Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Page 30
Útgáfutónleikar Seabear Sjömenningarnir
í Seabear halda útgáfutónleika sína í Iðnó í kvöld, föstudag. Tónleikarnir
eru settir upp vegna útgáfu annarrar plötu þeirra, We Built A Fire, sem
kom út í mars síðastliðnum. Vegna tónleikaferðalaga erlendis undanfar-
ið hálfa árið eða svo hafa útgáfutónleikarnir tafist aðeins. Hljómsveitin
er í stuttu fríi hér á landi áður en hún mun halda aftur út fyrir landstein-
ana í haust með spilamennsku bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Húsið
er opnað klukkan 21 og er miðaverð krónur 2000. Upphitun sér Eysteinn
Pétursson um og mun hann stíga á svið rétt fyrir 22.
ÞjóðdanSa- og Þjóðlagamót
Þjóðdansafélag Reykjavíkur stendur fyrir þjóðdansa- og
þjóðlagamótinu Ísleik 2010 sem hefst í dag, föstudag.
Mótið fer fram í Hagaskóla og er haldið í samráði við
norrænu danssamtökin Nordlek dagana 9. til 16. júlí.
Flestar uppákomur á mótinu eru í boði mótsins, það er,
með engum aðgangseyri. Þjóðdansafélag Reykjavíkur
vonast eftir að flestir landsmenn fái notið boðsins. Nánari
upplýsingar um mótið á isdans.is.
epísk snilld 2.0
Það er ekki að ástæðulausu sem
Super Mario Galaxy 2 er strax kom-
inn í þriðja sæti yfir bestu dæmdu
leiki allra tíma á gamerankings.com.
Aðeins forveri hans og The Legend
of Zelda: Ocarina of Time eru ofar á
listanum. Hér er um að ræða ann-
að meistaraverkið í röð frá Nintendo
þar sem rauðklæddi píparinn er í að-
alhlutverki.
Í fyrstu sýnist leikurinn vera nokk-
uð svipaður þeim fyrri og að mörgu
leyti er hann það auðvitað. Enda er
ekkert að því að gera leik sem svipar
til eins besta dæmda tölvuleiks sem
gerður hefur verið. En eftir því sem
maður spilar leikinn meira kemst
maður að því að það er bara meira af
skemmtilegum hlutum að gera. Jafn
góður plús meira gaman. Hversu gott
er það?
Útlit leiksins er einstakt. Þrívídd-
arútlit hans er brautryðjandi og þrátt
fyrir að Wii sé lang „minnst“ af þriðju
kynslóðar leikjatölvum sannar hún
hér mátt sinn séu eiginleikar hennar
rétt notaðir.
Þó Super Mario Galaxy 2 sé ekki
besti tölvuleikur sem ég hef spilað á
lífsleiðinni fer hann í hóp með örfá-
um leikjum sem ég hef gefið fimm
stjörnur. Ástæðan er sú hversu ótrú-
lega vandað, skemmtilegt og magn-
að verk er hér á ferð og það ber að
virða. Til hversu breiðs hóp hann
nær og hversu margslunginn, lang-
lífur og hressandi hann er.
Ef það er einn leikur sem þú ætlar
að kaupa á Wii í ár þá er þetta hann.
Allir geta spilað hann. Börnin jafnt
sem fullorðnir.
Ásgeir Jónsson
30 fókus 9. júlí 2010 föstudagur
Sýning á verkum
SamÚelS
Verk Samúels Jónssonar, „lista-
mannsins með barnshjartað“, hafa
verið mörgum ferðalanginum í
Selárdal innblástur. Samúel byggði
einn síns liðs kirkju utan um altaris-
töflu sem hann málaði þegar sókn-
arnefndin hafði hafnað myndinni.
Félag um endurreisn listasafns
Samúels hefur nú opnað í kirkjunni
að Brautarholti í Selárdal sýningu
um líf og list Samúels og endurreisn
verka hans. Eftirmyndir tólf mál-
verka hans eru á sýningunni.
bryndíS Sem
janiS
Söngkonan Bryndís Ásmunds-
dóttir mun ásamt hljómsveit
flytja lög eftir Janis Joplin á
skemmtistaðnum Sódómu
Reykjavík bæði föstudags- og
laugardagskvöld þessa helgina.
