Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Page 52
52 umsjón: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 9. júlí 2010 föstudagur Stærsti knattspyrnuleikur heims fer fram á sunnudaginn þegar Holland mætir Spáni í úrslitaleik heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu. Hvorugt liðið hefur unnið HM áður og verður því ritað nýtt nafn á doll- una í fyrsta skipti síðan 1998. Liðið sem vinnur verður áttundi heimsmeistarinn í sögunni. Fjögurra vikna fótboltaveislu í Suður- Afríku lýkur á sunnudaginn þegar úr- slitaleikur heimsmeistarakeppninn- ar fer fram. Holland mætir þar Spáni í úrslitaleik en daginn áður takast á Þýskaland og Úrúgvæ í leiknum um þriðja sætið. Ljóst er að nýtt nafn fer á dolluna því hvorki Spáni né Hollandi hefur tekist að vinna HM áður. Hol- lendingar eiga að baki tvo úrslitaleiki en Spánverjar hafa aldrei áður komist lengra en átta liða úrslit. Hollendingar hafa nú unnið fjór- tán leiki í röð í undankeppni og í loka- keppninni. Spánn hefur tapað einum leik á mótinu, þeim fyrsta gegn Sviss. Það er þó aðeins annar af tveimur tap leikjum liðsins síðastliðin tvö ár eftir að Vicente del Bosque tók við lið- inu. Hinir þrjátíu hafa allir unnist og má alveg segja sem svo að Spánn sé með besta lið heims. En hvað gerist á sunnudaginn? Nýtt nafn á dolluna Það verða krýndir nýir heimsmeist- arar í knattspyrnu á sunnudaginn, sama hvort liðið vinnur, en úrslita- leikurinn er áhugaverður fyrir margra hluta sakir. Evrópuþjóðir hafa aldrei unnið utan Evrópu og þá verður þjóðin sem sigrar í leiknum önnur af tveimur þjóðum sem ekki hefur unn- ið keppnina á heimavelli. Hitt liðið er Brasilía sem tókst ekki að vinna HM í Brasilíu árið 1950 en á þó fimm titla. Sjö lið hafa unnið keppnirnar átj- án sem haldnar hafa verið hingað til. Verður því sigurvegarinn á sunnu- daginn áttundi heimsmeistarinn í röðinni. Síðast voru krýndir nýir meistarar árið 1998 þegar Frakkland vann á heimavelli. Spánn hafði fyrir leikinn gegn Þýskalandi á miðviku- daginn aldrei leikið í undanúrslitum á HM en Holland á að baki tvo úr- slitaleiki, árin 1974 og 1978. Í bæði skiptin tapaði Holland fyrir gestgjafa- þjóðunum, fyrst Þýskalandi og svo Argentínu. Mesti heiður knattspyrnunnar „Leikmennirnir okkar vita hvað fót- bolti er,“ segir Vicente del Bosque, þjálfari Spánar. Vissulega rétt hjá hjá hinum aldna en eldklára þjálfara. Spánn er ríkjandi Evrópumeistari en það var Luis Aragones sem stýð- ir Spáni til síns fyrsta stórtitils á EM fyrir tveimur árum. Del Bosque hef- ur heldur betur tekið við keflinu því af 32 leikjum hefur honum tekist að stýra liðinu til sigurs í þrjátíu. „Tapið gegn Sviss í fyrsta leik mótsins var okkur erfitt,“ segir hann. „Við verðskulduðum það ekki. Við höfum vaxið síðan þá og komið okk- ur í úrslitaleikinn. Það er ekki til meiri heiður í fótbolta en að vinna heimsmeistarakeppnina. Við ætt- um samt ekki að vera monta okkur eða verða of spenntir. Við þurfum bara að standa okkur í úrslitaleikn- um. Hollenska liðið stendur fyrir frá- bæran fótbolta og hefur alltaf gert. Ég vona svo sannarlega að við getum haldið boltanum eins og við eigum að okkur og náð að spila okkar leik,“ segir del Bosque. Stígum upp á réttum tíma „Málið er bara að njóta úrslitaleiks- ins,“ segir framherjinn