Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Síða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Síða 61
föstudagur 9. júlí 2010 sviðsljós 61 leikkonan Blake Lively var glæsileg þegar hún mætti á tísku-sýningu Chanel á Haute Couture-tískuviku í París. Verið var að sýna haust- og vetrarlínu Chanel en Lively var sérstaklega boðið að vera viðstödd. Leikkonan er stödd í Frakklandi vegna þess að undanfarna daga hafa atriði í þáttunum sem hún leikur í, Gossip Girl, verið tekin þar upp. Leikkonan hefur verið dugleg við að fara á tískusýningar í París en á mánudag fór hún á sýningu Christian Dior í fylgd með aðalrit- stjóra Vouge, Önnu Wintour. Fangelsuð í viku? vandræði Mels Gibson halda áfram eftir að enn ein hljóðupptakan hefur skot-ið upp kollinum. Enn hafa þessar upptökur ekki verið spilaðar fyr- ir almenning en í þeirri nýjustu er Gibson sagður viðurkenna að hafa beitt Oksönu Grigorieva ofbeldi. Oksana, sem á barn með leikar- anum, hefur sakað Gibson um að hafa gengið í skrokk á sér en lög- fræðingar þvertaka fyrir það. „Hvernig maður lemur konu með barn í fanginu? Ber hana tvisvar í andlitið. Hvernig maður er það?“ á Oksana að hafa sagt á upptökunni og Gibson svarað því: „Veistu hvað? Þú áttir það fokking skilið!“ Ekki er langt síðan fjölmiðl- ar greindu frá öðrum upptökum þar sem Gibson hótaði að brenna húsið ofan af Oksönu og að hann vonaði að henni yrði nauðgað af blökkumönnum. Ef upptökurnar reynast ekta má búast við því að leikarinn og leikstjórinn sé í mikl- um vandræðum því Oksana hefur einnig sagst eiga ljósmyndir sem sanni ofbeldið. 28 ára gamla tennis-drottningin Serena Williams talar opin- skátt um líkama sinn í viðtali í nýjasta tölublaði Harper’s Bazaar. Þar segist hún alltaf hafa öfundað systur sína Venus af vaxtarlaginu. „Þegar ég var 23 ára áttaði ég mig á því að ég væri ekki Venus. Hún er allt öðruvísi. Ég er með miklar línur. Ég er með stór brjóst og risa- rass. Venus er hins vegar eins og módel. Hávaxin og passar í öll föt.“ Serena segir að hún hafi viljað vera eins og systir sín þegar þær voru að alast upp en í dag sé hún búin að sætta sig við líkama sinn. „Reyndar er eitt sem ég hef alltaf átt svolítið erfitt með og það eru upphandleggirnar á mér,“ eða það sem jafnan er kallað byssurnar á vaxtarræktarmáli. „Fólk vill hafa þá stælta og flotta en mínir eru of stæltir. En ég kvarta samt ekki. Þeir borga reikningana mína,“ segir Serena létt en hún er meðal ann- ars núverandi Wimbeldon-meist- ari. Serena Williams talar um líkamsvöxtinn: Byssurnar borga Serena Williams Finnst hún vera með of stælta upphandleggi. Flottur bossi Serena segist hafa sætt sig við vaxtarlag sitt. sumarleg og sæt Enn mEiri v ndræ i Blake Lively í París: Mel Gibson Er sakaður um að hafa gengið í skrokk á sinni fyrrverandi. Mel Gibson viðurkennir ofbeldið: Vesturvör 30c, Sími 575-1500 Ferð á Kársnesið borgar sig! www.kvikkfix.issko ðaðu! Bremsuviðgerðir Verðdæmi: Klossar framan Yaris 1,3 ýmsir kr. 10.050.- Innifalið í verði er vinna, klossar, kaffi og vöfflur með sultu og rjóma. Ath. á ekki við allar gerðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.