þeir aft- ur í úrslitaleik HM, og það meira að segja þótt Johan Cruijff sæti heima. Hann sætti sig ekki við að keppa í Argentínu, vegna ömurlegs ástands mannréttindamála þar undir stjórn grimmra herforingja. Alltaf prinsip- maður, hann Cruijff. Í staðinn fékk þá Rob Rensenbrink að leika aðalhlut- verkið, en hann var reyndar varla í minna uppáhaldi hjá mér en Cruijff. Rensenbrink spilaði ekki bara sömu stöðu á vellinum og Cruijff, og af næstum því sömu fimi, heldur var hann líka nauðalíkur meistaranum í útliti. Rensenbrink var svo skemmti- lega hrokafullur að hann átti það til þegar hann tók víti að tilkynna mark- vörðunum fyrirfram í hvort hornið hann myndi skjóta – en skoraði svo samt! Hann tók hátt í 100 víti um æv- ina og klikkaði bara á tveimur. En það var eins og við manninn mælt, líka þetta lið hlaut að tapa fyrir sér verra liði, heimamönnum í Arg- entínu. DJÚP OG LEIÐINLEG LÆGÐ Og þannig virtist Holland verða hin eilífa lexía um óréttlæti heimsins. Holland komst ekki einu aftur á HM fyrr en 1990 en þá var aftur komið til sögunnar frábært hollenskt lið – þar sem þeir spiluðu Ruud Gullitt, Mar- co van Basten, Frank Rijkaard og Ronald Koeman. Þetta lið hafði orðið Evrópumeistari 1988 og menn gerðu sér vonir um að loks myndi Holland hampa heimsmeistaratitlinum. Von- irnar 1990 voru ekki síst komnar til af því að þá var fótboltinn í djúpri og leiðinlegri lægð – sterkustu liðin spiluðu gríðarskipulagðan varnar- leik þar sem lítið fór fyrir lífsgleði og leikni. Holland átti að sýna fólki fram á að leiðindin gengju ekki endalaust, lífsgleðin myndi sigra að lokum. En það fór á annan veg – Holland lenti á móti Vestur-Þýskalandi í 16 liða úrslitum og í geðvonskulegum og hörkulegum leik fóru Þjóðverjar með sigur af hólmi. Mér hefur alltaf verið meinilla við frasann um „þýska stálið“ en þarna má með sanni segja að hann hafi átt rétt á sér, og „þýska stálið“ hafi orðið hollenska túlípan- anum öflugra. Sóknartilburðir Hol- lands máttu sín lítils gegn skipulagi Þýskalands og það var svo náttúrlega bara til að snúa hnífnum í sárinu fyr- ir Hollendinga að Þjóðverjar voru enn undir stjórn Franz Beckenbauer, sem var nú landsliðsþjálfari en ekki fyrirliði. INNBYRÐIS RIFRILDI Undir lok síðasta áratugar 20. ald- ar voru Hollendingar enn búnir að byggja upp nýtt og frábært lið, sem unun var að fylgjast með. Þetta var lið Dennis Bergkamps, Clarence Seedorfs og Edgars Davids – dálít- ið róstusamt lið og óútreiknanlegt, og átti það til að sundrast í innbyrð- is rifrildum – en það var alltaf gam- an að horfa á Hollendinga. Og þar sem tilgangurinn með því að horfa á fótbolta er auðvitað sá einn að hafa gaman af því, þá var alltaf auð- velt að halda með Hollandi – en það virtist þó um leið svo fánýtt, því það var sama hve góðu liði Hollendingar höfðu á að skipa, aldrei tókst þeim að ná alla leið á toppinn. Um miðjan þann áratug sem nú er að líða voru Hollendingar komn- ir með fjórða frábæra liðið sitt á ör- fáum áratugum. Sóknarsnillingurinn Marco van Basten, sem varð að hætta keppni svo sorglega snemma vegna meiðsla, setti saman stórskemmti- legt lið sem keppti á HM 2006 og EM 2008 og báðar þær keppnir hefðu Hollendingar alveg mátt vinna. Hinir sókndjörfu miðjumenn Sneijders og Robbens sáu um sköpunarkraftinn og það eina sem vantaði voru nógu öflug vítateigsrándýr til að skora mörk. En það var sótt og sótt og sótt, og bráðgaman að horfa á þetta. En í báðum keppnunum urðum við að- dáendur Hollendinga enn á ný að horfa á eftir þeim halda heimleið- is; Öskubuska var send heim í ösku- stóna, enn og aftur. KALDHÆÐNISLEGT Núna þykir lið Hollands allt í einu spila mun varnarsinnað en áður. Þetta er að vísu meira og minna sama liðið og Marco van Basten mætti með á sínar tvær keppnir, en það fer ekki milli mála að núverandi landsliðs- þjálfari skipar mönnum sínum að huga betur að vörninni en áður. Og þá þarf endilega að skila þeim alla leið í úrslitaleikinn. Það væri vissulega kaldhæðnis- legt ef Hollendingar sem hafa síðustu áratugi verið fyrirtaks lexía í að falleg- ur fótbolti skili ekki endilega bestum árangri, ef þeir ætla svo að verða til þess sjálfir að sanna þetta endanlega með því að sigrast á léttleikandi liði Spánverja á sunnudaginn kemur. Það hefðum við látið segja okk- ur tvisvar, við strákarnir þegar við lágum á múrnum kringum gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu fyrir úr- slitaleikinn á HM 1974 og töluðum um hve við þráðum heitt að Holland myndi vinna. trésmiðja illuga „Öskubuska var send heim í öskustóna, enn og aftur.“ Lexía um óréttLæti H i sins Illugi Jökulsson hefur haldið með Hollandi í áratugi. En nú eru runnar á hann tvær grímur – alveg burtséð frá Icesave. helgarpistill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.