David Villa sem hefur skorað fimm mörk til þessa á HM. Hann missti af úrslita- leiknum á EM fyrir tveimur árum vegna meiðsla og er staðráðinn í að landa sínum fyrsta alþjóðatitli á sunnudaginn. „Ef við spilum á sunnudaginn eins og við gerðum gegn Þýskalandi eigum við frábær- an möguleika á að vinna leikinn. Þar spiluðum við nákvæmlega eins og við viljum gera,“ segir hann en Villa veit vel af getu Hollendinga. „Holland er með frábært lið með stórkostlega leikmenn á miðjunni og frammi. Við þurfum virkilega að mæta þeim fast og spila okkar bolta gegn þeim. Við höfum sýnt það áður að við stígum alltaf upp á réttum tíma, sérstaklega í stórleikjum. Leik- urinn gegn Þýskalandi var sá besti sem ég hef spilað en ég vona svo sannarlega að sunnudagurinn verði betri,“ segir David Villa sem samdi við Barcelona áður en hann hélt til Suður-Afríku. Spilar gegn landi móður sinnar „Það verður virkilega gaman að spila gegn Spáni í úrslitum,“ segir miðju- maðurinn Rafael van der Vaart. Hol- lendingurin öflugi er ættaður frá Spáni en móðir hans kemur þaðan. Þá spilar hann með stórliðinu Real Madrid. Van der Vaart var í byrjun- arliðinu í öllum leikjum riðlakeppn- innar en eftir að Arjen Robben kom til baka eftir meiðsli hefur hann þurft HOllANd n Riðlakeppni sigur á Danmörku: 2-0 (sjálfsmark, Dirk Kuyt) sigur á japan: 1-0 (Wesley sneijder) sigur á Kamerún: 2-1 (Van Persie, Huntelaar) n 16 liða úrslit sigur á slóvakíu: 2-1 (Robben, sneijder) n 8 liða úrslit sigur á Brasilíu: 2-1 (Wesley sneijder 2) n Undanúrslit sigur á Úrúgvæ: 3-2 (Bronchors, sneijder, Robben.) SpáNN n Riðlakeppni Tap gegn sviss: 0-1 sigur á Hondúras: 2-0 (David Villa 2) sigur á síle: 2-1 (David Villa, Iniesta) n 16 liða úrslit: sigur á Portúgal: 1-0 (David Villa) n 8 liða úrslit sigur á Paragvæ: 1-0 (David Villa) n Undanúrslit sigur á Þýskalandi: 1-0 (Carles Puyol) Leiðin í úrsLit TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Völlurinn soccer city - Jóhannesarborg Sætafjöldi: 88.460 Byggður: 1987 (mikið endurbættur) Aðalsmerki keppninnar er sjálfur soccer City-völlurinn sem fékk mikla andlitslyft- ingu fyrir mótið. stórkostlegur völlur sem tekur tæplega 90.000 manns í sæti. ÞjáLfararnir BeRT vAN MARwijk - HOllANd Þjálfað: FC Herderen, RKVCL Limmel, sV meerssen, Fortuna sittard, Feyen- oord, Borussia Dortmund, Holland. Titlar sem leikmaður: 1 (Hollenskur bikarmeistari með AZ) Titlar sem þjálfari: 2 (Hollenskur bikarmeistari og uEFA Cup, bæði með Feyenoord) Tölfræði með Holland: 2008-2010: 26 leikir (19 sigrar - 6 jafntefli - 1 tap), 73,08% sigurhlutfall, mörk 41:17. viceNTe del BOSqUe - SpáNN Þjálfað: Real madrid B, Real madrid, Besiktas, spánn. Titlar sem leikmaður: 9 (5 spánarmeist- aratitlar og fjórir bikarmeistaratitlar með Real madrid) Titlar sem þjálfari: 7 (spænska deildin 2, spænski bikarinn 1, meistaradeildin 2, ofurbikar Evrópu 1, heimsmeistari félagsliða 1, allt með Real madrid) Tölfræði með Spán: 1994-1996: 11 leikir (5 sigrar - 1 jafntefli - 5 töp), 45.45% sigurhlutfall, mörk 23:22. 2008-2010: 32 leikir (30 sigrar - 0 jafntefli - 2 töp), 92,59 % sigurhlutfall, mörk 87:17. Sigurstranglegir spánverjar virkuðu ógnarsterkir gegn Þýskalandi. MyNd ReUTeRS Nýir meistarar krýNdir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.