Á laugardagskvöldinu ætlar svo
sjálf rokkamma Íslands, Andrea
Jónsdóttir, að sjá um að þeyta
skífum bæði fyrir og eftir tón-
leika. Amman sú er einnig mikill
aðdáandi Joplin þannig að búast
má við mikilli tónlistarveislu um
helgina. Bryndís túlkaði rödd
Janis í rokksöngleik sem byggður
var á ævi gyðjunnar í Íslensku
óperunni í fyrra. Tónleikar hefjast
upp úr miðnætti bæði kvöld og
kostar 1200 krónur inn.
Safnaverðlaun-
in afhent
Forseti Íslands afhendir Safnaverð-
launin 2010 að Bessastöðum á ís-
lenska safnadaginn næsta sunnu-
dag. Verðlaunin eru veitt annað
hvert ár og eru nú veitt í sjöunda
sinn. Þrjú söfn eru tilnefnd til verð-
launanna: Byggðasafn Skagfirð-
inga, Nýlistasafnið í Reykjavík og
Heimilisiðnarðarsafnið á Blöndu-
ósi. Íslandsdeild ICOM (Alþjóðaráð
safna) og Félag íslenskra safna og
safnmanna (FISOS) standa saman
að íslensku safnaverðlaununum.
Dómnefnd tilnefnir þrjú söfn og vel-
ur þau úr innsendum hugmyndum
en auglýst er eftir ábendingum frá
almenningi, félagasamtökum og fag-
aðilum. Í ár bárust meira en sjötíu
ábendingar.
Mario Er enn þá konung-
ur tölvuleikjanna.
Super Mario Galaxy 2
Tegund: Ævintýraleikur
Spilast á: Nintendo Wii
tölvuleikir
Myrt vændiskona
Mætir afgangi
Sara Blædel hefur á stuttum tíma
komist í hóp vinsælustu glæpa-
sagnahöfunda í Danmörku. Hún hef-
ur sent frá sér fimm bækur og stutt er
í þá sjöttu, en fyrsta bók Söru kom út
árið 2004. Bókin seldist ekkert tiltak-
anlega vel en þegar hún var útnefnd
besta frumraun glæpasagnahöfund-
ar það ár tók sala hennar mikinn
kipp.
„Þremur mánuðum síðar kom
önnur bók mín út og hún varð gríð-
arlega vinsæl. Hálfu ári síðar hætti
ég í vinnunni minni, ekki vegna þess
að ég væri orðin svo rík heldur vegna
þess að ég átti erfitt með að sinna
bæði mínum daglegu störfum og
skrifunum og öllu sem þeim tengd-
ist. Það er nefnilega mjög tímafrekt
að fylgja eftir bókunum með upp-
lestrarferðum, áritunum, viðtölum
og fleiru,“ segir Sara.
Hún hafði síðustu sjö árin þar á
undan starfað bæði sem blaðamaður
og í sjónvarpsfréttum. Og þegar bók
Söru númer tvö, sem heitir Kallaðu
mig prinsessu og kom út í íslenskri
þýðingu hjá Uppheimum í fyrra,
byrjaði að seljast í miklu magni átt-
aði hún sig ekki strax á því.
„Ég var svo einbeitt í vinnunni
að ég áttaði mig ekki alveg strax á
vinsældum bókarinnar. Ég var bara
fókuseruð í minni vinnu, skaust svo
kannski í eitt og eitt viðtal og upp-
lestur hér og þar, en hélt svo áfram að
vinna. En síðan kom sumarið og þá
rauk hún svo hátt upp á vinsældalist-
um að þá skall þetta á mér. Það var
skrítið eftir að hafa sjálf verið mann-
eskjan sem beið í röð klukkustund-
um saman eftir nýrri bók eftir ein-
hvern glæpasagnahöfund,“ segir hin
brosmilda Sara og splæsir í eitt stórt.
Tæp milljón eintök
seld í Danmörku
Sala á bókum Söru í Danmörku nálg-
ast milljón eintök en bækurnar hafa
verið gefnar út í tíu löndum. Nýver-
ið var rétturinn svo seldur til þess
ellefta, Bandaríkjanna. „Ég geri mér
ekki vonir um að slá í gegn þar, en
það er gaman að það skuli hafa tekist
að semja við bandarískan útgefanda.
