Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 31
... sjónvarps- þættinum How I Met Your Mother Frábærir þættir fyrir ungt fólk á öllum aldri. ... bókinni Sögustaðir Unun að lesa þessa bók og skoða mynd- irnar, segir gagnrýnandi. ... myndinni A Nightmare on Elm Street Martröð af leiðindum föStudAgur n Haffi Haff á Kónginum Popparinn Haffi Haff verður á græjunum á Kónginum í Grafarholti. Haffi tekur nýju lögin sín og heldur uppi stuðinu frá tólf til tvö. n Dansleikur á Breiðinni Hljómsveitin Napóleon ætlar að gera allt vitlaust á Breiðinni á föstudagskvöld. Það verður frítt inn á ballið svo fólk ætti ekki að láta sig vanta. n Mono á Spot Hljómsveitin Mono heldur ball á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi bæði föstudags- og laugardagskvöld. Á laugardaginn verður svo sjálfur stuðkóngurinn Herbert Guðmundsson með þeim á sviði og tekur sína helstu slagara. lAugArdAgur n Ball á Manhattan Mikil skemmtun verður haldin á skemmtistaðnum Manhattan í Keflavík á laugardag. Fram koma í svörtum fötum, Haffi Haff og Dj Óli Geir. Plötusnúðurinn og hljómsveitirnar skiptast á að spila til að halda þessu fjölbreyttu. n Sumarstúlkukeppnin 2010 Verður haldin á laugardagskvöld í Hvítahúsinu á Selfossi. Stúlkurnar munu koma fram í fatnaði frá Motivo en eftir keppnina verður dansleikur með Oxford og DJ Elíot. Húsið opnar 23.00 en keppnin hefst 01.00. Miðaverð er 100 krónur. n Froðupartí á Selfossi 800 Bar heldur froðupartí í annað sinn á skömmum tíma vegna fjölda áskorana. Að þessu sinni verður ballið fyrir 18 ára og eldri en það hefur hingað til verið fyrir 16 ára og eldri. n Stelpuball Gay Pride Verður haldið á laugardagskvöld á Skólabrú. Allur aðgangseyrir rennur til styrktar Hinsegin daga. Fram koma Páll Óskar, Elektra og fleiri. Húsið verður opnað klukkan 23.00 og miðaverð er 1.000 krónur. Hvað er að GERAST? Snarrangstæður Ég hlakkaði mikið til að prófa þenn- an leik þar sem ég hafði heyrt góða hluti um nýju FIFA-leikina. Sjálfur hef ég alltaf verið PES-maður (Pro Evolution Soccer) og fundist þeir langtum betri. Eftir að hafa spilað þennan leik hefur sú skoðun mín ekkert breyst. Þvert á móti. Ég hef aðeins dregið úr spilun á PES-leikjunum og mér skilst að FIFA 2010 hafi verið mun betri en nýjasti PES. Þó ég hafi ekki sann- reynt það sjálfur. Þar að segja á PS3 og X360. EA Sports hefur ekki tekist að færa þau gæði með sér á Wii og er það kannski ástæðan fyrir því að þessi leikur fær mun lægri einkunn á Wii en á hinum tölvunum. Heilt yfir finnst mér spilun leiks- ins slök. Grafíkin er óspennandi og teiknimyndaleg. Mest fer þó skot- eiginleikinn í taugarnar á mér. Þeg- ar maður sveiflar Wii-stýripinnan- um til þess að skjóta ríður skotið af með hvellum og látum og myndin ýmist hægist niður eða verður hrað- ari. Þannig að endi boltinn í netinu á er það yfirleitt á svipaða vegu. Ég get ekki annað en borið leik- inn saman við þann leik sem ég hef spilað nánast endalaust síðan ég fékk hann og er einn besti fótbolta- leikur heims að mínu mati. PES 2008 á Wii. Þar tókst framleiðand- anum að gera frábæran leik betri með Wii-stýrikerfinu. Það tekst ekki í 2010 FIFA World