Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Síða 43
föstudagur 9. júlí 2010 sakamál 43
Hélène Jegado fæddist 1803 á litlum bóndabæ skammt frá Lorient á Bretagneskaga í Frakk-
landi. Sjö ára missti hún móður sína
og var send til vinnu með tveim-
ur frænkum sínum sem voru þjón-
ustustúlkur á prestsetrinu í Bubry,
en lítið er vitað um fyrstu ár Hél-
ène allt þar til hún gerðist matselja
í þorpinu Guern.
Talið er að Hélène hafi eitrað fyrir
sínu fyrsta fórnarlambi árið 1833, en
þá var hún í vinnu hjá séra Le Drogo
í Guern. Á rúmlega þriggja mánaða
tímabili frá 28. júní til 3. október dóu
sjö af heimilisfólkinu á prestsetrinu
skyndilega. Á meðal þeirra sem gáfu
upp öndina voru presturinn og syst-
ir Hélène sem var í heimsókn.
Augljós sorg Hélène og guð-
ræknilegt fas voru svo sannfærandi
að engum datt til hugar að bendla
hana við dauðsföllin. Að auki var
ekki langt um liðið frá kólerufar-
aldrinum 1832 og því allt eins líklegt
að um eðlilegt banamein hefði verið
að ræða.
Fórnarlömbum fjölgar
Hélène Jegado tók sess systur sinn-
ar í Bubry og áður en langt um leið
lágu þrjá manneskjur í valnum,
þeirra á meðal önnur frænka henn-
ar. Hélène lagði nú land undir fót og
fór til Locminé í Morbihan þar sem
hún leigði húsnæði með sauma-
konu að nafni Marie-Jeanne Lebou-
cher. Marie-Jeanne og dóttir henn-
ar gáfu fljótlega upp öndina, en
sonur Marie-Jeanne varð alvarlega
veikur. Það kann að hafa bjargað
lífi sonarins að hann afþakkaði að-
stoð Hélène til að komast til heilsu.
Ekkja í sama þorpi gerði þau mistök
að leigja Hélène herbergi. Ekkjan
dó eftir að hafa neytt súpu sem nýi
leigjandinn hafði matbúið.
Árið 1835 dvaldi Hélène um
skamma hríð í nunnuklaustri í
Auray þar sem hún hafði verið ráð-
in til þjónustustarfa. Þaðan var hún
rekin eftir að hafa orðið uppvís að
skemmdarverkum og helgispjöll-
um.
Þjófnaðir taka við af morðum
Hélène Jegado var ráðin sem mat-
selja á fjölda heimila en staldraði
alla jafna stutt við á hverjum stað.
Dauðsföll og veikindi voru áber-
andi á þeim heimilum þar sem hún
starfaði og flest fórnarlambanna
báru einkenni arseníkeitrunar, en
arseník fannst aldrei í fórum Hél-
ène.
Frá árinu 1841 til ársins 1850
virðst sem Hélène Jegado hafi tekið
sér frí frá morðum, en engin grun-
samleg dauðsföll á því tímabili hafa
verið eignuð henni.
En margir vinnuveitenda Hél-
ène tilkynntu síðar um þjófnaði á
heimili þeirra. Auk þess sem Hél-
ène virtist hafa óslökkvandi þörf
fyrir að eitra fyrir fólki þjáðist hún
af stelsýki og var gripin glóðvolg við
stuld nokkrum sinnum.
En árið 1849 flutti Hélène Jeg-
ado til Rennes og þess var skammt
að bíða að ferill hennar tæki nýja
stefnu og örlagaríka.
Yfirlýsing um sakleysi
vekur grunsemdir
Árið 1850 bættist Hélène í hóp
starfsfólks Théophile Bidard, próf-
essors í lögum við háskólann í
Rennes. Ein þjónustustúlkan, Rose
Tessier, varð veik og safnaðist til
feðra sinna eftir að Hélène hafði
annast hana.
