Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Page 33
föstudagur 9. júlí 2010 viðtal 33 Sigríður Beinteinsdóttir Sigga er miðjubarnið í hópi sjö systkina og ólst upp við Elliðaárnar. Mynd Sigtryggur Ari ur upp úr þessari lægð. Bjartsýni og já- kvæðni.“ Fræg hjá EuroviSionFjöl- MiðlAFólki Sigga hefur verið með ann- an fótinn í Noregi síðustu árin en hún rekur söngskóla í ná- grenni Óslóar ásamt systur sinni. Hún rak um tíma söng- skóla með Maríu Björk en ákvað að stíga út úr því til að einbeita sér að skólanum ytra. „Ég var komin í svo margt og var líka í Idolinu. Ef þú ert í of mörgu sinn- irðu engu nógu vel. Skól- inn okkar gengur vel og við erum með 600–700 nemendur á aldrinum 10–35 ára,“ segir hún. Þrátt fyrir velgengni í Eurovision segist hún ekki vera þekkt andlit í Noregi. „Ef atvikið kem- ur upp í samræðum muna einhverjir eftir mér og ein- hverra hluta vegna muna flestir eftir rauða kjólnum. Ég hef bara einu sinni far- ið í þennan kjól og það var þetta kvöld en í dag húkir hann uppi á háa lofti. Ég verð nú eiginlega að koma honum á safn svo aðrir fái að njóta hans. Í kringum Eur- ovision-keppnina fæ ég alltaf e-mail og skilaboð á Face book frá fólki úti um all- an heim sem man eftir mér og síðast þeg- ar ég fór, með Silvíu Nótt árið 2006, þurfti ég að mæta í fullt af viðtölum hjá blaða- mönnum sem mundu eftir mér. Enda eru þetta mikið sömu fjölmiðlamennirnir sem mæta ár eftir ár.“ Aðspurð segir hún lagið þurfa að vera afar sterkt til að hún færi fyrir Íslands hönd í fjórða skiptið. „Ætli ég sé ekki búin að fara nógu oft,“ segir hún hlæjandi og bætir við að allt sé þegar þrennt er. „Það sem togar mest í mann er hvað þetta er hrikalega gaman og þegar út er komið byrjar gamanið fyrir alvöru. Ég er mikil keppnismanneskja og yrði að hafa rosa- lega trú á laginu en auðvitað myndi ég skoða allt.“ BArnlAuS BArnAgælA Sigga ólst upp við Elliðaárnar í stórum systkinahópi en hún er í miðjunni af sjö börnum. Sex ára fluttist hún með fjöl- skyldunni í Neðra-Breiðholtið og gekk í Breiðholtsskóla. Hún minnist æsk- unnar með bros á vör en viður- kennir að tímarnir hafi ekki alltaf verið auðveldir. „Ég erfði fötin frá eldri systur minni og bræður mín- ir gengu í fötum hver af öðrum og mamma saumaði á okkur úr gömlum fötum. Þetta voru erfiðir tímar og ég man varla eftir að hafa séð pabba. Hann var bara alltaf í vinnunni að vinna fyrir þennan barna- skara. Ég er ekki gömul en það er ekki lengra síðan epli tilheyrðu jólum og sælgæti og kók var eitthvað sem maður fékk í af- mælum. Við liðum samt aldrei skort. Mamma vann heima og hugsaði um okkur börn- in og heimilið og okkur leið vel,“ segir hún og bæt- ir við að hún sé í góðu sambandi við öll systkini sín sem öll búi á höfuðborg- arsvæðinu nema sú sem búi í Noregi. „Sem betur fer hittumst við mikið og eig- um gott samband og þegar einhver á af- mæli og allir mæta með börn og barna- börn er þétt setið. Þá er sko partí.“ Sjálf er Sigga barnlaus en hefur alltaf unnið mikið með börnum og ung lingum. „Ég er mikil barnagæla og hef rosalega gaman af því að vinna með börnum. Börn tala frá hjartanu, eru hrein og bein og það er ekkert vont í þeim. Þau eru yndisleg og mér finnst voðalega gaman að fá systkina- börnin í kósíkvöld til mín en þá horfum við á vídeó, poppum og höfum það gott. En svo er líka gott að geta skilað þeim til foreldra sinna,“ segir hún og brosir. Sigga hefur bæði unnið með börnum í söngskólanum og við gerð geisladisk- anna Söngvaborg sem hafa slegið ræki- lega í gegn hjá yngstu kynslóðinni en all- ir fimm diskarnir hafa náð platínusölu. „Næst á dagskrá er að gera söngleik um Söngvaborg sem við stefnum á að koma á svið eftir áramót. Söngvaborg hefur geng- ið vonum framar og við höldum áfram að gefa þær út á meðan fólk vill kaupa.“ Egg á Bílinn og húSið Ólíkt mörgum poppurum hefur Siggu tek- ist að halda einkalífi sínu frá sviðs ljósi fjölmiðla í gegnum árin og sjálf segist hún aldrei hafa haft þörf fyrir athyglina. „Ég hef bara lifað mínu lífi og hef fengið að gera það í friði. Kannski hefur alveg vant- að í mig alla athyglissýki. Ef ég er ekki að syngja eða koma fram er ég að spila golf og svo er ég líka með bíladellu. Ég hef verið mjög upptekin síðustu sumur svo þetta er fyrsta sumarið sem ég get spilað eitthvað af viti og ég er enn þá byrjandi og ekki með lága forgjöf, ein- ungis 36. Áður en ég byrjaði skildi ég ekki hvernig fólk nennti að eltast við þetta en golf er frábært sport. Í golfi breytist til- veran, allt annað en þessi litli bolti og hol- an sem hann á að fara ofan í hverfur og hugurinn tæmist, sem er mjög gott þeg- ar þú ert einyrki eins og ég og ert alltaf að velta upp hugmyndum og reyna að búa eitthvað til.