Cup South Africa. Það sem er þó jákvætt við leik- inn er að hann heillar kannski yngri spilendur með útliti sínu og svo er auðvitað mikill plús að geta valið öll landslið í heimi. Það er ekkert leiðinlegt að setja´nn með Heiðari Helgu. Ásgeir Jónsson ... mynd- inni toy Story 3 Allt í mynd- inni virkar. Pabbar gætu grátið. ...xxx xxx föstudagur 9. júlí 2010 fókus 31 2010 FIFA World Cup South AFrICA Tegund: Fótboltaleikur Spilast á: Nintendo Wii tölvuleikir FIFA 2010 Er óvandaður og slakur á Wii. ... sjón- varps- þættinum Cougar town Konungleg skemmtun. ... myndinni the A-team Hraður og hávær hasar sem flestir ættu að geta skemmt sér yfir. Myrt vændiskona Mætir afgangi áhugi á morðmáli dvínar ef fórnar- lambið er erlend vændiskona, líkt og hún skrifar um í Aldrei framar frjáls. „Ég var sjálf blaðakona og veit af eig- in reynslu að áhuginn er minni. Ég veit hvað fer á forsíðu og hvað fer á síðu 25. Þetta er ekki talið áhuga- vert ef þú átt erfitt með að finna samkennd með konunni, tengja við hana. Ef ung dönsk kona er drepin fer það alltaf á forsíðuna. Allir myndu tala um það og löggan gerði allt sem í hennar valdi sætði til þess að finna morðingjann. En ef hún er einhver sem þú átt erfiðara með að samsama þig við, til dæmis vegna þess að hún er vændiskona eða útlensk eða hvort tveggja, þá er það annað mál. Jafnvel finnst einhverjum að hún hafi kallað morðið yfir sig sjálf!“ Mansalið í Danmörku er fyrst á fremst á stúlkum frá Austur-Evrópu og Afríku. Og Sara segir ótrúlega mikla peninga felast í þessum anga undirheimanna. „Þessir menn græða miklu meira á þessum stúlkum en eiturlyfja- og vopnasölu. Þetta er svakalega mikill peningur og það er alveg skelfilegt að vita til þess að þessir menn skuli verða vellauðugir á svona starfsemi. Ég var viðstödd ein réttarhöld yfir svona mönnum, og mér þykir leitt að segja það en þetta eru ekki skær- ustu ljósaperurnar í seríunni. Þetta eru bara menn með ískalt hjarta sem neyða stúlkur til þess að selja sig og græða fúlgur fjár á því. Þetta er auð- velda leiðin að auðæfum.“ Að sögn Söru er ekki tekið nógu hart á þeim mönnum sem fundn- ir eru sekir um mansal. Hún fylgdist til að mynda með einu máli þar sem sakborningur fékk tveggja ára fang- elsi og fór að því loknu bara aftur að græða pening á því að gera út ungar, innfluttar konur til kynlífsþjónustu. Það var ekki fyrr en hann var hand- tekinn á ný fyrir það sama að honum var hent úr landi. Rannsóknarvinnan andlega erfið Sara segir vissulega taka á andlega að kafa svona djúpt í álíka mannleg- an harmleik og þarna um ræðir. „Jú, það gerði það sannarlega. Og þessi saga greip mig föstum tökum af því að þetta er ekki bara bók um man- sal heldur bók um mannslíf, auk þess auðvitað að vera bók um aðal- persónurnar mínar tvær, Louise og Camillu. Ég verð því miður að segja að bókin er svört og sorgleg og hún endar ekkert sérstaklega vel. En hún er líka svona sorgleg og harðneskju- leg vegna þess að mennirnir sem hafa viðurværi sitt af því að selja manneskjur eru svo harðneskju- legir og með hjarta úr steini. Eng- inn þeirra sér sig um hönd og verð- ur góður gaur og bókin endurspeglar það.