Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 45
föstudagur 23. júlí 2010 umsjón: páll svansson palli@dv.is tækni 45 Um 75 prósent unglinga eiga far- síma (og 58 prósent tólf ára barna). Rétt tæplega 90 prósent þeirra ungl- inga sem eiga farsíma, senda og taka á móti smáskilaboðum, flest á degi hverjum. Helmingur þeirra sendir allt að fimmtíu skilaboð dags dag- lega, einn af hverjum þremur sendir um hundrað skilaboð. Þetta kemur fram í niðurstöð- um rannsóknarverkefnis sem Pew- rannsóknarsetrið í Bandaríkjunum stendur að, en rannsóknarsetrið hefur það að meginmarkmiði að kanna og veita upplýsingar um fé- lagslega hegðun, viðhorf og strauma sem móta líf almennings í Banda- ríkjunum og annars staðar í heim- inum í dag. Þetta tiltekna verkefni snýr að internetinu og áhrifum þess á fjölskyldur, samfélög, vinnustaði, heimili, daglegt líf, menntun, heilsu- vernd og stjórnmál. Síðastliðin þrjú ár hefur rann- sóknarsetrið kannað með hvaða hætti bandarískir unglingar nýta sér netið og þá sérstaklega hina gífurlegu notkun þeirra á samskiptasíðum en setrið hefur einnig rannsakað notk- un farsíma og smáskilaboða með- al þessa aldurshóps síðan árið 2006. Talið er að niðurstöðurnar megi yfir- færa á unglinga flestra landa Vestur- Evrópu svo ekki skeiki nema einu til tveimur prósentustigum. sMs og farsímar Á aðeins fjórum árum hafa texta- skilaboð fest sig í sessi sem vinsæl- asta samskiptaformið meðal ungl- inga. Farsímanotkun þessa hóps er þó að sjálfsögðu ekki eingöngu bundin við smáskilaboð en um 80 prósent unglinga notfæra sér símana einnig til að taka myndir, 60 prósent hlusta á tónlist, 46 prósent spila leiki, 32 prósent skiptast á myndskeiðum og 23 prósent tengjast samskiptasíð- um. Hluti af lífinu Auk farsímanotkunar hefur notkun unglinga á samskiptasíðum aukist um helming á síðustu þremur árum en um 73 prósent þeirra nota nú slík- ar síður, aðallega Facebook. Stafræn samskipti eru ekki bara hluti af lífi hins venjulega unglings, þau eru líf hans! Ástæðan er einföld, tæknin fellur eins og klæðskerasaumuð að þörf- um unglingsins á þessum mikilvægu mótunarárum. Farsímar og sam- skiptasíður auðvelda þá hluti sem unglingar hafa alla tíð gert; að skapa sjálfsmynd, öðlast sjálfstæði gagn- vart foreldrum, vera „kúl“ út á við og ganga í augun á hinu kyninu. Að daðra, gorta, slúðra, stríða og fara á trúnó, allt fer þetta nú að stórum hluta fram í hinum stafræna heimi og unglingurinn þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af bólunni á nefinu eða hvort hann roðni of mik- ið. Hann gefur sér einnig meiri tíma til að íhuga hvað hann lætur frá sér fara og nær að halda sambandi við gífurlega stóran hóp jafnaldra sinna. skynsamleg viðhorf Foreldrum finnst oft og tíðum sem net- og símanotkun unglingsins sé allt of mikil en þeir athuga ekki hversu stórt hlutverk hún leikur í lífi þeirra í dag. Spurningin er hvort að þessi mikla breyting sem orðið hef- ur á atferli unglinga dragi úr hæfni þeirra í samskiptum augliti til auglits og sem fullorðnir einstaklingar verði þeir hálfgerðir skjáþrælar samskipta- lega séð. Langflestir ef ekki allir unglingar virðast þó hafa mótað með sér skyn- samlegt viðhorf gagnvart stafrænum samskiptum og líta á þau sem við- bót en ekki eitthvað sem geti komið í staðinn fyrir hefðbundin samskipti manna á milli. palli@dv.is Aukin sjálfsvitund og feimni eru oft fylgifiskar þess mótunarferlis sem unglingsárin eru. Ný bandarísk rannsókn bendir til þess að stafræn samskipti innan þessa aldurs- hóps veiti unglingum aukið öryggi og auðveldi þeim að skapa sjálfsmynd. Hausa- veiðar á netinu Í könnun sem nýlega var gerð á vegum Microsoft kemur fram að um 75 prósent bandarískra ráðn- ingarstofa framkvæma nú víðtæka netkönnun á þeim einstaklingum sem sækja um störf í gegnum þær. Þetta er gert að beiðni þeirra fyr- irtækja sem leita til ráðningarstof- anna og er þá beðið um að ferill umsækjandans á samskiptasíð- um, myndskeiðs- og ljósmynda- síðum, umræðusíðum og leikja- síðum sé kannaður. 70 prósent ráðningarstofanna upplýstu að þær hefðu hafnað umsækjendum vegna upplýsinga sem fundust við slíka vefferilskönnun.. Flip- board Fyrir ipad Flipboard er nýtt forrit fyrir iPad sem kom á markað í vikunni en með for- ritinu tengist notandinn samskipta- síðunum Facebook og Twitter og upplifir efnið með öðrum hætti en fólk hefur vanist hingað til. Markmið forritsins er að notandanum finnist sem hann skoði tímarit þar sem öllu er haganlega fyrir komið og vel upp- sett, frekar en vefsíðu þar sem enda- laus röð líkra pósta verður að hálf- gerðu útlitslegu kraðaki. Ráðgert er að forritið bæti við sig öðrum tengi- möguleikum þegar á líður, bæði vin- sælum vefsíðum og jafnvel netpósti ásamt viðhengjum. þjónusta Fyrir sjó- ræningja Tveir af meðlimum Sjóræningja- flokks Svíþjóðar eða Piratpartiet eru þessa dagana að setja á stofn inter- netþjónustu í anda flokksins ef svo má að orði komast. Friðhelgi verða einkunnarorð fyrirtækisins sem ekki mun viðhalda neinum upplýsingum um hvað viðskiptavinir gera á netinu en þeir geta þar að auki tengst þjón- ustunni á þann hátt að ekki er hægt að rekja slóð þeirra í netheimum af öðrum aðilum. Verið er að prufu- keyra þjónustuna í Lundi en fyrir- tækið vonast til að færa út kvíarnar á næstu mánuðum þannig að allir Sví- ar geti nýtt sér hana. staFrænir n lingar sMs Á aðeins fjórum árum hafa textaskilaboð fest sig í sessi sem vinsælasta samskiptaformið meðal unglinga. viðbót Langflestir unglingar virðast líta á stafræn samskipti sem viðbót en ekki eitthvað sem geti komið í staðinn fyrir hefðbundin samskipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.