“ Varðandi bílaáhugann viðurkennir hún að kunna lítið á bíla en hafa gaman af því að keyra flotta, kraftmikla kagga. „Í dag ek ég Range Rover en sú tegund þykir minna ansi mikið á góðærið. Þótt ég hafi ekki komið nálægt útrás og hafi hingað til átt alla mína bíla skuldlausa, þá fékk ég bæði egg á hann og húsið mitt þegar reiði fólks var sem mest eftir hrunið. Ég veit ekki hvað ég á að hafa gert af mér og tel að fólk verði að gera greinarmun á þeim sem hafa unnið hörðum höndum alla ævi fyr- ir sínu og þeim sem rændu banka innan frá eða tóku þátt í hinni alræmdu útrás. Ég tók lítið erlent lán fyrir bílnum sem hefur tvöfaldast en samt er ég ekki í svo slæm- um málum. Sem betur fer. Það eru margir sem eiga erfitt og ég held að þessi ríkisstjórn verði að fara að taka á málunum af einhverri alvöru. Það er örugglega gott að sitja á Alþingi á ágæt- um launataxta en þau skilja ekki hvernig fólkið þarna úti hefur það. Það hefur allt hækkað, fólk er reitt og það eru margir í slæmum málum sem sést best á land- flóttanum. Fólk er að gefast upp og ef ekk- ert verður að gert er þessi flótti bara byrj- unin.“ FAnn áStinA Að nýju Sigga skildi í fyrra eftir tíu ára samband en fann nýlega ástina að nýju og er í dag í sambúð með Birnu Maríu, markaðs- stjóra hjá Hafmynd. Hingað til hefur hún ekki verið áberandi í réttindabaráttu sam- kynhneigðra en þegar nýju hjúskaparlög- unum var fagnað mætti hún í Fríkirkjuna og tók lagið. „Ég hef kosið að halda mínu einkalífi út af fyrir mig því það kemur eng- um við hvað ég er að gera, ekki frekar en að ég færi að hnýsast í líf annarra. Þessi athöfn í Fríkirkjunni var yndis leg og nýju lögin eru að sjálfsögðu frábært mál og ís- lenskir ráðamenn og þeir sem koma að þeim málum mega fá plús í kladdann fyrir að hafa komið Íslandi framarlega í þess- um málum. Ég hef aldrei falið kynhneigð mína en hef heldur ekki verið að flagga henni og ég veit að margir héldu lengi að við Grétar værum par. Ég hef aldrei lent í neinu sem hægt væri að kalla fordóma eða slíkt en hef alveg fengið nokkur bónorðin án þess að þekkja viðkomandi og stundum komu ölvaðir menn sem vildu reyna sig og sögð- ust geta snúið mér við í roðinu en það var alltaf bara í góðu. Samkynhneigðir eru bara venjulegt fólk, ekkert öðruvísi en hver annar, og sjálfri hefur mér bara alltaf fundist ég eðli- leg. Ég er mjög hamingjusöm og ánægð með lífið og það er það sem skiptir mestu máli – að vera hamingjusamur, jákvæður og brosa. Það er mitt lífsmottó. Lífið er svo stutt og ef maður nýtur þess ekki á meðan maður hefur það er það bara sóun.“ örlög, guðS gjöF EðA hEppni? Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand segir Sigga framtíðina bjarta. „Draumur minn er að halda í heilsuna og geta haldið áfram að gera það sem mér finnst skemmtileg- ast og það er að syngja. Ég mun syngja á meðan aðrir vilja hlusta og þegar það breytist syng ég fyrir sjálfa mig. Ég hugsa aldrei langt fram í tímann en hef ákveð- ið að vera jákvæð eins og amma mín, taka hvern mánuð fyrir sig og nýta þau tæki- færi sem bjóðast.“ Hún bætir aðspurð við að hún óttist ekki að eldast. „Alls ekki, mér hefur fund- ist tíminn frá 35 ára til dagsins í dag sá skemmtilegasti hingað til. Eftir 35 er ekki jafnmikið rót á manni og þegar maður var yngri. Nú veit ég hvað ég vil og hvert ég stefni. Hef komið mér upp mínu heimili og þar sem ég er mjög jarðbundin kann ég vel að meta að eiga minn stað þar sem ég er örugg og get hlaðið batteríin.“ Aðspurð segist hún aldrei hafa pælt í hvað hún væri að gera ef tónlistin hefði ekki orðið fyrir valinu. „Kannski væri ég að vinna við dúklagningar eða í málning- arvinnu en svona iðnaðarstörf heilla mig því þau eru fjölbreytt. Svo gæti ég hafa lært grafíska hönnun eða arkitektúr auk þess sem ég elska að vinna við sjónvarp, það á mjög vel við mig. Ég átti greinilega að fara þessa leið því söngurinn yfirtók allt en ég hef ekki unnið við neitt annað en tónlist frá árinu 1986. Hvort það séu örlögin, guðs gjöf eða heppni veit ég ekki en ég hef verið rosalega heppin. Það er ekkert betra en að geta unnið við það sem maður elskar. Það eru algjör forréttindi.“ indiana@dv.is Söngurinn losaði mig við fei ina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.