Ári síðar endurtók sagan sig
þegar önnur þerna, Rosalie Sarra-
zin, veiktist og dó. Tveir læknar
höfðu reynt að bjarga lífi Rosalie
en ekki haft erindi sem erfiði, en
vegna þess hve einkennunum svip-
aði til einkennanna hjá Rose ári
áður tókst þeim að fá leyfi ættingja
Rosalie til að kryfja hana.
Hélène Jegadi vakti grunsemdir
í eigin garð þegar hún lýsti því yfir
að hún væri saklaus áður en nokk-
ur hafði spurt hana um nokkurn
skapaðan hlut og hún var hand-
tekin í júlí árið 1851. Niðurstöð-
ur rannsóknar tengdu Hélène við
23 grunsamleg dauðsföll sem áttu
sér stað á árunum 1833 til 1841,
en ekkert málanna var rannsakað
í þaula því þau voru fyrnd með til-
liti til málshöfðunar. Þjóðsögur á
svæðinu hafa eignað Hélène fjölda
óútskýrðra dauðsfalla en talið er að
hún hafi í reynd fyrirkomið um 36
manns.
Eftirtektarverð varnarræða
Réttarhöldin yfir Hélène Jegado
hófust þann 6. desember 1851,
en vegna ákvæða í frönskum lög-
um um leyfileg sönnunargögn
og fyrningu mála var hún að-
eins ákærð fyrir þrjú morð, þrjár
morðtilraunir og ellefu þjófnaði.
Svo virðist sem fallið hafi ver-
ið frá einni morð ákærunni sem
varðaði barnsmorð, en lögreglan
vildi ekki koma foreldrum barns-
ins í uppnám með því að grafa lík
þess upp.
Hegðun Hélène við réttar-
höldin var æði sveiflukennd.
Hún átti það til að muldra auð-
mjúklega, reka upp óp sem ein-
kenndust af mikilli guðrækni og
einnig að sýna saksóknurum of-
beldiskennda tilburði.
Hélène neitaði statt og stöðugt
að vita yfir höfuð hvað arsen-
ík væri, þrátt fyrir yfirþyrmandi
vísbendingar um hið gagnstæða.
Þegar síðustu fórnarlömbin
höfðu verið grafin upp og rann-
sökuð greindist mikið magn ars-
eníks í þeim.
Verjandi Hélène fór nýstár-
lega leið í lokaræðu sinni og hélt
því fram að skjólstæðingur sinn
þyrfti lengri tíma en aðrir til að
iðrast og þess vegna yrði að hlífa
henni við dauðarefsingu. Að
auki væri hún dauðvona vegna
krabbameins.
Hélène Jegado var dæmd til að
enda líf sitt á höggstokknum og
var tekin af lífi í viðurvist fjölda
áhorfenda 26. febrúar 1852.
morðóða
matseljan
Hélène Jegado var franskur raðmorðingi. Talið er að hún hafi á átján ára tímabili myrt allt að 36 manns
með arseníki. Líklegt er talið að hún hafi tekið sér hlé frá morðum um tæplega tíu ára skeið en tók svo
upp fyrri iðju. Hún endaði ævina á höggstokknum árið 1852.
Auk þess sem Hélène virt-
ist hafa óslökkvandi
þörf fyrir að eitra fyrir
fólki þjáðist hún af
stelsýki og var grip-
in glóðvolg við stuld
nokkrum sinnum.
Spennandi Útivistarferðir um Fjallabak
Strútsstígur - Falleg og fjölbreytt gönguleið á Skaftártunguafrétti
Sveinstindur -Skælingar - Stórkostlegt gönguland á bökkum Skaftár
Fegurðin er að Fjallabaki
Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.isLaugavegi 178 - Sími 562 1000 - utivist.is
Bókanir í síma 562 1000
Hélène Jegado
Banaði hátt í
fjörutíu manns
með eitri.