“ Sara segir sögu sína því gefa raunsanna mynd af undirheimum Kaupmannahafnar, en hún sé þrátt fyrir það skáldskapur. „Ég tók ýmis- legt af því sem ég sá, las og heyrði af í rannsóknum mínum og bjó skáld- skapinn til úr því. Ef svona hlut- ir gerast í raunveruleikanum gætu þeir hafa gerst á þann hátt sem ég lýsi í bókinni. Það áhugaverðasta sögurnar mínar að mínu mati er einmitt að þær eru raunsæjar og harðar. Þetta er ekki fólk að spjalla saman yfir kaffi latte,“ segir Sara og hlær. Gafst upp á bókaútgáfu Ellefu árum áður en rithöfundar- ferillinn hófst, eða árið 1993, gerðist Sara útgefandi glæpasagna eftir aðra höfunda, bæði danska og erlenda. Þá var hún ekki byrjuð að setja neitt á blað sjálf. „Núna eru glæpasögur svo vin- sælar að allir vilja skrifa glæpasögur og gefa þær út, en ég hef alltaf elsk- að þessa bókmenntagrein. Og þeg- ar ég byrjaði í útgáfunni voru þær ekki nærri því jafn vinsælar og nú til dags.“ Til marks um það hætti Sara með bókaforlagið sitt árið 1998 vegna þess hve illa reksturinn gekk. Í framhaldinu vatt hún sér í fjöl- miðlageirann. „Ég átti aldrei von á því að ég myndi skrifa sjálf glæpa- sögur. Ég hugsaði alltaf að þetta væri eitthvað sem aðrir sköpuðu svo ég gæti skemmt mér og gleymt mér yfir í fríi frá amstri dagsins. En eitt skipti þegar ég var að vinna sem sjónvarps- fréttamaður og var að farast úr streitu og álagi fékk ég vikufrí. Þá byrjaði ég allt í einu að velta því fyrir mér í huga mínum að ef fjölmiðlamaður í Kaup- mannahöfn væri að vinna að svo við- kvæmri frétt að hann yrði drepinn vegna hennar, hvað væri fréttin þá um? Þessi vangavelta róaði mig,“ seg- ir Sara og skellihlær. Löggur fremstar í aðdáendaröðinni Svo héldu heilabrot Söru áfram þangað til hún var komin með sögu- þráð og persónur og byrjaði að skrifa. „Í framhaldinu fékk ég fund með yfir- manni morðdeildarinnar hjá Kaup- mannahafnarlögreglunni vegna þess að mig langaði að fá réttar upplýs- ingar um ýmislegt sem tengist starfi deilarinnar. Ég var ekki að spyrja eitthvað um einstök mál heldur bara almennra spurninga um vinn- una þeirra og ýmis lítil atriði, bara til dæmis hvar og hvenær starfsfólk- ið fer í mat, hver býr til kaffið á stöð- inni og svoleiðis. Þetta skiptir máli að mínu mati. Ég vil ekki að þeir sem þekkja til þessa heims fussi við lest- urinn og hlæi. Besta hrós sem ég hef fengið var frá lögreglumanni sem sagði: „Það er alveg eins og þú hafir unnið í morðdeildinni.“ Ég veit líka að margir lögreglumenn og -konur eru á meðal þeirra sem eru fyrstir í bókabúðirnar til þess að ná sér í ein- tak þegar ný bók eftir mig kemur út.“ Sara segir að draumurinn um að vera vinsæll rithöfundur sé ekki að rætast vegna þess að enginn slíkur draumur hafi verið til staðar. „Ef mig hefði dreymt um það þegar ég var yngri að verða glæpasagnadrottn- ing í Danmörku þá mætti segja að sá draumur væri orðinn að veruleika. En mig dreymdi aldrei um það af því að mér datt ekki í hug að ég gæti skrifað svona bækur!“ kristjanh@dv.is Sara Blædel Er á meðal vin- sælustu glæpasagnahöfunda Danmerkur um þessar mundir. MYND FLeMMING GeRNYx
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.