Ein bók á að koma út næsta vor og
svo önnur haustið eftir. Síðan verð-
ur bara skoðað hvernig salan hefur
gengið eftir það upp á frekari útgáfu
að gera.“ Fyrir utan gott gengi í bók-
sölunni hefur kvikmyndarétturinn á
Kallaðu mig prinsessu verið seldur.
Aðalpersónan í öllum bókum
Söru er Louise Rick, rannsóknar-
lögreglukona í morðdeild Kaup-
mannahafnarlögreglunnar. Í annarri
bókinni eftir Söru sem kemur út á ís-
lensku, Aldrei framar frjáls, og kom
í bókabúðir hér á landi á dögunum,
þarf Rick að glíma við morðmál þar
sem fórnarlambið er vændiskona
frá Austur-Evrópu. Sökum þess hvað
konan starfaði við og hvaðan hún
kemur er áhugi yfirmanna lögregl-
unnar lítill á því að leysa málið fljótt.
Á sama tíma finnst ungbarn yfirgef-
ið í kirkju og fær sú saga meiri athygli
hjá lögreglu og fjölmiðlum því þar er
um að ræða lítið barn. Blaðakonan
Camilla Lind er einnig þátttakandi
í tilraunum til að leysa málin og er
önnur af aðalpersónunum í bókum
Söru.
„Upphaf sögunnar í huga mér
byrjaði á því að lítið barn fannst í
kirkju,“ segir Sara. „Svo fór ég að
hugsa að ef einhver veit eitthvað um
aðra manneskju, þá er hún með tak
á henni. Og þegar ég fór að velta fyr-
ir mér skýru dæmi um manneskjur
sem hafa tak á öðrum manneskjum,
þá komu fljótt upp í hugann þeir sem
þvinga vændiskonur til þess að fara
út á götu að selja sig. Þannig byrjaði
ég að skrifa söguna um vændiskon-
una myrtu og mansalið og vændis-
starfsemina í Kaupmannahöfn.“
Yfirvöld sinnulaus gagnvart
mansali
Sara rannsakaði þessi mál vel fyr-
ir skrif sögunnar. Hún segir mansal
ekki mjög mikið í Danmörku miðað
við mörg önnur lönd, en tölur bendi
til þess að það hafi aukist síðustu ár.
Umræðan um þetta þrælahald nú-
tímans hafi aukist samhliða því.
„Lögreglan og stjórnvöld hafa því
reynt aðeins meira undanfarin miss-
eri að vinna gegn þessari starfsemi.
En í gegnum tíðina hefur löggan og
pólitíkusar lítið gert í þessum mál-
um. Ég átti til dæmis athyglisvert
samtal við yfirmann hjá lögreglunni
í Kaupmannahöfn sem harmaði það
mjög hversu erfitt er að handsama
mennina á bak við mansalið. Hann
sagði mér að það þyrfti að elta þá alla
daga og nánast allan sólarhringinn
ef takast ætti að sanna að konurn-
ar á götunni létu mennina fá pen-
ingana sem þeir afla með vændinu
því nauðsynlegt væri að eiga mynd-
ir af því til þess að eygja vona um að
þeir yrðu sakfelldir fyrir dómstólum.
Og þetta væri sérstaklega erfitt í ljósi
þess að þeir byggju þegar við mikla
manneklu við að leysa önnur verk-
efni, sem þó útheimtu ekki jafnmik-
inn tíma og fyrirhöfn. Við það bættist
að öllum væri sama hvort þeir næðu
að fangelsa mennina sem standa á
bak við mansal erlendu stúlknanna.
Stjórnmálamennirnir eru heldur
ekki áhugasamir um að ná þessum
mönnum. Þeir hafa meiri áhuga á að
menn sem ganga um með hnífa séu
settir á bak við lás og slá. Þessar ungu
stúlkur og örlög þeirra mæta því al-
gjörum afgangi.“
Fylgdist með réttarhöldum
Sara kveðst líka hafa séð hvernig
Mansal er stór þáttur í nýrri glæpasögu hinnar dönsku Söru
Blædel, Aldrei framar frjáls, sem kom nýverið út í íslenskri
þýðingu. Skáldkonan segir sorglegt hversu sinnuleysi lögreglu
og stjórnvalda sé mikið þegar erlendar vændiskonur eru annars
vegar. Kristján Hrafn Guðmundsson ræddi við Söru þegar hún
heimsótti Ísland á dögunum.